Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Þjóðfélag í deiglu Hugleiðingar um Saudi-Arabíu eft- ir að dregið hefur úr olíugosinu Fyrir örfáiun áratugum var bedúínasamfélagið allsráðandi í Saudi-Arabíu.Með olíugróðanum varð snögg breyting á öllum lifsháttu, og verður varla líkt við annað en kollsteypu. Hirðin- gjarnir sem öldum saman höfðu reikað með skepnur sinar um eyðisandana vissu allt í einu ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Það var engu líkara en gullið steyptist yfir þá svo að á fáeinum árum varð Saudi-Arabía ein ríkasta þjóð heims. Nýrikidæmi Sauda varð mörgum erfitt og þeir kunnu sér hvorki hóf né læti i lifnaðar háttum. Hussein Shehadeh, palestinsk- ur blaðamaður, sem var hér i febrúar sl. á vegum Blaðamanna- félags íslands og skrifar að stað- aldri greinar um málefni Mið- Austurlanda i hin ýmsu blöð og tímarit, hefur i greinaflokki velt fyrir sér stöðu Saudi-Arabiu fyrr og nú. Shehadeh hefur góðfús- lega leyft að þessar greinar séu birtar hér, i lauslegri þýðingu, verulega styttar og endursagðar. Lækkunin á olíuverði á heims- markaði undanfarin ár hefur auð- vitað leitt til þess að tekjur Sauda hafa minnkað og það hvorki meira né minna en úr 100 milljörðum Bandaríkjadollara í 28 milljarða á ári. Einhver kynni að segja að upp- hæðin væri viðunandi fyrir þjóð sem telur ekki öllu meira en tiu milljón- ir. Á hinn bóginn er það líka auð- sætt að verðþróunin — sem hófst tiltölulega skyndilega og hefur haldið áfram, hlýtur að koma hart niður á íbúunum sem hafa vanizt ákveðnum lífsvenjum. Stjómin í Saudi Arabiu hefur þó sagt að þrátt fyrir þennan samdrátt verði reynt eftir föngum að ljúka verkefnum á vegum ríkisins, sem byijað hefur verið á, en látið vera að ráðast í nýjar framkvæmdir. í Saudi-Arabíu stóð olíuflóðið rétt tæp tíu ár. Fyrstu feitu árin gengu í garð eftir 1974, þegar olíu- verð á tunnu fímmfaldaðist, en í kringum 1983 voru Saudar að byija Háhýsahverfi í Jeddah. að gera sér grein fyrir að þörf var að þeir sýndu dálitla gætni. Þeir drógu þá úr olíuvinnslunni og virð- ist það hafa verið viðleitni til að halda uppi verðinu. Þrátt fyrir enn frekari tilraunir til þess að minnka framleiðsluna hélt verðið áfram nið- ur á við. Svo var komið í árslok 1985, að stjómin í Riyadh hafði eiginlega orðið að fara heilan hring. Hún lét þau boð út ganga að ákveð- ið hefði verið að auka framleiðsluna á ný til þess að verðið lækkaði, í von um að meiri samstaða næðist innan og utan OPECs. Þetta var að minnsta kosti sú opinbera skýr- ing sem var gefin, en auðvitað má leiða að því getum að ástæðan hafi verið sú einfalda staðreynd, að Saudi-Arabíu skorti meira fé. Þær hamslausu tekjur sem olían gaf af sér varð vitaskuld til þess að skapa nýjar neysluvenjur og nýjan lífsstíl. Þar með urðu margir háðir neyslu og eyðslu og það var ekki einfalt mál að söðla yfir, þegar tók að harðna á dalnum. Ekki hvað síst vegna þess að olfuauðurinn átti sinn þátt í að umbreyta bedúína- hefð Saudi-Arabíu, og kom af stað þjóðfélagslegu umróti sem enn er ekki séð fyrir endann á. Ekki er ofmælt að segja að menn hafí ekki vitað aura sinna tal og margir gengu hreinlega eins og af göflunum í eyðslu og flotthætti. Stjómin beitti auðnum í eigin þágu, en nóg var eftir samt. Hraðbrautir voru lagðar um landið þvert og endilangt, nýtízkulegar borgir spmttu upp á nokkrum vikum, vatnsleiðslur voru lagðar um landið, verksmiðjur reistar, skólar og há- skólar, herstöðvar, flugvellir. Af offorsi og auðlegð var byijað skipu- lega að rækta eyðimörkina með því að tókst að ná vatni úr steingerving- um djúpt undir yfírborði jarðar. í árlegri fjárlagaræðu sinni nú minnti Fahd konungur landa sfna á að olíutekjumar hafi verið nýttar í þróunarverkefni og til að bæta lífskjör fólksins. Þarflaust væri að örvænta, en sjálfsagt að horfast í augu við nýjar aðstæður. Þvf að hvað sem öllum samdrætti líður era meðaltekjur einhveijar hinar hæstu í heimi, eða um 7300 dollarar. Þeg- ar hvað mestur olíublóminn var vora tekjumar á hinn bóginn um 13 þúsund dollarar. Ríkisstjómin í Riyadh hefur sýnt útsjónarsemi f að lækka ríkisútgjöld og reynt að fara hægar í sakimar með verðhækkanir á neysluvöram, sem sumir myndu að vísu óhikað kalla munaðarvörar. Konungurinn hefur hvatt menn í iðnaði og versl- un að misnota ekki forréttindi sfn né heldur hækka innflutningsgjöld. Ef innflytjendur sýna lit á því hótar stjómin að grípa til sinna ráða. Hins vegar mun það væntanlega ekki ríða mönnum að fullu þótt Listahátíð Setningarathöfn í Listasafni íslands Árnagarður: LISTAHÁTÍÐ í Reylgavík verð- ur sett f tíunda sinn í dag. Fimm myndlistarsýningar verða opnað- ar og Pólsk sálumessa flutt í Háskólabíói. Setningarathöfnin hefst í Lista- safni íslands kl. 14.00, en Homa- flokkur Kópavogs, undir stjóm Bjöms Guðjónssonar, leikur fyrir utan safnið meðan gestir ganga inn. Að loknum inngangsorðum Jóns Þórarinssonar, formanns framkvæmdastjómar Listahátíðar, setur Birgir fsleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hátfðina. Síðan flytur Bera Nordal, forstöðu- maður Listasafns íslands, ávarp og opnar sýninguna Norræn konkret- list. Hápunktur setningarathafnar- innar verður svo er Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, opnar sýningu á verkum Marc Chagalls. Við opnun þeirrar sýningar leikur Sigurður Rúnar Jónsson, fiðluleik- ari, stef úr Fiðlaranum á þakinu. Sýningamar tvær í Listasafninu verða síðan opnaðar almenningi kl. 16.00. Að setningarathöfninni lokinni, kl. 15.30, verða opnaðar tvær myndlistarsýningar. í verslun ís- lensks heimilisiðnaðar við Hafnar- stræti verður opnuð sýning á leir- listaverkum eftir Jónínu Guðnadótt- ur og Kolbrúnu S. Kjarval, gler- munum eftir Sigrúnu Einarsdóttur og Sören Larsen og batikmunum eftir Katrínu H. Ágústsdóttur og Stefán Halldórsson. Og í Nýlista- safninu verður opnuð sýning á verk- um eftir Donald Judd, Richard Long og Kristján Guðmundsson. Sýningin “Gamlar glæsibækur" verður síðan opnuð í Amagarði kl. 16.00. Á henni verða skrautprent- aðar útgáfur á evrópskum, austur- lenskum og suður-amerískum hand- ritum, allt frá 5. öld. Opnunartónleikar Listahátíðar hefjast í Háskólabíói kl. 17.00. Þar flytja rúmlega 200 pólskir tónlistar- menn, hljómsveit kór og einsöngv- arar, Pólska sálumessu, eftir Krzys- ztof Penderecki, undir stjóm höf- undarins. Auk ofangreindra atriða á fyrsta degi Listahátíðar verður Brúðubíll- inn með sýningu í Hallargarðinum kl. 15.00, ef veður leyfir. (Fréttatilkynning) Sýning á ljósprent- uðum handritum GAMLAR glæsibækur er heiti sýningar á ljósprentuðum hand- ritum frá ýmsum löndum, sem opnuð verður í Árnagarði kl. 16.00 í dag. Handritin eru ríku- lega myndskreytt og eru þau elstu frá 5. öld. Það er útgáfufyrirtækið Aka- demischen Drack- und Verlags- Sýning í Nýlistasafninu SÝNING á verkum Donalds Judd, Richards Long og Kristjáns Guð- mundssonar verður opnuð í Ný- listasafninu á laugardag kl. 15.30. Hún er framlag safnsins til Lista- hátíðar, f tilefni af tíu ára afmæli þess. í fréttatilkynningu frá Nýlista- safninu segir að Donald Judd sé víðþekktur og eigi verk f mörgum helstu nútímalistasöfnum f Evrópu og Bandaríkjunum. Hann er fæddur 1928 í Missouri. Stundaði listnám í New York á árunum 1947 — 53 og nam síðar sögu og heimspeki við Columbiaháskóla. Richard Long er fæddur í Bristol 1945 og stundaði m.a. listnám í St. Martins School of Art í London á árunum 1966 — 68. í fréttatilkynn- ingunni segir að verk hanns njóti æ meiri virðingar og hafi m.a. verið haldin stór yfirlitssýning á verkum hans í Guggenheim safninu í New York árið 1986. Krisfján Guðmundsson er fæddur á Snæfellsnesi 1941. Hann er sjálf- menntaður í list sinni, hélt sína fyrstu sýningu 1968 og var einn hvata- manna að stofnun Gallerís SÚM. Hann hefur haldið flölmargar einka- sýningar bæði heima og erlendis, var þátttakandi við opnun Pompidou safnsins í Parfs og fulltrúi íslands á Feneyjabiennal ’82. (Úr fréttatilkynningu) anstalt í Graz í Austurríki, sem hefur unnið þær ljósprentanir, sem hér verða sýndar og skipulaet sýn- inguna, sem er farandsýning. Að sögn Jónasar Kristjánssonar, for- stöðumanns Ámastofnunar, er það fyrirtæki þekkt fyrir vandaðar ljósprentanir og sagðist hann telja að hér væra á ferðinni vönduðustu ljósprentanir í lit sem gerðar væru í heiminum. Það eru bæði ljósprent heilla bóka og sýnishom sem era á sýn- ingunni f Ámagarði. Meðal þess sem þar gefur að líta er lækninga- bók frá 5. öld með skýringarmynd- um af læknisaðgerðum og líkams- hlutum, handrit að Eneasarkviðu, eftir Virgil, frá 5. öld sem geymt er í safni Vatíkansins, einnig tvö handrit frá indíánum í Suður- Ameríku frá 14. öld. Jónas vildi taka fram að sýning- in væri ekki á vegum Ámastofnun- ar, en sagði að þeir myndu hafa handritasýningu sína opna á sama tíma. Sýningin verður opin frá 14.00 — 17.00 daglega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.