Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA 1988 ítalir hafa engu gleymt af fyrri knattleikni ÍTALÍA er jafn vel þekkt fyrir frábæra knattspyrnu og fyrir Íóðan mat. En þegar gömlu empurnar sem unnu heims- bikarinn á Spáni árið 1982 voru slegnar út úr keppninni í Mex- íkó fyrir tveimur árum sá ég fyrir mér langan tfma endur- hæfingar landsliðsins. Lykilmenn liðsins eins og vam- armaðurinn Gaetano Scirea frá Juventus, samherji hans þar An- tonio Cabrini og hægri útherjinn Bruno Conti frá AS Roma gengu úr landsliðinu. Sama gilti um sögu- frægan þjálfara landsliðsins, Enzo Bearzot, sem vék fyrir Azeglio Vic- ini, þjálfara landsliðs leikmanna yngri en 21 árs. „ Þrátt fyrir efasemdir mínar sýndu ítalir að þeir höfðu engu gleymt af fyrri knattleikni er þeir komust í úrslit Evrópukeppninnar eftir að hafa sigrað Svfa, Portúgali og Svisslendinga. Ef eitthvað var þá sýndu þeir þar enn skemmtilegri knattspymu en áður. Vicini hefur blásið nýju lífí í liðið með því að taka inn unga leikmenn sem hann hafði þjálfað í liði leik- manna yngri en 21 árs. Nú sést Catenaccio (lokunar) kerfið ekki lengur þar sem Scirea hélt sig fyrir aftan aðra vamarmenn til að hreinsa frá markinu og hætti sér sjaldan fram jrfír miðjan völl. Baresl er bestl vamarteikmaA- urheims Vamarmaðurinn ungi Franco Bar- esi frá AC Mílanó er mun virkari í vöminni, sækir oft fram á völl og hvetur aðra leikmenn til sóknar. Að mínu áliti er hann bezti vamar- maður heims um þessar mundir. Baresi er svo lánsamur að hafa sér við hlið þijá vamarmenn sem láta ekki í minni pokann fyrir neinum þegar þeir leika maður á mann: Giuseppe Bergoni og Riccardo Ferri frá Inter Mílanó og Ciro Ferrara frá ítölsku meisturunum Napoli. Félagi Ferrara frá Napoli, Giovanni Francini, er einnig tiltækur ef á þarf að halda, og einnig hinn sterki Luigi de Agostini. Glaninni er frábær sklpuleggj- arl Þótt enginn skortur sé á góðum varaarmönnum er það á miðjunni sem styrkur ítalanna er mestur. Heilinn á bak við ieik ítalanna er Giuseppe Gianinni frá Roma, sem er á borð við beztu skipuleggjendur heims þótt hann sé ekki hár í loft- inu. Gianinni getur leyft sér að slaka á öðru hveiju þar sem hann hefur aðstoðarmenn sem vinna óslitið fyr- ir hann. Þar er fremstur í flokki Femando de Napoli til vinstri. Báðir em þeir frá Napoli, félagi Diego Maradona. Óþreytandi bar- áttuvilji þeirra er stórstjömunni frá Argentínu oft góð hvatning. Til vara eru svo upprennandi stjama Francesco Romano frá Napólí. Ný leikaðferð ítalanna kemur bezt í Ijós í sókninni þar sem Vicini beit- ir þremur framlínumönnum. í flest- um öðrum löndum er notast við aðeins tvo í framlfnunni, eða, eins og kemur fyrir, aðeins einn sóknar- mann. Ég held að vel fari á því að bera Ítalíu saman við Argentínu, land þar sem mikið er um innflytjendur frá Ítalíu. Bæði löndin leika svipaða Azegllo Vlclnl, þjálfari Ítalíu. verjar mæta í fyrsta leik úrslita- keppninnar í Diisseldorf 10. júní. Ég hef þegar myndað mér þá skoð- un að ítalir verði líklegastir til sig- urs í heimsmeistarakeppninni sem haldin verður í heimalandi þeirra árið 1990. En auk Englendinga á „squadra azzura" (bláa liðið) góða möguleika á að vinna Evrópubikar- inn. Það yrði þá í annað skiptið frá árinu 1968. Vicini þjálfari hefur sannarlega unnið þrekvirki. Það var ekki auð- velt fyrir hann að taka við af þjálf- ara á borð við Bearzot og setja sinn eigin svip á liðið. Ég vona að hann haldi sig við sína eigin útfærslu á sóknarleik og forðist þá hættu sem jafnan er fyr- ir hendi á stórmótum, sem sé að varpa fyrri áætlunum fyrir róða. Fari svo er hætta á að Catenaccio gangi aftur. L-/: M. lO—t-t-J «--r c*? (Lo-cO^"0' ítalska landsilðld. Aftarl rtfð fré vlnstrl: Waltor Zonga, Rlcardo Farrl, Fernando da Napoll, Glo- vannl Franclnl, Qlusoppo Borgoml, Lulgl do Agostlnl. Fromrl rtftf: Roborto Manclnl, Roborto Dona- donl, Franco Barasl, Qlusoppo Qlannlni og Qlanluca Vlalll. Quisappo Qiannlnl, er lykilmaður á miðjunni. knattspymu, hefla sóknina út frá þéttri vöminni og sækja fram með stuðningi §ölhæfra miðheija. ttalska landsliðið ítalska landsliðið er þannig skipað í Evrópukeppninni í V-Þýskalandi - aldur, landsleikir: Markverðir: Walter Zenga, Inter Mflanó..28/15 Stefano Tacconi, Juventus....81/1 Vamarmenn: Giuseppe Bergomi, Inter Mflanó..24/45 Franco Baresi, AC Mflanó....28/20 Eoberto Cravero, Tórínó......24/0 Ciro Ferrara, Napólí.........21/4 Riccardo Ferri, Inter Mflanó.24/8 Giovanni Francini, Napólí....24/8 Paolo Maldini, AC Mflanó.....19/2 Miðvallarspilarar: Carlo Ancelotti, AC Mflanó..28/16 Luigi de Agostini, Juventus..27/9 Femando de Napolí, Napolí...24/20 Luca Fusi, Sampdoría.........24/2 Giuseppe Gianinni, Róma.....23/14 Francesco Romano, Napolí.....28/0 Sóknarleikmenn: Alessandro Altobelli, I. Mflanó ....32/56 Roberto Donadoni, AC Mflanó.24/15 Roberto Mancini, Sampdoría..23/12 Ruggiero Rizzitelli, Cesena..20/2 Gianluca Vialli, Sampdoria..23/24 Franz Becken- bauer skrifar fyrir Morgun- blaðið SJOTTA GREIN A hægri væng er Roberto Donadoni frá AC Mflanó. Hann heldur sig gjaman aftarlega á vellinum, og skiptir oft um stöðu við Gianluca Vialli frá Sampadoria Genoa á hægri væng. Vialli og Altobelll ar hsattuleglr Vialli er vel á sig kominn og skor- aði bæði mörk ítala í, 2:1, sigrinum gegn Svfum. Hann hefur allt það til að bera sem prýtt getur fyrsta fiokks sóknarmann. Hann er snöggur, hefur gott vald á knettinum, og er óhræddur við smá pústra. Oft má sjá hann kom- inn aftur í vömina til að ná boltan- um og hefja nýja sókn. Framlínumaðurinn Alessandro Altobelli er sjálfkjörinn S sóknarlín- una. Hann er sérfræðingur í að nýta sér hvert það tækifæri sem gefst til að skora, á svipaðan hátt og stórstjaman Gerd Míiller gerði fyrir Vestur-Þýzkaland á áttunda áratugnum. Altobelli gengur undir viðumefninu „nálin" á ítalfu vegna ótrúlegrar getu hans til að láta til skarar skríða þegar mótheijamir eiga sízt von á. Vamarmenn mótheijanna geta haldið honum niðri í 89 mínútur, en mínútu aðgæzluleysi nægir Alto- belli til að stinga eins og nál og skora. Þetta tókst honum sex sinn- um í undankeppninni. Zonga er viðbragtfsfljótur Síðast en ekki sízt er það svo Walt- er Zenga frá Inter Mflanó, einn af beztu markvörðum heims. Hann er ekki aðeins viðbragðsfljótur í mark- inu, heldur er hann einnig óhrædd- ur við að hlaupa langt út úr mark- inu og grfpa inn í fyrirgjafir. Eins og þið sjáið er ég fullur að- dáunar á liðinu sem Vestur-Þjóð- Qlanluca Vialll, leikmaðurinn marksækni frá Sampdorfa. Alossandro AHobslll, leikmaður- inn gamalkunni. ÍTALÍA Þjálfari: Azeglio Vicini Fyrirliði: Alessandro Altobelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.