Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Verur og landslag lUiyndlist Bragi Ásgeirsson Fyrsta sýning í nýjum og glæsi- legum sýningarsal Hafnarborgar i Hafnarfirði er á myndverkum hins nafnkennda hafnfirska mál- ara Eiríks Smith. Það fer vel á því, að húsnæðið skuli vígt með sýningu á verkum þessa vafalítið þekktasta málara þeirra í firðinum en hins vegar er það tilviljun, að á þessu ári eru 40 ár, sfðan Eiríkur sýndi í Sjálf- stæðishúsinu á staðnum í því aug- namiði að afla sér náms- og farar- eyris til framhaldsnáms í Kóngs- ins Kaupmannahöfn. Þetta er mikil sýning, er telur 31 málverk og þar af nokkur mjög stór svo og 33 vatnslitamyndir. Flestar eru myndimar nýjar af nálinni og kom það manni satt að segja töluvert á óvart, því að maður átti frekar von á þver- skurði listar hana um árin, en slík sýning er löngu tímabær. Þannig þekkja yngri kynslóðir málara lítið til fyrri tímabila listar Eiríks Smith og munu ekki alfar- ið sáttar við þá hlið, sem hann hefur sýnt á sér undanfarin ár — en þetta er auðvitað upp og ofan sem fýrri daginn. Eins og ég hef margoft vísað til, þá eru yfirlitssýningar virkra myndlistarmanna nauðsynlegar miklu fyrr en hefð er á hér á landi, og nú verð ég var við það, að fleiri eru famir að taka undir þetta og þá ekki síst, er viðkom- andi rekast inn á yfirlitssýningar málara erlendis, sem ekki hafa náð fertugsaldri, og það jafnvel á virtum listasöfnum. Nei, yfirlitssýningar eru engar minningarsýningar og ber að kveða það viðhorf í kútinn fyrir fullt og allt — þær eru miklu frek- ar úttekt og mikilsverður áfangi á listferli virkra málara. Og síst af öllu eiga þær að bera keim af minningarathöfnum um menn í fullu fjöri. Að vísu hefur verið gefin út bók um list Eiríks Smith, þar sem ferill hans er rakinn, en bækur geta aldrei komið í stað þeirrar lifunar, sem felst í því að standa fyrir framan myndimar sjálfar. — Það má orða það svo, að sýningargesturinn fái litadýrðina beint í fangið, um leið og hann gengur inn í vegleg salarkjmnin. Litimir vella fram úr ábúðarmikl- um dúknum og keppast um at- hygli skoðandans — hér er undir- tónninn sjálft landið og sagan, — huldufólk, dularfullar verur að handan og kappar fortíðarinnar. í sjálfu sér er þessi sýning þó lítið frábrugðin fyrri sýningum Eiríks í sama dúr og gert hafa hann að einum vinsælasta málara þjóðar- innar, en þó virðast sumar mynd- anna hijúfari og hrárri og unnar af meiri og umbúðalausari hraða, þar sem áhrifakynngin eða „eff- ektamir", er það sem ferðinni ræður. Þetta á sér í lagi við málverkin og hér gripu mig helst mjmdir, sem meiri yfirlegu virðast hafa notið, svo sem „Morgunmynd" (20), „Ferð án fyrirheits" (23) og „Vormorgunn" (24). í vatnslitamyndum kveður við annan tón og þær eru þýðari og mildari og þó má einnig ná fram ofsafengnum vinnubrögðum í þeim miðli. En Eiríkur beitir ein- faldlega öðrum vinnubrögðum í vatnslitatækninni, og persónulega kann ég öllu betur að meta þau að þessu sinni og vísa hér einkum til mynda eins og „vorregn" (39), „Haustþankar" (44), „Vetrarsól" (49) og „Tvær verur og vetur" (52). / Við allar þessar mjmdir er eitt- hvað alveg sérstakt, sem er lista- mannsins, og hér skjmjar maður ríkari tilfinningu fyrir landinu og litbrigðum þess en í flestum mál- verkanna. Þá kemur hér mjög vel fram, að Eiríkur þarf ekki neinar hulduverur til að gæða myndimar ófreskum blæ og á stundum rýma þær beinlínis við slíkar tilfæring- ar. Heildaráhrifin af þessari sýn- ingu eru þau að manni kemur svo fyrir sjónir, að Eiríkur sé í miðri uppstokkun og rífandi geijun og sé til alls vís, enda hafi hann á engan hátt tæmt viðfangsefnið. Hafnarborg Einn af þeim merkisdögum, sem munu lifa í sögu Hafnarfjarðar, verður óefað hinn 21. maí 1988. Þann dag var formlega vígð og tekin í notkun Menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, sem hefur hlotið hið táknræna nafn Hafnar- borg. Að vísu verður stofnunin að hafa talist virk frá opnun sýninar Gunnars Hjaltasonar 24. marz 1984 í litla sal Hafnarborgar og þar hafa þegar verið haldnar ekki færri en 35 sýningar til þessa. Auk þess hefur verið starfrækt norræn gistivinnustofa frá 1. júní 1986 — hin fyrsta og eina hérlendis. Þeir sem fylgjast með málum vita, að stofnunin er til húsa í Apóteki Hafnarfjarðar að Strand- götu 34 og sá, sem kom þessu öllu af stað, var Sverrir Magnússon ljrfsali, sem ásamt konu sinni Ingi- björgu Siguijónsdóttur gaf Hafn- arfjarðarbæ húseign sína ásamt bóka- og málverkasafni svo og innanstokksmunum auk tilfallandi lóðaréttinda. Allt var þetta gert með því skil- yrði, að þama hefði aðsetur menn- ingarstofnun, sem hefði það að meginhlutverki að reka listasafn, — hljómtækja-, bóka og lesstofu ásamt rekstri salarkjmna fyrir list- sýningar, tónleika og aðra skylda starfsemi svo og vinnustofu fyrir listamenn. Gjafabréfið var afhent á 75 ára afmæli þess, er Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi eða hinn 1. júní 1983. Gjöfin var gefín með því skilyrði, að Hafnarfjarðarbær tæki að sér að byggja upp efri hæð vesturhliðar svo og nýjan aðalinn- gang við suðurhlið í nýbyggingu hússins. Framkvæmdir hafa gengið merkilega vel og hratt fyrir sig og er einungis eftir lokafrágangur hið ytra, sem unnið er að um þessar mundir. En sjálft sýningarhús- næðið er fullbúið og er hið glæsi- legasta — á sér að formi til enga hliðstæðu á íslandi. Lofthæð er t.d. meiri en í nokkrum öðru sýn- ingarhúsnæði og rýmistilfínningin þar af leiðandi allt önnur. Lýsing virðist góð, en ekki skil ég sem málarí, hví ekki er meira notast við dagsbirtuna ofan og þá sér í lagi vegna þess, að hér voru fyrir hendi miklir möguleikar í bursta- formuðu þakinu. Á þessu hljóta að vera einhveijar skýringar, sem ég ekki þekki til En mestu máli varðar, að hér er um einstakt framtak að ræða og væri vel, að fleiri bæjarfélög á Sverir Ingibjörg landinu tækju sér til fyrirmjmdar, því að ekki má einangra alla svip- mikla menningarstarfsemi við byggðarkjaman á suðvesturhom- inu. Það hefur margt gleðilegt verið að gerast í Hafnarfírði á undanf- ömum árum t.d. með endurbygg- ingu gamalla húsa og fyrir sumt í tengslum við byggðasafn og opn- un veitingabúða. Með þesum fram- kvæmdum hefur miðbærinn tekið miklum stakkaskiptum og öðlast öllu hlýlegra svipmót og forvitni- legra. Með þeim framkvæmdum og opnun Hafnarborgar ætti stað- urinn að fá á ný þann menningar- brag, er þar ríkti áratuginn eftir heimsstyijöldina síðari, þegar naumast kom sá nafnkenndur tón- listarmaður utan úr heimi til hljóm- leikahalds í Reykjavík, að hann træði ekki einnig upp í Hafnar- firði. Þá var ég og einn þeirra, er flykktust til Hafnarfjarðar til að njóta kvikmyndalistaverka, er sýnd voru þar á sama tíma og engilsax- nesk lágmenning var allsráðandi í höfuðborginni. Minnist ég þess, að Hafnarfjarðarvagninn var iðulega troðfullur af eftirvæntingarfullum listnjótendum og mátti þar kenna margan þekktan manninn. Væri vel, að vagnamir fylltu.st aftur af slíkum listunnendum og nú til að upplifa mikla list í salar- kynnum Hafnarborgar. Mikill vandi og ábyrgð fylgir rekstri menningarstofnunarinnar og nú er að sjá hvort Hafnfirðing- ar fylgi þessum framtaki eftir og fjölmenni á staðinn. Með því gerðust þeir virkir í menningarlegri uppbyggingu, sem gæti hægilega gert bæinn að stór- veldi á því sviði og til eftirbrejdni víða um land. Óska ber Hafnfirðingum til hamingju með menningarsetrið og auk þess skal Sverrir Magnússon ljrfsali hylltur og blessuð minning konu hans, Ingibjargar Sigutjóns- dóttur. LADA 1200 /tWi/rocfí AAlelri/l/lifhfHínn" f/WMyrcfdii f/ufdnyfuux/ffffffff Lada 1200 ersá ódýrasti í Lada fjölskyldunni og hann erjafnframt fyrirrennari allra Lada bíla. Hann hefursýnt ótvíræða kosti sína hérá landi sem sterkur, traustur, ódýr í rekstri og ekki síst fyrir sparneytni. Ekki skemmir endursöluverðið en það hefur frá upphafi veriö það besta. Festið bíiakaup strax, forðist hækkanir. Opið virka daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá kl. 1 0—16. Beinn sími söludeildar 31 236. BIFREM & LANDBÚNAÐARVÉLAR SUÐURLANDSBRAUT14 - SÍMI681200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.