Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Hvað er Camp America? eftir Aðalheiði Ó. Guðbjörnsdóttur, Helgu Sveinsdóttur ogMagnús Blöndal Sigurbjörnsson Capm America er skiptinema- samtök sem gefa þér kost á því að starfa sem leiðbeinandi í banda- rískum sumarbúðum í allt að 9 vik- ur. Eftir þann níu vikna samning sem þú gerir gefst þér kostur á að ferðast í allt að 6 vikur á eigin vegum um Bandaríkin. Camp America er aðili að Amer- ican Camping Association. Camp America sameinar at- vinnu- og ferðadagskrá fyrir þá aðila sem hafa í hyggju að sjá og kynnast bandarískri æsku á ódýran og skemmtilegan hátt. Samtökin bjóða upp á ferðir til og frá Lond- on, húsnæði, fæði og vasapeninga. Allt frá þeim tíma þegar þú kemur til Bandaríkjanna, í júní, þar til þú snýrð til baka, í september, starfar þú í 9 vikur í sumarbúðum. Boðið er upp á kynningarfundi við kom- una til New York, þar sem þér er kynnt tilvonandi starf þitt. Stárfs- fólk CA eru bæði Bandaríkjamenn og Evrópubúar sem gerir okkur kleift að skilja betur hugsanahátt mismunandi þjóða. Camp America var tilnefnt af US-information Agency til að gefa út form sem gefur þér kost á að sækja um sérstaka vegabréfsáritun (J-l). Frá árinu 1969 hefur CA útvegað 40.000 námsmönnum at- vinnu í Bandaríkjunum. Síðastliðið sumar tók yfir 7000 námsmenn og kennara, frá 21 landi, þátt í þessu starfí. Af þeim umsækjendum sem sóttu um fengu meira en 3/a starfíð. Hvað býður Camp America upp á? — Kynningarfund í New York — aðstoð við að sækja um vega- bréfsáritun (J-l) — ókeypis ferðir til og frá London — níu vikna starf í sumarbúðum með fæði og húsnæði — allt að sex vikna skoðunarferð- ir um Bandaríkin eftir að starfi lýk- ur — skrifstofa CA í Bandaríkjunum er opin 24 tíma á sólarhring ef um neyðartilfelli er að ræða. Ekki innifalið: — Vegabréfsgjald — ferðir frá heimili þínu til Lond- on — læknisvottorð — ferðakostnaður til New York eftir sumarbúðimar. Hvað eru bandarískar sumarbúðir? „Going off to camp“ er fyrir löngu orðin gömul hefð í bandarísku þjóðlífi. Fyrstu sumarbúðirnar munu hafa verið settar á stofn fyr- ir um einni öld en nú eru þær meira en 12.000 og taka á móti 7 millj. bama á ári hveiju, á aldrinum 6-16 ára. Sumarbúðimar eru um öll Bandaríkin og hefur hver um sig sín eigin markmið og stjórnun. Sumarbúðirnar eru ýmist í einka- eign eða reknar af samtökum. Til eru sumarbúðir fyrir; ríka, snauða, andlega eða líkamlega fatlaða (börn og fuilorðna), grænmetisætur, „sportidiota", „tölvufrík", fyrir börn sem að eigin fmmkvæði vilja vera í sumarbúðum og fyrir börn sem verða að fara í sumarbúðir vegna atvinnu foreldra. Ef þú hefur aldrei verið í sumar- búðum veltir þú því eflaust fyrir þér hvers er ætlast til af þér. Það sem þú þarft að hafa í huga er að sumarbúðimar em oftast nær í dreifbýli. Flestar em í norðaustur- fylkjunum, þó getur þér verið út- hlutað starfi á öðmm stöðum t.d. í norðvestur-ríkjunum, Florida eða Kalifomíu. Hvar svo sem þér kynni að vera „holað“ niður geturðu verið viss um að þar er mikil náttúmfeg- urð. Þar sem markmið sumarbúðanna Magnús á ströndinni með hópnum sínum. er í flestum tilfellum heilnæmt úti- líf má telja næsta ömggt að að- staða til íþróttaiðkana sé góð. Starf leiðbeinanda Starf leiðbeinanda getur varla talist auðvelt og munum við ekki telja þér trú um að þú sért að fara í sumarfrí. Starfíð er vinna og aftur vinna og krefst ýmissa fóma af þinni hálfu. Þú býrð og borðar með þeim börnum sem eru i þinni umsjón! Þess er að sjálfsögðu kraf- ist að þú hafir mikinn áhuga á að starfa með börnum. Engum er leyfilegt að reykja né drekka áfengi á því svæði sem sum- arbúðirnar ráða yfir. Hvert viðfangsefni hefur ákveðn- ar reglur (þær em margar!!), sem hafa þróast gegnum árin með tilliti til barnanna. Fólki er bent á að áður en það sækir um starf hjá CA, að vera undir það búið að vera sveigjanlegt, samvinnuþýtt og áreiðanlegt. Reyndu ekki að skapa þér einhveija mynd af sumarbúðum því að í flestum tilfellum mun hún reynast röng. „Enginn veit fýrr en reynt hefur.“ Margir sem sækja um munu öðl- ast starf sem „speeialist counsellor“ en aðrir sem „general counsellor“ og loks margir sem hvort tveggja. Sem „specialist counsellor" munt þú bera ábyrgð á þeim greinum sem þú telst hæfastur í, hvort svo sem það er sund, tennis, hestamennska eða annað sem búðirnar bjóða upp á. Sem „general counsellor" getur þú einnig fengið umsjón með sér- stökum viðfangsefnum en í flestum tilfellum ert þú ábyrgur fyrir allri almennri starfsemi hjá þínum hópi. Svona gæti venjulegur dagur í sumarbúðum farið fram: 7.00 vaknað 7.45 fáni dreginn að húni 8.00 morgunverður 8.45 þrif 9.00-12.00 leikir og störf 12.15 hádegisverður 12.45 hvíld 14.00-18.00 leikir og störf 18.30 kvöldverður 19.15 leikir og störf 21.30 ljósin slökkt hjá böm- unum 24.00-01.00 starfsfólk gengur til náða Eins og sjá má er starf leiðbein- anda á vegufh Camp America mjög annasamt. Fyrir utan þá ákveðnu frídaga sem þú færð er ætlast til þess að þú sért með fullan huga við starfíð. Þó svo að starf sem leið- beinandi í sumarbúðum sé krefyandi er það einnig mjög gefandi. Ólíkt því sem hinn almenni ferðamaður sér þá sérð þú þverskurð af banda- rísku þjóðfélagi, hefur náið sam- band við bandaríska leiðbeinendur og styttir þér auk þess oft stundir með þeim í frítímum. Allar nánari upplýsingar veitir umboðsmaður Camp America á Is- landi, Magnús Sigurbjörnsson, sími 35558. Ómæld ánægja og reynsla Hér á eftir fer frásögn tveggja okkar, Aðalheiðar og Helgu. Við dvöldum í Bandaríkjunum sem leið- beinendur í sumarbúðum sumarið 1987 á vegum Camp America. Aðdragandinn að þessu ævin- týrasumri okkar var, að við sáum auglýsingu í Háskólanum frá sam- tökunum Camp America og lék for- vitni á því að kynnast nánar hvað um var að ræða. Við sáum strax að hér var eitthvað spennandi á ferð og sendum því inn umsókn. Eftir u.þ.b. sex vikur fengum við staðfestingu á því að við værum velkomnar í sumarbúðir í New York fylki. Þó svo að við hefðum báðar verið í sumarbúðum á vegum skáta- hreyfingarinnar var reynsla okkar af dvölinni ólík. Aðalheiður starfaði í dagbúðum og Helga í búðum sem störfuðu allan sólarhringinn. Dagbúðirnar störfuðu frá kl. níu á morgnana til fjögur á daginn, fímm daga vikunnar. Börnin sem voru á vikunámskeiðum voru á aldr- inum 5-12 ára. Þeim var skipt í hópa eftir aldri og sá Aðalheiður um einn þeirra. Hver dagur hafði sína dagskrá sem börnin ákváðu í samráði við leiðbeinandann. Ýmislegt var gert sér til gamans eins og t.d. báts- ferðir, sund, gönguferðir, föndur, ýmsir hópleikir og fleira. Hápunkt- ur vikunnar var þegar börnin fengu að gista eina nótt í búðunum. Þenn- an sólarhring elduðu börnin kvöld- mat, morgunmat og hádegismat á hlóðum sem þeim fannst mjög Aðalheiður í skordýraleit með sínum hópi. Helga ásamt bandarískri stelpu að lokinni hjólreiðaferð. spennandi. Krakkarnir undirbjuggu kvöldvöku sem haldin var við varð- eld og lögðust þau síðan til svefns í tjöldum. Eins og komið hefur fram störf- uðu búðirnar aðeins frá níu til fjög- ur á daginn og fór þá starfsfólkið til síns heima. Aðalheiður dvaldi í góðu yfirlæti hjá bandarískri fjöl- skyldu og fékk því tækifæri til að kynnast „the American Way of Life“ þ.e. nútíma lifnaðarháttum bandarískrar fjölskyldu. Á kvöldin og um helgar hittist starfsfólk sum- arbúðanna gjarnan og stytti sér stundir saman. Sólarhringsbúðirnar, þar sem Helga starfaði, voru með ólíku sniði. Þar voru börn á aldrinum 7-16 ára sem dvöldu í búðunum viku til 10 daga í senn. Þar var þeim einnig skipt upp í hópa eftir aldri og áhugamálum og voru jafnan 1-2 leiðbeinendur með hvern hóp. Húsa- kynnin voru mjög frumstæð þar sem gist var í tjöldum sem líktust bjálkahúsum í laginu með trégólfi og ^hermannabeddum". Áður en börnin komu í sumar- búðirnar höfðu þau valið sér sérstök viðfangsefni til að fást við meðan á dvölinni stæði. Margt var í boði eins og t.d ferðalög, siglingar, sund, gönguferðir, listir o.fl. Starfsfólkið valdi sér einnig við- fangsefni sem það vildi fást við hvert tímabil og oft færri en vildu vinsælustu verkefnin. Helga var mjög heppin með sitt hlutskipti þar sem hún fór m.a. í tvö ferðalög, fjögurra daga hjól- reiðaferðalag og fjögurra daga ferðalag á kanóum. Þessi ferðalög kröfðust mikils undirbúnings, þar sem taka þurfti með allan mat, við- legubúnað og aðrar nauðsynjar. Krakkarnir sáu um að skipuleggja ferðirnar í samráði við leiðbeinend- urna. Þetta voru miklar ævintýra- ferðir þar sem gist var í tjöldum á almenningstjaldstæðum. í kanó- ferðinni var tjaldað úti í eyju á stóru vatni, og eldaður matur á hlóðum. Vinnutími Helgu var mun lengri en Aðalheiðar. Hún fékk tveggja sólarhringa frí á milli námskeiða auk nokkurra kvölda í samráði við samstarfsfólk. Á milli námskeiða fór Helga stundum með samstarfs- fólki og kynntist þar með amerísku fjölskyldulífi. Umhverfi það sem búðir okkar beggja voru í, var mjög fagurt, skógi vaxið, mikið dýralíf, stöðu- vatn o.s.frv. Fyrir okkur var um- hverfið mjög ólíkt því sem við eigum að venjast. Við urðum að aðlaga okkur nýjum lifnaðarháttum þó hvor á sinn hátt. Starfið var mjög íjölbreytt og vorum við ávallt að fást við við- fangsefni sem við höfðum ekki kynnst áður eða höfðum leyst með ólíkum aðferðum. Báðar nýttum við okkur þann möguleika að skoða okkur um þeg- ar við áttum frí. Aðalheiður ferðað- ist nokkuð með Ijölskyldu sinni m.a. fór hún til Niagarafossanna o.fl. Einnig fór hún á eigin vegum til Boston að hitta íslenska vinkonu sína o.fl. Þar sem Helga var um 2ja klst. keyrslu frá Aðalheiði gafst henni kostur á að heimsækja hana tvisvar sinnum yfir sumarið, og skoðuðum við þá borgina Albany, en þar bjó Aðalheiður. Albany er höfuðborg New York fylkis. Einnig tóku Helga og nokkrir erlendir sam- starfsmenn hennar bíl á leigu í einu fríinu og óku til Montreal í Kanada og var það mjög skemmtileg ferð. í lok sumarsins dvöldum við í New York borg í nokkra daga hjá frænda fjölskyldu Aðalheiðar, sem við kölluðum „Edda frænda". Hann var mikill Islandsvinur og var allur af vilja gerður að sýna okkur það helsta og markverðasta í borginni. En tíminn var naumur og því ekki hægt að skoða allt sem þessi stór- kostlega borg hefur upp á að bjóða, en leiðir okkar eiga örugglega eftir að liggja þangað aftur ... Sumarið var okkur báðum mjög dýrmætt þar sem við öðluðumst nýja þekkingu og eignuðumst nýja vini. Auk ómældra ánægju okkar beggja af dvölinni verður reynslan sem við öðluðumst seint metin til fjár. Höfundar eru háskólanemar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.