Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Þjóðminjasafnið: Sýning á íslandsmynd- um Collingwoods Víðistaðakirkja í Hafnarfirði. SÝNING á myndum eftir W.G. Collingwood verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins i dag, 4. júní. Sýndar verða tæplega 200 vatnslitamyndir sem Colling- wood gerði frá ferð sinni um ísland sumarið 1897, og eru þær allar i eigu Þjóðmiiyasafnsins. ! William Gershom Collingwood fæddist í Láverpool á Englandi 1854, sonur frægs landslagsmál- ara. Collingwood nam heimspeki og fagurfræði við Oxford og lagði að því loknu stund á málaralist um nokkurra ára skeið. Collingwood skrifaði mikið um heimspeki og fagurfræði en hugur hans beindist fljótlega_,að menningarsögulegum efnum og kom þá málarakunnátta hans að góðu gagni. Hann skrifaði auk þess nokkrar sögulegar skáld- sögur og rannsakaði fomminjar í Bretlandi fyrir tíð Normana. Þær rannsóknir leiddu til kynna hans af íslenskum fombókmenntum og vaknaði þá löngum hans til að sjá landið. Hann ferðaðist ásamt dr. Jóni Stefánssyni um alla helstu Morgunblaðið/KGA Gulay Berryman við nokkur málverk sfn sem nú eru til sýnis i Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna. *Menningarstofnun Bandaríkjanna: Sýning Gulay Berryman GULAY Berryman hefur opnað málverkasýningu í Menningar- stofnun Bandaríkjanna á Nes- haga 16. Flestar myndanna em af íslensk- um mótífum og unnar á síðustu árum hérlendis, en frú Benyman er gift sendierindreka í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík og hafa þau búið hér um tveggja ára skeið. Sýningin er opin á virkum dögum milli kl. 8.30 og 20.00 en milli kl. 13.30 og 20.00 um helgar. (Úr fréttatUkynnmgu.) Selfoss: Norrænir leikar þroska- heftra hefjast í dag Selfoasi. HLUTI keppendahópsins, sem tekur þátt i Norrænum leikum þroskaheftra á Selfossi í dag og á morgun, kom til Selfoss á fimmtudag. Dagurinn í gær var notaður til útsýnisferða um Suð- urland. Keppendur á mótinu eru 170 frá öllum Norðurlöndunum. Dagskrá mótsins hefst með mótssetningu klukkan 10 í dag og mun íþrótta- fólkið ganga fylktu liði frá Gagn- fræðaskólanum til mótssetningar- innar á íþróttavellinum. í dag verð- ur keppt í frjálsum íþróttum og boccia og á morgun í innanhúss- hokký og sundi. Keppnin hefst klukkan 9 á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem leikam- ir eru haldnir en í fyrsta sinn sem þeir fara fram hér á landi. Á meðfylgjandi mynd eru kepp- endur frá Snerpu á Siglufirði, Finn- landi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð. — Sig. Jóns. Helgarpósturinn: Setuverkfall vegna ógreiddra launa STARFSMENN Helgarpóstsins '■ hafa verið í setuverkfalli frá því á fimmtudagsmorgun þar sem þeir fengxi ekki greidd laun um siðustu mánaðarmót. Nýkjörin stjórn útgáfufyrirtækisins Goðgár hf. hefur boðist til að ábyrgjast víxla fyrir ógreiddum launum en að sögn Ólafs Hannibalssonar rit- stjóra hafa starfsmennimir hafn- að þeirri leið. Olafur sagði að stjómin ynni að því að leysa málið og vonandi tækist það um helgiria. Eftir útkomu síðasta tölublaðs hefði verið haldinn rit- stjómarfundur á fímmtudagsmorgun og línur lagðar um efni næsta blaðs. Starfsmenn væru hins vegar einhuga um að vinna ekki að skriftum fyrr en lausn væri fengin. Kór Flensborgar- skóla til Ítalíu sögustaði á Suðurlandi og í Húna- vatnssýslu og málaði um 300 vatns- litamyndir frá þeim stöðum. Þær em uppistaðan í bók þeirra Jóns; „A pilgrimage to the Sagasteads of Iceland" 1899. Hluti myndanna var sýndur í Þjóðminjasafninu 1962, flestar fengnar að láni hjá velgjörðamanni safnsins, Mark Watson. Hann gaf safninu síðar alls 163 myndir, auk nokkurra ljósmynda. Safninu hafa áskotnast alls liðlega 200 myndir og tileinkar safnið sýninguna þeim sem gefið hafa því myndir Colling- woods. Ætlunin er að sýningin standi til loka september. (Úr fréttatilkynningu) KÓR Flensborgarskóla í Hafnar- firði heldur tónleika f Víðistaða- kirkju á sjómannadaginn kl. 17. Á tónleikunum koma um 40 ung- ir listamenn fram og munu þeir leika og syngja verk frá ýmsum tímum. Stjómandi kórsins er Margrét Pálmadóttir söngkona. Kór Flensborgarskóla mun í ágúst nk. halda til Ítalíu í boði ítalsks kórs. Boð þetta er eins kon- ar skiptiboð, því ítalski kórinn mun heimsækja Hafnarfjörð að ári. Á ítalfu munu kóramir í samein- ingu standa að nokkmm tónleikum, m.a. í Róm. Kór Flensborgarskóla þakkar Hafnarfjarðarbæ stuðninginn og óskar honum heilla á afmælisárinu. (Fréttatílkynning) Bókun fulltrúa seljenda um fiskverðsákvörðun: Akvörðunin þrýstir á auk- inn f erskfiskútflutning- FULLTRÚAR seljenda í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, þeir Helgi Laxdal og Sveinn Hjörtur Hjartarson, greiddu atkvæði á móti nýrri fiskverðsákvörðun í gær og gerðu þeir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: „Enn hefur fulltrúum kaupenda tekist með aðstoð ríkisfulltrúans í Verðlagsráði sjávarútvegsins að koma í veg fyrir eðlilega hækkun fiskverðs til útgerðar og sjó- manna. Afkomu flotans er stefnt í voða og sjómönnum er ætlað að sætta sig við stórfellda kjaraskerðingu á meðan öðmm launþegum er tryggð með bráðabirgðalögum tekjuaukning um 12,75%. Á sama tíma er fiskvinnslunni tryggð um 17% telquaukning með gengis- fellingum og gefið vilyrði um 3% til viðbótar. Þessi ákvörðun skilur útgerðina og sjómenn eftir í miklum erfið- leikum og mun þrýsta á aukinn ferskfískútflutning næstu mán- uði. Með þessarri ákvörðun er ljóst að Verðlagsráð sjávarútvegsins er ekki hæft til að sinna hlutverki sínu um verðlagningu á afla. Keflavík: Harður árekstur Keflavík. HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Hafnargötu og Faxabraut- ar um tvöleytið á fimmtudaginn. Nýlegum bandarfskum fólksbfl var ekið af Faxabraut inn á Hafn- argötu sem er aðalbraut og f veg fyrir Lödu sem var ekið suður Hafnargötu. Varð áreksturinn geysiharður og kastaðist banda- rfski fólksbfllinn upp á gangstétt og skemmdist hann það mikið að kalla varð til dráttarbfl til að fjar- lægja hann af staðnum. Minni skemmdir urðu á Lödunni og var hægt að aka henni af vettvangi. Sl. miðvikudagsmorgun varð harð- ur árekstur á gatnamótum Iðavalla og Aðalgötu með þeim afleiðingum að bifreið með 6 mönnum valt. - BB QENQISSKRÁNINQ Nr. 103. 3. júní 1988 Kr. Kr. Toil- Ein. Kl. 09.16 Ksup Sala 0«nfll Dollan 43,96000 44,08000 43.79000 Sierlp. 79,37900 79.59500 81,12100 Kan. dollari 36,72100 35,81800 35,35600 Dönsk kr. 6,70170 6,72000 6,69260 Norsk kr. 6.96400 6,98300 7.02720 Sænsk kr. 7.30480 7,32470 7,35290 Fi. mark 10,70370 10,73290 10,78570 Fr. franki 7.64610 7,56670 7,56890 Belg. franki 1,22100 1,22440 1.22010 Sv. franki 30.66620 30,74990 30.45200 Holl. gyllmi 22.74130 22.80330 22.72500 V-þ. mark 25,63070 25,60040 25,43490 ít. líra 0.03428 0,03437 0,03433 Austurr. sch. 3,63080 3,64070 3,61770 Port. escudo 0.31210 0,31300 0,31270 Sp. peseti 0.38600 0,38710 0,38520 Jap. yen 0,34922 0,35018 0,35046 írskt pund 68,27600 68,46300 68,09100 SDR (Sérst.) 59,77420 59,93730 69,86710 ECU.evr. m. 52,98280 63,12740 63,06470 Tollgengi fyrir júni er sölugengi 30. mai Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. júní. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf. Hessta Lasgsta Meðal- Magn Heildar- verð varð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 42,50 40,00 41,73 1,205 50.280 Ýsa 73,50 73,50 73,50 0,236 17.346 Karfi 28,00 18,00 24,16 10,446 252.363 Ufsi 21,00 17,00 20,81 5,663 117.871 Langa 25,50 25,50 25,50 2,756 70.278 Steinbítur 22,00 19,00 21,64 4,489 97.163 Samtals 24,41 24,795 605.300 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 38,50 36,50 37,01 13,364 494.611 Ýsa 62,00 48,00 52^21 5,623 293.616 Karfi 23,50 15,00 22,75 15,243 346.797 Ufsi 21,50 10,00 20,73 220,084 4.562.418 Sólkoli 37,00 37,00 37,00 0,610 22.570 Grálúða 32,00 32,00 32,00 3,682 117.815 Hlýri 14,00 14,00 14,00 0,160 2.240 Langa 14,00 13,00 13,20 0,169 2.230 Lúða(stór) 130,00 100,00 120,19 0,309 37.140 Lúða(milli) 160,00 160,00 160,00 0,018 2.880 Lúða(smá) 170,00 165,00 169,52 0,177 30.005 Skötuselur 50,00 50,00 50,00 0,008 400 Skarkoli 48,00 37,00 41,03 2,361 36.872 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,034 510 Þorskur(umál) 25,00 25,00 25,00 0,504 12.600 Samtals 22,96 262,346 6.022.704 FISKMARKAÐUR hf. ( Hafnarfirði Þorskur 41,50 30,00 34,10 29,866 1.019.571 Ýsa 74,00 42,00 51,83 1,461 75.759 Ufsi 14,00 12,00 13,40 2,193 29.513 Karfi 20,00 15,00 19,00 1,860 35.338 Grálúða 30,00 30,00 30,00 0,612 18.362 Lúða 168,00 150,00 161,24 0,479 77.234 Lúða(ósl.) 209,00 209,00 209,00 0,112 23.450 Koli 25,00 25,00 25,00 2,960 74.009 Langa 15,00 15,00 15,00 0,223 3.353 Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,150 15.045 Steinbítur 16,00 15,00 15,08 2,659 40.107 Skata 60,00 53,00 59,04 0,080 4.753 Undirmál 27,00 27,00 27,00 0,229 6.183 Samtals 33,17 42,888 1.422.683 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Þorskur 42,50 32,00 36,62 39,625 1.451.223 Ýsa 70,50 15,00 51,92 5,114 265.497 Langlúra 39,00 39,00 39,00 0,060 2.340 Ufsi 8,00 5,00 7,80 12,604 98.359 Steinbítur 21,00 15,00 20,29 0,425 8.625 Karfi 15,00 10,00 11,37 3,717 42.255 Langa 23,50 15,00 21,67 1,696 36.756 Öfugkjafta 17,00 10,00 15,38 0,650 10.000 Skarkoli 46,00 40,00 44,35 3,291 145.958 Sólkoli 70,00 70,00 70,00 0,060 4.200 Lúða 159,00 65,00 126,44 0,882 111.518 Hlýri 15,00 15,00 15,00 4,171 62.565 Undirmál 20,00 20,00 20,00 0,050 1.000 Skata 56,00 56,00 56,00 0,100 5.600 Skötuselur 217,00 205,00 211,48 0,145 30.665 Samtals 31,36 72,590 2.276.561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.