Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 35 ^komunrmr kom í ljós í vor, að dúxamir eru að yfirgnæfandi meirihluta stúlkur. Morgunblaðinu þótti ástæða til að ná tali af þessum „vormönnum íslands", en geta verður þess að ekki náðist nema í fáa dúxa að þessu sinni, þar sem margir nýstúdentar leggjast í ferða- lög þegar prófum lýkur, ýmist til útlanda eða innan- lands. Vel á annað hundrað stúdenta frá Verslunar- skóla íslands eru þannig í Mexíkó þessa dagana. -STYG Langþráðu takmarki náð. Sólarhringur þyrfti að vera 30 tímar „ÉG HEF mjög vítt áhugasvið og því útskrifaðist ég bæði af eðlis- og náttúrufræðibraut og það gefur augaleið að þá bæt- ast við einingar,“ sagði Gunn- ar Ólafur Hansson, stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, þegar hann var inntur eftir því hvers vegna hann hefði lokið 190 einingum þegar aðeins 133 eru tilskyld- ar til stúdentsprófs. Gunnar er athafnasamur í meira lagi enda eru áhugamálin mörg. Hann hefur verið virkur í féiagslífí skólans, tekið þátt í leiksýningum, meðal annars með áhugamannaleikhúsinu „Veit mamma hvað ég vil?“, lært á básúnu í átta ár og síðast en ekki síst þá leikur hann með hljómsveitinni Mosi frændi, sem hefur vakið athygli undanfarið. „Við leikum tónlist með stóru téi, allt milli himins og jarðar og húmorinn er aldrei langt und- an.“ Það kom blaðamanni ekki á óvart að Gunnar skyldi kvarta undan tímaskorti, „það þyrftu að vera 30 tímar í sólarhringn- um,“ sagði hann. Gunnar ætlar að hefja nám í almennum málví- sindum í haust við Háskóla ís- lands. „Ég er meira inni á mála- og hugvísindahliðinni þótt ég hafí gaman af öðrum hlutum líka.“ En opnar þessi góði námsár- angur einhveija möguleika? „í sjálfu sér ekki, en þar sem ég tók þetta margar einingar |)á fínnst mér ég vera vel undirbúinn fyrir frekara nám og hafa innsýn í fleiri hluti en ella,“ sagði Gunn- ar að lokum. Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Ólafur Hansson út- skrifaðist af tveimur náms- brautum og lauk 190 einingum frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú í vor. Foreldrar Gunnars eru Hans ^ Guðmundsson, deildarstjóri hjá Iðntæknistofnun, og Sólveig Ge- orgsdóttir, forstöðumaður Lista- safns ASI. veim brautum með 174 einingum gi, tekur hér við verðlaunum úr . Þorkelssonar. ísk grein rir valinu meðan ég geri upp hug minn og næsta vetur ætla ég að vinna hér heima. í sumar verð ég að vinna á vegum Nordjobb í Dan- mörku og fer svo á þýskunám- skeið í fjórar vikur í ágúst þar sem ég hef áhuga á að stunda nám í Þýskalandi þegar ég hef gert upp hug minn hvað það á að vera. Raungreinar eru varla inni í myndinni, það verður ein- hver húmanísk grein fyrir val- inu.“ Foreldrar Auðuns eru þau Amór Hannibalsson, dósent við heimspekideild Háskóla íslands, og Nína Sveinsdóttir, kennari við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Mikilvægt að skipuleggja tímaun „ÉG ER löngu búin að ákveða hvaða nám ég ætla að leggja fyrir mig. Ég fer i sálfræði við Háskólann í haust,“ sagði Helga Arnfríður Haraldsdóttir nýstúd- ent frá Kvennaskólanum i Reykjavík, en hún var ein þriggja stúlkna sem bestum ár- angri náði á stúdentsprófunum í vor. „Ég hef stefnt að því að læra sálfræði frá því ég var lftil.Ég veit ekki hvers vegna, en viðfangsefni sálfræðinnar eru mjög spennandi og áhugaverð," sagði Helga Am- fríður. Aðspuið sagði hún að gald- urinn á bak við góðan námsárang- ur væri ástundun og áhugi á við- fangsefninu. En það vekur athygli hve oft framúrskarandi námsmenn eru störfum hlaðnir á öðrum svið- um og Helga er engin undantekn- ing þar um. Hún hefur alla tíð unnið með skólanum, en hvemig er hægt að ná slíkum árangri án þess að gefa sig allan að þvf? „Ég held að þeir sem hafa mikið að gera skipuleggi tíma sinn betur, en láti síður reka á reiðanum með námið. Það er svo auðvelt að slá hlutunum á frest þegar tíminn er nægur.“ „Kvennaskólinn er frábær skóli og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa valið hann á sínum tíma. Hann er það lítill að persónuleg tengsl milli nemenda og kennara myndast auðveldlega." Helga seg- ist ekki eiga sér skipulögð áhuga- mál, en hún er alæta á bækur og Helga Amfríður Haraldsdóttir, önnur frá hægri, sem var i hópi þriggja efstu á stúdentsprófi í Kvennaskólanum. bregður sér á skíði þegar tækifæri Amfríður Guðmundsdóttir, ráðs- gefast. kona, og Haraldur Jónasson, lög- Foreldrar Helgu Amfríðar eru fræðingur. Tungxtmálin heilla mig MARGRÉT Helga Hjartardóttir, stúdent af nýmálabraut, hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk 148 eining- um, sem er allnokkru meira en tilskilið er. „Ég var hissa og bjóst ekki við þessu, en er ósköp ánægð með þetta," sagði Margr- ét Helga þegar Morgunblaðið náði tali af henni. Margrét Helga Hjartardóttir dúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með menntaskólanáminu hefur Maigrét Helga einnig lagt stund á tónlistamám. Nú er hún að læra söng í Söngskólanum í Reykjavik og hyggst hún halda því áfram. „Þetta er aðeins áhugamál hjá mér og ég kem örugglega ekki til með að syngja í óperunni," sagði Mar- grét Helga. í framtíðinni segist Margrét Helga ætla að leggja stund á ein- hver tungumál, enda lærði hún þýsku, frönsku, ítölsku og latínu auk skyldumálanna, ensku og dönsku í menntaskólanum. „fs- lenskunám heillar mig einnig mik- ið, en útþráin verður sennilega til þess að ég fari út í nám.“ Hún hefur þó skráð sig í frönsku í Háskólanum næsta vetur og ætlar svo að sjá til með framhaldið. Sumrinu mun Margrét að stór- um hluta eyða í Mexíkó, en þangað hélt hún 2. júní ásamt nokkrum » vinkvenna sinna og er ætlun þeirra að ferðast um landið í tvo mánuði. Foreldrar Margrétar Helgu eru þau Hjörtur Torfason, settur hæstaréttardómari, og Nanna Þor- lláksdóttir, deildarritari á Borg- iarspítalanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.