Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 23 i Umsjónarmaður Gísli Jónsson 439. þáttur Jón Baldursson er nú orðinn stígahæsti bridsspilari landsins skv. meistarastígaskrá BSÍ. Hann spilar nú við Val Sigurðsson (til vinstri) sem er „aðeins" í sjöunda sæti meistarastígaskrárinnar. Hér verður gerð grein fyrir nöfnum nokkurs hluta ferming- arbama árið 1988. Nöfnin eru frá Garðabæ, Hafnarfírði, Keflavík, Kópavogi, Reykjavík, Selfossi og Seltjamamesi. Ég athugaði nöfn 325 meyja og 329 sveina. Mér er sagt að ferming- arböm á þessu ári muni vera um það bil 4000. Þetta em þá tæp 14% og ætti því að vera marktækt úrtak til þess að sýna hið helsta í nafngjöfímum á þeim stöðum, sem könnunin tekur til, og líklega að vissu marki á landinu öllu. Fyrst er þess þá að geta, að f hópi þessara 654 fermingar- baraa koma fyrir 210 karl- mannsnöfn og 189 kvenmanns- nöfn. Þetta er athyglisverður mimur. Þessi mikli fyöldi nafna handa ekki fleira fólki sýnir líka mikla nafndreifíngu. Hlutfall al- gengustu nafíia á okkar dögum er miklu lægra en fyrr á ámm, þegar dæmi vom þiess, að eitt nafn tæki til sín meira en 20%, sbr. Jón og Guðrúnu fyrrmeir. Það segir lfka sína sögu um nafndreifingu okkar tíma, að af karlanöfnum hafa 117 aðeins einn nafnbera og af kvennanöfn- um 91 f hópi fyrmefndra ferm- ingarbama. Um það bil 62% af hvoru kyni heita tveimur nöfnum. Þá nefni ég algengustu kvennanöfnin og set í sviga fjölda nafnbera: 1) Anna (23), nær ætíð tvínefni. 2) Kristfn (18). 3) Guðrún (14). 4) Björk (13). Það er alltaf síðara nafn af tveimur. 5—7). Helga, Margrét, Marfa (11). 8) Sigríð- ur (10). 9-10) Björg, Erla (9). Björg er alltaf tvínefni, nær ætíð hið síðara. 11) Bryndfs (8). 12—14) Berglind, Hildur, Sigrún (7). 15—21) Birna, Elin, Ingibjörg, Ósk, Steinunn, Unnur, Þórunn (6). Ósk er allt- af síðara nafn. 22—33) Ásta, Dóra, Dröfn, Harpa, Hrönn, Inga, Katrín, Linda, Rut, Sif, Soffía (5). Dröfíi er alltaf sfðara nafn. Þá em það algengustu nöfn karla skráð með sama lagi: 1) Þór (25). Aldrei fyrra nafn, Qómm sinnum einnefni, annars síðara nafn. 2) Gunnar (17). 3) Guðmundur (15). Það er aldrei síðara nafn. 4—5) Jón, Már (12). Már er alltaf síðara nafn. 5—6) Páll, Sigurður (11). Páll er tekið að falla inn í tískuna um einsatkvæðis nafn sem hið sfðara nafn af tveimur. 7—11) Einar, Helgi, Ingi, Jóhann, Orn. (9) Öm er alltaf sfðara nafn og Ingi oftast. 12—18) Arnar, Freyr, Jóhannes, Karl, Magnús, Olafur, Sveinn (7). Freyr er alltaf síðara nafíi. 19—23) Etjörn, Kristján, Óskar, Pétur, Ragnar (6). 24—30) Árni, Bjarni, Gfsli, Haukur, Jónas, Viðar (5). ★ Þetta yfírlit fínnst mér stað- festa tfsku okkar daga um tvínefni, og þá helst þar sem fyrra nafnið sé tvö atkvæði, en hið síðara eitt, svo sem Heiður Ósk, Halla Dögg, Linda Rós, Atli Örn, Árni Þór og Helgi Már. Annars er ég ekki frá því, að tvínefnabylgjan hafí náð toppnum á höfuðborgarsvæðinu. I samræmi við tískuna velja menn nú síður löng heiti en áð- ur, svo sem Ástríður, Guðríð- ur, Ragnhildur, Þorgerður, Eyjólfur, Höskuldur, Stein- grfínur og Þorlákur. Og hvað þá þau sem em enn fleiri at- kvæði. Annars sýnist mér að festan í nafngjöfum okkar íslendinga sé býsna mikil á hverfulli öld og mörg góð og gild, gömul íslensk nöfti standi sig vel. Mér fínnst ekki þörf að kvarta undan nafngjöfum fólks. Það velur bömum sínum að langmestu leyti góð nöfn eða að minnsta kosti viðunandi. Veit ég vel að smekkur manna er misjafn í þessu sem öðm, en í 654 bama hópnum var leitun á nöfnum sem að mínum smekk vom afkáraleg eða illtæk. Ég staðnæmdist að vísu dálítið við nokkra tilburði fólks að gefa stúlkubömum „ættamöfn" í skíminni, eins og t.d. Laxdal, Línberg, Líndal og Long. En einhver fróður maður sagði mér að ættamöfti erfðust ekki í kvenlegg og þyrfti því að skfra stúlkumar svo, til þess að þær gætu með hægara móti borið þau. ★ Mig langar að minnast á tvö orðtök, þar sem sögnin að mæl- a(st) er stofnorð. Að mæla f miðjum hlíðum merkir að standa uppi í hárinu á einhverjum, svara fíillum hálsi eða segja við einhvem eitthvað það sem gæti móðgað hann. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir f sögu af Þorgeirsbola (I, 335): „Eftir þetta þorðu menn ekki að mæla í miðjum hlíðum við Þorgeir, því ef ekki var gjört að vild hans, var honum ekki ótamt að grípa til heitinga." í Sagnaþáttum Fjallkon- unnar segir (bls. 172): „þetta þótti mikið þrekvirki, bæði að bijóta hurðina og odd af oflæti kaupmannsins, þvf fáir þorðu í þá daga að mæla í miðj- um hlíðum við kaupmennina." Próf. Halldór Halldórsson bætir við: „Nokkm eldra er af- brigðið að mála við sig f miðj- um hlíðum ... Líklega merkir orðtakið f rauninni „segja e-ð tvírætt", því að í miðjum hlíðum merkir í rauninni „á miðri leið upp á tindinn." Að mælast tíl skófna merkir hvort tveggja að biðja um eitt- hvað handa sér og tala illa um sjálfan sig í von um að sér verði hælt; „físke eftir Kompliment- er“, stendur f Blöndal. Þá er einnig til orðtakið að hugsa sér til skófna=vænta góðs, hugsa sér gott til glóðar- innar. Auðvitað er þetta skófnatal komið af þvf, að mörgum þótti gott að fá skófímar innan úr pottunum, og þarf ekki fleiri til að nefna en Pottasleiki svein og Hjálmar tudda f Manni og konu. ★ En Salómon sunnan sendir eina höfuðborgarlimm: Enn standa þær deilur um Dunks-Jón, hvort í Dallas hann hafði þá funksjón, að moka undan hestum og misbjóða prestum, eða seldi hann hass i Asuncion. Brlds Arnór Ragnarsson Jón B. og Sigurður skáka Þórarni Vorskýrsla meistarastiga Brids- sambands íslands, áunnin stig frá 1. mars 1976 til 16. maí 1988, hefur verið send út til allra for- manna félaga innan vébanda BSÍ. 1 skýrslunni (tölvulisti) er að fínna nöfn 3209 bridsspilara, í 50 félög- um um land allt. Helztu tíðindi á nýja listanum em þau að Þórarinn Sigþórsson sem verið hefur í efsta sæti listans í áraraðir víkur fyrir Jóni Baldurs- syni og Sigurði Sverrissyni. Röð efstu manna er nú þessi: Jón Baldursson BR 1153 Sigurður Sverrisson BR 1106 Þórarinn Sigþórsson BR 1106 Guðlaugur R. Jóhannsson BR 1000 Öm Amþórsson BR 989 Ásmundur Pálsson BR 969 Valur Sigurðsson BR 969 Símon Símonarson BR 855 Karl Sigurhjartarson BR 797 Guðmundur P. Ámason BR 756 Jón Ásbjömsson BR 742 Guðmundur Hermannsson BR 684 Hörður Amþórsson BR 649 Hjalti Elfasson BR 648 Aðalsteinn Jörgensen BHAF 645 Guðmundur Pétursson BR 634 Þorlákur Jónsson BR 593 Sævar Þorbjömsson BR 586 Næsta meistarastigaskrá verður gefín út f janúar 1989. Frestur til að skila inni stigum frá félög- um/svæðasamböndum fyrir þá skrá, rennur út fímmtudaginn 1. desember. 44 pör spiluðu í sumarbrids sl. þriðjudag Spilað var í þremur riðlum í Sum- arbrids sl. þriðjudag, alls 44 pör. Úrslit uiðu (efstu pör: A-riðill: Ólína Kjartansdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 263 Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 263 Bjöm Amarson — Stefán Kalmannsson 255 Lárus Hermannsson — Gunnar Þorkelsson 236 Sigríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson 223 Halla Ólafsdóttir — Þorsteinn Eriingsson 222 IÞriðill: Amar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 185 Knútur Hilmarsson — Ólafur Magnússon 184 Guðni Þorsteinsson — Þórarinn Sófusson 184 Jón St. Gunnlaugsson — Sigurður B. Þorsteinsson 183 Margrét Margeirsdóttir — N anna Ágústsdóttir 174 Guðmundur Baldursson — Guðmundur Grétarsson 168 C-riðill: Hermann Lárusson — J akob Kristinsson 211 Rannveig Lund — V algerður Eiríksdóttir 174 Anton R. Gunnarsson — Jörundur Þórðarson 172 Albert Þorsteinsson — Friðrik Jónsson 163 Ásthiidur Sigurgísladóttir — Lárus Amórsson 157 Andrés Þórarinsson — Halldór Þórólfsson 155 ORKUFORÐIMANNKYNS Raunvíslndl Egill Egilsson Skipta má orkulindum mann- kyns í tvo flokka. Annars vegar em orkulindir sem endumýjast sífellt, svo sem vatnsorka, sólar- orka, vindorka og (að nokkm leyti) jarðvarmi og sjávarföll. Hins vegar er sú orka sem eyð- ist þegar af henni er tekið. Þar ber fyrst að telja olíu og skyld efni, kol, gas og berg með kjamakleyfum efnum (úrani og þóríum). Að sinni er einungis fjallað um síðasttöldu gerðina, enda einungis rökrétt að tala um forða, sé um að ræða þess konar orku. í megindráttum er gengið út frá orkunotkun mannkynsins eins og hún er um þessar mund- ir, en ekki velt vöngum yfír því hvemig vöxtur hennar muni breyta (stytta) endingu þess forða sem um er að ræða. Olía, gas og skyld efni Þekktar ónotaðar olíulindir heimsins innihalda miklu meira magn olíu en framleitt hefur verið til þessa. Sé gengið út frá notkun olfu árið 1980, vom birgðir óunninnar olíu til 50 ára. Olíuríkin reyna flest að treina sér lindimar, í stað þess að verða sér úti um skjótfenginn gróða, sem veldur aftur verðfalli á olíu, og að hún gengi fljótt til þurrð- ar. Til dæmis má segja að OPEC, Samtök olfuútflutningsríkja, hafí verið stofnuð til samvinnu um þetta sjónarmið, þótt illa hafí gengið að ná samstöðu um að fylgja málinu eftir. Telja má mjög líklegt að vem- leg olíuframleiðsla haldi áfram a.m.k. 50—100 ár enn, og vægi olfunnar minnki aðeins smám saman. Lengst muni olían notuð innan samgöngukerfísins, enda þótt einnig þar megi komast af án hennar. Slíkt er aðeins spum- ing um hvað menn vilja borga fyrir að komast úr stað. Auk olíunnar fínnast í jörðu tvö skyld efni sem um munar. Orkuinnihald þeirra er verulega miklu meira en olíunnar allrar. Þetta em olíuflögur og tjöm- sandur. Olíuflögur eða bergflög- ur innihalda lífræn efni, og tjöm- sandurinn inniheldur seigfljót- andi hálfummyndaða olíu, sem má vinna að fullu með upphitun o.fl. aðferðum. Aðeins er flýtt fyrir því ferli sem venjuleg olía hefur lokið þar sem hún finnst í náttúmnni. Kostnaðurinn við vinnsluna verður, a.m.k. fyrsta kastið, vemlega miklu meiri en við nú- verandi olíuvinnslu. Á hinn bóg- inn er eftir miklu að slægjast. Samkvæmt tölum frá árinu 1980 er um að ræða birgðir upp á um 6 sinnum meira en allar olíu- birgðir heimsins. Kol o.þ.h. Orkuforði kolabirgða sem þekktar em nemur a.m.k. 50 sinnum orkuforða olíunnar. Þetta gefur ekki tilefni til vanga- veltna um hvenær sá forði sé uppurinn. Á hinn bóginn á við um allar gerðir orku sem hér um ræðir, að ekki er hægt að spyija einfaldlega hvenær hún sé búin. Heldur fer það eftir heildar- ástandi orkumála og þar með talið verðlagi á orku, hvort orku- lindin verður nýtt. Þeim kolabirgðum sem þekkt- ar em, er hins vegar allnokkuð misskipt. Þrír fjórðu hlutar þeirra em í norðanverðri Asíu og langt inni á meginlandi Norð- ur-Ameríku. Ef farið verður að nýta þennan orkuforða í enn vemlega miklu meiri mæli en sem stendur, verða flutningar umfangsmiklir. Þennan vanda má e.t.v. leysa með að vinna fljótandi eldsneyti úr kolunum. Frá sjónarmiði umhverfís- vemdar koma þó hér til tvö afar mikilvæg atriði. Sem stendur fylgir brennslu kola óhjákvæmi- lega að mikið magn koltvísýrings fer út í andrúmsloftið. Það veld- ur aftur hinum kunnu gróður- húsaáhrifum, sem sé hækkandi meðalhita og hækkun sjávar- borðs. Á hinn bóginn fer mikið magn brennisteins út í andrúms- loftið. Hann ummyndast í brennisteinssýru. Hér er um að ræða það sem gengur undir nafninu súrt regn. Brennisteinsvandamálið er leysanlegt tæknilega séð, og vart hugsanlegt annað en kolaorku- ver framtíðarinnar verði án brennisteinsmengunar, verði far- ið út á þá braut að framleiða orku framtfðarinnar með þeim fremur en kjamorkuverum. Kjarnorka Heildarbirgðir fara mjög eftir því, hvers konar framleiðsluað- ferðir menn vilja hætta á að nota. í svonefndum eldiskljúfum er miklu meiri hluti orkunnar nýttur með ummyndum brennsluefnis en tíðkast í kjam- orkuverum venjulegrar gerðar. Með þeirri tækni sem er tiltæk nú, eru eldisofnar óstöðugri í rekstri en þeir kjamakljúfar sem almennt em notaðir. Eftir eina Þriggjamílnaeyju (Bándaríkin 1979) og eitt Tsémóbýl (Sov- étríkin 1986) er ekki líklegt að lagt verði í áhættusamari rekstur á næstunni en fyrir er. En sé orkuverð hátt og reksturinn tal- inn sæmilega öraggur, er í úran- birgðum og þóríumbirgðum næg orka um ófyrirsjáanlega framtíð, séu eldiskljúfar notaðir. Enn og aftur er minnt á, að spumingin er ekki svo einfold, að til sé orka, sem síðan sé upp- urin einn góðan veðurdag. Með aukinni eftirspum verða æ dýr- ari lausnir framkvæmanlegar. Samfélög Vesturlanda hafa a.m.k. árið 1973 sýnt af sér sveigjanleik, og stóðu af sér veralega breytt orkuverð án mik- illa átaka. En um þróunarlöndin gegnir öðru máli. Sá fátæki fínn- ur fyrst fyrir hækkuðu orku- verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.