Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Erlingur Björns- son - Kveðjuorð Fæddur 29. mars 1966 Dáinn 30. maí 1988 í dauðans faðm nú fallið er og fölt og kalt þar sefur það bam, ó, Guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur. 0, faðir, lít í líkn til mín, og lát þú blessuð orðin þín mér létta sviðann sára, er sárra fær mér tára. (H. Hálfd.) Tregt er um tungu er við minn- mnst unga sjómannsins er var í skipsrúmi hjá okkur fyrir svo skömmu. Þessi glaðlyndi drengur kom til okkar um borð, áhugasam- ur, snar í hugsun, góðgjam og hjálpfús og hafði lag á því að laða það besta fram í mannskapnum. Okkur leið því vel í návist hans. Við söknum Erlings Bjömssonar sárlega. Brottför hans var svo svip- leg og við mennimir fáum ekki allt- af svo auðveldlega skilið að það er annar sem ræður ferðinni. Fyrirvaralaust brottkall ungs fólks setur okkur í þá aðstöðu að verða að sætta okkur við orðinn hlut. Hjálpin í þeim erfíðleikum felst í góðum minningum. Þess vegna höfum við, sem syrgjum þennan unga mann, gott veganesti. í bæn- um okkar biðjum við góðan Guð að styrkja fjölskyldu Erlings Bjömssonar og varðveita okkur öll- um minninguna um elskulegan dreng._ Áhöfnin á mb. Happasæl Sunnudaginn 29. maf frétti ég að frændi minn, Erlingur Bjöms- son, hefði slasast alvarlega i bif- jejðaslysi, sem daginn eftir kallaði hann yfir móðuna miklu. Þá komu fyrst í huga mér minningar um tvíburana hennar Sjafnar frænku, þá Ella og Helga, en þeim hafði ég kynnst fyrst þegar þeir voru 3 ára í húsi Kobba afa í Smáratúni 28 í Keflavík. Þeir vom mjög líkir, en ég var einn þeirra sem alltaf gat greint þá í sundur. Þeir höfðu oft gaman að því að mgla samferða- fólk í ríminu og þykjast vera hinn. Þessi leikur minnti mig á það sem alltaf fylgdi Ella, en það var spaug og gamansemi þar sem hann fór. Eg naut þeirrar ánægju að fylgj- ast með uppvexti Ella og einnig vann hann hjá mér um tíma. Þó gengið hafið á ýmsu í uppvextinum, þá bera hæst minningar um dugleg- an og hjartahlýjan dreng, en þær munu aldrei gleymast. Erlingur var sonur Sjafnar Erl- ingsdóttur og Bjöms Jakobssonar rafvirkja, Greniteig 39, Keflavík. Elli bjó í foreldrahúsum alla tíð. Þar hafa sólskinsstundir verið margar og margs er að minnast, þegar sorgin knýr dyra svona skyndilega. Elskuleg amma, hún Helga, man Ella síðasta laugardag, þegar hann var eldhress og kátur að hjálpa til í garðinum hennar við Suðurgötuna. Ykkur, Helga, Sjöfn og Bubbi, sendi ég nú mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einnig ykk- ur, Grétar, Bima og Einar Haukur. Þá færð þú, Helgi frændi, sérstaka kveðju á þessari erfiðustu stundu lífs þíns. En mundu það að eftir él birtir upp og við munum öll hitta Ella aftur þegar okkar tími kemur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Haukur Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjartað harmi lostið; sem hugsa til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu á eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Hann Elli er dáinn. Okkur setti hljóð og skiljum ekki tilganginn í því þegar ungur dreng- ur er burt kallaður. Hann sem var aðeins 22ja ára og átti allt lífið framundan. Á unglingsárunum fór hann að vinna í frystihúsinu hjá okkur og Fæddur 5. ágúst 1967 Dáinn 25. maí 1988 Hann Gummi, Guðmundur Pétur Gestsson, er dáinn og í dag er kom- ið að kveðjustund. Það er oft sárt að kveðja. Já, mjög sárt og á slíkum stundum grípum við gjaman til þess að segja „sjáumst síðar". Oft er endurfunda langt að bíða og jafnvel læðist að sá ótti að við hittumst aldrei fram- ar, en þessi fallega kveðja verður okkur til hugarhægðar og auðveld- ar okkur að líta með bjartsýni fram á veg. Innst inni vissum við að þessi stund rynni upp. Þar rann allt að sama ósi. En við bægðum hugsun- inni frá, vildum ekki trúa því að þessi góði drengur hyrfi frá okkur. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann háð langa og erfiða baráttu við ógnvekjandi sjúkdóm. Um tíma leit út fyrir að lífið og læknavísind- in hefðu haft betur og framtíðin blasti við enn á ný. Okkur er í fersku minni heimsókn Gumma þegar hann sagði okkur að nú væri búið að komast fyrir meinið og þetta væri allt orðið gott. Við samglöddumst honum heils- hugar og ánægjuefni hins daglega lífs urðu sem hjóm í samanburði við slíkar fregnir. Þá gleði og þann létti sem þessum tíðindum fylgdi skilja þeir sem upplifað hafa. En svo dundi reiðarslagið yfir. Meinið hafði tekið sig upp aftur og myrk- rið og vanmátturinn læsti sig um hug okkar á ný. seinna á togaranum Hauk af og til og fyrir það er honum þakkað. Ég veit að í dag fylgja honum hlýjar kveðjur frá vinum á þessum stöðum. Frænda minn kveð ég með þakk- læti fyrir samfylgdina. Ég vil minnast hans eins og ég sá hann við eitt af sínum síðustu dagsverkum að hjálpa ömmu okkar í garðinum hennar, en henni reynd- ist hann alla tíð drengur góður. Elsku Sjöfn og Bubbi, amma mín, systkini og aðrir aðstandend- ur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi minningin um drenginn ykkar gera ykkur dagana létt- bærari. Eyþór og fjölskylda Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (Sb. 1886 - B. Halld.) Þegar okkur berst andlátsfregn hjartfólgins vinar, þá finnum við hversu skammt er á milli lífs og dauða okkar mannanna. Dauðinn er alltaf hryggilegur í augum okkar en sorglegast er það samt þegar hann hrifsar burt með sér efnilega menn á æskuskeiði, sem gefið hafa góðar vonir um bjarta framtíð. Við stöndum nú frammi fyrir þeirri hörmulegu staðreynd að ung- ur vinur okkar og frændi, Erlingur Bjömsson, hefur verið kallaður burt með svo skjótum hætti að við höfum enn ekki áttað okkur á að hann sé horfínn frá okkur. Fyrir aðeins einni viku var hann á meðal okkar, tók þátt í daglegu amstri, gleði og sorg- um, eins og gengur, en f dag fylgj- Við viljum nú að leiðarlokum þakka Gumma fyrir allt það sem hann var okkur. Hann var ekki ein- ungis vinur sonanna í fjölskyld- unni, þó hann kynntist þeim fyrst, heldur okkar allra. Hann var ein- lægur og góður vinur okkar og ætíð, þrátt fyrir mótlætið, gleði- gjafi. Hann var alltaf kátur og létt- ur í skapi þegar hann heimsótti okkur og við gátum talað saman um heima og geima. Aldrei kvart- aði hann eða hóf máls á veikindum sínum. Gagnvart okkur bar hann sorgina með reisn og eftirminni- legri virðingu. Það er dýrmætt að hafa átt svo góðan og valinkunnan dreng að vini. Við trúum því að hann sé nú laus úr viðjum sjúkdómsins og sest- ur að í ríki ljóssins og langþráðra endurfunda. Við biðjum algóðan guð að styrkja foreldra hans, systkini og aðstandendur alla í þeirra sáru sorg. Heiðar, Halli, Magga, Jón Björn og Elimar. Kær vinur og félagi okkar, Guð- mundur Pétur Gestsson, lést 25. maí síðastliðinn aðeins tvítugur að aldri. Guðmundur var lífsglaður og já- kvæður drengur. Hann var fæddur á Raufarhöfn 5. ágúst 1967. Hann fluttist til Keflavíkur ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann var einn þeirra sem eiga svo mikla birtu og innri fegurð og hreinleika að engin spill- ing heimsins eins og hún er í dag um við honum til hinstu hvíldar. Erlingur Bjömsson var aðeins 22ja ára, fæddur í Keflavík 29. mars 1966, sonur hjónanna Sjafnar Erlingsdóttur og Bjöms Jakobsson- ar. Eiga þau hjón fjögur önnur böm: Helga, tvíburabróður Erlings, en einkar náið samband var milli þeirra bræðra, Grétar Jakob, 18 ára, Bimu Margréti, 9 ára, og Einar Hauk, 3ja ára. Erlingur, sem bjó í foreldra- húsum, lauk skyldunámi að Héraðs- skólanum á Egilsstöðum. í Reykja- nesi kynntist hann vinu sinni, henni Maríu, og fóm þau saman í skólann á Egilsstöðum. Elskuleg vinátta þeirra hélst þar til hann var kallað- ur burt með svo sviplegum hætti. Um frekara nám var ekki að ræða í bili því sjórinn heillaði og vann hann ýmis störf í sjávarútvegi, bæði í landi og á togara og nú síðast á mb. Happasæli frá Keflavík. Erlingur var fjarskalega glaðvær og hnyttinn. Tilsvör, einn af mikil- vægustu fjársjóðum hans, lífguðu heldur betur upp á tilvemna á Greniteignum. Umhyggjusemi hans fyrir ömmu sinni var aðdáunarverð, hann sýndi hana með einstakri nærgætni í hennar garð. Það var vorhugur í unga mannin- um. Hann sýndi okkur myndir af litlum bátum og það leyndi sér ekki hvert hugurinn stefndi, hann lang- aði að eignast einn slíkan. Hann ræddi um þetta og allt hans tal bar vott um svo miklar væntingar og hann trúði sannarlega á mátt æsk- unnar til nýrra dáða. Erlings Bjömssonar er sárt sakn- að af frændum og vinum en sárast- ur er söknuður foreldra, systkina og ömmu. Almáttugur Guð, okkar ástríki faðir, styrki og blessi flölskylduna á Greniteig 39. Megi minningin um góðan dreng lifa. Móðursystkini komst þar nærri. Sorgin gerir sjaldnast boð á undan sér. Hvað er til huggunar? Jú, minningin um góðan og heið- arlegan ungan mann, sem nú hefur lokið göngu sinni og lauk henni með sóma. 20 ár er ekki hár aldur, en þó má lifa þannig að manni verði minnisstæðari en miklu lengri lífdagar. Að lifa þannig að hafa allra manna gott orð og takast að laða fram hið jákvæða hjá sam- ferðarmönnum sínum. — Slíkur var Guðmundur og það eru góð með- mæli. Við vottum fjölskyldu hans og öðrum ástvinum Guðmundar innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar. Við kveðjum vin okkar með þessum orðum sálmaskáldsins V. Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Haukur, Kidda, Una, Linda Helga og Bidda. Guðmundur Pétur Gestsson - Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.