Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 1
76 SIÐUR
B OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
125. tbl. 76. árgf.
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ráðstefna sovéska
kommúnistaflokksins:
Umbóta-
sinnum
bætt við
Moskvu, Reuter.
NOKKRIR af helstu stuðnings-
mönnum MíkhaUs Gorbatsjovs,
leiðtoga Sovétríkjanna, voru í
gær kosnir sem fulltrúar á mikil-
væga ráðstefnu þar sem fyrir-
hugað er að móta stefnu komm-
únistaflokksins. Áður höfðu
íhaldssamir embættismenn
kommúnistaflokksins hafnað
þessum mönnum.
Fréttastofan Tass greindi frá þvi
að á fundi, þar sem fulltrúar komm-
únistaflokksins í Moskvu á ráð-
stefnunni voru kosnir, hefði verið
samþykkt að bæta nokkrum „at-
kvæðamiklum vísinda- og mennta-
mönnum" við á listann yfír fulltrúa.
Meðal þeirra sem bætt var við á
listann voru hagfræðingamir Tatj-
an Zaslavskaja og Gavrííl Popov,
ritstjórinn Jegor Jakovlev, sagn-
fræðingurinn Júríj Afanasjev og
leikskáldið Míkhaíl Shatrov.
Ákvörðunin um að bæta þessum
mönnum við á listann virðist hafa
verið málamiðlun.
Reuter
Greintfrá gangi leiðtogafundarins
Ronald Reagan tekur hér í hönd Margaretar Thatch-
ers í Guildhall í gær, en á milli þeirra situr Nancy
Reagan. Myndin var tekin eftir að hann flutti ræðu
um framtíð samskipta austurs og vestur og sagðist
hann vera vongóður um að í hönd færi nýtt tímabil
samskipta hins ftjálsa heims og kommúnistaríkjanna.
Á fundinum skýrði forsetinn frá gangi Moskvufundar-
ins og kvað hann hlýlegar móttökur í Moskvu og
umfang umbótastefnu Míkhafls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga hafa komið sér mikið á óvart. Þá hrósaði hann
Thatcher fyrir skarpskyggni, en hún lýsti því yfír
fyrst vestrænna leiðtoga, að unnt væri að eiga við-
skipti við Gorbatsjov. Forsetahjónin héldu heim til
Washington í gær.
Sjá ennfremur fréttir á siðu 30.
Biaðamannafundur í sovéska utanríkisráðimeytinu:
Sakharov krefst tafarlauss
frelsis allra pólitískra fanga
Hoskvu, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara
ANDREJ Sakharov sagði á
blaðamannafundi í gær að fund-
ur nm mannréttindarnál i Moskvu
myndi vera nyög mikilvægur, en
það þyrfti að uppfylla tvær kröf-
ur áður en hægt væri að halda
hann. „Það þarf fyrst að sleppa
öllum samviskuföngum úr haldi
og brottflutningi sovéskra her-
manna frá Afganistan verður að
vera lokið áður en slikur fundur
er haldinn. Fyrr á mannréttinda-
fundur í Moskvu ekki að vera til
umærðu.“ Hann las upp nöfn
tuttugu pólitiskra fanga og
krafðist að þeim yrði tafariaust
sleppt úr haldi.
Blaðamannafundurinn var hald-
inn vegna óska fjölda fréttamanna
um viðtal við Sakharov, sem er
Nóbelsverðlaunahafí og þekktasti
andófsmaður Sovétríkjanna. So-
véska utanríkisráðuneytið léði hon-
uhi sama sal og Míkhafl Gorbatsjov
kom fram í eftir leiðtogafundinn á
miðvikudag.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
stjómarinnar, sem sat við hlið Gor-
batsjovs á fundi hans fyrir þremur
dögum, tók á móti Sakharov og
eiginkonu hans, Jelenu Bonner þeg-
ar þau komu í byggingu ráðuneytis-
ins og vísaði þeim í salinn.
Sakharov hafði orð á að hann
væri á yfírráðasvæði stjómvalda í
Morgunblaðsins.
upphafí stutts ávarps og gerði síðan
meðal annars glögga grein fyrir
skoðunum sínum á mannréttinda-
og afvopnunarmálum og dró ekkert
undan.
Hann gagnrýndi sovéska fjöl-
miðla fyrir „neikvæðar og fordóma-
fullar frásagnir" af fundi Ronalds
Reagans með sovéskum andófs-
mönnum á mánudag og sagðist
meta fund forsetans með þessu fólki
mikils. Hann tók afstöðu með Gorb-
atsjov varðandi fækkun kjamav-
æddra stýriflauga á hafí úti. Sovét-
menn vilja láta hugsanlegan
START-sáttmála ná til þeirra en
Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir
Gennadij Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, vísar
þeim Andrej Sakharov og Jelenu Bonner inn í salinn þar sem blaða-
mannafundurinn var haldinn.
Bandaríkjamenn vilja það ekki.
Þessi skoðun Sakharovs varð til
þess að fréttamenn spurðu hvort
hann hefði fengið sal
utanríkisráðuneytisins lánaðan með
vissum skilyrðum. Jelena Bonner
reiddist þessum spumingum mjög.
Hún stóð upp og tók orðið af eigin-
manni sínum: „Þið spyijið þessara
andstyggilegu spuminga um hvort
Sakharov hafí skipt um skoðun eða
ekki, hvort hann hafí verið keyptur
eða ekki. Hvorugt okkar hefur ver-
ið keypt og hvorugt okkar verður
keypt.“
Sakharov sagði að perestrojka-
stefna Gorbatsjovs væri eina leið
þjóðarinnar frá stöðnun og spillingu
efnahagslffsins. Hann sagði að
henni væri framfylgt í fyllstu alvöru
og að hún myndi hafa mjög víðtæk
áhrif, innan lands sem utan í fram-
tíðinni. Hann sagði að aukið traust
erlendra ríkja á landinu og stjóm
þess myndi styrkja perestrojku-
stefnuna og stuðla að auknum
mannréttindum.
Hann sagði aðspurður að hann
mætti ekki ferðast til útlanda, en
kvaðst þó ekki telja sig vera fanga.
„Mér leið eins og fanga í Gorkí en
ekki hér í Moskvu," sagði Sak-
harov. Hann sagðist vona að ritverk
sín, gömul eða ný, yrðu birt í Sov-
étríkjunum innan tíðar.
Danmörk:
Schluter
myndar
stjórn
Kaupmannahöfn, Reuter.
POUL Schlilter myndaði nýja
stjórn í gær, tæpum fjórum vik-
um eftir þingkosningamar í Dan-
mörku. í stjórninni eru þrir
flokkar, íhaldsflokkurinn og
Venstre-flokkurinn, sem hafa
verið í stjóm síðan árið 1982, og
Radikale venstre. Stjómarand-
stæðingar sögðu að stjórnin yrði
ein sú veikasta sem mynduð hefði
verið í Danmörku.
„Þetta verður ein veikasta stjóm
sem við höfum fengið. Óstöðugleiki
mun einkenna hana," sagði Svend
Auken, leiðtogi jafnaðarmanna,
sem tókst ekki að mynda stjóm
með Radikale venstre. Pia Kjaers-
gárd, leiðtoga Framfaraflokksins,
spáði því að nýja stjómin ætti „erf-
iða sjóferð" fyrir höndum og sagði
að stjómin gæti beðið lægri hlut
tæki flokkur hennar sömu afstöðu
og jafnaðarmenn í einhveiju máli.
Nýja stjómin, sem nýtur stuðn-
ings 67 þingmanna af 179, tekur
við af fjórflokkastjóm undir forystu
Pouls Schluters, sem hafði verið við
völd frá árinu 1982. Radikalir, sem
hafa ttu þingsæti á þinginu, koma
í stjómina í stað miðdemókrata og
Kristilega þjóðarfíokksins.
Níu ráðherrar stjómarinnar eru
úr íhaldsflokknum, sjö úr Venstre,
og fimm úr Radikale venstre. Uffe
Ellemann-Jensen, formaður Vens-
tre, verður áfram utanríkisráðherra
og Palle Simonsen, úr íhaldsflokkn-
um, heldur áfram sem íjármálará-
herra. Knud Enggaard, úr Venstre,
verður vamarmálaráðherra í stað
fhaldsmannsins Bemts Johans Col-
lets.
Sjá ennfremur frétt á bls. 30-31.
Offjölgnn
sela gæti
hafa valdið
faraldri
Kiel, Reuter.
Vísindamenn sögðu í gær að
ör fjölgun sela gæti hafa valdið
því að hundruðir sela hefðu drep-
ist í Norður-Evrópu siðan í byij-
un apríl.
Sven Tougárd, danskur haffræð-
ingur, sagði að lífsskilyrði selsins
hefðu verið góð fyrir norðan Dan-
mörku, þar sem sjórinn væri lítt
mengaður. „Við í Danmörku teljum
að útilokað sé að mengun hafi vald-
ið faraldrinum. Offjölgun gæti hafa
valdið honum," sagði Tougárd með-
al annars. Að minnsta kosti 387
selir hafa drepist vegna faraldursins
við Danmörku sfðan í byrjun apríl.