Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 67 Meistaramir hafa ekki skorað í405 mínútur! FráJóni Gunnlaugssyni áAkranesi ÍSLANDSMEISTARAR Vals hafa byrjað mjög illa á íslands- mótinu í knattspyrnu. Liöið hefur aðeins hlotið eitt stig úr þremur leikjum og hefur ekki skorað mark f 405 mínútur eða síðan Sigurjón Kristjánsson skoraði annað mark Vals gegn KR í 17. umferð mótsins f fyrra. Með sigri f þeim leik tryggðu Valsmenn sér íslandsmeist- aratitilinn, en frammistaða þeirra hingað til bendir ekki til þess að þeim takist að verja titilinn. í gœr mœttu Valsmenn Skagamönnum í 100. leik lið- anna og lauk leiknum með sigri heimamanna, 1:0 Þessi leikur var kannski dæmi- gerður fyrir viðureignir þess- ara liða í gegnum árin. Mikil bar- átta og leikurinn jafn og spenn- andi. Skagamenn sóttu meira framan af án þess að skapa sér hættuleg færi. Valsmenn áttu eina færið í fyrri hálfleik. Siguijón Kristjánsson átti þrumuskot rétt framhjá marki ÍA um miðjan fyrri hálfleik. Dæmið snerist við í upphafi síðari hálfleiks. Valsmenn sóttu af krafti og fengu ágæt færi. Mark Duffield tókst tvfvegis að komast fyrir skot Valsmanna á síðstu stundu, en þeg- ar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom eina mark leiksins. Mark Duffíeld átti langa sendingu á Harald Hinriksson sem skallaði boltann inn fyrir vöm Vals á kollinn á félaga sínum, Aðalsteini Viglundssyni, sem skoraði af öryggi 1:0. Haraldur Hinriksson var nálægt því að skora um miðjan síðari hálfleik, en skot hans úr aukaspyrnu fór framhjá marki Vals. Aðalsteinn Víglundsson fékk einnig ágætt færi, en skaut yfír eftir laglega sókn Skagamanna. Tryggvi Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður, fékk besta færi Vals. Hann komst inn fyrir vöm ÍA, Morgunblaöiö/Július Skagamaðurinn Sigurður B. Jónsson á hér í höggi við Guðna Bergsson sem lék sinn fyrsta leik með Val í sumar. Einar Páll Tómasson fylgist með áhyggju- fullur á svip. en Sigurður Jónsson felldi hann við vítateigslínu og fékk reyndar gult spjald fyrir vikið. Tryggvi var kom- inn í ágætt færi og ómögulegt að segja hvað hefði gerst, hefði hann komist í gegn. Mark Duffíeld átti mjög góðan leik f liði ÍA og stjómaði öftustu vöm liðsins. Karl og ólafur Þórðarsynir áttu góðan leik á miðjunni. Hjá Val var Guðni Bergsson besti maður, KNATTSPYRNA / 1.DEILD „Áttum engin orðaskipti" - segir Pétur Pétursson, KR-ingur, um samskiptin við Theódór Jóhannsson „THEÓDÓR slapp vel og »tti ekki að þurfa að segja ósatt," sagði Pótur Pétursson, er hann hafði samband við Morgunblaðið í gœr vegna ummæla Theódórs Jóhanns- sonar, lelkmanns Völsungs, sem höfð voru eftir honum í blaðinu f gær, um það hvað gerðist er Pétur var reklnn af velli í leik liðanna á íslands- mótinu ífyrrakvöld. Theódór segir að Pétur hafí gripið í peysu sínu. „Ég ýtti þá aðeins við honum og sagði við hann: Svona gera ekki atvinnu- menn. Þá snéri hann sér við og sagði: Ég geri það sem mér sýn- ist, og sló mig í hálsinn," sagði Theódór. Pétur segir hins vegar. „Eftir að við höfðum barist um boltann og dottið stóð ég upp og spurði Ey- jólf línuvörð hvort það væri ekki ólöglegt að leikmaður héldi hindr- aði andstæðing með þeim hætti sem Theódór gerði, þannig að hann næði ekki boltanum þegar hann væri að rúlla yfir endalfn- una. Ég gekk síðan frá Eyjólfí en þá kom Theódór aftan að mér og sló mig í bakið. Ég sneri mér við og svaraði f sömu mynt, sem ég átti auðvitað ekki að gera, en það fóru engin orðaskipti fram á milli okkar. Eg er hundfúll út í sjálfan mig fyrir að gera þetta, þetta var algjör óþarfí hjá mér en ég hef beðist afsökunar og fínnst að það rétta í málinu verði að koma fram,“ sagði Pétur Pétursson f gær. en þetta var fyrsti leikur hans með Val í sumar. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra vamarmenn Vals, en Valsliðið í heild var ekki mjög sannfærandi. Mark Duffíeld, Karl Þórð- arson og ólafur Þórðarson ÍA. Guðni Bergsson Val. íslandsmótið I knattspymu, 1. deild, Akranesvöllur, föstudaginn 3. júní 1988. Mazíc ÍA: Aðalsteinn Víglundsson (53.) Gul spjtfld: Heimir Guðmundsson ÍA (43.), Sigurður B. Jónsson ÍA (77.) Ahorfendur: 942. Dómari: Þorvarður Bjömsson 6. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Mark Duffield, Heimir Guðmundsson, Sigurð- ur Lárusson, Sigurður B. Jónsson, Guð- bjöm Tryggvason, Karl Þórðarson, ólaf- ur Þorðarson, Haraldur Hinriksson, Aðalsteinn Vígiundssson, Haraldur Ing- ólfsson. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Jón Gunnar Bergs, Ingvar Guðmundssson, Jón Grétar Jonsson (Tryggvi Gunnars- son vm. 75. mín.), Þorgrímur Þráinsson, Valur Valsson, Guðni Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Siguijón Kristjánsson, Magni Pótursson, Einar Páll Tómasson (Steinar Adolfsson 83. mín.). FOLK I ÞAÐ geogur nú fjöllunum hærra í Frakklandí að vinstri bak- vörður meistara Mónakó og lands- liðsins, Manuel Amoros, gangi til liðs við Olympique MarseUle fyrir næsta tfmabil. I RABAH Madjer, knatt- spymumaðurinn snjalli frá Alsír, segir f nýjast hefti France Footbalf - að 95% lfkur séu á þvf að hann leiki með Inter Mflanó á Ítalíu næsta keppnistímabil. Gert er ráð fyrir að hann semji við félagið til þriggja ára. ■ CHRIS Waddle hefur ekki enn skrifað undir samning um leika áfram með Tottenham, en félagið vill halda honum. Nokkur frönsk félög hafa einnig sýnt honum áhuga og má þar nefna Nice, Mónakó og Bordeaux. I MIKLAR líkur eru á að Ian Andrews, markvörður Leicester fari til Aberdeen í Skotlandi og taki stöðu Jim Leighton, sem seld- ur var til Manchester United. ■ JIM Leighton, landsliðsmark- vörður Skotlands sem áður er nefndur, hefur mikið álit á enska framheijanum Peter Beardsley frá Liverpool. „Hann gæti tryggt Englendingum sigur f Evrópu- keppninni upp á eigin spýtur. Hann er besti leikmaður á Englandi í dag, jafnvel sá besti í Evrópu," er haft eftir Leighton í nýjasta hefti France Football. ■ PÉTUR Guðmundaaaon gengst fyrir körfuknattleiksskóla í iþróttahúsinu í Digranesi 14.-19. júní og í íþróttahúsi Keflavíkur 20.-25. júní. Alvin Robertson, fé- lagi Péturs hjá San Antonio Spurs, kemur í heimsókn á bæði námskeiðin. Robertson hefar þrisvar sinnum verið valinn í stjömulið NBA-deildarinnar og var f sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1984. Á nám- skeiðinu verður kennt í tveimur ald- urshópum drengja og stúlkna, fædd 1974-1977 frá kl. 14-17 og fædd 1971-1973 frá kl. 18-21. Innritun á námskeiðið f Reykjavík fer fram 6.-8. júní f síma 685949. í Keflavik fer innritun fram 15. og 16. júní í síma 92-11771, en námskeiðið er haldið í samvinnu við Keflavfkk- * urbæ. Kennarar auk Péturs verða Sigurður Hjörleifsson, Henning Henningsson, Hreinn Þorkels- son, Birgir Mikaelsson og Guð- brandur Stefánsson. TENNIS / FRAKKLAND Leconte og Wilander í úrslit Það verða Mats Wilander frá Svíþjóð og Henri Leconte frá Frakklandi sem mætast í úrslitum á opna franska meistaramótinu f tennis á morgun. Henri Leconte er fyrsti Frakkinn sem kemst í úrslit í fimm ár, en hann sigraði Svíann Jonas Svensson, sem hafði áður lagt besta tennisleikara heims, Ték- kann Ivan Lendl. Wilander tryggði sér sæti f úrslitum með sigri á Andre Agassi. Vonir Svía um „sænskan úrslita- leik“ brugðust þegar Henri Leconte sigraði Svíann Jonas Svensson í undanúrslitum, 7:6, 6:2 og 6:3. Svensson kom mjög á óvart er hann sigraði Ivan Lendl, en hann var aðeins stjama í sólarhring. Hann átti ekki möguleika gegn Leconte sem fór á kostum og sigraði örugg- •ega. Mats Wilander sigraði Bandaríkja- manninn Andre Agassi í hörkuleik, 4:6, 6:2, 7:5, 5:7 og 6:0 og mætir því Leconte í úrslitum. Andre Ag- assi vakti mikla athygli fyrir skemmtilega framkomu sfna, en hann skorti úthald f síðustu lotunni. Úrelitaleikurinn f karlaflokki er á morgun, en í dag mætast Steffi Graf frá V-Þýskalandi og Natalia Zvereva frá Sovétríkjunum. Staðan 1. deild KR 3 2 1 0 8:3 7 ÍA 3 2 1 0 3:1 7 Fram 2 0 0 2:0 6 KA 2 2 0 0 3:1 6 ÍBK 3 1 0 2 5:6 3 Leiftur 0 2 0 0:0 2 Víkingur 0 1 1 2:3 1 Valur 3 0 1 2 0:2 1 Þór 1 0 0 1 0:1 0 Völsungur 3 0 0 3 2:8 0 Staftan 2. deild FH 3 3 0 0 5:1 9 Víðir 3 1 1 1 5:3 4 UBK 3 1 1 1 6:5 4 Fylkir....2 1 1 0 1:1 4 KS 2 1 0 1 5:5 3 ÍR 2 1 0 1 3:4 3 ÍBV 3 1 0 2 6:8 3 Tindast. 3 1 0 2 6:10 3 Selfoss ..3 0 2 1 5:7 2 Þróttur..2 0 1 1 4:5 1 KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SL-MOTIÐ)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.