Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 • 57 £ Morgunblaðið/Þorkell Hér eru þær Jóna Hermanns, Marin Magnúsdóttir og Anna Hafsteinsdóttir frá kvenfélaginu á Álftanesi við eitt söluborðið á græna markaðinum. GRÆNN MARKAÐUR Ætla að rækta upp almenningsgarð á Álftanesi Kvenfélagið á Álftanesi stóð fyrir svokölluðum grænum markaði um síðustu helgi, og voru þar á boð- stólum tré og runnar, stofublóm, sumarblóm og kálplöntur. Kvenfélagið hefur fengið landskika til umráða við hliðina á nýju sundlauginni á Álftanesi, og er ætlunin að rækta þar upp almenningsgarð, en græni markaðurinn var haldinn til fjáröflunar fyrir þetta verkefni. •I hvaða Evrópulandi eru bifreiðar skráðar, sem bera einkennisstafina MC? • Hvað átti John Lennon mörg börn svo vitað sé? •Hvaða þingmaður stjórnaði kjöri forseta sameinaðs Alþingis árið 1986? •Eftir hvern er verkið Dagtir vonarl •Hvort vaxa bananar upp eða niður á trénu? •Frá hvaða landi er skiðamaðurinn Joel Gaspos? ..................-......... . —........r i 6000 aukaspurningar og svör ígulu Trivial Pursuit kössunum. Leikur frá Hom Abbot. Framleitt með með ieyfiHom Abbot internationalItd. _ Ný sfmanúmer Árbæjarapótek fær ný símanúmer frá og með 6. júní. Almenn afgreiðsla 674200, læknasími 674201. ÍRSKUR FERÐALANGUR Kynntist ís- landi fyrst í miðri Sahara eyðimörkinni Um þessar mundir er írskur ævintýramaður staddur hér á landi (þeim tilgangi að safna saman fróðleik um land og þjóð. Hann ætlar að ferðast á reiðhjóli hringinn um landið, og reyna með því móti að komast í kynni við fólk sem sval- að getur fróðleiksfysn hans. Maðurinn heitir Jasper Winn og er ættaður frá Cork á lrlandi. Hann er tónlistarmaður og rithöfundur, og hefur skrifað um ferðalög og tónlist í blöð og tímarit, auk þess sem hann hefur séð um úvarps- þætti fyrir írska ríkisútvarpið. Áhugi hans fyrir íslandi kviknaði fyrir einu ári síðan, þegar hann var staddur í miðri Sahara eyðimörk- inni, en þar varð hann matariaus. „ítölsk hjón sem áttu leið þama um stoppuðu hjá mér og buðu mér mat, en sögðust því miður einungis eiga íslenskan harðfisk. Þau fræddu mig mikið um ísland, en dóttir þeirra var þá hér á íslandi við nám. Þetta vakti mikinn áhuga minn á landinu," segir Jasper Winn. „Þegar ég kom heim frá Afríku þá aflaði ég mér frekari upplýsinga um ísland, og nú er ég hingað kom- inn fyrst og fremst í leit að efni til þess að skrifa um, og þá helst um eitthvað sem írar vita ekki nú þegar um landið og þjóðina. Ég ferðast um á reiðhjóli af því að ég vil kom- ast í sem nánast samband við fólk, og fræðast af því um landið, þjóð- sögumar og kanna tengslin á milli íslenskrar og (rskrar menningar." Jasper Winn er tuttugu og átta ára gamall og hefur farið víða um heim síðastliðin tíu ár. Hann hefur ferðast um Vestur-Afríku, Austur- Evrópu, og meðal annars siglt á kajak niður Dóná frá Svartaskógi til Svartahafs. Hann verður á ferða- lagi hér á landi í einn mánuð. í samtali við Jasper Winn kom það fram að hann er nágranni og góðkunningi Tim Severin , sem hingað kom á leðurfleytu sinni „Brendan" á sínum tíma. Að sögn hans er Tim Severin nú ’a ferðalagi á hestum um Evrópu og er á leið- inni til ísrael, og fetar þannig í fót- spor krossfaranna. TAKMARKAÐ MAGN FRÁBÆRT VERÐ 429.900 444.900 3 DYRA 4 GIRA TS KR. 5 DYRA 4 GIRA CS KR. stgr. stgr. VERÐ MIÐAST VIÐ BlLINN KOMINN Á GÖTUNA BRIMBORG HF. ÁRMÚLA 23 - SÍMAR 685870 - 681733 DAIHATSU CHARADE T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.