Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 11 Dýrheimar og 1984 Erlendar baakur Siglaugur Brynleifsson Georg'e Orwell: Animal Farm. A Fairy Story — Nineteen Eighty-Four. The Complete Works of George Orwell. Volume Eight — Nine. Secker & Warburg 1987. Nú eru komin út níu bindi af tuttugu binda heildarútgáfu verka George Orwells. Dr. Peter David- son hefur séð um útgáfuna, sem hefur ekki verið neitt áhlaupaverk. Hann hefur farið yfir handrit, ef til eru, og einnig ailar prentanir verkanna hingað til og komið text- unum í það horf „sem ætlun höf- undar var“. Skáldsögur og önnur rit Orwells hafa komið mörg út, breytt frá upphaflegri gerð höfund- arins, mismunandi mikið þó. Þessar breytingar eru margar hverjar ekki stórvægilegar en sumar þeirra tals- verðar, oftast í sambandi við ótta útgefanda við málsókn vegna ætl- aðra meinyrða. Útgáfusaga „Dýrheima" er rak- in í eftirmála þessarar útgáfu. Or- well gekk erfiðlega að finna útgef- anda að „ævintýrinu", eins og hann kallaði söguna í undirtitli. Orwell fékk hugmjmdina að bókinni, þ.e. gagnrýni á framkvæmd sósíalis- mans í Sovétríkjunum og uppljóstr- unum á baráttuaðferðum kommún- ista, I spænsku borgarastyrjöldinni. Hann tók að setja söguna saman 1943 og snemma árs 1944 var sagan tilbúin til útgáfu. Þetta var í lok stríðsins og Bretar og Rússar voru bandamenn. Mörgum útgef- endum þótti nóg um hárbeitt háðið og einn þeirra, Caple, leitaði um- sagnar embættismanna í breska upplýsingaráðuneytinu, sem töldu firemur vafasamt að gefa bókina út eins og þá hagaði til í alþjóða- málum. Þessi tilmæli voru ekkert annað en tilraun ríkisvaldsins til ritskoðunar, sem urðu til þess, að Orwell skrifaði formála, sem ekki var birtur með sögunni fyrr en nú. Formálinn ber titilinn „Ritfrelsi". Einnig er hér birtur formáli að úkrainskri útgáfu „Dýrheima", sem dreift var frá Miinchen. Leikgerð sögunnar fyrir útvarp er birt hér í fyrsta sinn, Orwell vann þessa styttu gerð sögunnar í leikritsgerð fyrir útvarp. Þessu var útvarpað 1947. Eins og áður segir hafnaði Cape sögunni, en í bréfí frá forlaginu var stungið upp á því hvort höfund- ur væri til með að nota aðrar skepn- ur en svín, sem persónur í sög- unni. Þeir hjá Cape hafa áttað sig á, að svínsgervi Sovétleiðtogans og fylgifiska hans myndi ekki falla í sem bestan jarðveg meðal þeirra, sem álitu þessa leiðtoga og stefnu þeirra einu von mannkynsins, eins og kom á daginn, þegar bókin kom út sfðla árs 1945 hjá Warburg. í lok „Dýrheima" var svo komið, að erfitt var að greína hvað væri manneskja og hvað væri svín. Síðan þetta gerðist hefur orðið talsverð framför í „Dýrheimum". Nú eru svínin tekin að fást við ritstörf og litlu grísimir hvetja hver annan til að lesa ritverkin. Orwell sá innviði sovéts stjómar- fars þegar á fjórða áratuginum, en þá var ekki heiglum hent að hafa uppi gagnrýni á „merkustu tilraun til mennsks samfélags, sem gerð hefur verið", eins og vel kunnur breskur vinstri maður skrifaði um þessar mundjr og allur skarinn tók undir það. Á stríðsárunum talaði Churchill um hina „hugrökku bandamenn",- Rússa, og þá mátti vart láta neina gagnrýni heyrast. „Dýrheimar" vom líkast því sem „vinstri intelligensían" hefði verið slegin utanundir með blautum hanska. Láðið átti ekki nógu sterk orð yfir þennan svívirðilega lið- hlaupa og rógbera. En þeim tókst ekki að yfirbuga hláturinn. Valdið valdsins vegna og án allra tengsla við ákveðna hugmynda- fræði var efni, sem Orwell velti fyrir sér ekki síst þegar hann var að setja^ saman „Dýrheima" og „1984“. Í „1984“ telur Orwell sig hafa uppgötvað innsta kjama George Orwell „Flokksins", sem var hið algjöra vald yfír manninum. Sumir telja að þessi innsti kjami sé hluti af satímnni, sem Orwell nefndi stund- um söguna. í sögum Zamyatins „Við“ og Huxleys „Fagra nýja ver- öld“ er það velsældin og hin al- gjöra mötun og forheimskun, sem magnar sjálfsununina (narcisis- mann), svo að öllu er hafnað nema vúlgerri efnishyggju, maðurinn er orðinn það ánægða svín. Valdhafamir stuðla á allan hátt að hinni algjöru forheimskun með- vitundarlausra neyslu-dýra í ein- hvers konar mannsmynd. Uppeldið er staðlað að „þörfum samfélgsins“ og innrætingin stefnir að „félags- legum þroska" sem þýðir útþurrk- un sjálfsvitundarinnar og einstaki- ingskenndar. í sögu Huxleys er velferðarsamfélagið fullkomnunin þar sem blaðrandi hópamir lepja sullumbullið. í bók Orwells ræður hatrið og terrorinn og sadistískt valdið. Orwell svarar lesendabréfi í „Tribune" þar sem hann telur að mesta hætta framtíðarríkisins sé ekki forheimskun velferðarríkisins heldur þrælaríki, þar sem fámenn harðsvíruð flokksklíka ræður og elur þrælahjörðina (sem heldur að hún sé fijáls) á fáránlegum þjóð- rembingi og hatri á óvinunum inn- anlands og utan. Hatur, mdda- skapur og skortur munu einkenna þetta ríki. Menn lifa í stöðugum ótta og trúnaður milli manna er ekki til. Svikaramir em alls staðar. Þessar skoðanir Orwells koma ljóslega fram í „1984“ og ýmsir þættir sem hann lýsir þar áttu sér þegar stað í samtímaríkjum og áttu eftir að koma betur og víðar í ljós um og eftir miðja öldina. „1984“ vakti óhemjulega athygli þegar hún kom út hjá Secker & Warburg 1949 í London 8. júní og fimm dögum síðar í New York og síðan hefur þessi bók verið lesin og lesin. Þetta er ein þeirra bóka, sem sýnir betur en sagnfræðirit ýmis einkenni, sem mótuðu og móta al- ræðissamfélög á 20. öld og er einn- ig forspá um önnur, sem þegar var tekið að örla á snemma á öldinni. Klisjumar, innantóm slagorð og bjagaðar útópískar hugmyndir um samfélög framtíðarinnar skekktu alla raunskynjun, svo að farvegur- inn var ruddur fyrir valdatöku „hinna dauðu". Joanna Lee Bryndís Pálsdóttir Fiðluleikari „debuterar“ Tóniist Jón Ásgeirsson Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari „debuteraði" sl. fimmtudag í Norræna húsinu. Undirleikari var Joanna Lee. Báðar eru stúlkur þessar hámenntaðar í tónlist. Bryndís hefur nýlokið „master"- gráðu frá Juliard-skólanum í New York og Joanna Lee vinnur að doktorsgráðu við Columbia- háskólann. Á efnisskránni voru tvö ein- leiksverk fyrir fiðlu, E-dúr-partít- an eftir Bach og Tónles og Skersó eftir Kreisler og tvær samleikssó- nötur, sú fyrri eftir Mozart en seinni eftir Proko^ev. Bryndís er góður fiðluleikari og mótaði verkin með skýrum dráttum og var leikur hennar í heild örugg- ur, er vitnar um vönduð vinnu- brögð og góðan undirbúning. Bach-partítan var vel flutt og af öryggi en í e-moll sónötu Mozarts (k-304) var meira leikið með fallega túlkun enda er verk- ið dýrðlega fallegur „söngur“. Tónlesið og skersóið eftir Kreisler er feikilega skemmtilegur tækni- leikur og mátti þar heyra að Biyndís kann sitthvað fyrir sér, þó enn vanti hana rósemi tækni- snillingsins og einnig þá róm- antíska tilfinningasemi, sem ekki má vanta í tónlist Kreislers. Síðasta verkið á efnisskránni var D-dúr-fíðlusónatan eftir Pro- kofjev. Sónatan var upphaflega samin fyrir fiautu og píanó en tónskáldið umritaði hana ári seinna fyrir fiðlu og píanó. David Oistrak frumflutti verkið í Moskvu 17. júní 1944. Sónatan er full af fallegum „melódíum", skemmtilegum og smellnum tóntiltektum, glaðleg, frískleg og einnig ljóðræn, eða eins og Bem- ard Shaw ritaði í tónlistargagn- rýni, „ekta fíðlutónlist“. I heild var sónatan vel flutt og samspilið víða mjög gott. Jo- anna Lee lék undir af öryggi og átti sinn þátt í þessu ánægjulega „debut" Bryndísar Pálsdóttur. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn Hann er stúlkan mín • he’s my girlA Leikstjóri Gabrielle Beau- mont. Handrit Charles Bohl. Kvikmyndatökustjórn Peter Lyons Collister. Tónlist Richie Wise. Aðalleikendur T.K. Cart- er, David Hallyday, David Clennon, Misha Mack, Warwick Sims, Jennifer Tilly. Bandarísk. Scotti Bros 1988. Dolby stereo. Hann er stúlkan mín ber þess öll merki að vera ætlað á unglinga- myndamarkaðinn og ekki þá kröfuhörðustu í þeim hópi. Enda hálfleiddist mér yfír þessari arga- þvælu en táningurinn, sonur minn, skemmti sér þokkalega. Annars fjallar myndin um tvo vini, rokk- söngvara og umboðsmann hans, í smábæ í Miðríkjunum. Umbinn vinnur ferð til Hollywood, en sá galli er á gjöf Njarðar að hann á að taka með sér dömu. Umbi bjarg- ar málunum með því að íklæðast kvenmannsklæðum og halda þeir félagar til vesturstrandarinnar, þar sem þeir lenda í ýmsum flóknum aðstæðum áður en yfir lýkur. Það er svo sem ekkert nýtt í unglingamyndageiranum að strák- ar fari í stelpuföt og öfugt, en oft- ast hefur betur verið að því staðið. Þó er hreint ekki við leikarann T.K. Carter, sem fer með hlutverk fataskiptingsins, að sakast, hann ber delluna uppi með prýðilegum leik. Sérstaklega gustar af honum á minipilsinu! David Clennon, gam- alkunnugt andlit úr fjölda auka- hlutverka á síðustu árum, gerir furðu mikið úr illa skrifaðri rullu hljómplötuútgefanda. Annað telst þessari rýru mynd ekki til tekna. Það er svo sannarlega ekki allt sem sýnist í Hann er stúlkan mín. Undir flírulegu brosinu, gervibrjóstunum og hárkoll- unni leynist karlmaður. Sem fyrr segir, baneitruð fullorðn- um en meðalafþreying fyrir æsku- lýðinn. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ. IARUS Þ. VALDIMARSSON LOGM. JOH. ÞORÐARSON HRL. Til sýnis og sölu meöal annarra elgna: Á Högunum - laus strax Skammt frá Háskólanum 4ra herb. íb. á 2. hæö af meöalstærð. Ný- legt gler. Danfosskerfi. Ágæt sameign. Sérgeymsla, þvottah. o.fl. á 1. hæö. Skuldlaus. Einkasala. Úrvals íbúð við Álftahóla 2ja herb. suöurib. ofarl. i lyftuh. Glæsil. útsýni. Ágæt sameign. Rúmgóð- ar sólsvalir. Langtímalán um kr. 1 millj. Elnkasala. Skammt frá Landspítalanum Endurbyggö sérh. v/Snorrabr. Rúmgóð 4ra herb. á 1. hæð í reisul. þríbhúsi. Allt sár. f kj. fylgja 2 góö herb. m/snyrtingu. Góöur bílsk. Laus strax. Þurfum að útvega: Einbhús i borginni, Kóp., Garöabæ og á Álftanesi. 4ra herb. íbúð helst í lyftuh. miðsvæöis i Kóp. 2ja-3ja herb. íbúö í Vesturborginni eöa i Gamla bænum. Einbhús eða raöhús í Sundum, Vogum eöa Heimum. Nýl. elnbhús um 200 fm á einni hæö i borginni eða nágr. í öllum þessum tllfellum bjóöast hagkvæm eignaskipti. Margir bjóöa útborgun fyrir rétta eign. Opið í dag laugardag kl. 11-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. ALMENNA FASTEIG’NASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.