Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 VSÍ og FÍI í Brussel: Islenskir atvinnu- rekendur í Evrópu- bandalagssamtökum Brussel, frá Knstófer M. Kristinssyni, fréttantara Morgfunblaðsins. FULLTRÚAR Vinnuveitenda- íslensku atvinnulífí að kynna sér sambands íslands og Félags Evrópubandalagið á vegum Versl- íslenskra iðnrekenda sóttu í byrjun vikunnar fund samtaka atvinurekenda og iðnrekenda í Evrópu (UNICE). í samtökun- um eru fulltrúar þessara aðila í EFTA- og EB-löndunum. VSÍ og FÍI gengu í samtökin í fyrra. UNICE hefur skrifstofur í Brussel og einbeitir sér að þvi að fylgjast með þróun mála inn- an Evrópubandalagsins. Að sögn Ólafs Davíðssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda, auðveldar aðildin að UNICE íslensku sam- tökunum mjög alla upplýsingaöfl- un um starfsemi Evrópubanda- lagsins og þá sérstaklega þá þætti hennar sem varða málefni innri markaðarins 1992. Ólafur sagði jafnframt að á milli UNICE og EB væru góð tengsl og það skipti miklu máli að hafa aðstöðu til að fylgjast með jafnóðum með því sem væri að gerast í Brussel. Á fundinum hefði verið mikill hugur í mönnum vegna EB-markaðarins 1992. Það væri til marks um áhuga EB á samtökunum að Willy de Clerq, einn af framkvæmdastjór- um þess, hefði ávarpað fundinn. Aðild VSÍ og FÍI að þessum samtökum er tímanna tákn, sam- skipti íslands við samtök og stofn- anir á meginlandi Evrópu og innan EB hafa farið vaxandi á síðustu misserum og að sama skapi áhugi innan EB á Islandi. Plumb lávarð- ur, forseti Evrópuþingsins, var í opinberri heimsókn á íslandi í síðustu viku, Karl-Heinz Naijes, sem fer með iðnaðarmál innan framkvæmdastjómar EB er vænt- anlegur til íslands í dag og sömu sögu er að segja um utanríkisvið- skiptanefnd Evrópuþingsins. Þeim íslendingum sem eiga eða gera sér erindi til Brussel fjölgar sífelit. Upp úr miðjum júní er t.d. von á rúmlega tuttugu manna hópi úr unarráðs Islands. Reykjavík: Greiðslur til dagvistunar jukust um 45% ásíðastaári HEILDARGREIÐSLUR Reykjavíkurborgar vegna rekstrar dagvistarheimila voru tæpar 370 milljónir króna á síðastliðnu ári sem er um 45,5% hækktm frá árinu áður. Borgar- sjóður greiddi jafnframt rúm- lega 82 mil(jónir vegna gæslu- valla og annars konar daggæslu barna. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrlu stjómar Dagvista bama fyrir árið 1987. Alls kostaði rekstur dagvista bama, það er dagheimila, skóladagheimila, leikskóla, gæslu- valla og annarar daggæslu, tæpar 580 milljónir króna. Rúmlega 130 milljónir króna komu inn með dval- argjöldum en afganginn greiðir Reykjavíkurborg, um 450 milljónir króna. Kostnaður vegna framkvæmda við dagvistarheimili og gæsluvelli á vegum borgarinnar nam um 66,5 milljónum króna og greiddi ríkis- sjóður 10 milljónir af þeirri upp- hæð. Eitt nýtt dagvistarheimili var tekið í notkun á árinu 1987, Kvam- arborg við Álakvöm, og var heildar- kostnaður við það tæpar 30 milljón- ir króna. AIls eru rekin 30 dagheimili og jafn margir leikskólar á vegum Reykjavíkurborgar með plássum fyrir 3688 böm. Til viðbótar því vora 269 pláss á 14 skóladag- heimilum í borginni. Þá vora 28 gæsluvellir starfræktir á síðast liðnu ári. Skrifað í gestabók konu sem málar eftir Steingrím St. Th. Sigvrðsson Til hamingju með þessa athyglis- verðu sýningu. Myndir þínar, Ánna, hafa sál — og sumar hverjar bera vitni um fínan smekk. Ég spái því, að þú eigir eftir að ná langt, ef þú varðveitir lífsorkuna. Mér lízt vel á myndir nr. 6 (Lady in Blue), sem ég keypti — mér til gleði; nr. 4 (Afleiðing); nr. 2 (Upp- haf); nr. 3 (Orsök); nr. 8 (Óskju- hlíðin); nr. 21 (Sólsetur); nr. 24 (Blóm). Ég er ekki með neinn fagurgala. Ég er gagnrýninn á sumar mynd- anna, t.d. þar sem vantar birtu í myndverkin og lítt eða ekkert sam- spil er á milli ljóss og skugga, en hins vegar skilst mér, að þær mynda þinna, sem lýsa vissum viðvanings- hætti öðram þræði, séu málaðar löngu á undan áðurgreindum mynd- unum sjö, sem mér leizt svo vel á. Ég óska þér aftur til hamingju, Lady Anna, með þessa sýningu þína nr. 2, sem er snöggtum betri en margar sýningar kynsystra þinna, sem era að reyna að hasla sér völl í málarakúnstinni á íslandi. Mér leið vel innan um þessar Anna Leósdóttir, sem nú sýnir málverk í Viðey. myndir þínar, þegar upp var staðið. P.t. Viðey, á slóðum Stephánung- anna — (Stephensens-klansins) for- feðra undirskráðu. Höfuadur er listmálari og ríthöf- undur. Þórunn Friðriksdóttir og Ólafur Blöndal, nýir eigendur sólbaðsstof- unnar Garðasólar í Garðabæ. Eigendaskipti á Garðasól Sólbaðsstofan Garðasól, Iðn- búð 8 í Garðabæ, hefur nýverið skipt um eigendur. Það era hjónin Ólafur Blöndal og Þórann Friðriksdóttir sem tekið hafa við rekstrinum. Stofan býður upp á sólarlampa af gerðinni M.A. Professional. Einnig býður stofan upp á sérstök andlitsljós. Aðstaða er fyrir dömur og herra samtímis. Opið er alla daga vikunnar. (Fréttatilkynning-) Þaðer ekkertvit Komið og skoðið frönsku ogþýsku gæðahúsgögnin um helgina. Opiðídagkl. 10-16 og sunnudag kl. 13-16. ARMULA 32. SIMI: 681711. Hagstæðara verðervart hægtað bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.