Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 33
Efnahags vandi Norðmanna: Mumihækk- un til varna Ósló, Reuter. NORSK yfirvöld kynntu í gœr nýja fimm ára áætlun um fram- lög til landvama og kemur þar fram að fjáraukningin, sem hef- ur verið 3 % árlega undanfarin ár, lækkar niður í 2 %. Johan Jorgen Holst, varnarmálaráð- herra, kennir efnahagsvandræð- um ríkisins um lækkunina. Holst sagði fréttamönnum að Norðmenn myndu eftir sem áður standa við allar skuldbindingar sínar varðandi vamir Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Reynt yrði að auka hagkvæmni og skera niður útgjöld þar sem hægt væri. „ Fram til þessa hafa viðræður af- vopnunarviðræður vamarbandalag- anna og samningar ekki orðið beinlínis til þess að ógnunin gagn- vart Noregi minnkaði. Norðmenn hafa verið í hópi þeirra NATO-ríkja sem eytt hafa hlutfallslega mestu til landvama“, sagði Holst. Vigleik Eide, yfirhershöfðingi, sagði nýlega að raunaukning þyrfti að vera 6 - 7 % árlega til þess að vamir yrðu viðunandi. Holst sagðist ekki mótmæla áliti sérfræðinga en ríkisstjómin yrði að taka tillit til margra sjónarmiða, m.a. óvissu í efnahagsmálum. Hann taldi ólíklegt að aðrar NATO-þjóðir gerðu at- hugasemdir við áætlunina, sérstak- lega þegar gaumgæfðar væm ýms- ar tillögur sem starfsbræður hans í.sumum NATO-löndum hefðu orðið að sætta sig við. Alþjóða heil- brígðisstofnunin: Alnæmis- sjúkir nærri 100.000 Genf. Reuter. ALNÆMISSJÚKLINGAR um heim allan nálgast nú 100.000, samkvæmt skýrslum, sem Al- þjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) hafa borist. Samkvæmt því fjölgaði tilfellunum um 8352 í síðasta mánuði. Heildartala sýktra er þá 96.433 í 136 lönd- um. Nærri helmingur nýju tilfell- anna greindist í Bandaríkjunum. Þar eru nú 61.580 með sjúk- dóminn, en voru 57.575 í mánuð- inum á undan og hafði því fjölgað um 4005. í tilkynningu WHO sagði, að tölur frá Bandaríkjunum og Evr- ópu væru allar frá 1988, en skýrsl- ur frá þróunarlöndunum væru oft sex mánuði eða lengur að berast stoftiuninni. Þá sagði einnig, að raunveruleg tala sýktra væri miklu hærri en fram kæmi í skýrslum og áætluð tala fyrir allan heiminn væri yfir 150.000 manns. ÍHróöleikur og X skemmtun fyrir háa sem lága! MORtíUNBLAÐIÐ, LAIÍGARDAGUR 4.'j'ÚNÍ’íé8&1 33 Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn þriðjudaginn 7. júní í Súlnasal Hótels Sögu. D A G S K R Á: Kl. 11.30 Kjörfundur beinna meðlima. Kl. 12.00 Fundarsetning. Ræða formanns Gunnars J. Friðrikssonar. Kl. 12.30 Hádegisverðuraðalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.45 ATVINNULÍF OG EFNAHAGSHORFUR - Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa & Síríus - Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti Rvk. - Jón Ásbergsson,’framkvæmdastjóri Hagkaups hf. - Jón Sigurðsson, forstjóri ísl. járnblendifélagsins Stjórnandi umræðu Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips hf. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsárog önnuraðal- fundarstörf. Kl. 16.00 Fundarslit GUNNARJ. FRIÐRIKSSON AGÚST EINARSSON JÓN ÁSBERGSSON JÓN SIGURÐSSON HÖRÐUR SIGURGESTSSON TOLVUR I SKOLASTARFI Islensk kennsluforrit Skrifborðsútgáfa (Desk Top Publishing) Tengingar við skóla í Evrópu — EARN Gagnadís,Windows, mús o.fl. miðvikudagur 8. júní kl. 9:30—12:00 ALMENN KYNNING FYRIR SKÓLAFÓLK hjá IBM Skaftahlíð 24. HERMILÍKÖN: Þetta forrit hefur verið prófað í 6.—9. bekk í þreinur grunnskólum hérlendis og fengið mikið lof. Forritið Hermilíkön kemur úr rannsóknarverkefninu INFA (Informatik i Skolens Fag) sem IBM í Danmörku og danski kennaraháskólinn (DLH) vinna sameigin- lega. Forritið hefur verið íslenskað og aðlagað íslenskum aðstæðum. Því verður dreift í skóla fyrir næsta vetur. Með forritinu má setja upp ýmis líkön sem nemendur þekkja úr daglega lífinu, t.d. úr uinferðinni, biðraðir, smithættu og mann- fjöldaspá. Nemandinn setur inn upplvsingar og fær niður- stöðurnar myndrænt. STÆRÐFRÆÐISPIL: Kynnt verða nokkur stærðfræðispil fyrir 2.—5. bekk grumiskóla. Þessi spil eru einnig úr INFA rannsóknarverkefiiinu. Þau verða íslenskuð í sumar. DESKTOP PURLISHING: Skrifljorðsútgáfa. Með Pagemaker og Windovvs er hægt að setja upp texta í mörgum leturgerðum og stærðum, brjóta um síður, fella inn myndir og fleira. Með umbrotsforritinu verður sýndur IBM leysiprentari og skanner. GAGNADÍS: Gagnadís (Dataease) er gagnasafnskerfi sem er nýkomið á markaðinti. Forritið er alíslenskað og með íslenskri handbók. Gagnadís er mjög sveigjanlegt, hraðvirkt og öflngt gagnasafnskerfi sem fengið hefur frábæra dóma. STORYBOARD PLUS: Storyboard Plus er nýtt og öflugt forrit til myndrænnar framsetn- ingar á hvers konar efni. Hægt er að nota mús til að stjórna aðgerðum. Með forritinu fylgir safn mynda. TIC TAC / PENFRIEND: Hugbúnaður fyrir tungumálakennara. Þessi pakki sem inniheldur nokkur tungumál gerir notandanum kleift að skrifa texta án þess að kunna málið til hlítar. TENGING VIÐ ÚTLÖND: IBM mun á næstunni setja upp tölvur og mótald í fjórum grunnskólum hérlendis til að tengjast sambærilegum skólum í Danmörku. Islensku nemendurnir verða þátttakendur í sameiginlegu rannsóknarverkefni í tungumálakennslu og samfé- lagsfræði með því að skiptast á upplýsingum við jafnaldra sína erlendis. Með þessari uppsetningu er einnig fengið beint tölvu- samband við aðra skóla hérlendis. PS/2 — OS/2 Stutt kynning á lielstu eiginleikum IBM PS/2 tölva og nýja stýri- kerfinu OS/2 sem m.a. gerir margvinnslu mögulega. Sýnt verður ritvinnsluforritið Ritvangur 4 fyrir OS/2 með íslensku orðasafni. fiinmtudagur 9. júní kl. 9:00—14:00 föstudagur 10. júní kl. 9:00—16:00 SÝNING - OPW HÚS: I húsnæði IBM í Skaftahlíð er fullkomin aðstaða til að skoða allt það sem kynnt verður á almennu kynningunni 8. júní, auk nettenginga sein henta m.a. vel í skólum. Starfsfólk IBM verður til taks til að sýna, kenna og veita upplýsingar um það sem kemur skólafólki að gagni. mánudagur 13. júní kl. 9:00—14:00 KENNSLA Á GAGNADÍS: Kennd verður notkun Gagnadísar. Farið verður í uppbyggingu á gagnaskrám, gerð valmynda og tekin dæmi um nemenda- skráningu og einkunnabókhald. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á almennu kynn- inguna og í kennsluna á Gagnadís í síma 68 73 73, eigi síðar en þriðjudaginn 7. júní Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Steinarsdóttir í síma 2 77 00. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 105REYKJAVÍK SÍMI27700 vis/snöav
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.