Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 33

Morgunblaðið - 04.06.1988, Side 33
Efnahags vandi Norðmanna: Mumihækk- un til varna Ósló, Reuter. NORSK yfirvöld kynntu í gœr nýja fimm ára áætlun um fram- lög til landvama og kemur þar fram að fjáraukningin, sem hef- ur verið 3 % árlega undanfarin ár, lækkar niður í 2 %. Johan Jorgen Holst, varnarmálaráð- herra, kennir efnahagsvandræð- um ríkisins um lækkunina. Holst sagði fréttamönnum að Norðmenn myndu eftir sem áður standa við allar skuldbindingar sínar varðandi vamir Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Reynt yrði að auka hagkvæmni og skera niður útgjöld þar sem hægt væri. „ Fram til þessa hafa viðræður af- vopnunarviðræður vamarbandalag- anna og samningar ekki orðið beinlínis til þess að ógnunin gagn- vart Noregi minnkaði. Norðmenn hafa verið í hópi þeirra NATO-ríkja sem eytt hafa hlutfallslega mestu til landvama“, sagði Holst. Vigleik Eide, yfirhershöfðingi, sagði nýlega að raunaukning þyrfti að vera 6 - 7 % árlega til þess að vamir yrðu viðunandi. Holst sagðist ekki mótmæla áliti sérfræðinga en ríkisstjómin yrði að taka tillit til margra sjónarmiða, m.a. óvissu í efnahagsmálum. Hann taldi ólíklegt að aðrar NATO-þjóðir gerðu at- hugasemdir við áætlunina, sérstak- lega þegar gaumgæfðar væm ýms- ar tillögur sem starfsbræður hans í.sumum NATO-löndum hefðu orðið að sætta sig við. Alþjóða heil- brígðisstofnunin: Alnæmis- sjúkir nærri 100.000 Genf. Reuter. ALNÆMISSJÚKLINGAR um heim allan nálgast nú 100.000, samkvæmt skýrslum, sem Al- þjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) hafa borist. Samkvæmt því fjölgaði tilfellunum um 8352 í síðasta mánuði. Heildartala sýktra er þá 96.433 í 136 lönd- um. Nærri helmingur nýju tilfell- anna greindist í Bandaríkjunum. Þar eru nú 61.580 með sjúk- dóminn, en voru 57.575 í mánuð- inum á undan og hafði því fjölgað um 4005. í tilkynningu WHO sagði, að tölur frá Bandaríkjunum og Evr- ópu væru allar frá 1988, en skýrsl- ur frá þróunarlöndunum væru oft sex mánuði eða lengur að berast stoftiuninni. Þá sagði einnig, að raunveruleg tala sýktra væri miklu hærri en fram kæmi í skýrslum og áætluð tala fyrir allan heiminn væri yfir 150.000 manns. ÍHróöleikur og X skemmtun fyrir háa sem lága! MORtíUNBLAÐIÐ, LAIÍGARDAGUR 4.'j'ÚNÍ’íé8&1 33 Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn þriðjudaginn 7. júní í Súlnasal Hótels Sögu. D A G S K R Á: Kl. 11.30 Kjörfundur beinna meðlima. Kl. 12.00 Fundarsetning. Ræða formanns Gunnars J. Friðrikssonar. Kl. 12.30 Hádegisverðuraðalfundarfulltrúa og gesta. Kl. 13.45 ATVINNULÍF OG EFNAHAGSHORFUR - Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa & Síríus - Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti Rvk. - Jón Ásbergsson,’framkvæmdastjóri Hagkaups hf. - Jón Sigurðsson, forstjóri ísl. járnblendifélagsins Stjórnandi umræðu Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips hf. Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsárog önnuraðal- fundarstörf. Kl. 16.00 Fundarslit GUNNARJ. FRIÐRIKSSON AGÚST EINARSSON JÓN ÁSBERGSSON JÓN SIGURÐSSON HÖRÐUR SIGURGESTSSON TOLVUR I SKOLASTARFI Islensk kennsluforrit Skrifborðsútgáfa (Desk Top Publishing) Tengingar við skóla í Evrópu — EARN Gagnadís,Windows, mús o.fl. miðvikudagur 8. júní kl. 9:30—12:00 ALMENN KYNNING FYRIR SKÓLAFÓLK hjá IBM Skaftahlíð 24. HERMILÍKÖN: Þetta forrit hefur verið prófað í 6.—9. bekk í þreinur grunnskólum hérlendis og fengið mikið lof. Forritið Hermilíkön kemur úr rannsóknarverkefninu INFA (Informatik i Skolens Fag) sem IBM í Danmörku og danski kennaraháskólinn (DLH) vinna sameigin- lega. Forritið hefur verið íslenskað og aðlagað íslenskum aðstæðum. Því verður dreift í skóla fyrir næsta vetur. Með forritinu má setja upp ýmis líkön sem nemendur þekkja úr daglega lífinu, t.d. úr uinferðinni, biðraðir, smithættu og mann- fjöldaspá. Nemandinn setur inn upplvsingar og fær niður- stöðurnar myndrænt. STÆRÐFRÆÐISPIL: Kynnt verða nokkur stærðfræðispil fyrir 2.—5. bekk grumiskóla. Þessi spil eru einnig úr INFA rannsóknarverkefiiinu. Þau verða íslenskuð í sumar. DESKTOP PURLISHING: Skrifljorðsútgáfa. Með Pagemaker og Windovvs er hægt að setja upp texta í mörgum leturgerðum og stærðum, brjóta um síður, fella inn myndir og fleira. Með umbrotsforritinu verður sýndur IBM leysiprentari og skanner. GAGNADÍS: Gagnadís (Dataease) er gagnasafnskerfi sem er nýkomið á markaðinti. Forritið er alíslenskað og með íslenskri handbók. Gagnadís er mjög sveigjanlegt, hraðvirkt og öflngt gagnasafnskerfi sem fengið hefur frábæra dóma. STORYBOARD PLUS: Storyboard Plus er nýtt og öflugt forrit til myndrænnar framsetn- ingar á hvers konar efni. Hægt er að nota mús til að stjórna aðgerðum. Með forritinu fylgir safn mynda. TIC TAC / PENFRIEND: Hugbúnaður fyrir tungumálakennara. Þessi pakki sem inniheldur nokkur tungumál gerir notandanum kleift að skrifa texta án þess að kunna málið til hlítar. TENGING VIÐ ÚTLÖND: IBM mun á næstunni setja upp tölvur og mótald í fjórum grunnskólum hérlendis til að tengjast sambærilegum skólum í Danmörku. Islensku nemendurnir verða þátttakendur í sameiginlegu rannsóknarverkefni í tungumálakennslu og samfé- lagsfræði með því að skiptast á upplýsingum við jafnaldra sína erlendis. Með þessari uppsetningu er einnig fengið beint tölvu- samband við aðra skóla hérlendis. PS/2 — OS/2 Stutt kynning á lielstu eiginleikum IBM PS/2 tölva og nýja stýri- kerfinu OS/2 sem m.a. gerir margvinnslu mögulega. Sýnt verður ritvinnsluforritið Ritvangur 4 fyrir OS/2 með íslensku orðasafni. fiinmtudagur 9. júní kl. 9:00—14:00 föstudagur 10. júní kl. 9:00—16:00 SÝNING - OPW HÚS: I húsnæði IBM í Skaftahlíð er fullkomin aðstaða til að skoða allt það sem kynnt verður á almennu kynningunni 8. júní, auk nettenginga sein henta m.a. vel í skólum. Starfsfólk IBM verður til taks til að sýna, kenna og veita upplýsingar um það sem kemur skólafólki að gagni. mánudagur 13. júní kl. 9:00—14:00 KENNSLA Á GAGNADÍS: Kennd verður notkun Gagnadísar. Farið verður í uppbyggingu á gagnaskrám, gerð valmynda og tekin dæmi um nemenda- skráningu og einkunnabókhald. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á almennu kynn- inguna og í kennsluna á Gagnadís í síma 68 73 73, eigi síðar en þriðjudaginn 7. júní Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Steinarsdóttir í síma 2 77 00. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 105REYKJAVÍK SÍMI27700 vis/snöav

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.