Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 4 Nýtiug' auðlinda hafs- ins á grundvelli vist- fræðilegra rannsókna Ræða Halldórs Asgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra, flutt á 40. ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins íslenska sendinefndin hefur farið yfir skýrslur sameiginlegs vinnu- hóps tækni- og vísindanefndar ráðs- ins um heildarúttekt á ástandi hvalastofna (comprehensive Ass- essment). Ríkisstjóm íslands leggur ríka áherslu á að fyrirhugaðri heild- arúttekt verði lokið árið 1990, eins og stefnt var að og hefur kynnt þá afstöðu í vinnuhópnum. ísland hef- ur sérstaklega bent á að til að ná settum markmiðum, verði ráðið að gera ráð fyrir nægilegum fjármun- um í því skyni. Við viljum einnig leggja áherslu á að heildarúttektin verður ekki framkvæmd án þess að einstök aðildarríki ráðsins fram- kvæmi umtalsverðar rannsóknir. Ríkisstjóm íslands er sannfærð um að ráðið verði að taka mið af nútíma vistfræðilegum/fjölteg- undaaðferðum í sambandi við heild- arúttektina. Ég met því mikils að Vísindanefndin hefur ákveðið að bæta á verkefnalistann sinn fyrir árið 1989 athugun á samverkun tegunda og þýðingu þess fyrir stærð hvalastofna. Eins og meðlimum ráðsins er fullkunnugt um, eru íslendingar afgerandi háðir auðlindum sjávar um afkomu sína. Við höfum talið nauðsynlegt að hyggja að fjölteg- undaaðferðum til að stuðla að skyn- samlegri nýtingu auðlinda sjávar í landhelgi okkar. Frá sjónarhóli ís- lands er hér ekki einungis um að ræða áhugavert fræðilegt vanda- mál, heldur miklu fremur alvarleg vísindi sem taka verður tillit til við framtíðarstefnumótun. Með hlið- sjón af framansögðu er ég sann- færður um að í nánustu framtíð verða teknar upp stjómunaraðferðir sem miðast ekki einungis við við- komandi stofn heldur heildarástand lífríkis. við verðum í vaxandi mæli að meta áhrif nýtingar einnar auð- lindar á afkomu annarra tegunda sem háðar eru þeirri auðlind. Með öðrum orðum við verðum að áætla heildarframleiðslu vistkerfísis í efnahagslegum, líffræðilegum eða öðrum skilningi, fremur en að stefna að hámarksafrakstri hverrar tegundar fyrir sig án tillits til heild- arástands vistkerfísins. Ég held að fundarmenn hefðu áhuga á að heyra um nokkur dæmi sem ég tel varpa ljósi á framan- greind atriði. Síðustu tvo áratugi hefur loðna verið umtalsverður hluti af heildarafla íslandinga, stundum yfír 1 milljón tonn á ári en með miklum sveiflum. Þorskurinn er samt sem áður lang mikilvægasta tegundin og hefur aflinn verið 350 til 400 þúsund tonn á ári. Lausleg- ar athuganir gefa til kynna að loðna sé */3 til V2 af heildarfæðu veiði- stofns þorsksins. Vegna þess hve nýliðun í loðnustofninum byggist á fáum árgöngum, er tegundin geysi- lega næm gagnvart umhverfis- breytingum og ofnýtigu. Á árunum 1980 til 1982 hrundi loðnustofninn nánast eða sem nemur um 90% minnkun á 2 til 3 árum. Þessi þró- un endurspeglaðist því miður einnig í afrakstri þorskstofnsins, en meðal- þyngd einstaklinga við ákveðinn aldur lækkaði um 25% á þessu tíma- bili. Hér höfum við dæmi um tvær efnahagslega mikilvægar tegundir sem eru mjög háðar hvor annarri. í framtíðinni er hugsanlegt að loðnustofninum yrði hlíft við veiði í þeim tilgangi að stuðla að há- marksafrakstri þorskstofnsins, eða að reynt yrði að stjóma veiðum beggja tegunda með hámarksheild- arafrakstur að markmiði. Eitt vandamál sem við verðum að fást við í sambandi við auðlindir sjávar er samspil sjávarspendýra og fiskveiða. í þessu sambandi vil ég benda á svokallað hringorma- vandamál, sem hefur verið umdeilt en að sama skapi alvarlegt mál fyrir fískveiðiþjóð eins og Islend- Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra. „Við verðum að áætla heildarframleiðslu vist- kerfisis í efnahagsleg- um, líffræðilegaim eða öðrum skilningi, frem- ur en að stefna að há- marksafrakstri hverrar tegaindar fyrir sig' án tillits til heildarástands vistkerfisins.“ inga. Hringormar lifa í selum ákveðinn hluta lífsferilsins og dreif- ast þaðan í fisk. Þetta veldur stór- auknum kostnaði í okkar fískiðn- aði. Mun fækkun sela stuðla að lausn þessa vanda, eða hvaða að- ferðir eru tiltækar til að draga úr vandamálinu? En selir og ekki síður hvalir eru einnig afgerandi hluti lífríkisins undan ströndum íslands. Þó svo að við búum ekki enn yfír áreiðanleg- um mælingum á fæðunámi þessara tegunda í íslenskri lögsögu, bendir allt til þess áð um sé að ræða millj- ónir tonna á ári. Þetta táknar alls ekki að við álítum að fækka eigi þessum dýrum niður í eitthvert lág- mark, heldur fýrst og fremst að stefna beri að betri skilningi á hlut þessara dýra í vistkerfinu. Á okkur hvílir sú ábyrgð að tryggja skyn- samlega nýtingu og vemdun allra þátta lífríkisins. Þó svo að fjölþáttanálgun varð- andi auðlindir sjávar sé enn nokkuð fjarlægt markmið vegna ófullkom- innar þekkingar, sýna þau dæmi er ég hef nefnt réttmæti slíkra að- ferða. Rannsóknir íslendinga bein- ast í vaxandi mæli að auknum skiln- ingi á samspili tegunda. Vísinda- menn okkar hafa nú þegar öðlast verulega þekkingu á samspili þorsks og loðnu. Til þess að skilja helstu áhrifavalda vistkerfísins er nauðsynlegt að vita mun meira um hver étur hvað, hve mikið, hvenær og hvar. Við höfum t.d. öðlast aukna þekkingu á orkuþörf nokk- urra hvalategunda, fæðuvali og á áhrifum umhverfisbreytinga á holdafar og fijósemi. Auk þess verðum við að afla okkur áreiðan- legrar þekkingar um stofnstærðir og hreyfanleika milli hafsvæða. Allir þessir þættir eru mikilvægir hlutar vistfræðilegs líkans fyrir hvalastofna, sem framtíðarstefnu- mótun ætti að byggjast á. Við erum enn á fyrstu stigum þessara viðfangsefna. Rannsókn- imar þyrftu að vera á breiðari grundvelli og ná til sem flestra teg- unda þannig að unnt verði að byggja upp heilsteypt fæðukeðjulík- an á þessu sviði. Ég er sannfærður um að ákvörðun Vísindanefndarinn- ar um aukna áherslu á þessi atriði mun skila mikilvægum niðurstöðum í náinni framtíð. Stöð 2: Askriftar- gjöld hækka um 6 prósent Hafa hækkað um 54% frá upphafi STÖÐ 2 hækkaði áskriftargjald sitt um mánaðarmótin um 6,1%, úr 1380 kr. í 1465 kr. Er þetta í 4. hækkunin frá upphafi og hafa áskrifargjöldin hækkað um 54% á þvi rúmlega IV2 ári sem liðin eru frá þvi að stöðin hóf göngu sína. Stöð 2 hækkar nú gjöldin á fjögurra mánaða fresti og eru þau látin fylgja verðlagi, að sögn Sighvatar Blöndal, markaðsstjóra Stöðvar 2. Áskriftargjöldin voru síðast hækkuð um mánaðarmót janúar og febrúar á þessu ári og var þá í fyrsta sinn tengd framfærsluvísi- tölu. Þá var hækkunin nokkru meiri, eða um 10%. Sighvatur Blöndal sagði hækkunina að þessu tilkomna vegna hækkunar vísitölu og gengisfellingar. Sighvatur var inntur eftir því hvort hugmyndir væru uppi um að leyfa ekki auglýsingar í læstri dag- skrá. Hann sagði svo ekki vera, þar sem þær væru ekki nema um 2-3% af auglýsingatímanum og ólíklegt væri að þær myndu aukast. 150 stiga heit Borhola í Biskupstungum: Hægt verður að leggja hita- veitu á flesta bæi í sveitinni Talið að um gamlan goshver geti verið að ræða Selfossi. MJÖG góður árangur náðist við borun eftir heitu vatni í landi Efri-Reykja í Biskupstungum. Boruð var 700 metra djúp hola sem gefur 30—40 sekúndulítra af 150 stiga heitu vatni. Hitinn í holunni mældist mestur 167 stig. Með tilkomu þessarar holu verður hægt að leggja hitaveitu á flesta bæi í sveitinni sem ekki hafa slika upphitun. Á fímm hektara svæði í kringum holuna er talið að sé háhitasvæði og að þar hafí fyrr á öldum verið mikill goshver. Þessa ályktun draga menn af því að bergið á svæðinu er mjög líkt og er við Geysi. Það var fyrir sex árum að byijað var að leita að jarðhita á Efri- Reykjum. Þar er hver á bæjar- hlaðinu og alltaf talið að ekki þyrfti að bora djúpt eftir hita. Á þessum sex árum hafa verið boraðar 23 holur. Síðla árs 1986 var komið niður á gosæð á 58 metra dýpi rétt vestan við bæjarhlaðið en þegar haldið var áfram að bora fór bergið kólnandi. Þá var fyrir atbeina Kristjáns Sæmundssonar hjá Orku- stofnun ákveðið að framkvæma svokallaða Kínamælingu á svæðinu. Niðurstaða hennar var þó ekki af- gerandi um að árangur næðist. Borun var síðan framkvæmd þar sem mælingin benti helst til árang- urs og byrjað að bora um miðjan mars. Strax var komið niður á mik- inn hita sem fór vaxandi og var 20 sekúndulítrum af köldu vatni úr Brúará dælt niður í holuna til að kæla hana. Holan gefur stórfellda möguleika auk hitaveitunnar. Hún mun nýtast ferðaþjónustunni vel í sveitinni auk þess sem bent er á stórfellda mögu- leika til fiskiræktar, því á svæðinu fyrir ofan eru ótakmarkaðir mögu- leikar á ferskvatni. Vallá, Kálfá og Hrútá koma þar undan Úthlíðar- hrauni. Einnig er bent á möguleika til raforkuframleiðslu á svæðinu og Ólafur Guðmundsson bormaður, Björn Sigurðsson í Úthlíð, Gunnar Igvarsson Efri Reykjum, Karl Steinbergsson borstjóri og Jón Pálksson frá flutningafyrirtæki GG. Morgunblaðið/SigurOur Jónsson Þegar opnað var fyrir holuna þeytti hún upp miklu gosi. EISTIHHmiBS BERG Bæjarhrauni 4 - Sími 652220. fRarjgittiifrlafrtfo Góóan dagirm!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.