Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
49
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Líbýa:
Fólk er farið
að brosa aftur
FYRIR nokkru var lítillega getið um þær breytingar, sem Gadd-
afi leiðtogi Líbýu væri að gera þar í Iandi. Svo virðist sem hug-
myndir hans hafi fallið i frjóan jarðveg og erlendir fréttamenn,
sem hafa komið til landsins nýverið, segjast hafa trú á því, að
Gaddafi sé full alvara með þessum breytingum og að þær hafi
fengið góðan hljómgrunn hjá þorra manna. Alan George segir
í nýjasta tölublaði timaritsins Middle East: „Fólk er farið að
brosa aftur og það gengur beinna í baki i staðinn fyrir að læðu-
pokast um með hangandi haus og hálfgerðan fýlusvip.“
að var seinni hluta aprílmán-
aðar, sem Gaddafi kvað allt
í einu upp úr með það, að hann
fyrirhugaði aðskiljanlegar breyt-
ingar. Hann hvatti búðareigendur
og veitingahúsaeigendur til að opna
á ný. Fangar voru leystir úr haldi
í þúsundatali, nema þeir sem sátu
inni fyrir ofbeldisglæpi og sam-
vinnu við erlend ríki. Gaddafi lýsti
því yfir fjálglega að allir útlending-
ar fengju að fara fijálsir ef þeir
vildu og hann hefði almennt ákveð-
ið að taka upp gerbreytta stefnu
gagnvart útlendingum.
I hástemmdri sjónvarpsræðu reif
Gaddafi með hinum mestu til þrif-
um lista með nöfnum þeirra sem
hafði verið bannað að fara til út-
landa. Ekki vakti minni athygli,
þegar hann kunngerði að byltingar-
nefndir Líbýu hefðu verið gerðar
valdalausar með öllu. Þessar bylt-
inganefndir hafa verið atkvæða-
miklar og ekki sízt beitt sér fyrir
að handtaka menn án dóms og laga
og láta þá sitja í fangelsi,. án þess
að dómstólar fari með mál þeirra.
„Líbýa verður land frelsisins,"
sagði Gaddafi og baðaði út öllum
öngum.
Leiðtoginn sagði, að allar hömlur
á verzlun, viðskiptum og samskipt-
um við nágrannaríkin yrðu nú af-
numdar í einum hvelli. Og þessu
til áréttingar snaraðist Gaddafi upp
í jarðýtu og linnti ekki látum fyrr
en hann hafði jafnað við jörðu toll-
gæzlu- og eftirlitsstöð við landa-
mæri Líbýu og Túnis.
Túnískir verkamenn koma á ný
í hundraðatali til Líbýu til starfa,
en það var einn alvarlegasti ásteyt-
ingarsteinn í sambúð ríkjanna
tveggja, þegar Gaddafi rak túníska
verkamenn fyrirvaralaust úr landi
fyrir nokkrum árum. Margir urðu
að fara allslausir og laun þeirra
voru ekki greidd. Landamærunum
var harðlæst, flugsamgöngur lögð-
ust af en eins og fram hefur kom-
ið áður er nokkuð um liðið síðan
þær voru teknar upp aftur.
Gaddafí gaf fyrirmæli um að nú
skyldi gefa Trípólí andlitslyftingu,
en borgin hefur verið að drabbast
niður síðustu ár. Málninga- og við-
gerðalið eru hvarvetna að störfum
í höfuðborginni. Og fjölskyldur eru
famar að fara í kvöldgöngur á ný,
en Trípólí hefur verið hálfgerður
draugastaður á kvöldin.
En einu á trúlega ekki að hrófla
við: Rústuðu heimili Gaddafis í
miðborg Trípólí þar sem banda-
rískum sprengjum var varpað um
miðjan apríl fyrir þremur árum.
Útlendingar, m.a. Bandaríkjamenn
sem hafa unnið í landinu, segja að
svo virðist sem stjómin leggi kapp
á að sannfæra þá um að viðhorf
til þeirra sé breytt. Jafnvel er
bandarískum starfsmönnum fyrir-
gefnar syndir vegna þjóðemis síns,
eins og það er orðað.
Gaddafí hefur verið í stöðugu
sambandi við leiðtoga nágranna-
ríkjanna, Alsír, Túnis og Marokkó.
Hann mun hafa reynt að fá Egypta
til að opna landamærin við Egypta-
land, en það hefur ekki verið gert
að svo komnu máli. Gaddafi telur
öllu skipta að hin Maghreb-löndin
sýni samstöðu og það bendir ýmis-
legt til þess að honum sé ljóst að
vald hans var í hættu vegna þeirr-
ar einangrunarstefnu sem hann
framfylgdi. Áhrif hans em nánast
engin í arabaríkjunum og þó að
Sýrlendingar hafi ekki slitið sundur
hálfvolgan friðinn er greinilegt að
Assad forseti hefur reynt að draga
úr samskiptunum. Ekki bætir úr
skák stríðið við Tjad, sem nú er
að vísu til lykta leitt, eins og kunn-
ugt er. Á allan hátt hefur Gaddafi
ekki aðeins einangrazt í samfélagi
araba heldur einnig innan Eining-
arsamtaka Afríkuríkja. Hann gerir
sér væntanlega góðar vonir um að
ná þar einhveijum sæmilegum sessi
á ný með þessum umskiptum.
En flestir telja þó að það hafi
verið loftárás Bandaríkjamanna —
þótt þijú ár séu liðin — sem hafí
gert útslagið og Gaddafi hafi þá
loksins orðið að horfast í augu við
að stjóm hans var að missa allt
út úr höndunum á sér. Og það sem
honum þótti öllu beizkara; hann
sem þjóðhöfðingi var ekki tekinn
alvarlega og litið á hann sem ótínd-
an hryðjuverkamann. Og það sem
verst var þó — hálfgerðan bjálfa.
Hvað sem allri kokhreysti Gaddafis
líður fór það mjög fyrir bijóstið á
honum. Honum var dillað við
vangaveltur og hneykslan um
hversu óútreiknanlegur hann væri
og sérkennilegur í stjómarháttum
og framgöngu, en hann vildi sjálf-
sagt vera tekinn alvarlega, engu
að síður.
Breytingar sem Gaddafí gerði á
ríkisstjóm sinni fyrir skemmstu
bera vott um það, að sögn sérfræð-
inga, að hann hafí valið sér ýmsa
svokallaða harðlínumenn í stjóm-
ina til að draga úr hugsanlegri
gremju með halaklippingu bylt-
inganefndanna.
Þó að aðgerðir Gaddafís muni
ugglaust ýta undir neyzlu og inn-
flutning er ekki þar með sagt að
hann tefli í tvísýnu. Eins og fram
kom í fréttum í fyrra seldu Líbýu-
Ekki veitir af að snurfusa í
niðurníddri höfuðborginni.
menn í fyrra 15 prósent eignahlut
sinn í ítölsku Fiat-verksmiðjunum
fyrir offjár og mun þeim fjármun-
um ekki hafa verið ráðstafað.
Skuldir Líbýu við erlend ríki em
ekki sagðar óviðráðanlegár. Auð-
vitað hefur það sín áhrif, að olíu-
verðið hefur farið lækkandi og því
er óvíst, að Gaddafi muni leggja út
í meiriháttar framkvæmdir eða
fjárfestingar, heldur reyna að örva
innanlandsviðskipti, sem gætu svo
aftur leitt til að lífskjör bötnuðu
til muna. Að ekki sé nú talað um
að lífið gæti allt orðið töluvert létt-
bærara fyrir venjulegt fólk.
Gaddafí notar nú hvert tækifæri
til afneita hryðjuverkum. Hann
sagðist fordæma hryðjuverk, hvar
sem væri. Hann sagði að flugrán
og gíslatökur bæm vott um hug-
leysi og skynsemisskort. En það
væri ekki einhlítt að fordæma
hryðjuverk, það yrði að uppræta
það sem leiddi til að menn gripu
til þessara ógeðfelldu ráða.
Hann sagði að stundum teldu
frelsishreyfíngar að þær ættu ekki
annarra kosta völ en grípa til of-
beldisverka til að vekja athygli á
bágri aðstöðu og nefndi sérstak-
lega aðgerðir Palestínumanna gegn
Israelum, svo og frelsissinna á Ir-
landi gegn nýlendukúgun Breta.
„í rauninni em það ríki heimsvalda-
sinnanna sem em verstu hryðju-
verkasamtökin," sagði Gaddafí og
bætti því við að þessa sæi alls stað-
ar stað.
Sumir fréttaskýrendur em ekki
trúaðir á að Gaddafí muni til lengd-
ar láta efndir fylgja orðum. Hann
sé jafn óútreiknanlegur og fyrr og
menn skuli því taka faguryrðum
hans með fyrirvara. Það getur vit-
anlega verið ástæða til að van-
treysta honum. En hvað sem því
líður er augljóst að breytingin á
mannlífínu í Líbýu er til batnaðar
og sjálfsagt er að vona að hún
verði varanleg.
Heimildir: The Middle East, júní
1988 og South, 6.tbl. 1988
Aðalfundur
SAMBANDS ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
verður haldinn dagana 9. og 10. júní 1988
íBifröst, Borgarfirði.
Fundurinn hefst kl. 9 árdegis.
$ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR | UTHVERFI
Stórholt Sæviðasund 2-48
Meðalholt
Laufásvegur 58-79
Síðumúli o.fl.
Bladit) sem þú vaknar vid!