Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 r I ÞIIXIGHLEI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Tjaldar ríkisstjómin til einnar Jónsmessunætur? ~ Morgunblaðið/Ól.K.M. Samstarfsheilindi Það veltur einkum á þremur mönnum, formönnum stjómarflokkanna, hvort ríkisstjómin lifír kjörtímabilið. Sá þröskuldur er einn á vegi ríkisstjómarinnar til enda kjörtímabilsins, ef þessir þrír ráðherrar ná ekki saman. Líf ríkisstjómarinnar stendur og fellur með samstarfsheilindum þeirra. Formenn stjórn- arflokkanna þurfa ekki að óttast stjórnar- andstöðuna - aðeins sjálfa sig „Með hliðsjón af því alvarlega ástandi sem nú ríkir i þjóðfélag- inu, versnandi kjörum launa- fólks og vaxandi misrétti í launamálum, verkföllum sem lama viðskipti og valda heimil- unum ómældum erfiðleikum, óheyrilegum fjármagnskostn- aði, gifurlegum viðskiptahalla og skuldasöfnun, erfiðleikum atvinnuveganna og stórfelldri byggðaröskun, sem á að veru- legu leyti rætur sínar að rekja til rangrar stjórnarstefnu, ályktar Alþingi að lýsa yfir van- trausti á ríkisstjórnina." Þannig hljóðaði tillaga til þingsályktunar, sem Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, mælti fyrir með sumarkomu 1988. Meðflutningsmenn vóru Júlíus Sólnes, formaður þing- flokks Borgaraflokksins, Þór- hildur Þorleifsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, og Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju. I Fá samfélög eru eins háð ytri aðstæðum og það íslenzka. Því veldur margt; meðal annars: 1) í fyrsta lagi hvfla lífskjör okkar og efnahagsleg velferð að stærst- um hluta á sjávarafla, sem getur verið mjög mismunandi frá einum tíma til annars, og er háður að- stæðum í lífríki sjávar. 2) í annan stað erum við háðari umheiminum en gengur og gerizt með önnur þjóðlönd. Við flytjum út stærra hlutfall þjóðarfram- leiðslu en flest önnur ríki. Við flytj- um og inn stærra hlutfall meintra nauðsýnja. 3) Viðskiptakjör út á við — sölu- verð sjávarvöru og kaupmáttur útflútningstekna — hafa því ríku- leg áhrif á þjóðarbúskap okkar og lífskjör í landinu. Ytri aðstæður, ekki sízt físki- fræðilegar, valda því, að við sætum aflarýmun, á sama tíma og verð sjávarvöru hefur lækkað umtals- vert. Þar að auki hefur fall Banda- Sadals áhrif til frekari lækkunar utningstekna. Kaupmáttur þeirra hefur snarminnkað. Inn- lendur tilkostnaður sjávarútvegs, veiða og vinnslu, hefur hækkað töluvert á sama tíma og tekjur lækka. Ljóst er að við siglum eina ferðina enn inn í efnahagslægð, vonandi fremur til skamms tíma en lengri. Oft var þörf, en aldrei sem við þessar aðstæður, að þjóðin standi saman. Sameinuð sigrum við flest- an vanda. Sundruð veikjum við sigurlíkur. II í lýðræðis- og þingræðisríki, eins og okkar, er hlutverk stjómar- andstöðu sízt veigaminna en þing- meirihluta og ríkisstjómar. Stjóm- arandstaða á að leggja fram rök- studda, málefnalega valkosti i vandamálum og viðfangsefnum hverrar tíðar. Þann veg að þjóðin hafí samanburð og val um leiðir. Hvem veg hefur stjórnarand- staðan staðið undir þessu mikil- væga hlutverki? Þar um eru sjálf- sagt skiptar skoðanir. Reisnin hefði þó að skaðlausu mátt vera meiri. Stjómarandstaðan hefur ekki lagt fram heildstæð úrræði í vandamálum þings og þjóðar. Raunar lítil sem engin úrræði; fáa ef nokxra marktæka valkosti. Hún lagði hinsvegar fram tillögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjómina. Samþykkt þeirrar tillögu hefði út af fýrir sig ekki leyst neinn vanda. Þvert á móti. Ríkjandi aðstæður vóru ekki þær heppilegustu fyrir stjómarmynd- unarþref eða kosningaslag. III Samstaðan í ríkisstjóminni var heldur ekki upp á marga físka síðustu þingvikumar eða við loka- smíð úrræða, sem fram vóru sett f bráðabirgðalögum. Þriggja flokka stjómir hafa ekki reynzt þær beztu hér á landi. Raunar hefur engin þriggja flokka ríkis- stjóm lifað heilt kjörtímabil á lýð- veldistímanum. Stjóminni tókst þó að beija í brestina og sigla þjóðar- skútunni milli skers og báru, áður en stórir skaðar skeðu. Það er vel. En hveijir verða lífdagar stjóm- arinnar? Tjaldaði hún til einnar Jónsmessunætur með bráða- birgðalögunum? Eða verða þau farsæl skref á fengsælli leið fyrstu þriggja flokka ríkisstjómar sem lifir heilt kjörtímabil? Þessum spumingum er vandsvarað. Raun- ar er jafn erfítt að spá í íslenzk stjómmál og íslenzkt veðurfar. Hitt er víst að svarið liggur í sam- starfsheilindum formanna stjóm- arflokkanna þriggja. Ef þeir ná saman til næstu framtíðar er leik- urinn unninn. Þeir þurfa ekki að óttast stjómarandstöðuna, lúna og lasburða. Þeir þurfa jafnvel ekki að óttast vandamálin, mörg og stór, ef þeir leggjast á eitt um lausn þeirra. Þeir þurfa í raun ekkert að óttast nema sjálfa sig, það er þá freistingu að láta heildarhags- muni víkja fyrir persónu-pólitísk- um metnaði. IV Ótímabær vantrauststillaga stjómarandstöðunnar kolféll. 22 þingmenn greiddu henni atkvæði, 41 mótatkvæði. Raunar þjónaði tillagan þeim tilgangi einum, eftir á skoðað, að þjappa stjómarliðinu saman. Jafnvel kenjaklápar stjóm- arflokkanna skipuðu sér undir merki ríkisstjómarinnar við þetta tækifæri. Þannig verkaði tillagan öfugt við tilgang sinn, eins og oft vill verða þegar flas ræður ferð. Svavar Gestsson vék að þessu þegar hann gerði grein fyrir at- kvæði sínu. Orðrétt sagði hann: „Frá því ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar var mynduð hafa ein- stakir þingmenn allra stjómar- flokkanna og jafnvel einstakir flokkar í heild, eins og Framsókn- arflokkurinn, haft uppi tilburði til stjómarandstöðu. í kvöld gerast þau tíðindi þegar sízt skyldi og tækifæri eru til þess að fella ríkis- stjómina, að þessir þingmenn eða þingflokkar skríða í heilu lagi upp í fangið á Þorsteini Pálssyni og skila sér nú heim til íhalds- ins . . .“ Þessi var sum sé árangur til- löguflutningsins. Mikið skal til mikils vinna! Síðan sagði Svavar þessi spak- yrði: „Frá og með þessari atkvæða- greiðslu er þjóðinni væntanlega ljóst að hina raunverulegu stjóm- arandstöðu er einkum að fínna utan stjómarflokkanna en ekki innan þeirra." Ef formönnum stjómarflokk- anna þriggja tekst að gera þessi orð Svavars Gestssonar að sann- yrðum næstu misserin hefur ríkis- stjómin tjaldað lengur en til einnar Jónsmessunætur. Hvort svo verður skal ósagt látið. Framkvæmdastjóm Framsókn- arflokksins hefur frestað mið- stjómarfundi flokksins, sem halda átti í byijun júni, fram á seinni- hluta sumars. Þangað til, að minnsta kosti, verður friður og ró í samfélaginu. Nú 5. árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bllatímarits „AUTO MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626 „HEIMSINS BESTA BÍL“ í milli- stærðarflokki innfluttra bíla. Hinn nýi MAZDA 626 hefur fengið fá- dæma góðar viðtökur um víða veröld og eru þessi verðlaun aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem hann hefur hlotið. Betri meðmæli fást því varla!! Ath: Óbreytt verð!! OpiS laugardaga fró kl. 1 — 5 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.