Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 29 Notaði nafn systur sínnar við giftingu: Hjónavígslan dæmd ógild o g skal afmáð úr bókum BORGARDÓMUR Reylqavíkur hefur fallist á kröfu konu í Reykjavík um að ógiltur verði hjúskapur sem systir konunnar stofnaði til í henn- ar nafni í febrúar 1986. Systirin, „brúðguminn" og svaramennimir, hálfbróðir systranna og fyrrverandi eiginkona hans, sammæltust um að nota nafn konunnar við giftingu til hálfbróðirinn gæti leyst til sín rúmlega 200 þúsund króna skyldusparnað, sem konan átti inni hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Hálfbróðirinn og kona hans höfðu frum- kvæði að giftingunni og daginn sem giftingin fór fram framvísaði hann giftingarvottorði og umboði, sem kona hans hafði falsað, og fékk skylduspamaðinn greiddan. Rúmu ári eftir giftinguna gerði konan sér grein fyrir hvemig komið væri og sneri sér tafarlaust til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en höfð- aði síðan, samkvæmt lögum, mál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur gegn „eiginmanni" sínum til að fá hjónavígsluna dæmda markleysu og afmáða úr prestsþjónustubók og opinberum skrám. Til réttargæslu var stefnt systurinni, sem leikið hafði hlutverk konunnar við gifting- una, dóms- og kirkjumálaráðherra og sóknarprestinum, sem granda- laus hafði annast vígsluna enda höfðu öll tilskilin gögn verið lögð fram. Ekki voru í málinu gerðar sérstakar kröfur á hendur ráðuneyt- inu og prestinum en áskilinn réttur til að krefjast bóta síðar. „Brúðhjónin" játuðu við yfír- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að hafa tekið þátt í giftingar- athöfninni í því eina skyni að hálf- bróðirinn fengi í hendur hjónavígslu- vottorð með nafni konunnar á. Syst- irin játaði að hafa falsað nafn kon- unnar á könnunarvottorð áður en vígslan fór fram. Þau báru að hvor- ugt hefði haft nokkum ávinning af þátttöku sinni í giftingarathöfninni. Þau hefðu aðeins tekið þátt í þessu í greiðaskyni við hálfbróðurinn, sem hefði annast allan undirbúning og pantað tíma hjá prestinum. Ekki tókst að hafa upp á hálfbróðumum, sem er fluttur af landi brott, en fyrr- verandi kona hans hefur játað aðild sfna. Af hálfu ráðuneytis og sóknar- prests vom engar kröfur hafðar uppi í málinu en bótaskyldu var vísað á bug. „Eiginmaðurinn" og systir konunnar mættu hvorki til þinghalds né héldu uppi vömum í málinu. í niðurstöðum dómsins er vitnað til 2. mgr. 21. gr. og 1. mgr. 22. gr. laga um stofnnun og slit hjúskap- ar, nr. 60/1972, um að ótvírætt verði að teljast að bæði hjónaefni verði að vera viðstödd hjónavígslu til að hún teljist gild. Að öðmm kosti verði að líta svo á að til hjúskapar hafí ekki stofhast samkvæmt lögum. Því var fallist á kröfu konunnar um ógildi hjúskaparins og að hjónavígsl- an verði afmáð úr prestsþjónustubók sóknarinnar og öðrum opinbemm skrám. Einnig var konunni dæmdur 35 þúsund króna málskostnaður. Jón L. Amalds borgardómari kvað upp dóminn. Svaramönnunum hefur þegar ver- ið dæmd refsing í Sakadómi Reykjavíkur fyrir að svíkja út spari- merkin og hjá embætti ríkissaksókn- ara mun nú til athugunar hvort höfða eigi opinbert mál á hendur „brúðhjónunum" fyrir aðild þeirra að hjónavígslunni. Evrópubandalagið: Eignm að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum - segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra „OKKAR afstaða til þessara breytinga innan Evrópubanda- lagsins hlýtur að vera sú að gera þær breytíngar á hagkerfi okkar sem miða að því að aðlaga okkur að þessum markaði. Nokkuð hef- ur þegar verið gert en margt er ógert og ég tel ekki óeðlilegt að eitt af næstu skrefunum verði að íslensk fyrirtæki fjárfestí i erlendum fyrirtækjum innan þessara landa," segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra i samtali við Morgunblaðið um þau áform að löndin innan Evr- ópubandalagsins verði einn markaður eftir 1992. „Meðal þeirra skrefa sem við höfum þegar tekið eru breytingar á skattalögunum og tollalækkanir en framhald þessa ætti að vera með þeim hætti að við séum í stakk búin til þess að koma inn á þennan markað þegar eftir 1992 og það skiptir öllu máli að við högum gerð- um okkar eins og við ætlum okkur að ganga í Evrópubandalagið þótt slíkt nái svo ekki fram að ganga.“ Friðrik nefnir að undirbúningur sem þessi hafí tvfþættan tilgang, annarsvegar að gera okkur kleyft að ganga í EB strax eftir 1992 ef við æskjum slfks en einnig mun þetta bæta mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja er fram f sæk- ir. Hann segir að íslensk fyrirtæki ættu að líta á þetta sem áskorun til aukinnar framleiðni og betri rekstrar. „Það sem hér þarf er einnig hugarfarsbreyting. Við höfum ávallt talið að smæð okkar skapaði okkur einhverjar sérstakar ívilnan- ir. Þetta er misskilningur. EB lítur á okkur sem hverja aðra sjálfstæða þjóð og kemur fram við okkur sem slíka," segir Friðrik. Aðspurður um hvort við séum ekki hreint og beint neydd til að gerast aðilar að EB eftir 1992 seg- ir hann að svo geti vel farið en þeirri spumingu verði ekki svarað fyrr en á næsta áratug enda taki bandalagið hvort eð er ekki ný lönd inn fyrr en eftir breytinguna „Það sem mikilvægast er í þessu er að við missum ekki af strætisvagnin- um f þróun mála f Evrópu. Ef við Iftum til nánustu framtfðar kann „ÉG kom hingað með opinn huga og vi^ja tíl að fræðast um ykkar málefni jafnframt þvi að útskýra okkar stöðu,“ segir Dr. Karl Heinz Naijes varaforsetí fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins en hann er nú staddur hér á landi f boði Friðriks Sop- hussonar iðnaðarráðherra að kynna þá áform Evrópubanda- lagsins að gera alla Evrópu að einu markaðssvæði. Þessum áfanga á að vera náð árið 1992 og ljóst er að miklir hagsmunir eru f húfi fyrir okkur fslendinga þvf með þessari breytingu yrði Evrópa stærri markaður en Bandaríkin og Japan samanlögð. „Það er ljóst að Evrópubanda- lagið er nú á hreyfíngu og tæki- færi komið til að bræða saman þennan efnahagslega risa en pólitíska dverg f eina heild," segir Dr. Narjes. í máli hans kemur fram að reikn- að er með að þessi breyting, sem felur m.a. í sér að öll aðildarlönd EB verða einn fjármagnsmarkaður og einn atvinnumarkaður, leiði til þess að framleiðsla innan landanna aukist um 4.5% næstu fímm árin eftir 1992, störfum fjölgi um 2-5 milljónir , verðlag verði stöðugra og minnki þar að auki um 6%. það axj skipta sköpum fyrir íslensk- an iðnað og fslenskt atvinnulff al- mennt hvemig okkur tekst til við þetta verkefni." segir hann. „Við erum vel á veg komin með mörg þeirra markmiða sem stefnt er að og má í þvf sambandi nefna að í næsta mánuði er reiknað með að frjáls flutningur á fjármagni heflist milli landanna," segir Dr. Naijes. Lönd innan EFTA, sem ísland er aðili að, hafa þegar tekið til við að endurskoða afstöðu sína til Evr- ópubandalagsins, einkum Noregur og Austurríki og telur Dr. Naijes að þau lönd muni að öllum líkindum ganga inn í EB eftir 1992 en að Sviss, Svíþjóð og Finnland geri það ekki. Fyrirtæki innan þriggja síðasttöldu landanna eru þó þegar tekin að tryggja sig með því að flárfesta í fyrirtækjum innan landa EB svo þau eigi greiðan aðgang að markðinu eftir 1992. Aðspurður um hvort hann sjái nokkra meinbugi á því að Island gerist hugsanlegur aðili að Evrópu- banda laginu er fram í sækir segir Dr. Naijes svo ekki vera. Hann bendir á að stjómvöld hér hafi þegar tek- ið nokkur skref til að aðlaga sig að aðstæðum innan EB svo sem með breyttu skattakerfi, virðis- aukaskattur tekinn upp í sama formi og hann er innan landa EB og tollar hafa verið lækkaðir. Evrópubandalagið: Eg kom hingað með opinn huga -segir Dr. Karl Heinz Narjes varaforseti framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins SÖLUSÝNIIMG HRAFNISTU, REYKJAVÍK Margt góðra muna á sölusýningu okkar. Þar á meðal er úrval af prjónavörum á góðu verði. Opið laugardag og sunnudag frákl. 13.30-17.00. Heimilisfólkið Hrafnistu, Reykjavík. Mjög hagstætt verð. Magnafsláttur. Greiðslukjör. Trjáplöntusalan, Núpum Ölfusi, sími 99-4388, 985-20388. Erlu búinn að setja sumardekkin undir? HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Oðúmmfkarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 ÍSLENSKAR GETRAUNIR ÓSÓTTIR VINNINGAR 1987-1988! Eftirtaldir vinningar frá síðari hluta ársins 1987 og fyrri hluta ársins 1988 eru ósóttir: 1. LEIKVIKA Nr. 4686 11 réttir 2. VINN. kr. 816,- 1. LEIKVIKA Nr. 126345 11 réttir 2. VINN. kr. 816.- 6. LEIKVIKA Nr. 96393 11 réttir 2. VINN. kr.r. 1.017.- 8. LEIKVIKA Nr. 4021 11 réttir 2. VINN. kr. 1.110.- 9. LEIKVIKA Nr. 50983 12 réttir 1. VINN. kr. 192.383,- 12. LEIKVIKA Nr. 9042 11 réttir 2. VINN. kr. 1.201.- 17. LEIKVIKA Nr. 95501 11 réttir 2. VINN. kr. 973.- 17. LEIKVIKA Nr. 126932 11 réttir 2. VINN. kr. 973.- 17. LEIKVIKA Nr. 127805 11 réttir 2. VINN. kr. 973.- 17. LEIKVIKA Nr. 232658 11 réttir 2. VINN. kr. 973.- 31. LEIKVIKA Nr. 47842 11 réttir 2. VINN. kr. 17.452,- 36. LEIKVIKA Nr. 3432 10 réttir 2. VINN. kr. 4.027.- 36. LEIKVIKA Nr. 97067 10 réttir 2. VINN. kr. 4.027.- 36. LEIKVIKA Nr. 125725 10 réttir 2. VINN. kr. 4.027,- 36. LEIKVIKA Nr. 126412 10 réttir 2. VINN. kr. 8.054,- 36. LEIKVIKA Nr. 126710 10 réttir 2. VINN. kr. 4.027,- 36. LEIKVIKA Nr. 227676 10 réttir 2. VINN. kr. 4.027,- 36. LEIKVIKA Nr. 243482 10 réttir 2. VINN. kr. 4.027.- Framanritaðir seðlar eru aliir nafnlausir. Handhafar seðlanna eru beðn- ir að senda stofn seðlanna með fullu nafni og heimilisfangi til skrif- stofu íslenskra Getrauna, Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, Reykjavík, áður en 4 vikur eru liðnar fró birtingu þessarar auglýsingar. Að þeim tíma liðnum falla vinningarnir í varasjóð félagsins skv. 18. grein reglugerðar fyrír íslenskar getraunir. Svanhvít Axelsdóttir, eftirlitsmaður íslenskra Getrauna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.