Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 30
30 Bandarísk blöð: Mannrétt- inda- áherslum Reagans fagnað New York, Reuter. LEIÐARAHÖFUNDAR helstu dagblaða í Bandaríkjun- um hrósuðu í gær Reagan for- seta fyrir að leggja ríka áherslu á mannréttindi á leið- togafundinum í Moskvu. The New York Times sagði um ræðu forsetans í Moskvuhá- skóla að hún hafí „hugsanlega verið hátindurinn á ræðu- mennskuferli Ronalds Reag- ans.“ The Philadelphia Inquir- er og The Washington Post voru einnig mjög jákvæð í garð forsetans. Sovét-gyðingar: Fleiri brottfararleyfi en áður Genf, Reuter. ALÞJÓÐLEG nefnd um fólksflutninga milli landa upp- lýsti í gær að mun fleiri gyð- ingar hefðu fengið að flytjast frá Sovétríkjunum á þessu ári en undanfarin ár. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa rúm- lega 4500 gyðingar yfírgefíð landið. Árið 1979 fengu alls um 51 þúsund manns brott- fararleyfí en á níunda ára- tugnum var að mestu tekið fyrir slík leyfí þar til á síðasta ári. Pravda: Mýkriá manninn gagn- vart Reagan MÁLGAGN sovéska komm- únistaflokksins, Pravda, hefur tekið það óstinnt upp að Reag- an forseti skyldi beina sjónum manna svo mjög að ástandi mannréttindamála í Sovétríkj- unum. í gær var tónninn öllu blíðari og sagði blaðið nú rífandi gang í viðræðunum. Á stórri forsíðumynd gat að líta Reagan og Gorbatsjov brosa til mannflölda á Rauða torginu en þar gengu leiðtogamir sér til skemmtunar f gær. Skýrt var nákvæmlega frá rabbi þeirra við fólkið inni í blaðinu. Upplýsingainiðlumn: Sovéskur háðfugl mælir með Voice of America Moskvu, Reuter. SOVÉSKI háðfuglinn Grig- ory Gorin fór fögrum orðum um fréttaflutning bandarísku útvarpsstöðvarinnar Voice oí America í grein sem hann rit- aði í vikuritið Moskvutíðindi, sem kom út f gær. „Það er nóg að setjast niður fyrir fram- an sjónvarpstækið á kvöldin, skrúfa fyrir hljóðið, stilla á Voice of America og kalla síðan á vini úr blaðamanna- stétt til að fá að vita hvað er gerast", segir í greininni. > >r W''*lT r ÍHf •">4Aí'lT'T/s f MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Glæddi vonir um nýtt tímabil í samskiptum austurs og vesturs - sagði Bandaríkjaforseti um Moskvufundinn í ræðu í Lundúnum Lundúnum, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði f ræðu, sem hann hélt í Lundúnum í gær að Moskvufundurinn hefði glætt vonir um að nýtt timabil í samskiptum austurs og vesturs væri f vændum. „Það er meira en iíklegt að við getum farið að rífa niður múra eftirstiðsár- atímabilsins; það er meir en liklegt að nýtt tímabil mannkynssögunn- ar sé að hefjast, timabil varanlegra breytinga í Sovétrílgunum. í ræðu sinni fjallaði Reagan um fimm daga heimsókn sina til Moskvu, en þar áttu hann og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi fjórða leið- togafund sinn. Ræðan var flutt i Guildhall á vegum Hinnar konung- legu stofnunar um alþjóðamál og meðal áhorfenda var Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Reagan sagði að viðræður hans ríkjanna og aðalritara sovéska og Gorbatsjovs um afvopnunarmál hefðu skilað „áþreifanlegum ár- angri" í átt að sáttmála um helm- ingsfækkun langdrægra kjamorku- vopna. „Slíkur samningur, með öllu því sem honum fylgdi, er að mínu viti nú innan seilingar," sagði forsetinn. í ræðunni sagði Reagan að sér hefði komið á óvart hinar hlýju móttökur í Moskvu og umfang þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum. „Fyrir þá, sem kunnugir eru sögu eftirstríðsáranna, er allt þetta ástæða til þess að hrista höfuðið í furðu." „ímyndið ykkur forseta Banda- kommúnistaflokksins á gangi um Rauða torgið, ræðandi um vaxandi vináttu sína og fundi, hinn almenna borgara og hversu mikið þjóðir okk- ar eiga í raun sameiginlegt,!< sagði Reagan. Thatcher segir fundinn persónulegan sigur Reagans Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, flutti ræðu á eftir Reagan þar sem hún jós forsetann lofí og sagði leiðtogafundinn hafa verið „mjög árangursríkan" og per- sónulegan sigur fyrir Reagan. „Þessi leiðtogafímdur hefur fært okkur nær þeim stöðugri og frið- Leiðtogafundurinn: Þjóðarleiðtog- ar segja álit sitt London, Vín, Tel Aviv. Reuter. Þjóðarleiðtogar viða um heim eru almennt sammála um að leiðtogafund- urinn i Moskvu hafi tekist vel og hrósa Reagan og Gorbatsjov fyrir að ná þeim árangri sem raunhæft hafi verið að búast við. Sumir stjóm- málaskýrendur telja að nýtt tímabil sé hafið i samskiptum austurs og vesturs en aðrir benda á þau miklu vandamál sem enn séu óleyst i afvopnunarmálunum og öðrum deilumálum. Thatcher, forsætisráðherra Bret- Ungveijalandi og Póllandi mjög já- lands, sagði í gær að Reagan forseti hefði boðað nýja tíma í samskiptum austurs og vesturs. „Hann mun hljóta sess meðal helstu forseta í sögu Bandaríkjanna", sagði Thatcher. Talsmaður vestur-þýsku stjómar- innar, Friedhelm Ost, sagði að Moskvufundurin gæti orðið til að hraða samkomulagi um fækkun langdrægra kjamaflauga, banni við notkun efnavopna, jafnvægi í hefð- bundnum vopnabúnaði í Evrópu og fækkun skammdrægra kjamavopna á landi. Mitterrand Frakklandsforseti var einnig bjartsýnn eftir fundinn. ítalski utanríkisráðherrann, Giulio Andreotti, sagði fréttamönnum í Brússel að leiðtogafundurinn hefði „ brotið blað f sögu samskipta austurs og vesturs jafnvel þótt samkeppni muni einkenna þau í náinni framtíð." Hann bætti því við að leiðtogamir hefðu ef til vill ekki getað áorkað meira vegna þess að bandaríska þingið gæti ekki unnt Reagan for- seta þess að krýnast lárviðarsveig vegna árangurs f utanrikismálum. Carrington lávarður, sem senn lætur af störfum sem framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, taldi að hin óvænta vinátta þjóðarleið- toganna gæti bent fram á við til slök- unar. Hins vegar sagði hann að nýtt slökunartfmabil mætti ekki stefna áætlunum um að endurbæta vamir NATO I hættu. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hrósaði Gorbatsjov fyrir að leggja að jöfnu tvær forsendur fyrir friðargjörð f Miðausturlöndum; ör- yggi Israels og sjálfsákvörðunarrétt Palestfnumanna. Viðbrögð forsætis- ráðherrans, Yitzhaks Shamirs, voru mun kuldalegri. í Austur-Evrópu vom ummæli migöfn eftir löndum. Flokksmálgag- nið Rude Pravo í Tékkóslóvakíu húð- skammaði Reagau og sagði að fund- urinn hefði leitt f Ijós fáfræði og skreytni vaidamanna á Vesturlönd- um. Á hinn bóginn voru viðbrögð í kvæð. Hafa Ungveijar m.a. boðist tii að verða gestgjafar næsta leið- togafundar verði slfkur haldinn. Honecker.leiðtogi Austur-Þýska- lands, hvatti risaveldin til að fylgja eftir góðum árangri sem náðst hefði í afvopnunarmálum að undanfömu. Reuter Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti í ræðustóli Guildhall í Lund- únum í gær. samlegri samskiptum austurs og vestur, sem við vildum öll njóta," sagði hún. „Ég held meira að segja að nú sé meiri ástæða til bjartsýni á samskipti austurs og vestur held- ur en verið hefur á ævitíma flestra þeirra, sem hér em viðstaddir." „Það var einkennandi fyrir yður, herra forseti, að hvika ekki í barátt- tunnu fyrir undirstöðumannréttind- um f sjálfu hjarta Sovétríkjanna," bætti Thatcher við. „Orð þín í Moskvu munu hughreysta alla, sem er neitað um þessi gmndvallarrétt- indi, hvar í heimi sem er.“ Reagan, sem hitti andófsmenn og kirkjuleiðtoga í Moskvu, var gagnrýndur af gestgjafa sínum fyr- ir að eyða of mörgum orðum í mannréttindamál, en Reagán gaf til kynna að hann tæki þessa gagn- rýni Gorbatsjovs ekki nærri sér. Gorbatsjov alvörumaður, sem sækíst eftir breytingum af alvöru „Álit mitt á Gorbatsjov er það, að hann sé alvörumaður, sem sæk- ist eftir raunvemlegum breytingum af alvörn," sagði Reagan og hefur hann lfkast til aldrei hrósað honum jafnótvírætt. Almennt var litið á ræðu Reag- ans sem kveðjuræðu Reagans í Evrópu, en hann sagði meðal ann- ars að umfang breytinga þeirra, sem nú ættu sér stað í Sovétríkjun- um, endurspegluðu hyggindi þeirrar stefíiu hinna vestrænu lýðræð- isríkja, að koma fram af festu. Sagði hann þessa sömu stefnufestu hafa stuðlað að árangri í afvopnun- arviðræðum og fleiri málum svo sem brottför sovéska innrásarhers- ins frá Afganistan. Þrátt fyrir að allt væm þetta spor í rétta átt var- aði hann hinar vestrænu þjóðir við því að sofna á verðinum. Nauðsyn þess að Vesturlönd haldi styrk sinum „Nú þegar bandamennimir [í Atlantshafsbandalaginu] em öflug- ir og minna ber á úþenslustefna í heiminum og í Sovétríkjunum, er ástæða til þess að evra vongóður. Við vonumst til þess að þessi hneigð haldi áfram og verðum að gera allt sem f okkar valdi stendur til þess að efla hana,“ sagði Reagan. „Gleymum heldur ekki að steftia sú, sem við höfum fylgt, gerir ráð fyrir að á móti geti blásið á langri leið. Við skulum taka raunvemleg- um breytingum fagnandi þegar þær eiga sér stað, en þurfum jafnframt að vera varir um okkur og sífellt á varðbergi. Við skulum vera öflug- ir.“ Reagan hrósaði Thatcher fyrir að vera „ákveðinn og rökfastan málsvara" einingar hinna vestrænu bandamanna og mannréttindabar- áttu. Minnti forsetinn ennft'emur á að Thatcher hefði verið fyrst til að lýsa því yfir, að Vesturlönd gætu átt viðskipti við Gorbatsjov. Á fímmtudag bauð Reagan Thatcher í opinbera heimsókn til Washington í nóvember, en þá líður senn að brottför Reagans úr emb- ætti. Gert er ráð fyrir að hún hitti þá sigurvegara bandarisku forseta- kosninganna. Þriggja flokka sljóm mynduð í Danmörku Þríeykinu ekki spáð langlífi Árisum, frá Axel Pihl-Andereen, Reportagegruppen. EFTIR næstum fjögurra vikna stjórnarkreppu hefur tekist að mynda nýja ríkisstjóm í Danmörku. Stóru flokkarnir tveir, sem sæti áttu í síðustu ríkisstjóm, íhaldsflokkurinn og Venstre, gengu til sam- starfs við Radikale Venstre og mynduð var þriggja flokka stjóra. Radikale venstre, sem er þriðja hjól undir vagni, fékk fímm ráð- herra af 21 í stjóminni. Þijú ráðu- neyti verða undir stjóm sömu manna og voru fyrir kosningamar, forsætisráðuneytið undir stjóm Pouls Schliiters, utanríkisráðuneyt- ið undir stjóm formanns Venstre, Uffes Ellemanns-Jensens og Qár- málaráðuneytið undir stjóm íhalds- mannsins Palles Simonsens. Leið- togi radikala, Niels Helveg Petersen verður efnahagsmálaráðherra. Hugmyndinni um að mynda fjög- urra flokka stjóm með Kristilega þjóðarflokknum og Miðflokknum var kastað fyrir róða. Beiskjan er mikil vegna þessa, ekki hvað síst hjá Miðflokknum. Formaður flokks- ins, Erhard Jakobsen, hefur viður- kennt opinberlega að honum fínnist hann hafa „verið snuðaður," eins og hann orðaði það. Bæði hægria- innaðir og vinstrimenn líta svo á að þessi nýja stjóm sé veik og hafí ekki nægilegt fylgi á danska þing- inu. „Veikasta ríkisstjóm sem mynd- uð hefur verið í Danmörku," var inntak þess sem Svend Auken for- maður Jafnaðarflokksins, sem sjálf- ur hefur ítrekað biðlað til radikala á meðan a'stjómarmyndunarvið- ræðunum stóð, sagði. Reist á veikum grunni Því er ekki að neita að nýja stjómin er reist á veikum grunni. Hún nýtur fylgis 57 þingmanna, sem er aðeins um þriðjungur þing- manna á danska þinginu. Jafnframt er ekki í fljótu bragði hægt að koma auga á stuðningsmenn innan flokka sem eru utan stjómarinnar. Ólfklegt er þó að kristilegir eða miðflokkur- inn muni verða til þess að fella borgaralega stjóm, þrátt fyrir óánægju þeirra með að hafa verið settir út í kuldann. Stuðningur þessara tveggja flokka nægir stjóminni ekki til þess að ná meirihluta á þingi. Fram- faraflokkurinn mun ekki styðja stjómina vegna þess að forsætis- ráðherrann hefur eldað grátt silfur við flokkinn vegna samskiptanna við Radikale venstre. Útlitið er því svart fyrir nýju stjómina. Kjósendur borgaralegu flokk- anna í Danmörku em, af gildum ástæðum, ringlaðri en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra slítur þingi og boðar til kosninga vegna þingsá- lyktunartillögu um kjamorkuvopn um borð í erlendum herskipum, sem fór í gegnum þingið meðal annars vegna stuðnings radikala við tillög- una. Erfíðum stjómarmjmdarvið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.