Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 30

Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 30
30 Bandarísk blöð: Mannrétt- inda- áherslum Reagans fagnað New York, Reuter. LEIÐARAHÖFUNDAR helstu dagblaða í Bandaríkjun- um hrósuðu í gær Reagan for- seta fyrir að leggja ríka áherslu á mannréttindi á leið- togafundinum í Moskvu. The New York Times sagði um ræðu forsetans í Moskvuhá- skóla að hún hafí „hugsanlega verið hátindurinn á ræðu- mennskuferli Ronalds Reag- ans.“ The Philadelphia Inquir- er og The Washington Post voru einnig mjög jákvæð í garð forsetans. Sovét-gyðingar: Fleiri brottfararleyfi en áður Genf, Reuter. ALÞJÓÐLEG nefnd um fólksflutninga milli landa upp- lýsti í gær að mun fleiri gyð- ingar hefðu fengið að flytjast frá Sovétríkjunum á þessu ári en undanfarin ár. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa rúm- lega 4500 gyðingar yfírgefíð landið. Árið 1979 fengu alls um 51 þúsund manns brott- fararleyfí en á níunda ára- tugnum var að mestu tekið fyrir slík leyfí þar til á síðasta ári. Pravda: Mýkriá manninn gagn- vart Reagan MÁLGAGN sovéska komm- únistaflokksins, Pravda, hefur tekið það óstinnt upp að Reag- an forseti skyldi beina sjónum manna svo mjög að ástandi mannréttindamála í Sovétríkj- unum. í gær var tónninn öllu blíðari og sagði blaðið nú rífandi gang í viðræðunum. Á stórri forsíðumynd gat að líta Reagan og Gorbatsjov brosa til mannflölda á Rauða torginu en þar gengu leiðtogamir sér til skemmtunar f gær. Skýrt var nákvæmlega frá rabbi þeirra við fólkið inni í blaðinu. Upplýsingainiðlumn: Sovéskur háðfugl mælir með Voice of America Moskvu, Reuter. SOVÉSKI háðfuglinn Grig- ory Gorin fór fögrum orðum um fréttaflutning bandarísku útvarpsstöðvarinnar Voice oí America í grein sem hann rit- aði í vikuritið Moskvutíðindi, sem kom út f gær. „Það er nóg að setjast niður fyrir fram- an sjónvarpstækið á kvöldin, skrúfa fyrir hljóðið, stilla á Voice of America og kalla síðan á vini úr blaðamanna- stétt til að fá að vita hvað er gerast", segir í greininni. > >r W''*lT r ÍHf •">4Aí'lT'T/s f MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Glæddi vonir um nýtt tímabil í samskiptum austurs og vesturs - sagði Bandaríkjaforseti um Moskvufundinn í ræðu í Lundúnum Lundúnum, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði f ræðu, sem hann hélt í Lundúnum í gær að Moskvufundurinn hefði glætt vonir um að nýtt timabil í samskiptum austurs og vesturs væri f vændum. „Það er meira en iíklegt að við getum farið að rífa niður múra eftirstiðsár- atímabilsins; það er meir en liklegt að nýtt tímabil mannkynssögunn- ar sé að hefjast, timabil varanlegra breytinga í Sovétrílgunum. í ræðu sinni fjallaði Reagan um fimm daga heimsókn sina til Moskvu, en þar áttu hann og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi fjórða leið- togafund sinn. Ræðan var flutt i Guildhall á vegum Hinnar konung- legu stofnunar um alþjóðamál og meðal áhorfenda var Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Reagan sagði að viðræður hans ríkjanna og aðalritara sovéska og Gorbatsjovs um afvopnunarmál hefðu skilað „áþreifanlegum ár- angri" í átt að sáttmála um helm- ingsfækkun langdrægra kjamorku- vopna. „Slíkur samningur, með öllu því sem honum fylgdi, er að mínu viti nú innan seilingar," sagði forsetinn. í ræðunni sagði Reagan að sér hefði komið á óvart hinar hlýju móttökur í Moskvu og umfang þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum. „Fyrir þá, sem kunnugir eru sögu eftirstríðsáranna, er allt þetta ástæða til þess að hrista höfuðið í furðu." „ímyndið ykkur forseta Banda- kommúnistaflokksins á gangi um Rauða torgið, ræðandi um vaxandi vináttu sína og fundi, hinn almenna borgara og hversu mikið þjóðir okk- ar eiga í raun sameiginlegt,!< sagði Reagan. Thatcher segir fundinn persónulegan sigur Reagans Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, flutti ræðu á eftir Reagan þar sem hún jós forsetann lofí og sagði leiðtogafundinn hafa verið „mjög árangursríkan" og per- sónulegan sigur fyrir Reagan. „Þessi leiðtogafímdur hefur fært okkur nær þeim stöðugri og frið- Leiðtogafundurinn: Þjóðarleiðtog- ar segja álit sitt London, Vín, Tel Aviv. Reuter. Þjóðarleiðtogar viða um heim eru almennt sammála um að leiðtogafund- urinn i Moskvu hafi tekist vel og hrósa Reagan og Gorbatsjov fyrir að ná þeim árangri sem raunhæft hafi verið að búast við. Sumir stjóm- málaskýrendur telja að nýtt tímabil sé hafið i samskiptum austurs og vesturs en aðrir benda á þau miklu vandamál sem enn séu óleyst i afvopnunarmálunum og öðrum deilumálum. Thatcher, forsætisráðherra Bret- Ungveijalandi og Póllandi mjög já- lands, sagði í gær að Reagan forseti hefði boðað nýja tíma í samskiptum austurs og vesturs. „Hann mun hljóta sess meðal helstu forseta í sögu Bandaríkjanna", sagði Thatcher. Talsmaður vestur-þýsku stjómar- innar, Friedhelm Ost, sagði að Moskvufundurin gæti orðið til að hraða samkomulagi um fækkun langdrægra kjamaflauga, banni við notkun efnavopna, jafnvægi í hefð- bundnum vopnabúnaði í Evrópu og fækkun skammdrægra kjamavopna á landi. Mitterrand Frakklandsforseti var einnig bjartsýnn eftir fundinn. ítalski utanríkisráðherrann, Giulio Andreotti, sagði fréttamönnum í Brússel að leiðtogafundurinn hefði „ brotið blað f sögu samskipta austurs og vesturs jafnvel þótt samkeppni muni einkenna þau í náinni framtíð." Hann bætti því við að leiðtogamir hefðu ef til vill ekki getað áorkað meira vegna þess að bandaríska þingið gæti ekki unnt Reagan for- seta þess að krýnast lárviðarsveig vegna árangurs f utanrikismálum. Carrington lávarður, sem senn lætur af störfum sem framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, taldi að hin óvænta vinátta þjóðarleið- toganna gæti bent fram á við til slök- unar. Hins vegar sagði hann að nýtt slökunartfmabil mætti ekki stefna áætlunum um að endurbæta vamir NATO I hættu. Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hrósaði Gorbatsjov fyrir að leggja að jöfnu tvær forsendur fyrir friðargjörð f Miðausturlöndum; ör- yggi Israels og sjálfsákvörðunarrétt Palestfnumanna. Viðbrögð forsætis- ráðherrans, Yitzhaks Shamirs, voru mun kuldalegri. í Austur-Evrópu vom ummæli migöfn eftir löndum. Flokksmálgag- nið Rude Pravo í Tékkóslóvakíu húð- skammaði Reagau og sagði að fund- urinn hefði leitt f Ijós fáfræði og skreytni vaidamanna á Vesturlönd- um. Á hinn bóginn voru viðbrögð í kvæð. Hafa Ungveijar m.a. boðist tii að verða gestgjafar næsta leið- togafundar verði slfkur haldinn. Honecker.leiðtogi Austur-Þýska- lands, hvatti risaveldin til að fylgja eftir góðum árangri sem náðst hefði í afvopnunarmálum að undanfömu. Reuter Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti í ræðustóli Guildhall í Lund- únum í gær. samlegri samskiptum austurs og vestur, sem við vildum öll njóta," sagði hún. „Ég held meira að segja að nú sé meiri ástæða til bjartsýni á samskipti austurs og vestur held- ur en verið hefur á ævitíma flestra þeirra, sem hér em viðstaddir." „Það var einkennandi fyrir yður, herra forseti, að hvika ekki í barátt- tunnu fyrir undirstöðumannréttind- um f sjálfu hjarta Sovétríkjanna," bætti Thatcher við. „Orð þín í Moskvu munu hughreysta alla, sem er neitað um þessi gmndvallarrétt- indi, hvar í heimi sem er.“ Reagan, sem hitti andófsmenn og kirkjuleiðtoga í Moskvu, var gagnrýndur af gestgjafa sínum fyr- ir að eyða of mörgum orðum í mannréttindamál, en Reagán gaf til kynna að hann tæki þessa gagn- rýni Gorbatsjovs ekki nærri sér. Gorbatsjov alvörumaður, sem sækíst eftir breytingum af alvöru „Álit mitt á Gorbatsjov er það, að hann sé alvörumaður, sem sæk- ist eftir raunvemlegum breytingum af alvörn," sagði Reagan og hefur hann lfkast til aldrei hrósað honum jafnótvírætt. Almennt var litið á ræðu Reag- ans sem kveðjuræðu Reagans í Evrópu, en hann sagði meðal ann- ars að umfang breytinga þeirra, sem nú ættu sér stað í Sovétríkjun- um, endurspegluðu hyggindi þeirrar stefíiu hinna vestrænu lýðræð- isríkja, að koma fram af festu. Sagði hann þessa sömu stefnufestu hafa stuðlað að árangri í afvopnun- arviðræðum og fleiri málum svo sem brottför sovéska innrásarhers- ins frá Afganistan. Þrátt fyrir að allt væm þetta spor í rétta átt var- aði hann hinar vestrænu þjóðir við því að sofna á verðinum. Nauðsyn þess að Vesturlönd haldi styrk sinum „Nú þegar bandamennimir [í Atlantshafsbandalaginu] em öflug- ir og minna ber á úþenslustefna í heiminum og í Sovétríkjunum, er ástæða til þess að evra vongóður. Við vonumst til þess að þessi hneigð haldi áfram og verðum að gera allt sem f okkar valdi stendur til þess að efla hana,“ sagði Reagan. „Gleymum heldur ekki að steftia sú, sem við höfum fylgt, gerir ráð fyrir að á móti geti blásið á langri leið. Við skulum taka raunvemleg- um breytingum fagnandi þegar þær eiga sér stað, en þurfum jafnframt að vera varir um okkur og sífellt á varðbergi. Við skulum vera öflug- ir.“ Reagan hrósaði Thatcher fyrir að vera „ákveðinn og rökfastan málsvara" einingar hinna vestrænu bandamanna og mannréttindabar- áttu. Minnti forsetinn ennft'emur á að Thatcher hefði verið fyrst til að lýsa því yfir, að Vesturlönd gætu átt viðskipti við Gorbatsjov. Á fímmtudag bauð Reagan Thatcher í opinbera heimsókn til Washington í nóvember, en þá líður senn að brottför Reagans úr emb- ætti. Gert er ráð fyrir að hún hitti þá sigurvegara bandarisku forseta- kosninganna. Þriggja flokka sljóm mynduð í Danmörku Þríeykinu ekki spáð langlífi Árisum, frá Axel Pihl-Andereen, Reportagegruppen. EFTIR næstum fjögurra vikna stjórnarkreppu hefur tekist að mynda nýja ríkisstjóm í Danmörku. Stóru flokkarnir tveir, sem sæti áttu í síðustu ríkisstjóm, íhaldsflokkurinn og Venstre, gengu til sam- starfs við Radikale Venstre og mynduð var þriggja flokka stjóra. Radikale venstre, sem er þriðja hjól undir vagni, fékk fímm ráð- herra af 21 í stjóminni. Þijú ráðu- neyti verða undir stjóm sömu manna og voru fyrir kosningamar, forsætisráðuneytið undir stjóm Pouls Schliiters, utanríkisráðuneyt- ið undir stjóm formanns Venstre, Uffes Ellemanns-Jensens og Qár- málaráðuneytið undir stjóm íhalds- mannsins Palles Simonsens. Leið- togi radikala, Niels Helveg Petersen verður efnahagsmálaráðherra. Hugmyndinni um að mynda fjög- urra flokka stjóm með Kristilega þjóðarflokknum og Miðflokknum var kastað fyrir róða. Beiskjan er mikil vegna þessa, ekki hvað síst hjá Miðflokknum. Formaður flokks- ins, Erhard Jakobsen, hefur viður- kennt opinberlega að honum fínnist hann hafa „verið snuðaður," eins og hann orðaði það. Bæði hægria- innaðir og vinstrimenn líta svo á að þessi nýja stjóm sé veik og hafí ekki nægilegt fylgi á danska þing- inu. „Veikasta ríkisstjóm sem mynd- uð hefur verið í Danmörku," var inntak þess sem Svend Auken for- maður Jafnaðarflokksins, sem sjálf- ur hefur ítrekað biðlað til radikala á meðan a'stjómarmyndunarvið- ræðunum stóð, sagði. Reist á veikum grunni Því er ekki að neita að nýja stjómin er reist á veikum grunni. Hún nýtur fylgis 57 þingmanna, sem er aðeins um þriðjungur þing- manna á danska þinginu. Jafnframt er ekki í fljótu bragði hægt að koma auga á stuðningsmenn innan flokka sem eru utan stjómarinnar. Ólfklegt er þó að kristilegir eða miðflokkur- inn muni verða til þess að fella borgaralega stjóm, þrátt fyrir óánægju þeirra með að hafa verið settir út í kuldann. Stuðningur þessara tveggja flokka nægir stjóminni ekki til þess að ná meirihluta á þingi. Fram- faraflokkurinn mun ekki styðja stjómina vegna þess að forsætis- ráðherrann hefur eldað grátt silfur við flokkinn vegna samskiptanna við Radikale venstre. Útlitið er því svart fyrir nýju stjómina. Kjósendur borgaralegu flokk- anna í Danmörku em, af gildum ástæðum, ringlaðri en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra slítur þingi og boðar til kosninga vegna þingsá- lyktunartillögu um kjamorkuvopn um borð í erlendum herskipum, sem fór í gegnum þingið meðal annars vegna stuðnings radikala við tillög- una. Erfíðum stjómarmjmdarvið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.