Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 1
88 SIÐUR B
130. tbl. 76. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Staðsetning nýs flugvallar við Osló:
Sljórnin klofin
í afstöðu sinni
HERSKAR FRIÐARSINNI
Reuter
Að minnsta kosti 15 þúsund suður-kóreskir stúdent-
ar söfnuðust í gær saman fyrir framan Yonsei-
háskólann í Seoul. Stúdentamir köstuðu gijóti og
bensínsprengjum að óeirðalögreglumönnum, sem
ríkisstjórnin hefur kvatt út til að hindra stúdentana
í að halda fund með norður-kóreskum stúdentum í
landamærabænum Panmunjom. Segjast stúdentarn-
ir vilja stuðla að friðsamlegri sameiningu Norður-
og Suður-Kóreu með fundahöldunum og hafa hvergi
sinnt tilmælum ríkisstjómarinnar um að láta henni
eftir að fást við þessi viðkvæmu mál. Á myndinni
sést ungur maður kasta bensínsprengju að lögreglu-
monnum.
Tveggja áratuga deilumál útkljáð
Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKA þingið samþykkti á miðvikudag að nýr flugvöllur verði
staðsettur í Hurum 30 km suðvestur af Ósló. Nýi flugvöllurinn tek-
ur við af Fomebu-flugvelli, sem lagður var á fjórða áratug aldarinn-
ar og hefur lengi verið talinn ófullnægjandi. Það tók norska stjórn-
málamenn 20 ár að komast að niðurstöðu um staðsetningu nýja flug-
vallarins. í lok sjötta áratugarins var ljóst að leggja yrði nýjan aðal-
flugvöll við Ósló, en deilur um staðsetningu hans hafa staðið síðan.
Stjóm Verkamannaflokksins
beið hnekki vegna flugvallarmáls-
ins. Samstaða hafði náðst innan
ríkisstjómarinnar um að styðja til-
lögu þess efnis að nýr aðalflugvöll-
ur yrði staðsettur í Gardermoen sem
er 30-40 km norðan við Ósló. Fjórt-
án þingmenn Verkamannaflokksins
rufu samstöðuna og greiddu at-
kvæði með því að flugvöllurinn yrði
staðsettur í Hurum. Vegna þess
hversu löng og ströng baráttan um
Sovésk stjórnvöld heimila
Krímtörturum að snúa heim
Moskvu, The Daily Telegraph.
KRÍMTARTARAR, sem fluttir
voru nauðugir frá heimalandi
sínu á Krímskaga árið 1944, hafa
fengið Ieyfi til að flytja aftur til
sinna fyrri heimkynna. Sovésk
yfirvöld munu fylgjast náið með
flutningum tartaranna og kröfum
þeirra um að stofna sjálfstætt
lýðveldi var hafnað.
Tartarar hafa allt frá því lýðveldi
þeirra var afnumið af Stalin árið
1944 barist fyrir því að fá uppreisn
æru. Flestir telja að um 200.000
tartarar hafi verið fluttir til Asíu og
Síberíu. Tartarar voru sakaðir um
að hafa aðstoðað innrásarlið Þjóð-
verja í síðari heimsstyijöldinni. Sov-
ésk stjórnvöld hreinsuðu þá af þeim
ásökunum árið 1967.
Gromyko og nefndarmenn hans
hefur með niðurstöðum sínum tekist
að sigla milli skers og báru. Nefndin
varð að koma til móts við kröfur
tartara til að lægja róstumar, sem
linnti að nokkru eftir að nefndin
hafði verið sett á laggimar. Hefur
það verið gert með því að heimila
þeim að flytja aftur til Krím. Einnig
hefur þurft að varast að styggja
Hvít-rússa og Úkraínumenn sem búa
á skaganum. Til þess að það megi
takast verða stjómvöld að hafa eftir-
lit með fólksflutningunurn.
staðsetningu flugvallarins hefur
verið em litlar líkur taldar á að Gro
Harlem Brundtland forsætisráð-
herra eða samgönguráðherrann,
Kjell Borgen, muni segja af sér
þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir
hafi beðið lægri hlut í atkvæða-
greiðslunni í þinginu.
Flugumferð til og frá Ósló fer
nú um tvo flugvelli, Fornebu og
Gardermoen. Fomebu, sem er mið-
svæðis í Ósló, hefur þjónað sem
innanlandsflugvöllur og flugvöllur
fyrir minni flugvélar til og frá Evr-
ópu. Fornebu annar ekki allri flug-
umferð til Óslóar og flugbrautir eru
svo stuttar að Jumbo-þotur hafa
þurft að lenda á flugvellinum í
Gardermoen.
Nýi flugvöllurinn í Humm mun
verða tilbúinn árið 2005. Ef ekki
er hægt að leggja völlinn fyrir al-
mannafé em einkaaðilar reiðubúnir
að fjármagna hluta framkvæmd-
anna. Því er fullvist að áætlanir
munu standast. Leggja á tvær lang-
ar flugbrautir við flugvöllinn, sem
á að geta þjónað 16,5 milljónum
farþega á ári hverju. Kostnaðará-
ætlun hljóðar upp á 8,7 milljarða
norskra króna (um það bil 60 millj-
arðar ísl. kr.).
Harri Holkeri forsætisráðherra:
Frjáls fiskverslun
Fiiinum ekki í hag
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
FINNAR hafa skilning á kröfum íslendinga um fijálsa fiskversl-
un. En það er Finnum ekki í hag að fiskverslun verði með öllu
gefin fijáls. Harri Holkeri forsætisráðherra Finnlands veitti
íslenskum blaðamönnum viðtal í gær eftir að hafa átt viðræður
við Þorstein Pálsson forsætisráðherra og ræddi hann þá meðal
annars spuminguna um fijálsa fiskverslun í Evrópu.
í samtalinu sagði Holkeri að þjóðanna. Finnar hafa undanfarið
Finnar vissu að fiskveiðar og físk-
sala væri eitt af helstu hagsmuna-
málum íslendinga í samskiptum
við Evrópu. Fyrir Finna hefði fisk-
verslun meira en efnahagslega
þýðingu. í skeijagarðinum lifa um
2000 manns á fiskveiðum en heild-
arafli er ekki nema um 150.000
tonn á ári. Finnar eru tuttugu sinn-
um fleiri en íslendingar þannig að
fyrir afkomu finnska þjóðarbúsins
hefur fískverslun lítið gildi. Hol-
keri benti hins vegar á að fískveið-
ar væru undirstaða byggðar í
skeijagarðinum. Þess vegna yrðu
Finnar að styðja þennan atvinnu-
veg.
Holkeri var spurður hvort
Finnar vildu styðja ísland til þess
að ná sæti í öryggisráði Sameinuðu
barist fyrir að komast í ráðið. For-
sætisráðherrann sagði að það hefði
tíðkast að eitt Norðurlandanna
sæti í öryggisráðinu annað hvort
kjörtímabil. Sátu Danir í ráðinu
fyrir tveimur árum. Nú væri röðin
komin að Finnlandi þar sem Norð-
urlöndin skiptu með sér verkum
eftir stafrófsröð. Vandinn væri að
í þau tvö sæti sem vestræn iðnríki
ættu í ráðinu væru þrír frambjóð-
endur. Auk Finna vilja Grikkir og
Kanadamenn komast í ráðið.
Um sameiningu Vestur-Evrópu
og samskipti við Evrópubandalagið
sagði Holkeri að honum þætti eðli-
legt að öll EFTA-ríkin og þar með
ísland yrðu áfram innan EFTA
þangað til EFTA og EB hefðu lok-
ið viðræðum sínum. Að sögn Hol-
AP
Mauno Koivisto, forseti Finnlands, ræddi við Þorstein Pálsson,
forsætisráðherra, í Forsetahöllinni í Helsinki í gær og var mynd-
in tekin við það tækifæri.
keri hafa talsmenn EB í Brussel
látið í ljós þá skoðun að fyrst beri
að ná samkomulagi milli EB og
EFTA í heild, en síðan sé hægt
að ræða samskipti einstakra ríkja
innan EFTA og EB.
Að lokum var spurt um álit
Holkeris á perestrojku Gorbatsjovs
í Sovétríkjunum. Holkeri undir-
strikaði að sambúð Finna og Sovét-
manna væri svo góð að hún yrði
varla betri vegna nýrrar stefnu
Kremlveija. Á hinn bóginn gæti
umbótastefna Gorbatsjovs haft
slæmar afleiðingar fyrir Finna.
Hingað til hefðu þeir átt fremur
auðvelt með að versla við Rússa,
þar sem finnskar vörur hefðu þótt
góðar og náin samskipti ríkjanna
hefði greitt fyrir viðskiptum. Nú
yrðu Finnar hinsvegar að keppa
við aðrar Vesturlandaþjóðir á
mörkuðum í Sovétríkjunum.
Sjá frétt um Finnlandsför for-
sætisráðherra á siðu 4 og er-
indi hans í Paasikivi-samtök-
unum á miðopnu.
Tartarar hafa árum saman þrýst
á stjómvöld um leyfi til að fá að
snúa aftur til Krímskaga. Eftir að
þeir efndu til fjölmennra mótmæla
á Rauðatorginu í Moskvu á síðasta
ári var sett á laggirnar nefnd undir
forsæti Andrejs Gromykos forseta
Sovétríkjanna. Nefndin tilkynnti í
gær að takmörkunum á réttindum
Krímtartara hefði verið aflétt.
„Yfirvöld hafa aflétt öllum höml-
um á réttindum Krímtartara og
munu tryggja þeim full réttindi á
við aðra sovéska borgara bæði hvað
varðar rétt til að velja aðsetur, nám
og atvinnu," hafði Tass-fréttastofan
eftir talsmanni nefndarinnar. „Með
tilliti til aðstæðna var ákveðið að
ekki þætti ástæða til þess að lýsa
yfír sjálfstæði Krím,“ segir einnig í
ályktun nefndarinnar. Tass-frétta-
stofan sakaði tartara um að hafa
reynt að hindra afgreiðslu málsins
með óréttmætri kröfu um sjálfstæði
Krímskaga.
Fólksflutningarnir til Krím verða
undir ströngu eftirliti og verður
reynt að haga þeim í samræmi við
framboð á atvinnu og húsnæði.
Reynt verður að koma í veg fyrir
árekstra milli tartaranna sem flytj-
ast heim á ný og Hvít-rússa og
Úkraínumanna sem eru meirihluti
þeirra 2,5 milljóna manna sem nú
búa á skaganum. Á síðasta ári var
um 2.500 törturum heimilað að setj-
ast að á Krímskaga. Þeir hafa allir
fengið atvinnu.