Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 17

Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 17 nótnum. Líka í klassískum verkum, sem allir virðast þekkja. Láta slíka kunnáttu ekki villa um fyrir sér, taka ekkert sem gefið, þegar verk eins og til dæmis 5. sinfónía Tsjækofskís er annars vegar. I samtímaverkum er nákvæmur lestur sérlega mikilvægur. í flutningi vinnur sú fimmta alltaf, en það er hægt að drepa samtíma- verk í flutningi, því þeir sem hlusta taka útgáfu hljómsveitarinnar af verkinu sem þá einu réttu. Það þarf líka að eyða meiri tíma í æfingar samtímaverka, því þar er oft að finna tungumál, sem hljómsveitin hefur ekki á valdi sínu og þarf að læra. Sumar hljómsveitir taka líka illa á móti samtímatónlist. Segja sem svo að hvað vilji stjómandinn meira, allar nótur séu á sínum stað... En það er bara ekki nóg. Þá kemur að sköpun- argáfu stjómandans og hæfileika hans til að leiða hljómsveitina með sér, ekki bara um aðalgötumar, held- ur líka að fá hana inn á ótroðnar slóðir. Tímaskortur og peningar veg- ur harkalega að tónlistarflutningi alls staðar í heiminum. Þetta tvennt fer illa með vinnutímann, gerir fólk þreytt og ósveigjanlegt." Hljómsveitir með sín sérstöku einkenni Hljómsveitir eru væntanlega mis- jafnar eins og mennimir eru margir og kannski eitthvað eftir þjóðemum, eða hvað? „Ég vil sem minnst gera úr þjóð- emismun, víða er svo skammt í fyrir- ffamgefnar hugmyndir, en slíkur munur er vissulega fyrir hendi. Og hljómsveitir eru misjafnar, það liggur í augum uppi, þá á ég við ólík ein- kenni, ekki gæði. Þegar hljómsveitir eru valdar í upptökur einstakra verka þá eru þær einmitt gjaman valdar eftir einkennum, hvað þær spila best. Það er til dæmis oft erfitt að spila Tsjækofskí með þýskum hljómsveit- um. ítalskar eru yfirleitt betri í hon- um. Ég stjómaði Scala hljómsveitinni í fimmtu hans og hún var eldsnögg að ná tökum á honum. Það væri hins vegar örugglega erfitt að fá þá til að spila sannfærandi Bruckner. Ligg- ur illa fyrir ítölunum, þeim henta illa langir frasar hans, langir bogar. Ahrif einstakra hljómsveitarstjóra á einstakar hljómsveitir fara þverr- andi. Hljómsveitarstjórinn sem ein- valdur þekkist varla lengur, gæti einu sinni varla átt við í Sovétríkjunum lengur. En þegar þessi gerð hljóm- sveitarstjóra þekktist stjómuðu aðal- stjómendur hljómsveita kannski um 80% tónleika hljómsveitarinnar, svo ekki var að undra að hljómsveitimar bæm stimpil meistara sinna. Nú ferð- ast allir stjómendur." Tónlistarlíf í Póllandi Víkjum a tónlistarlífínu í Póllandi. Hvemig er umhorfs á tónlistarsviðinu þar? „Það er fullt af tónlistarskólum þar og margar hljómsveitir. Kannski of margar. Þeir sem koma úr tónlistar- skólunum virðast oft eins og eilítið rangmenntaðir. Það er ekki nóg áhersla lögð á þjálfun í hljómsveitar- leik og hröð vinnubrögð, þjálfun í nótnalestri og annað slíkt. Nemendur spila oft mjög tilfmningaþrungið, en tæknilegir vankantar tæpast nóg- samlega ígrundaðir. Þannig verða nemendur auðveldlega fangnir í tæknigöllum, sem er ekki hægt að leiðrétta. Tónlistarlíf er heldur ekki nógu æsilegt. Það er dýrt að halda því u'ppi og kannski á mörkum að það séu til næg efni. Vegna bágborins efnahags almennings er lítill markað- ur fyrir hljómplötur, svo þar er litla bót að fá. Það er vissulega nóg a gerast í tónlistarlífinu, en ekki laust við að það beri merki nokkurrar af- dalamennsku. Úti á landi er útvarpið eini tengi- liðurinn við tónlist. I samanburði við Þýskaland og jafnvel Frakkland er ástandið ekki nógu gott. í þessum löndum er líka nóg af góðum sölum, þúsund manna sölum eða svo. í Pól- landi höfum við ekki einu sinni nóg af tónlistarsölum. Tekjur tónlistar- manna eru undir meðaltali, svo þeir verða að kenna með, eða sinna ann- arri vinnu. Sem stendur ganga svo miklar breytingar yfir okkur, að við vitum varla hvað þarf til að lifa. Það verður kannski ljósara í byijun næsta árs.“ Texti: Sigrún Davíðsdóttir Hundrað og* tólf konur á Landsþingi ITC á Akureyri Nýkjörin stjórn Landssamtaka ITC á íslandi. Frá hægri: forseti Ing- er Steinsson, 1. varaforseti Halla Gísladóttir, 2. varaforseti Erna Sörensen, ritari Sæunn Andrésdóttir og gjaldkeri Sjöfn Ólafsdóttir. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: 3. Landsþing ITC á íslandi var haldið á Akureyri dagana 27.-29. maí sl. 112 konur víðsvegar að af landinu sátu þingið, og þóttu þær setja glæsibrag á veislusali KEA, en þar fór þinghaldið fram. Heiðurs- gestur Landsþingsins var Hilda Fir- er frá Jóhannesarborg í S-Afríku, en hún er varaforsti V-svæðis ITC, sem íslensku deildirnar tilheyra. Margir góðir gestir sátu þingið. Haraldur Bessason, rektor Há- skóla íslands á Akureyri, flutti er- indi um íslenskt mál og málnotkun. Nefndi hann erindi sitt „Að þola meinin best, fáein orð um vestur- íslensku". Guðrún Hallgrímsdóttir, ritari samnorræns verkefnis sem kallast „Brjótum múrana, flutti fræðsluer- Kennaraháskóli íslands hefur sent frá sér kynningarbækling um list- og verkgreinar. I honum eru kynntar þær greinar list- og verkgreinaskorar sem undirbúa kennaraefni undir sérhæfingu í þessum greinum. Á næsta skólaári er stefnt að indi um námskeiðahald fyrir konur sem stofna fyrirtæki. útgáfu á bæklingi um bókasafn Kennaraháskólans og á öðrum um framhaldsnámsbrautir við skólann. Vakin er athygli á því að unnt er að fá bæklinga frá Kennarahá- skólanum í fleiri eintökum, sé þess óskað. (Fréttatilkynning) Kolbrún Svavars og Ernudóttir og Sólveig Hlöðversdóttir, sjúkra- þjálfarar, fluttu fræðslu um líkams- beitingu. Á föstudagskvöldið var Valgerð- ur Sverrisdóttir, alþingismaður, heiðursgestur og flutti hún ávarp. Sérstakt kvöldverðarboð sátu heið- urshjónin sr. Birgir Snæbjömsson og frú Sumarrós Garðarsdóttir. Farið var í skoðunarferð um bæinn undir fararstjórn sr. Pálma Matt- híassonar og Stefáns Vilhjálmsson- ar, mjólkurfræðings. Bæjarstjómin hafði boð fyrir þinggesti í ráðhúsinu. í hádegis- verðarboði á sunnudeginum flutti Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, ávarp. Mikill samhugur og eining ríkti meðal þinggesta. Kosin var stjóm fyrir næsta starfsár og mun Inger Steinsson taka við embætti af nú- verandi forseta landssamtakanna, Kristjönu Millu Thorsteinsson. Heiðursgestur þingsins, frú Hilda Firer, sá um innsetningu stjómar á mjög svo skemmtilegan hátt. ITC-deildirnar Mjöll og Rún á Akureyri áttu mestan heiður af undirbúningi og framkvæmd Landsþingsins og voru þingfulltrúar mjög ánægðir með allan viðurgjöm- ing, og sammála um að þetta glæsi- lega þinghald treysti starfsemi ITC á Islandi. REYKJAVlK Veitingasalurinn Lundur Ódýrir réttir Borðapantanir í síma 689000 __________4 Kennaraháskóli íslands: Kynning-arbæklingxir um list- og verkgreinar Ingvar Helgason Hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -33560 Fyrir fnUorðna, bðm Og ómiririan farangnr? Nissan Prairie er lausn- in fyrir fjölskylduna, því lipurðin og rýmið eru meiri en ykkur grunar. • Sérstaklega lipur. • Kraftmikil 2000 cc vél. • Hæð milli gólfs og lofts 1,4 m. • 5 gíra beinskiptur. • 14 tommu felgur. • 3ja ára ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.