Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 20

Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988 Hávær minnihlutahópur þykist tala fyrir munn Reykvíkinga eftirBessí Jóhannsdóttur Undanfamar vikur hefur vart verið hægt að opna dagblöð svo ekki hafí mátt sjá greinar um fyrir- hugaða ráðhúsbyggingu í Reykjavík sem birtar hafa verið að tilhlutan samtakanna „Tjörnin lif- ir“. Reynt hefur verið að spilla fyr- ir málinu á ýmsan hátt og hafa klögumál af ýmsum toga gengið m.a. til félagsmálaráðherra, sem sýnt hefur mikið ístöðuleysi. Opinberar byggingar oft umdeildar Þeir sem eitthvað þekkja til fram- kvæmda við opinberar byggingar á íslandi á þessari öld vita að oft hefur staðið um þær styr sem eink- um hefur snúist um útlit og staðar- val. Má þar minna á byggingu Þjóð- leikhúss og Hallgrímskirkju, bygg- inga sem fáir vildu vera án í dag, en vildu gjaman að Þjóðleikhúsið hefði meira rými þannig að húsið nyti sín betur. Bygging ráðhúss í Reykjavík er í hugum borgarbúa sjálfsögð framkvæmd. Það þykir ekki til sóma fýrir einstaklinga sem hafa til þess getu að búa ævilangt i leiguhúsnæði. Sama gildir um Reykjavíkurborg, sem orðin er meira enn tvö hundruð ára gömul. Bygging ráðhúss hefur jafnan strandað á deilum m.a. um staðar- val. Nú eru aðstæður þannig í Reykjavík að borgin heftir mikið stækkað í austur, sem þýðir að upp hafa risið nýir þjónustukjamar, sem gjaman keppa við gamla miðbæinn eins og við köllum hann. Gamli miðbærinn samein- ingarkjarni borgarinnar Það er mikilvægt fyrir borgina að viðhalda gamla miðbænum, sem helsta sameiningarkjarna borg- arbúa. I honum endurspeglast saga borgarinnar og tengsl fortíðar og nútíðar. Öfgamenn hafa jafnan ver- ið til um skipulag miðbæjarins. Annars vegar þeir sem vilja rífa „bölvaða húskofana" og svo hinir sem vilja vemda öll hús án tillits til gildis þeirra fyrir framtíðina. Við Reykvíkingar erum svo lánsamir að eiga afburðamann fyrir borgar- stjóra. Davíð Oddssyni hefur lánast að stjóma borginni svo vel að það vekur aðdáun allra landsmanna. Hann hefur staðið fyrir uppbygg- ingu borgarinnar á öllum sviðum og til þess er tekið hve fyrirtæki borgarinnar eru betur og hag- kvæmar rekin en áður. Það er fróð- legt að finna hve vel hefur verið eftir þessu tekið úti á landsbyggð- inni og ekki er laust við öfundartón í garð okkar Reykvíkinga. Það er því ekki að undra þó andstæðingar borgarstjóra og meirihluta sjálf- stæðismanna hafí gripið fagnandi hendi þá andstöðu er bygging ráð- húss við Tjömina mætti hjá ýmsum. Óþolandi vinnubrögð öfga- hópa Nú er hins vegar nóg komið, öfg- ar og hávaði þessa hóps eru farin að vekja menn til umhugsunar um hvort þetta sé sá hópur sem hann þóttist vera í upphafí. Við sem eig- um sterkar taugar til gamla mið- bæjarins og ekki síst Tjamarinnar getum haft okkar skoðanir á því hvemig framtíðarskipulag hans á að vera, en við viljum ekki þessar aðferðir. Greinarhöfundur er fædd og alin upp við Tjörnina og fyrir mér er hún yndislegur blettur í til- verunni. Böm í Reykjavík hafa sum- ar sem vetur átt ógleymanlegar ánægjustundir við og á Tjöminni. Þeir vom fáir frostdagarnir sem við systumar renndum okkur ekki á skautum á Tjöminni. Við vorum svo lánsamar að búa svo skammt frá að við gátum labbað út á Tjöm á skautum. Á vorin heilluðu sílaveiðar og oft flaut þá inn í stígvélin í hita leiksins. Ankin umferð skapar að- hald við borgarbúa Þegar farið var að ræða um byggingu ráðhúss vil ég ekki leyna því að ég hefði persónulega valið annan stað. Eftir miklar vangavelt- ur og göngur um miðbæinn varð í huga mér gamla höfnin fyrir val- inu. Þar sem nú er varðskipa- bryggja. Glæsileg bygging hefði vel fengið notið sín þar. Vissulega kom sá staður til greina, en Tjömin varð fyrir valinu. Ég get vel fallist á að byggingunni var valinn sá staður við Tjömina þar sem hún fær best notið sín. Bent hefur verið á að byggingin muni ógna dýralífí Tjam- arinnar. Slíkt fær ekki staðist í mínum huga og ég held að aukin umferð skapi um leið aukið aðhald við borgarbúa um að gæta að lífríki Tjamarinnar, og er nú unnið að fegrun tjamarbakkans. Það eru ekki mörg ár síðan brú yfír Elliða- ámar átti að eyðileggja lífríki Ell- iðaárdalsins og drepa allan lax í ánni, en í stað þess hefur Elliðaár- Bessí Jóhannsdóttir „Við skulum vona að háaldraðri vinkonu minni verði að ósk sinni að lifa það að sjá risið ráðhús við Tjörnina. Hún minntist þess að vera alin upp í torfbæ og hafa horft á alls kyns hrófatildur byggð af miklum vanefnum í hjarta borgarinnar og fagnaði því af alhug að fá fallegt ráðhús við Tjörnina.“ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ ... am / Okkur er ánægja að tilkynna opnun nýrrar og glæsilegrar þjónustumiðstöðvar, HLÍÐARENDA, við Austurveg á Hvolsvelli. í björtum og rúmgóðum húsakynnum HLÍÐARENDA, er fyrsta flokks aðstaða fyrir ferðamenn og þjónustan er af margvíslegu tagi, jafnt fyrir fólk og farartæki: • Veitingasala • Kaffitería • Ferðamannaverslun • Bílaleiga • Bensínafgreiðsla • Afgreiðsla Austurleiðar Komið við á notalegum áningarstað næst þegar leið ykkar liggur um Suðurland. HLÍDARENDI er í alfaraleið og við bjóðum ykkur velkomin. jmmss am ESSO OLÍUFÉLAGIÐ HF HÓTEL HVOLSVÖLLUR • KAUPFÉLAG RANGÆINGA • AUSTURLEIÐ HF BÍLALEIGA HVOLSVALLAR dalurinn verið opnaður borgarbúum og laxinn skilar sér að vanda. Bent hefur verið á mikinn kostnað við byggingu ráðhússins og að það muni stuðla að aukinni þenslu í borginni. Auðvitað kostar mikið að eignast þak yfir höfuðið en hafa skal í huga að borgarsjóður stendur vel og hvenær á að byggja ef ekki í góð- æri. Um þensluna má segja að teikn em á lofti um samdrátt í byggingar- iðnaði þannig að auknar líkur eru á hagkvæmni við bygginguna. Bíla- stæðavandinn er það sem nýjast er dregið fram. Frá því ég man eftr mér hefur þetta verið vandamál miðbæjarins. Aldrei hafa þó verið önnur eins áform og nú um að leysa þennan vanda. Vil ég benda á að bílastæðum hefur nú þegar fjölgað mikið í miðbænum. Við sem sækjum þangað vinnu okkar finnum þetta glöggt. Má benda á að bílastæðið við Höfnina hefur aldrei verið fullt þegar ég hef komið þangað. Nú á tímum aukins skilnings á heilsu- vemd þykir ekki tiltökumál þó menn gangi nokkra metra frá bíl sínum til vinnu. Uppbyggingoi fylgir tima- bundið ónæði Ibúar við Tjamargötu kvarta skiljanlega yfír aukinni umferð og um leið auknum hávaða. Byggingu nýs húss fylgir ónæði, það vita allir sem búið hafa í nýjum hverfum þar sem uppbygging á sér stað. Við íbúar í Hvassaleiti fómm ekki var- hluta af því þegar verið var að byggja upp í Nýja miðbænum. En aílt tekur enda og fagna ber því ef byggingartími er stuttur eins og verða mun með ráðhúsið. Nú er það einu sinni svo að þeir sem búa við vinsælar götur verða oft fyrir meira ónæði af hávaða. Benda má á, að umferð við ráðhúsið verður mest á þeim tíma sem flestir em sjálfír úti að vinna. Friður og ró ætti að vera á kvöldin og um helgar. Minnisvarði um snilli þeirra er að stóðu Mikið hefur verið rætt um útlit byggingarinnar og stærð. Útlit húsa er alltaf smekksatriði. Hús sem ég byggi og mér þykir hið feg- ursta getur farið mikið í taugamar á öðmm. Við höfum öll okkar ímynd af því hvemig við viljum hafa ráð- hús. Seðlabankahúsið þótti mörgum ljótt, þar á meðal undirritaðri, sem nú viðurkennir að húsið er afar sterk og falleg bygging sem hæfír vel þeim stað sem hún prýðir. Ég hef orðið vör við sama sjónarmið hjá fjölmörgum. Arkitektar em af ólíkum skóla og milli þeirra er mik- ill ágreiningur um útlit og hönnun bygginga. Það kemur því ekki á óvart að það skuli vera arkitektar sem láta mikið í sér heyra um vænt- anlega ráðhúsbyggingu. Ekki má og gleyma því að það er mikið mál hver hreppir það hnoss að fá að teikna svo merka byggingu sem væntanlega á eftir að standa sem \ SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89 Talaðu við ofefeur um ofna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.