Morgunblaðið - 10.06.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
21
minnisvarði um snilli þeirra er að
stóðu.
Persónulegar of sóknir
og skítkast
Ráðhúsmálið hefur verið notað í
persónulegri herferð gegn Davíð
Oddssyni, enda hefur eins og áður
sagði andstæðingum hans gengið
illa að finna mál gegn honum. Davíð
er maður sem rís upp úr þeirri flatn-
eskju sem andstæðingar hans eru
marki brenndir. Hann er skeleggur
leiðtogi sem þorir að taka ákvarðan-
ir og fylgja þeim eftir. Staðreyndin
er sú að þann eiginleika mættu
fleiri stjómmálamenn hafa. Hik og
fát einkennir allt of marga, og á
það sinn þátt í að grafa undan
trausti almennings á stjómmála-
mönnum almennt. Reynt hefur ver-
ið að líkja vinnubrögðum borgar-
stjóra við fasisma og einræðistil-
hneigingu og sýnir það best lágkúm
þeirra er slíkan málflutning hafa á
lofti. Reykvíkingum er enn minnis-
stæð sú sundrung og vitleysa sem
var f gangi við stjóm Reykjavíkur
á tímabili vinstrimeirihlutans. Við
Reykvíkingar getum verið ósam-
mála um ákveðnar framkvæmdir
en við eigum að forðast að láta
slíkan ágreining verða til að ryðja
braut fyrir sundurlausa hjörð háv-
aðasams minnihlutahóps, sem þyk-
ist tala fyrir munn okkar hinna.
Hóps sem notar hvert tækifæri til
að skapa óánægju og upplausn. Við
skulum vona að háaldraðri vinkonu
minni verði að ósk sinni að lifa það
að sjá risið ráðhús við Tjömina.
Hún minntist þess að vera alin upp
í torfbæ og hafa horft á alls kyns
hrófatildur byggð af miklum van-
efnum í hjarta borgarinnar og fagn-
aði því af alhug að fá fallegt ráð-
hús við Tjörnina. Almenningur þarí
að láta í sér heyra þannig að í fjöl-
miðlum birtist ekki eingöngu skoð-
anir þeirra er augljóslega em haldn-
ir ofstæki gegn skynsamlegurr
málum.
Höfundur er kennari ogfram-
kvæmdastjóri í Reykjavík.
Myndlistar-
sýning í
Glerárkirkju
Myndlistarsýning verður opn-
uð í Glerárkirkju á Akureyri
laugardaginn 11. júní kl. 16.00.
Um er að ræða samsýningu 5
ungra myndlistarmanna, þeirra
Grétu Serensen, íris Elfu FViðriks-
dóttur, Ragnars Stefánssonar,
Ragnheiðar Þórsdóttur og Sólveig-
ar Baldursdóttur.
Öll hafa þau útskrifast úr mynd-
listamámi á sl. 5 ámm, frá ís-
landi, Hollandi, Danmörku og tvö
frá Bandaríkjunum.
Þau sýna skúlptúrverk, teikning-
ar, málverk, textílverk og verk unn-
in í leður.
Sýningin í Glerárkirkju verður
opin frá 11.—19. júní en flyst þá
yfir í Safnahúsið á Sauðárkróki
dagana 2.—10. júlí. Sýningamar
eru opnar á báðum stöðunum virka
daga frá kl. 16—21 og um helgar
frá kl. 14 til 22 og em allir velkomn-
ir.
(Fréttatilkynning)
Cterkurog
k./ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
í PfrripMiMaftifo
Húsavík:
Helmingnr gam-
als húss fluttur
Morgunblaðið/Silli
Frá flutningi hússins frá Garðarsbraut 18 suður á Kaldbaksmela.
Húsavik.
HLUTI AF gömlu verslunarhúsi
Örum & Wulffs á Húsavík sem
byggt var eftir stórbruna 1902
var um sfðustu helgi flutt frá
Garðarsbraut 18 suður á Kald-
baksmela, sunnan Haukamýrar-
dals, þar sem það skal notað sem
geymsluhús.
Eftir stórbmnann í nóvember
1902, þegar 8 hús dönsku verslun-
arinnar Orum & Wulffs brannu til
kaldra kola á 4 klukkustundum,
vom reist ný hús og var verslunar-
og pakkhúsið þeirra stærst eða 37
metra langt. Húsinu var þrískipt, í
miðju húsinu var verslun og skrif-
stofa, í austurenda saltað Iqot að
hausti og ullarmóttaka, en í vestur-
enda, sem nú er fluttur, var kom-
vömgeymsla á neðri hæð en timbur-
geymsla og fleira á loftinu, meðal
annars vom efnisbirgðir Rafveitu
Húsavíkur og sala þeirrar vöm til
bæjarbúa þar.
Ymsar breytingar hafa orðið á
afnotum og innréttingum upphaf-
lega hússins. Um 1945 var því skipt
í tvo hluta og annar hlutinn, austur-
endinn (verslunarhúsnæðið) var
fluttur að götu, því á þeim tíma
töldu sumir að það drægi úr við-
skiptum hvað það var langt frá
aðalbrautinni. En í dag væri það
talinn kostur, því þá hefðu verið
góð bílastæði fyrir framan verslun-
ina. Um leið og þessi hluti hússins
var fluttur vom settir kvistir á hann
og gerð íbúð á efri hæð, sem nú
er notuð fyrir skrifstofur.
Naustir hf. sáu um flutning húss-
ins og gekk hann vel, en eigendur
þess em nú Fiskiðjusamlag
Húsavíkur.
- Fréttaritari
ÚTILÍF
Glæsibæ,
sími 82922
BOLTA- S.Waage, Kringlunni
MAÐURINN AxelÓ. Vestmannaeyjum
laugavegur 27 -101 Reykjavík
5ími 15599