Morgunblaðið - 10.06.1988, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur. Mig
langar mikið að vita um
þroskamöguleika mína, kosti
og veikleika. Einnig er ég
óviss um hvaða starf henti
mér best. Ég er fæddur í
Reykjavík hinn 5.11.1962 kl.
7.40 að morgni. Þinn einlæg-
ur.“
Svar:
Þú hefur Sól, Merkúr, Venus
og Risandi í Sporðdreka. Sólin
er í samstöðu við Neptúnus.
Tungl er í Vatnsbera, Mars í
Ljóni og Úranus og Plútó á
Miðhimni í Meyjarmerkinu.
Skapstór
Þú ert greinilega skapstór,
ráðríkur og fastur fyrir. Þú
ert mikill tilfínningamaður
(Sporðdreki) en gætir átt í
erfíðleikum með að viður-
kenna tilfinningar þínar, ekki
síst vegna þess að þú vilt að
hugur og skynsemi stjómi til-
fínningunum (Tungl í Vatns-
bera).
Viöurkenna tilfinningar
Fyrsta skrefið til betra lífs er
því það að leyfa þér að hafa
iilfinningar. Varast að láta
Vatnsberaþáttinn skammast
sín fyrir tilfinningar þínar og
mikið skap. Ef þú gerir þér
grein fyrir því að það er í raun
enginn sem bannar þér að láta
frá þer tilfinningar annar en
þú sjálfur, getur þú öðlast
frelsi til að tjá þær.
Taktu völdin
Þú ert frekur og ráðríkur og
ekki ólíklegt að þú skammist
þín einnig fyrir stjómsemi
þína og reynir því að halda
aftur af þér. Sporðdreki og
Ljón saman gefa til kynna það
að vera dulur og um leið það
að vilja vera áberandi. Þetta
togast á en þarf að sætta.
Erfitt aö breyta til
Þar sem þú ert mjög fastur
fyrir er hætt við að þú eigir
erfitt með að breyta til. Við
því er ekki annað að gera en
að láta þig hafa það, með
tímanum venst þú nýjum að-
stæðum. Ef þú á hinn bóginn
reynir að vinna á móti breyt-
ingum og ætlar að halda í
fortíðina er hætt við að þú
staðnir. Það ættir þú að var-
ast.
Öskra í íþróttum
Þar sem þú ert skapmikil! en
um leið viðkvæmur og lætur
umhverfíð koma þér úr jafn-
vægi, er æskilegt að þú finnir
útrás fyrir orku þfna. Ég tel
t.d. æskilegt að þú leggir
reglulega stund á einhveijar
íþróttir, til að fá útrás fyrir
þá ólgu sem blundar innra
með þér. Líkamsrækt, sund
og annað álfka væri ömgglega
gott fyrir þig.
Listir og andlegt mál
Sól 1 samstöðu við Neptúnus
bendir til listrænna og and-
legra hæfileika. Einn mikil-
hæfur tónlistarmaður er fædd-
ur sama dag og ár og þú.
Samí maður hefur mikinn
áhuga á andlegum málefnum.
Þó þú fetir kannski ekki sömu
braut býrð þú eigi að síður
yfir svipuðum hæfileikum og
gætir því ræktað andlega og
listræna hæfileika með góðum
árangri.
SálfrceÖi ogfiölmiölun
Varðandi starf er ekki gott
að segja hvað á best við.
Sporðdreki-Vatnsberi bendir
til hæfileika á sálrænum og
félagslegum sviðum, þ.e. sál-
fræðingur/félagsfræðingur.
Merkúr í samstöðu við Rísandi
merki og Tungl í 3. húsi gæti
bent til hæfileika tengda fjöl-
miðlun. Það ásamt Neptúnusi
gæti vfsað á listræna hæfileika
( sambandi við það að skrifa
- eða teikna.
GARPUR
JAFM'S£L t>ÓTT(J&*1SKjPlE> 5É AÐ
BRENNA getur. GULLOÓR. EKK!
STAÐlSTMr&TTU þinverja
GRETTIR
T^MlilKill O ^ ICMMI
1 AJlVIIVl 1 Uu JtlMIMI
UÓSKA
FERDINAND
ijiiiini)[inT?nmn»w»ii);irn.’)i)iiii;;njiii.iiiíinn.)i)iii)ii;iin[iiiiniiiiii)i.;.)iJjj»iiiiiiiiji..>niiiin:.?;i;i;i:;;winf.r;n ■■■■■—■ 11 . . 1 1 . i..- —. i ^ '
SMAFOLK
1 CAn't believe IT'
Ég trúi þessu ekki!
SOMEBOPV DEFACEP
MV REPORT CARPJ
Einhver hefur krotað út
einkunnaspjaldið mitt!
Sjáðu þetta ...
SOME TEACHER PUT
A D-MINUS ON IT! I
___ Ji
Einhver kennarí setti fall-
einkunn á það!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Hvemig í ósköpunum var
hægt að klúðra þessu spili?"
Sveitarfélagamir voru fullir
vandlætingar, sem vonlegt var,
þvf það blasir ekki beinlfnis við
að sagnhafi eigi skothelda af-
sökun fyrir að tapa fjórum spöð-
um. En sjáum til:
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ G4
♦ 109732
♦ 93
♦ KD93
Norður
♦ 1063
♦ D84
♦ ÁK752
♦ G10
Austur
♦ D95
♦ 6
♦ G1064
♦ Á7642
Suður
♦ ÁK872
VÁKG5
♦ D8
♦ 85
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 spaði
Pass 1 grand Pass 2 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: laufkóngur.
Örlögin hafa greinilega út-
hlutað AV tveimur slögum á
lauf og einum á tromp. Austri
tókst hins vegar að knýja fram
einn til viðbótar með mjög frum-
legri blekkingu. Vestur átti
fyrsta slaginn á laufkóng og
spilaði meira laufí yfir á ás
makkers. Austur skipti síðan
yfir í einspilið í hjarta.
Sagnhafi tók slaginn heima
og hugðist nú taka tvo efstu í
trompi og leggja upp. En þegar
trompdrottningin kom í spaðaás-
inn var ástæða til að endurskoða
þá áætlun. Ef vestur ætti G9
§órða í trompinu mátti ekki
drepa tíuna í blindum með því
að taka næst á kónginn. Sagn-
hafi ákvað að vemda sig gagn-
vart þessari legu og spilaði því
næst smáum spaða að tíunni.
Vestur fékk óvæntan slag á
trompgosann og gaf austri svo
stungu f hjartað. Einn niður!
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu í Haninge í
Svíþjóð í maí kom þessi staða upp
í viðureign stórmeistaranna Ulfs
Anderssons, Svfþjóð, og Levs
Polugajevskys, Sovétríkjunum,
sem hafði svart og átti leik. Svíinn
hafði átt léttunnið endatafl, en lék
hrottalega illa af sér með síðasta
leik sínum, 42. e4 — e5??
41. — Bxe5! (Hvítur tapar um-
frampeðinu fyrir ekki neitt, því
43. Kxe6 er auðvitað svarað með
43. — He6+. Samið var jafntefli
eftir:) 43. Rd4 - Bxd4, 44. Hxd4
- He6, 45. Hd2 - He3, 46. Kc4+
- Kc7, 47. Kb5 - b3! Jafntefli.
Þetta reyndist Andersson dýr-
keypt. Polugajevsky sigraði á
mótinu með 8 vinninga, en And-
ersson varð annar með 7 v.