Morgunblaðið - 10.06.1988, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1988
4-
42
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir LESLIE COUTT
Austur-Þýskaland:
Tímabært að Honeck-
er seljist í helgan stein
Sovétmenn hafa áhyggjur af því hver verður eftirmaður hans
Fulltrúar Sovétríkjanna S Austur-Berlín hafa gefið sterklega í
skyn að Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýskalands, sem orðinn
er 75 ára gamall, muni láta af störfum innan skamms. Sovéskir
ráðamenn hafa þungar áhyggjur af þvi að enginn þeirra 22
manna sem sæti eiga í stjómmálaráði austur-þýska kommún-
istafiokksins getur talist umbótasinnaður. Sovétmenn urðu fyrir
vonbrigðum þegar skipt var um forystu í Tékkóslóvakiu fyrir
skemmstu. Gustav Husak iét af störfum í desember á síðasta
ári og við tók Milos Jakes sem er yngri maður en i alla staði
jafn íhaldssamur og fyrirrennari hans. Tékkneski kommúnista-
flokkurinn hefur, þrátt fyrir íhaldssaman leiðtoga, gert áætlan-
ir um breytingar í efnahagslifi. Slikar áætlanir hafa austur-
þýskir ekki gert og breytinga er ekki að vænta þó Honecker láti
af störfum.
Honecker hefur þráast við að
taka upp umbótastefnu
Mikhafls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga. í blaðaviðtali fyrir skömmu
sagði Honecker:„Enginn getur
mótað stefnu sem hentar öllum."
Hann hefði ekki getað farið varleg-
ar að því að segja að hann hafí
ekki f hyggju að taka upp stefnu
Kremlveija. Honecker heldur því
fram í blaðaviðtalinu að Austur-
Þjóveijar hafi þegar komið á
nokkrum breytingum og uppbygg-
ingu, en hann forðast að nota orð-
ið „perestroika".
Oánægja Sovétmanna í garð
Honeckers hefur aukist jafht og
þétt síðan á síðasta ári en þeir
hafa stillt sig um að beita helsta
bandamann sinn í Varsjárbanda-
laginu þrýstingi opinberlega.
Embættismenn í Austur-Þýska-
landi segja að landið sé framvörður
sósíalismans í Evrópu og vara við
því að ef breyting verði gerð á
stjómkerfínu þar í landi ógni það
austurblokkinni og geti leitt til
keðjuverkana sem Sovétmenn verði
fyrstir til að sjá eftir. Þessi þróun
f austantjaldslöndunum hefur sett
mark sitt á stjómvöld í Sovétríkjun-
um. Honecker hefur verið látinn
einn um að mæla fyrir aukinni
miðstýringu og þrengri hugmynda-
fræðilegri stjómun.
Sovéskir sendimenn og fréttarit-
arar í Austur-Berlín segja nú að
stjóm Honeckers, sem verið hafi
einráður í Austur-Þýskalandi
sfðustu árin, sé ekki í neinu sam-
ræmi við stjómmálalegar og efna-
hagslegar aðstæður f landinu. Þús-
undir Austur-Þjóðveija hafa sent
sovéska sendiráðinu bréf þar sem
beðið er um að „glasnost“-stefnan
verði kynnt í heimalandi þeirra.
Sovéska vfsinda- og menningar-
stofnunin getur ekki greint aust-
ur-þýskum borgurum frá umbótun-
um f Sovétrfkjunum á sama tíma
og opinberir Qölmiðlar f Austur-
Þýskalandi neita að fjalla um þær.
Sovéskir hagfræðingar benda á
að efnahagslffí f Austur-Þýskalandi
hafi hnignað til muna á síðustu
árum. Segja sérfræðingar að brýn
þörf sé á breytingum. Viðbrögð
austur-þýskra leiðtoga hefur verið
að kæfa allar hugmyndir um endur-
bætur í fæðingu. Á sama tíma eru
Austur-Þjóðveijar að reyna að
halda f góðviljann sem vestur-þýsk
stjómvöld hafa sýnt á undanföm-
um árum. Á síðasta ári fengu 1,2
milljónir Austur-Þjóðveija að heim-
sækja Vesturlönd. Enn fleiri Aust-
ur-Þjóðveijar munu væntanlega fá
leyfi til að heimsækja Vestur-
Þýskaland f ár.
Eftir þiýsting nágrannanna
ámm saman láta austur-þýsk
stjómvöld nú undan og hyggjast
reyna að koma meira skipulagi á
þau handahófskenndu vinnubrögð
sem tíðkast hafa við meðferð út-
flutningsleyfa fólks sem vill flytja
til Vestur-Þýskalands. Reglugerðir
hafa verið settar þar sem kveður
á um að þeim sem er synjað um
flutning til Vestur-Þýskalands
nálægt núlli en ekki um 3,6% eins
og gefið hafi verið upp í opinberum
skýrslum. Nærri 80% iðnfyrirtækja
í Austur-Þýskalandi hafi ekki stað-
ið við áætlanir á síðasta ári. Aðeins
róttækar breytingar geta, að sögn
sovéskra embættismanna, komið
efnahagslífinu á réttan kjöl.
Sovéskir sendimenn benda einn-
ig á að aukinn fjöldi austur-þýskra
háskólaborgara sem ferðast til
Vestur-Þýskalands komi aldrei til
baka. „Svo lengi sem þeir afla
hærri tekna erlendis mun fólks-
flóttinn halda áfram," er haft eftir
svartsýnum sovéskum erindreka.
Þessi Sovétborgari ásamt fleiri
embættismönnum frá Sovétríkjun-
um heldur því fram að Austur-
Þjóðveijar eigi að koma í veg fyrir
flótta frá landinu með því að gera
það fysilegra fyrir borgara þess.
Honecker er of gamall og fastheld-
inn til þess að takast á við slík
verkefni, að sögn Sovétmanna.
Hann ætti að fara að huga að því
Erich Honecker, aðalritari kommúnistaflokksins í Austur-Þýska-
landi. Sovéskum stjórnmálamönnum finnst tími til kominn að
hann fari að víkja fyrir yngri manni.
skuli skýrt frá ástæðum synjunar-
innar.
í gegnum tíðina hafa slíkar til-
slakanir skilað Austur-Þjóðveijum
efnahagslegri aðstoð frá Vestur-
Þjóðveijum. Að þessu sinni er búist
við að greiðviknin felist í flugvél
af gerðinni Airbus A-31 sem vest-
ur-þýskur banki mun láta austur-
þýska flugfélaginu Interflug í té.
Vestur-þýska flugfélagið Luft-
hansa mun sjá um viðhald á vél-
inni. Áætlanir vestur-þýskra
stjómvalda um endurbætur á lest-
arsamgöngum milli Vestur-Berlín-
ar og Vestur-Þýskalands munu á
sama hátt koma Austur-Þjóðveij-
um til góða.
Einkaheimsókn Helmuts Kohls
kanslara Vestur-Þýskalands til
Austur-Þýskalands fyrr á þessu ári
var að hluta til farin til þess að
hvetja Vestur-Þjóðveija til að
heimsækja nágrannana í austri
sem myndi auka gjaldeyrisstreymi
til Austur-Þýskalands.
í augum Sovétmanna koma þær
breytingar sem orðið hafa í Aust-
ur-Þýskalandi þeim ekki til góða.
Austur-Þjóðveijar sjá Sovétríkjun-
um ekki fyrir þeirri hágæða iðn-
framleiðslu sem þau þarfnast, segja
sovéskir embættismenn. Hagfræð-
ingar í Sovétrflgunum segja að
hagtölur frá Austur-Þýskalandi séu
ekki réttar. Hagvöxtur hafi verið
að setjast í helgan stein eftir 16
ára valdatímabil.
Honecker sjálfur virðist ákveð-
inn í að gegna embætti aðalritara
kommúnistaflokksins þar til eftir
hátíðarhöldin í tilefni þess að 40
ár eru frá stofnun Austur-Þýska-
lands í október á þessu ári.
Líklegur eftirmaður Honeckers
er Egon Krenz. Hann gegnir emb-
ætti öryggismálaráðherra auk þess
að fara með ungliða- og íþrótta-
mál. Krenz hefur ekki, þrátt fyrir
að hann sé 23 árum yngri en
Honecker, sýnt nein merki þess að
vera fijálslyndari eða hlynntari
umbótastefnu Gorbatsjovs en
Honecker. Hinir tveir sem gætu
hugsanlega tekið við embætti
flokksritara, Giinter Schabowski
flokksformaður í Austur-Berlín og
Wemer Felfe landbúnaðarsérfræð-
ingur stjómmálaráðsins, hafa ekki
sýnt nein merki fijálslyndis.
Það setur Gorbatsjov í klfpu að
lítil von er til þess að umbótasinni
setjist í valdastól í Austur-Þýska-
landi. Hann getur kennt fyrirrenn-
urum sfnum um vandann, því þeir
sáu til þess að aðeins íhaldssamir
fengu inngöngu í stjómmálaráð
austur-þýska kommúnistaflokks-
ins.
Höfundur er blaðamaður hjá
Financial Times.
Minning:
Lovísa Dagmar
Haraldsdóttir
Fædd 2. maí 1922
Dáin l.júní 1988
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu hug þinn.
Og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(K.Gibran)
Þó að við vitum öll að það að
deyja er tilgangur lífsins, eigum við
flest erfítt með að sætta okkur við
þá staðreynd. Það er sárt þegar ■
kveðjustundin rennur upp. Það er
það líka nú er ég minnist mágkonu
minnar, Lovísu Dagmar Haralds-
dóttur. Ég hef þekkt hana allt frá
bamæsku og margs er að minnast.
Lúlla, eins og við vinir hennar kölluð-
um hana, var ættuð frá Skeggjastöð-
um í Garði. Lúlla var í mörgu svo
sérstök. Hún tók oft sterkt til orða
og var áköf þegar henni fannst hall-
að á einhvem, sérstaklega þegar í
hlut átti sá eða sú er halloka hafði
farið í lífinu. Það má segja að Lúlla
hafi ekki borið það utan á sér hvað
inni fyrir bjó. Hún var vinamörg og
gleymdi aldrei því sem henni var vel
gjört. Einnig var Lúlla bamgóð svo
eftir var tekið. Mikil var gleði henn-
ar er hún fyrir níu mánuðum, þá
orðin fársjúk af þeim sjúkdómi sem
nú hefur bugað hana, fékk að halda
undir skím alnöfnu sinni, em hún
þráði að fá að fylgjast með. Ég trúi
að fyrirbænimar hennar Lúllu fylgi
ástvinum hennar öllum.
í ágúst 1987 andaðist Lóa systir
hennar. Þær báru mikla umhyggju
hvor fyrir annarri. Þær gengu báðar
í gegnum erfiðan sjúkdóm sem því
miður enginn mannlegur máttur
fékk við ráðið. Trúi ég því að nú
hafi þær sameinast á ný, lausar við
þjáningar þessa heims.
Ég minntist á að Lúlla hafi verið
í mörgu sérstök. Það var oft gaman
að ræða við hana svo áköf var hún
í sínum málflutningi. Þegar rædd
voru þjóðmál, var hún oft svo orð-
heppin að umræðan endaði oft með
léttum hlátri. Lúlla hafði skemmti-
lega kímnigáfu sem gaman var að,
og gleymdist ekki. Það er sárt að
hugsa til þess að Lúlla sé dáin, og
við vinir hennar fáum ekki að sjá
hana oftar í okkar hópi, svo snar
þáttur sem hún var í fjölskyldu minni
í yfír fjörutíu ár.
Lúlla og Gísli bróðir minn giftu
sig árið 1944. Þau eignuðust tvær
stúlkur og tvo drengi. Elsta bamið,
drengur, fæddist andvana. Hin þijú
eru uppkomin og hafa stofnað sín
eigin heimili. Bamabömin em orðin
sex. Er hennar nú sárt saknað af
flölskyldu sinni.
Ég er stolt af Gísla bróður mínum
fyrir tryggð hans og þann styrk sem
hann veitti Lúllu sinni í hennar miklu
veikindum. Hann hugsaði um hana
af slíkri umhyggju að á betra varð
ekki kosið. Veit ég að ástvinir Lúllu
em honum af hjarta þakklátir. Lúlla
þráði að fá að liggja heima, og það
fékk hún þar til fyrir fáum vikum,
að hún var flutt fársjúk á Sjúkrahús
Keflavíkur. Þar var allt gert sem í
mannlegu valdi stóð henni til hjálp-
ar. Guð launi þeim öllum.
Ég og fjölskylda mín öll kveðjum
Lúllu og þökkum henni allar sam-
vemstundimar á liðnum ámm. Við
sendum fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
hennar.
Marta G. Haraldsdóttir
Þann 1. júní lést í Keflavík Lov-
ísa Haraldsdóttir eftir löng og erfið
veikindi. Ég vil minnast hennar með
nokkmm orðum, og þá sérstaklega
sólskinsdaganna úr lífi okkar
beggja, er ég var bamungur, og
hún var ung kona geislandi af lífi
og §öri, litfríð og ljóshærð. Þá kem-
ur fram í hugann hvað hún var
mér álltaf góð og jákvæð, þannig
að ég hlakkaði alltaf til að hitta
Kveðjuorð:
*
Jón Olafsson
Fæddur S.júlí 1940
Dáinn 24. desember 1987
Nú er um það bil hálft ár síðan
faðir minn hvarf. Enn hefur hey
hans ekki fundist. Fyrir mér er
líkami aðeins verkfæri. Ég vona að
sál ferðist áfram á þroskans braut.
í minningunni á ég aðeins bjartar
minningar um hann. Það sem dró
hann að brún dauðans var angist
þess er getur ekki tjáð sig. Örvænt-
ing þess þjáða. Otal spumingar
kviknuðu í bijósti mínu þegar ég
skildi hvað skeð hafði, þær ómuðu
í tóminu sem hann skildi eftir sig.
Mörg svör hafa fæðst.
Að geta tjáð sig, að geta gefið
annarri manneskju mynd af huga
sínum svo langt sem maður fær inn
í sig séð, er ef til vill það dýrmæt-
asta sem hveijum manni er gefið.
Svo margir eru þó án þorsins. Svo
erfitt getur það verið að opna sál-
arkitruna sína. Engum er hægt að
kenna um og sjálfsásakanir eru
aðeins til að draga mann ofan í
pytt sjálfsaumkunar.
í minningunni er mynd af manni
sem sagði fátt vegna þess að lykill-
inn að sálinni var týndur og þrekið
vantaði til að leita hans. í minning-
unni sé ég hann sem klett á lífsins
úfna hafi. Sem leiðarljós mitt. í
minningunni er maður sem hafði
hjarta úr gulli og hlýju til að bera.
Hann gaf okkur sem eftir sitjum
þor til að opnast og styrk til að
sameinast.
Það er hin djúpa dauðra gröf,
- þar dvínar sorg og strið -
er sollin lífs fyrir handan höf
er höfn svo trygg og blíð.
Þú læknar hjartans svöðusár
og svæfir auga þreytt,
þú þerrar burtu tregatár
og trygga hvíld fær veitt.
Þú griðarstaður mæðumanns
6, myrka, þögla gröf,
þú ert hið eina hæli hans
og himins náðargjöf.
(Kristján Jónsson)
Hvar er í heimi hæli tiyggt
og hvild og mæðufró?
Hvar bærist aldrei hjarta hryggt?
Hvar heilög drottnar ró?
Fyrir hönd bróður míns, Jóns
Tryggva., og móður okkar, Berg-
þóru Ámadóttur,
Birgitta Jónsdóttir