Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 5
Dagvist barna MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JUU 1988 5 Flugkerfi í Borgar- leikhúsið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga við breska fyrirtækið Rae Stage and Studio Ltd., um flugkerfi fyrir Borgar- leikhúsið. Tilboð Rae Stage hljóðaði uppá rúmar 42 milljónir, en að sögn Magnúsar Sædal Sva- varssonar, byggingarstjóra, á eftir að ræða ýmis tæknileg at- riði og útfærslur, svo endanlegur kostnaður við flugkerfið er ekki ljós. Magnús sagði flugkerfið vera einn mikilvægasta þátt leikhússins. í 25 metra háum turni, þar sem sviðið væri staðsett, væri komið fyrir fjölda ráa sem á væru fest ljós- kerfi, hluti sviðsmynda og búnaður til að láta ýmsa hluti svífa niður á sviðið. „Það má segja að flugkerfið sé það sem skapar líf á sviðinu, annað en það sem leikararnir skapa,“ sagði Magnús. Tilboð í sviðsljós og hljóðkerfi verða opnuð 19. júlí, en að sögn Magnúsar eru þau ásamt flugkerf- inu stærstu kostnaðarliðir við bygg- ingu Borgarleikhússins. Aætlað er að opna leikhúsið fullbúið haustið 1989. Rekstrarstyrkur til heimila í einka- rekstri verður 40% STJÓRN Dagvistar barna hefur samþykkt að breyta reglum um rekstrarstyrki til dagvistarheim- ila í einkarekstri til samræmis við niðurgreiðslur tii dagvistarstofn- ana í eigu borgarinnar. Að sögn Önnu K. Jónsdóttur, formanns stjórnar Dagvistar barna, gera nýju reglurnar ráð fyrir að borgin greiði 50% af kostnaði við 4ra tíma vistun eða 40% af 5 tíma vistun, en það er sama upphæðin, hvort sem um er að ræða leikskóla eða dagheimili. „Reglur um styrki til einkadag- heimila eru mjög úreltar og hafa verið í ósamræmi við þá þjónustu sem við veitum hjá borginni," sagði Anna. „Borgin greiðir 50% af kostnaði fyr- ir hvert barn í 9 tíma vistun á dag- vistarheimili en 34% af kostnaði fyr- ir hvert bam á leikskóla. Nýju regl- umar gera hinsvegar ráð fyrir að rekstrarstyrkur verði ein ákveðin upphæð með hveiju barni í samræmi við niðurgreiðslur borgarinnar á sambærilegri þjónustu til þeirra, sem ekki eru í forgangshóp. Þess vegna þykir okkur rétt að miða við niður- greiðlsur til leikskólanna." Anna sagði að í gömlu reglunum frá árinu 1973 væri einnig gert upp á milli rekstraraðila. Þannig að for- eldrafélög og húsfélög eiga rétt á fullum styrk en starfsmannafélög og fyrirtæki sem reka dagvistarheimili eiga rétt á hálfum styrk. „Þessu vilj- um við breyta þannig að allir rekstra- raðilar njóti sama réttar, svo fremi sem þeir hafi fengið leyfi mennta- málaráðuneytisins til rekstursins,“ sagði Anna. I borginni er eitt dagheimili rekið af einkaaðilum, eitt sem er bæði dagheimili og leikskóli og einn leik- skóli. Á þessum heimilum er 31 barn á dagheimili og 86 á leikskóla. Rétt er að taka fram að einstæðir for- eldra, með börn á heimili sem rekið er af einkaaðilum, fá greitt með sínu bami til samræmis við niðurgreiðslur á dajgvistarheimilum borgarinnar. „Eg er að vona að með nýju regl- unum opnist frekari möguleikar í uppbyggingu í dagvistun, sem ekki er endilega bundið við leikskóla eða dagheimili. Jafnframt að þær ýti undir að nýir aðilar fái áhuga á að reka sín dagvistarheimili og má þá nefna fóstrur og starfsmannafélög en fyrst og fremst erum við að breyta reglunum svo þær verði sanngjarn- ar,“ sagði Anna. Skýlaust yf ir íslandi Þessi mynd Veðurstofu Islands var tekin af landinu laust eftir klukkan 14 á mánudag úr veð- urtungli í 800-900 kílómetra hæð. Ovenju heiðskýrt var þeg- ar myndin var tekin vegna hæðarhryggjar yfir landinu. Skýin sem sjást vestan við landið á myndinni færðust yfir það í gær þótt ekki fylgdi þeim regn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.