Morgunblaðið - 06.07.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
9
Stjörnukort.
Persónukort: Hver er ég? Hvaða hæfileika hef ég?
Hvað veikleika? Get ég skilið mig betur?
Framtíðarkort: Hvaða sjó sigli ég þetta árið?
Hvar er meðbyr, mótbyr, blindsker og öruggar
siglingaleiðir?
Samskiptakort: Ég elska maka minn, en getum við
skilið hvort annað betur?
Sjálfsþekking erforsenda framfara.
Hríngdu og pantaðu kort
STJ0RNUSREKI
iSTÖIMN 10377
LAUGAVEGI 66 SlMI 103771
Gunnlaugur Guðmundsson
Verslun
KAYS
pöntunarlistans
Hólshrauni 2, Hafnarfirði (gegnt Fjarðarkaupum)
Sumartilboð
á nýjum stunnr£sítn&ði
Peysur/bolir
firákr. 390.-
*ao..
J.
**kr.
Dötnu-, herra- og bamafatnaður
Sœlgæti - Snyrti vörur
ORION
VIDEOTÖKUVÉLAR
nGsco
LRUGRI/EGUR HF
Laugavegi 10, simi 27788
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31.
PÖSTHÓLF 58. AKUREYRI, SlMI: 24222
ASKRIFT KR. 660 A MANUÐI
LAUSASÓLUVERÐ 60 KR.
GRUNNVERÐ DALKSENTIMETRA 465 KR.
Tveir þjóðflokkar
Bilið á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgar-
svæðisins eykst um nokkra þumlunga með hverj-
um deginum sem líður og ef fram heldur sem horfir
verður komin óbrúanleg gjá milli þessara svæða
innan fárra ára. Umrætt bil er tilkomið vegna mis-
munandi skoðana, mismunandi veruleikatengsla
og lífsviðhorfs fólks sem býr á höfuðborgarsvæð-
inu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar.
Nú er svo komið að margir sjá rautt þegar minnst
er á Reykjavík, höfuðborg islands, borg sem lands-
menn alhr ættu að vera stoltir af. Sömuleiðis fyllast
Reykvíkingar annarlegum kenndum þegar minnst
er á landsbyggðina og sumir geta ekki leynt fyrir-
litningu sinni.
„Sendið þessa djöfulsins sveitamenn heim," var
tilvitnun í Timanum um daginn, höfð eftir áhorf-
anda á leik Fram og Völsungs í Reykjavik. Þessi
opinskáa lýsing á knattspymumönnum frá Húsa-
vik er að mörgu leyti táknræn fyrir það áht sem
höfuðborgarbúar hafa á íbúum landsbyggðarinn-
ar. Þetta eru sveitamenn, óalandi og óferjandi,
Tveir þjóðftokkar?
Skoðanamunur milli fólks í þéttbýli og dreif-
býli hefur alltaf verið til staðar. Margir hafa
þó áhyggjur af því, að hann sé meiri og djúp-
stæðari nú en áður. Akureyrarblaðið Dagur
fjallar um þessi mismunandi viðhorf í forystu-
grein fyrir nokkrum dögum. Fróðlegt er fyrir
íbúa þéttbýlisins á suðvesturhorninu að kynn-
ast þeim sjónarmiðum, sem þar koma fram.
í Staksteinum í dag er vitnað til þessarar
forystugreinar.
Óbrúanleg gjá
Dagur á Akureyri seg-
ir í forystugrein um
byggðamál sl. föstudag:
„Bilið á milli landsbyggð-
arinnar og höfuðborgar-
svæðisins eykst um
nokkra þumlunga með
hveijum deginum sem
líður og ef fram heldur
sem horfir verður komin
óbrúanleg gjá milli þess-
ara svæða innan fárra
ára. Umrætt bil er til-
komið vegna mismun-
andi skoðana, mismun-
andi veruleikatengsla og
lifsviðhorfs fólks, sem
býr á höfiiðborgarsvæð-
inu annars vegar og á
landsbyggðinni hins veg-
ar. Nú er svo komið, að
margir sjá rautt, þegar
minnzt er á Reykjavík,
höfuðborg íslands, borg,
sem landsmenn ættu allir
að vera stoltir af. Sömu-
leiðis fyllast Reykvíking-
ar annarlegum kennd-
um, þegar minnzt er á
landsbyggðina og sumir
geta ekki leynt fyrirlitn-
ingu sinni. „Sendið þessa
djöfulsins sveitamenn
heim,“ var tílvitnim í
Timanum um daginn,
höfð eftir áhorfanda á
leik Fram og Völsungs í
Reykjavík. Þessi op-
inskáa lýsing á knatt-
spyrnumönnum frá
Húsavík er að mörgu
leyti táknræn fyrir það
álit, sem höfuðborgarbú-
ar hafa á íbúum lands-
byggðarinnar. Þetta eru
sveitamenn óalandi og
ófeijandi, subbulegir,
frekir, vitlausir og dýrir
í rekstri."
Blint hatur
Síðan segir Dagur:
„Já, höfuðborgarbúum
finnst dýrt að halda uppi
samgöngum við íbúa
landsbyggðarinnar.
Jarðgöng í Ólafsfjarð-
armúla eða bætt vega-
kerfi á Vestfjörðum te\ja
þeir sóun á fjármunum.
Helzt að þeir samþykki
lagningu einstefnuakst-
ursgötu frá Reykjavík,
þannig að ibúar í „hinum
dreifðu byggðum lands-
ins“ eigi auðveldara með
að komast til borgarinn-
ar en geti ekki farið það-
an aftur. Fólk á að
streyma til Reykjavikur,
afhenda verzlunar- og
þjónustugeiranum fjár-
muni sina og helzt að
setjast þar að.
A tyllidögum tala
menn um að útflutnings-
verðmætin skapist á
landsbyggðinni og af
þeirri ástæðu, svo ekki
sé talað um aðrar, sé
nauðsynlegt að efla
byggð og koma i veg
fyrir fólksfækkun á
landsbyggðinni. Þetta
höfum við margoft heyrt
en þeir, sem skapa þessi
verðmæti, bíða enn eftir
þvi að þau sldli sér til
baka að einhveiju leyti,
þannig að fólk geti hald-
ið áfram að framleiða
þær útflutningsafurðir,
sem mestum tekjum skila
í þjóðarbúið.
Þegar svo er komið að
blint hatur ríkir á milli
íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu og ibúa á landsbyggð-
inni hlýtur það að vera
brýnt að efla samstöðu
meðal þeirra síðar-
nefndu. Þessi samstaða
kemur glögglega fram i
knattspyrnunni hjá
áhangendum norðanlið-
anna fjögurra í SL-deild-
inni, sem fylkja liði til að
betja á Reykjavikurveld-
unum, sem koma í heim-
sókn. Orðahnippingar á
knattspymuvöllum eru
lýsandi dæmi um þá stað-
reynd, að á íslandi búa
tvær þjóðir, höfuðborg-
arbúar og landsbyggðar-
fólk eða bara sveita-
menn. Tveir þjóðflokkar
með gerólikar skoðanir,
gerólíkir að upplagi og
búa við gerólíkar aðstæð-
ur. Verður einhvem tima
hægt að sætta þessar
stríðandi fylkingar?"
Einþjóðí
stóru landi
Þessi forystugrein úr
Degi er athyglisverð fyr-
ir þá sök, að hún lýsir
áreiðanlega vel tilfimi-
ingum mikils fjölda fólks
á landsbyggðinni gagn-
vart höfuðborgarbúum.
Og hvort sem fólki þykir
þessi afstaða sanngjöm
eða ekki er hún vem-
leiki, sem horfast verður
i augu við. Auðvitað em
íslendingar ekki tvær
þjóðir, heldur ein þjóð,
sem býr í svo stóm Iandi,
að við eigum fuUt i fangi
með að standa undir
þeirri búsetu.
Menn skyldu þó aldrei
gleyma þvi, að mikUl
fjöldi þess fólks, sem býr
á höfuðborgarsvæðinu á
rætur annars staðar á
landinu, hefur annað
hvort búið þar sjálft eða
forverar þess, feður og
mæður, afar og ömmur.
Allir þekkja þá sterku
tilfinningu, sem getur
skapast á miUi átthag-
anna og fólks, sem býr
víðs fjarri þeim. Þess
vegna sækir hópur fólks
á Homstrandir t.d. á
hveiju ári til æskustöðv-
anna og til æskustöðva i
öðrum landshlutum.
Veruleikinn er flóknari
en Dagur viU vera láta
en það breytir ekki þvi,
að hér er mikið verk að
vinna fyrir þjóðina alla
að eyða þeim misskiln-
ingi, sem hefur verið að
þróast milli fólks i þétt-
býli og á landsbyggðinni.
Akureyrarblaðið Dagur
hefur einnig skyldum að
gegna í þeim efnum.
Viltu
)rúar, mars, apríl,
tí, júlí, ágúst, sep
r, október, nóvem
sember, janúar, ft
a.rs, apríl, maí, júi
í, ágúst, septemb(
... bíl, íbúð, þvottavél eðafara í heimsreisu?
Söfnunarreikningur VIB gerir þér
þetta kleift á þægilegan hátt. VIB sér
um að senda þér gíróseðla eftir sam-
komulagi og annast síðan ávöxtun
íjárins. Þú tekur féð svo út þegar tak-
markinu er náð. Njóttu vel.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi68 15 30