Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988
„Að klippa götin af“
Hugleiðingar um vex
eftirAma
Gunnarsson
Þegar ég var strákur í sveit aust-
ur á Rangárvöllum var oft haft á
orði, þegar handtök manna þóttu
klaufaleg, að meira ynni vit en
strit. Þegar fáránleikinn birtist
mestur í vinnubrögðum var stund-
um vitnað í karl einn, sem ekki
þótti stíga í vitið og vildi gera við
götin á sokkunum sínum með því
að klippa þau af.
Þegar íslensk stjómvöld ákváðu
fyrir nokkrum árum, að auka frelsi
á peningamarkaði, m.a. með því að
gefa vexti frjálsa, var tekið heljar-
stökk út í niðamyrkur. Þetta var
gert í framhaldi af lögum um verð-
tryggingu fjárskuldbindinga, sem
var bæði tímabær og þörf ákvörðun.
En þegar stokkið var í átt til
hins frjálsa markaðskerfís, þar sem
framboð og eftirspum á að ráða
verðmæti fjármuna, gleymdist
ýmislegt og rangar ákvarðanir vom
teknar. Hagfróðir menn fylgdu
formúlum frá háþróuðum iðnaðar-
samfélögum, þar sem mun meira
jafnvægi ríkir í efnahagslífi en í
okkar veiðimannasamfélagi, þar
sem tekjur okkar sveiflast gífurlega
frá ári til árs.
Það gleymdist m.a., að á Islandi
er nánast allt vísitölubundið, nema
launin. Misgengi launa og láns-
kjaravísitölu olli skelfilegum raun-
um og varð að harmleik hjá hundr-
uðum fjölskyldna í landinu. — Það
gleymdist einnig, að setja nýjum
verðbréfamarkaði lög og starfsregl-
ur. — Það gleymdist að setja lög
um kaupleigur og það gleymdist,
að endurskoða reiknireglur lán-
skjaravísitölu. — Það gleymdist
i og lánskjaravisitölu
einnig, úr því að menn ákváðu að
fara veg markaðshyggjunnar, að
stíga skrefið til fulls.
Upphaf ógæfunnar
Ástæður hins íslenska fjármála-
slyss, sem nú blasir við hveijum
manni, má rekja til þess, að vísitala
launa var tekin úr sambandi. Ymsir
kunna að segja, að það hafi verið
nauðsynlegt vegna verðbólguhvetj-
andi áhrifa launavísitölunnar. En
ef stjómmálamenn hefðu verið
sjálfum sér samkvæmir hefðu þeir
átt að draga úr áhrifum lánskjara-
vísitölunnar eftir að vextir voru
gefnir frjálsir. Fáar, ef nokkur þjóð
í heimi, búa við það misrétti, að
mega þola fulla verðtryggingu á
íjárskuldbindingar og hávaxta-
stefnu. Vextir á íslandi eru þeir
hæstu, sem þekkjast á byggðu bóli,
nema ef vera skyldi í einhveiju
gjaldþrota „bananalýðveldi".
Kapphlaup eftír sparifé
Hagspakir menn fluttu þau rök
fyrir fijálsum vöxtum og háum
vöxtum, að þeir myndu draga úr
eftirspum eftir íjármagni og þar
með úr verðbólgu. Lítið bólar á
þessum áhrifum, a.m.k. verður
þeirra ekki vart í bönkum, á verð-
bréfamarkaði eða eftir að ríkið aug-
lýsti skuldbreytingafé til hagræð-
ingar í rekstri útflutningsfyrir-
tækja. Fyrirtæki í landinu hafa sótt
um lán að fjárhæð rösklega 7 millj-
arðar króna.
Eftir að vextir voru gefnir fijáls-
ir hófst gífurlegt kapphlaup um
sparifé landsmanna. Verðbréfa-
markaðir buðu fljótlega betur en
bankar og ríkissjóður. Síðan fór
ríkissjóður af stað og bauð enn
betur. Þá komu bankarnir og svona
gekk þetta koll af kolli þar til vaxta-
hæðin var komin út fyrir öll skyn-
samleg mörk, og eru vextir nú
hæstir 15—16 prósent umfram
verðbólgu á fasteignatryggðum
skuldabréfum einstaklinga.
Vaxtaþróunin er komin í víta-
hring. Til að greiða sparifjáreigend-
um háa vexti hafa bankarnir hækk-
að útlánsvexti upp úr öllu valdi (nú
em um 50 prósent forvextir á
víxlum og um 10 prósent vextir á
verðtryggðum skuldabréfum).
Þetta gerist á sama tíma og láns-
kjaravísitalan æðir áfram, en hún
hækkaði um rösklega 5 prósent 1.
júlí, og bætti 150 þúsund krónum
ofan á 3ja milljóna króna skuld
húsbyggjandans og 1,5 milljónum
króna ofan á 30 milljóna króna
skuld fyrirtækisins.
Undir þessum fjármagnskostnaði
stendur enginn, hvorki einstakling-
ur eða fyrirtæki. Oft hefur mér
fundist jarðsamband hagspekinga
þjóðarinnar lítið, en nú virðist það
gjörsamlega hafa rofnað. Þeir, sem
hafa lagt í fjárfestingar, skynsam-
legar eða óskynsamlegar, eru
komnir í óeiginlegt skuldafangelsi,
eða standa frammi fyrir gjaldþroti.
Og þegar fyrirtækin í undirstöðuat-
vinnugreinunum nálgast gjald-
þrotastigið styttist í þjóðargjald-
þrot.
Áhrif hárra vaxta
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar, að háir vextir hljóti að hafa
mjög verðbólguhvetjandi áhrif.
Þetta hefur komið glögglega í Ijós
á undanfömum missemm. Fram-
kvæmdagleði verslunar og þjón-
ustugreina hefur aukist gífurlega,
og til að greiða hann hafa fjármun-
ir verið sóttir í verð vöm og þjón-
ustu, sem hefur hækkað látlaust.
Arni Gunnarsson
„Ef núverandi ríkis-
stjórn tekur ekki af
festu á þessari óheilla-
þróun mun hún á næst-
unni kalla yfir sig enn
meiri reiði og andúð en
þegar er fyrir hendi í
þjóðfélaginu. Égtel, að
óbreytt þróun fjár-
magnsmarkaðarins
geti orðið banabiti
stjórnarinnar. “
Um leið hækkar framfærsluvísitala
og þrýstingur á launahækkanir
eykst. Sama gildir auðvitað um
undirstöðuatvinnugreinar, eins og
sjávarútveg og fiskvinnslu. Aukinn
fjármagnskostnaður í þeim greinum
veldur látlausum og hávæmm kröf-
um um hækkað fiskverð og gengis-
fellingar.
Mín niðurstaða er því einfaldlega
sú, að þeir menn, sem halda fram
gagnsemi hárra vaxta ofan á ríflega
reiknaða lánskjaravísitölu, séu um
leið helstu boðberar óútskýranlegr-
ar stefnu um háa verðbólgu og togi
verðbólgustigið stöðugt uppá við.
Lánskjaravísitalan
Ég hef ávallt verið hlynntir því,
og barðist raunar fyrir verðtrygg-
ingu fjárskuldbindinga. Að undan-
fömu hefi ég þó hallast æ meira
að því, að fjármagn eigi að tryggja
með vöxtunum einum. Margir hag-
fróðir menn telja, að eðlilegt hefði
verið að draga úr eða fella alveg
niður lánskjaravísitölu, þegar vextir
vom gefnir fijálsir. Við núverandi
aðstæður valdi lánskjaravísitalan
því, að ríkisvaldið geti aldrei með
góðu móti náð tökum á peninga-
markaði vegna stífrar mælingar
lánskjaravísitölu á verðmæti fjár-
magnsins. Þetta kann að vera rétt.
En það er öllu lakara, að láns-
kjaravísitalan mælir ekki lengur
rétt. Inn í útreikningsgrundvöll
hennar hefur verið tekinn hús-
næðiskostnaður og þar með fjár-
magnskostnaður að hluta, sem jafn-
gildir því, að lánskjaravísitalan er
farin að mæla eigin áhrif; hún er
farin að lifa sjálfstæðu lífi, mælir
sjálfa sig. Henni má líkja við hita-
stilli á ofni, sem hækkar hitastigið
í stofunni miðað við mesta hita
hveiju sinni.
Fjármagnstilfærslan
Ein alvarlegasta afleiðing þeirrar
peningastefnu, sem fylgt hefur ver-
ið að undanförnu, er fjármagnstil-
færsla í þjóðfélaginu. Hún hefur
verið meiri á allra sfðustu ámm en
dæmi em til í samanlagðri íslands-
sögunni, nema ef vera skyldi á dög-
um einokunarverslunarinnar. —
Skipan lekt-
orsstöðunnar
eftir Benjamín H.J.
Eiríksson
Dr. Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson hefir verið skipaður í stöðu
lektors í stjómmálafræðum við
Háskólann, til að kenna byijendum
segja fjölmiðlamir, og það haft eft-
ir auglýsingunni um starfið. Það
virtist strax sjálfgefíð að dr. Hann-
es fengi stöðuna, þar sem hann var
eini umsækjandinn sem hafði dokt-
orspróf í stjómmálafræði, og það
frá einum af frægustu háskólum
heims, Oxford. En fjölmiðlamir
segja frá öðm. Dómnefnd sem skip-
uð hafði verið til þess að fjalla um
hæfni umsækjenda, hafði dæmt dr.
Hannes óhæfan, en tvo aðra hæfa,
hvomgan með doktorspróf í grein-
inni. Og meira en það. Á fundi í
félagsvísindadeild hafði dr. Hannes
ekki fengið eitt einasta atkvæði.
Ég hefí engin fmmgögn séð í
þessu máli, en fjölmiðlar hafa greint
frá ýmsu. Og þótt fátt eitt hafí
verið birt, fyrr en nú rétt í þessu
greinargerð menntamálaráðuneyt-
isins, þykist ég sjá kyndugan mála-
tilbúnað. Hann virðist miðast
beinlínis við það að kennaraliðið
komi „sínum" manni að, hvað svo
sem lærdómi og vísindamennsku
líður. Hann skal inn. Hvemig?
Fyrst: Auglýst er að kenna eigi
byijendum.
Næst: Dómnefnd. Hún er ein-
göngu á vegum Háskólans, sem í
reynd þýðir háskólakennaranna. í
fjögTirra manna dómnefnd sátu
tveir prófessorar í lögfræði. Þeir
tóku að sér að dæma í annarri
grein, sijómmálafræði.
Þriðja: Álit dómnefndar. Þegar
þangað er komið máli, þá er aðalat-
riðið orðið sérsvið. í auglýsingunni
höfðu verið talin upp þijú sérsvið.
Sérsvið? Átti ekki að kenna byijend-
um? Byijendur með sérsvið?
Þegar menn hafa numið undir-
stöðuatriði einhverrar fræðigreinar
nógu vel þá taka sérsviðin við. Sér-
svið eru ekki fyrir byijendur. Hér
skín því í refskák háskólakennar-
anna, sem troða vilja sínum manni
í lektorsstöðuna. Með talinu um
sérsvið er augljóslega verið að leita
að vígstöðu gegn dr. Hannesi. Talið
um sérsvið er því fyrst og fremst
orðaþoka fræðimanna sem villa vilja
um fyrir almenningi um það sem
þeir eru að bralla.
Mér fínnst málið allt skammar-
legt. Háskólinn hefír orðið sér til
skammar og ég skammast mín fyr-
ir Háskólann. Hann kemur mér fyr-
ir sjónir sem einangrað gróðurhús
með mikla innirækt, en sumar
plöntumar hafa misst æskuljóm-
ann. Kjörorðið virðist vera: Ég treð
þér og þínu, þú treður mér og mínu.
Stöðuveiting ráðherra hefír sem
betur fer komið í veg fyrir að
hneykslið við undirbúning hennar
yrði Háskóla íslands til meiri
minnkunar en þegar er orðið.
Dr. Hannes nýtur álits og virð-
ingar heimsfrægra manna í grein
hans. Nýlega var ákveðið að birta
í heild ritverk dr. Hayeks í 24 bind-
um og verður dr. Hannes einn af
aðstoðarritstjórunum. Kennarar
hans gefa honum loflegan vitnis-
burð og eindregin meðmæli. Eins
og ég sagði þegar í upphafí þá
hefði það átt að vera sjálfgefið að
dr. Hannes fengi stöðuna. Hann er
sá eini sem lokið hefur doktorsprófí
Hannes H. Gissurarson
„Þegar menn hafa
numið undirstöðuatriði
einhverrar fræðigrein-
ar nógu vel þá taka sér-
sviðin við. Sérsvið eru
ekki fyrir byrjendur.
Hér skín því í refskák
háskólakennaranna,
sem troða vilja sínum
manni í lektorsstöðuna.
Með talinu um sérsvið
er aug-ljóslega verið að
leita að vígstöðu gegn
dr. Hannesi.“
í greininni, svo langt hefír enginn
hinna náð. Þeir hafa í hæsta lagi
tæmar þar sem dr. Hannes hefir
hælana. Þessi samanburður á nátt-
úrlega ekki við um þann umsækj-
andann sem hefír doktorspróf í
annarri grein. En það hefir gustað
um dr. Hannes. Hann er á öndverð-
um meiði við kennara við Háskólann
í ýmsum málum, ekki sízt í stjóm-
málum og hugmyndafræðilegum
efnum. Hann hefir óspart púað á
pótemkintjöld kommúnismans sem
nú er reynt að styðja við hér á landi
með því að mála þau í litum svokall-
aðrar félagshyggju, tjalda sem
þessa dagana falla sem örast til
jarðar í Moskvu. Maður gæti næst-
um freistast til að trúa því að dr.
Hannes eigi ekki svo fáa lærisveina
og aðdáendur í Moskvu eins og nú
er komið málum, því að markaðs-
hyggjan sem hann boðar á þar orð-
ið mjög áhrifamikla talsmenn. Hann
hefír bakað sér óvinsældir með því
að ýta óþyrmilega við svefngengl-
um sem horft hafa stjarfir á þessi
tjöld úr íjarska. við Háskólann eru
ekki svo fáir sem teygað hafa hinn
görótta drykk marxismans ómælt.
í útvarpsviðtali sagði Þórólfur
Þórlindsson, forseti félagsvísinda-
deildar, að dr. Hannes hefði ekki
birt eina einustu grein í fagtíma-
riti. En ég er þeirrar skoðunar að
doktorsritgerð hans jafngildi nokkr-
um tímaritsgreinum, en hún hefír
komið út á ensku, og sagt hefír
verið frá henni í blöðunum. Auk
þess hefír hann skrifað fjölda blaða-
greina, sem sumar hafa verið mjög
fræðilegar um efni og meðferð. Dr.
Hannes hefír óvenju skýran mál-
flutning, sama um hvaða efni hann
fjallar. Fyrir byijendur er það mjög
þýðingarmikið að þeir skuli fá svona
skýran kennara.
Það á að vera aðal sérhvers há-
skóla sem hefír einhveija sjálfsvirð-
ingu, að hæna til sín þá menn sem
líklegastir eru til þess að færa út
landamæri þekkingarinnar. Sagan
sýnir að sumir þessara manna hafa
bakað sér óvinsældir, oft magnaðar
óvinsældir, jafnvel verið teknir af
lífi. Það hefír því ekki alltaf verið
auðvelt að sætta sig við þá, þeirra
skoðanir og framferði, né að greiða
götu þeirra. En menn lærdóms og
vísinda þekkja þennan vanda, eða
eiga að gera það, og eiga því að
kunna þá iist betur en aðrir að láta
ekki persónuleg viðhorf og skoðan-
ir, jafnvel hleypidóma, hlaupa með
sig í gönur, eins og þeir hafa gert
í þessu máli.
Háskólar í Evrópu og Ameríku
hafa meðtekið þessa erfíðu lexíu á
langri og oft litríkri ævi. Ég ætla
að nefna eitt lítið dæmi sem ég
kynntist í Svíþjóð. Landflótta þýzk-
ur gyðingur sigraði keppinautana
og fékk prófessorsembætti í bama-
sálfræði eða uppeldisfræði. Hann
kann ekki stakt orð í sænsku, sögðu
gagnrýnendurnir. Á þetta var ekki
hlustað. Utlendingurinn var um-
sækjendanna fremstur um lærdóm
og vísindi. Það eitt skipti máli. Þá
má og minna á fólk eins og Thor-
stein Veblen, Angelu Davis og Her-
bert Marcuse, sem allt hefír fengið
inni við ameríska háskóla, þrátt
fyrir takmarkaðar vinsældir þess.
Yfírburðir dr. Hannesar í mennt-
un og hæfni koma ekki nógu greini-
lega fram í þessu máli, nema helzt
í áliti menntamálaráðuneytisins.
Hann ætti ekki að vera að sækja
um lektorsstöðu heldur prófessors-
stöðu, væri hún tiltæk. Hún væri
honum meira samboðin sökum
hinnar góðu undirstöðumenntunar,
sem er heimspekin.
Félagsvísindadeildin ætti að vera
yfír það hafín að geta ekki lært af
þessu máli og fagnað komu dr.
Hannesar. Koma hans opnar nem-
endum víðari sjóndeildarhring. Hún
verður þeim og Háskóla íslands til
góðs.
Höfundur hefur stundað nám við
háskála í Berlín, Stokkhólmi, Upp-
sölum, Moskvu, Minneapólis,
Seattle og Cambridge, Mass. (Har-
vard). Hann hefir tekið kandidats-
prófí slavneskum málum ogbók-
menntum og doktorspróf íhag-
fræði. Var um tíma formaður í
nefnd til endurskoðunar laga um
Háskóla íslands, sem meáal ann-
ars lagði tii að stofnuð yrðu lekt-
orsembætti við háskólann. Þá hef-
ur höfundur verið bankastjóri og
efnahagsráðunautur ríkisstjórna.