Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 37 Polisario beijast enn í eyðimörk- inni og hvorugur lætur af sínu. Marokkómenn hafa reynt að rétt- læta sig með því að veija miklum peningum í uppbyggingu helstu bæja og borga í Vestur-Sahara. Þeir sem hafa farið um svæðið og komið meðal annars til E1 Ayoun segjast hafa veitt því at- hygli að bæimir líkist í ýmsu þorp- •um á hernámssvæði Israela á Vesturbakkanum. Eins og áður var vikið að er ekki vitað, hversu margir Sahrawar búa á þessu svæði, en þeir eru nokkur hundmð þúsund. Síðustu ár hafa Marokkó- menn flutt þangað í auknum mæli. Embættismenn Marokkó á þessum stöðum segja að þeir hafi unnið hug og hjörtu þeirra Sa- hrawa sem urðu um kyrrt. Hins vegar era þeir ekki jafn fjálgir að tjá sig um ásakanir um mann- réttindabrot á Sahrövum á hemá- sé búið að leggja svo mikið í stríðið, að ógemingur sé fyrir stjómvöld að hopa nú eða setjast að samningaborði. Hassan viti einnig, að uppgjöf kynni að kosta hann völdin. Stríðið hefur líka valdið djúp- stæðri sundrangu milli Afríku- þjóðanna. Þessi djúpstæði ágrein- ingur hafi líka veikt heildarmynd Afríku út á við og gert öll sam- skipti flóknari. Benda má á, að eftir langvinnar deilur lýstu Ein- ingarsamtök Afríkuríkja yfir stuðningi við Sahrawa og veittu því inngöngu í samtökin. Marok- kómenn sögðu sig samstundis úr þeim. Á hinn bóginn hefur Araba- bandalagið og Flóaríkin alltaf staðið með Marokkó. í þau tólf ár sem stríðið hefur geisað — með nokkram hvfldum þó — hafa ótal tilraunir verið gerð- ar til að leiða málið til lykta. Ein- Útsýni inn í einskis manns land. mssvæðunum. Amnesty-samtökin hafa hvað eftir annað sent frá sér skýrslur, þar sem segir að fjöldi manns hafí horfið sporlaust og aðrir verið pyndaðir vegna stjórn- málaskoðana. Marokkómenn láta ásakanir af þessu tagi sem vind um eyra þjóta. Yfirvöld í Marokkó hafa reist mikinn og voldugan múr, úr sandi og klettum um miðbik Vestur- Sahara. Við múrinn hefur alls konar rafeindabúnaði verið komið fyrir til að geta betur fylgst með mannaferðum og haldið uppi öflugri gæslu. Bandaríkjamenn, Frakkar og ýmis Flóaríki hafa veitt Marokkómönnum fjárhags- og hemaðaraðstoð í stríðinu við Polisario. Aftur á móti studdu Líbíumenn Polisario með því að senda þeim vopn fyrstu stríðsárin en hættu því eftir að hafa samið frið við Marokkó fyrir fjórum áram. Meginstuðningurinn við Polisario kemur frá Alsír og því er eðlilegt að Sahrawar séu nú nokkuð uggandi um framtíð sína eftir að stjómmálasambandi var komið á að nýju milli Alsírs og Marokkó. Polisario-menn vita að Marok- kómegin múrsins era 150 þúsund marokkanskir hermenn gráir fyrir járnum. Þeir vita að óhugsandi er að frelsishreyfingin vinni stríðið með vopnum. En þeir benda á, að Marokkómenn geti ekki sigrað heldur. Fyrir því séu tvær meginá- stæður. I fyrsta lagi hafi fólk víðs vegar um heiminn sannfærst um að Polisario hafi rétt til landsins. Bent er einnig á að 71 ríki viður- kenni Lýðveldi Sahrawa og erfitt sé að leiða það hjá sér. En það sem vegi þó þyngra á metunum sé, að stríðið hefur orðið til þess að efnahagur Marokkó er nánast í kaldakoli og gert að verkum að Hassan Marokkókonungur verði háðari efnahagsaðstoð frá erlend- um ríkjum en eðlilegt sé fyrir full- valda ríki. Afleiðingar þessa geti orðið hinar alvarlegustu. Marokkó ingarsamtök Afríkuríkja sam- þykktu ályktun árið 1981 þar sem það krafðist beinna samningavið- ræðna deiluaðila og komið yrði á tafarlausu vopnahléi og þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði látin fara fram. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita sér. En það hefur endan árangur borið. Marokkó, Alsír og Polisario samþykktu fyrir sitt leyti árið 1981 að þjóðarat- kvæðagreiðsla skuli fara fram. En síðan hefur ekki verið hægt að ná samkomulagi um, hveijir hafi rétt til að greiða atkvæði í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu, né heldur hefur náðst samstaða um, hveijir ættu að hafa eftirlit með henni. Marokkómenn standa og fast á því að þeir ræði ekki milliliðalaust við fulltrúa Polisario, og þær við- ræður sem hafa farið fram undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna hafa nær alltaf allt siglt í strand vegna ósveigjanleika Marokkó- manna, að sögn sérfræðinga. Raunar má segja að yfírlýsing Hassans konungs um málið fyrir nokkram áram lýsi vel afstöðu hans: „Það myndi aldrei hvarfla að okkur að láta okkar elskuðu Sahara í hendur harðsoðinna málaliðabófa." Sahrawar halda baráttunni áfram og þeir segja að einhvem tíma hljóti að koma að því að þjóð- ir heims taki af skarið og neyði Marokkómenn til að veita þeim sjálfstæði og skili aftur þeim hluta sem þeir hersitja nú. En það er ekki nokkur skapaður hlutur sem bendir til að sú tíð sé í nánd. Og meðan stríðið er ekki nógu smart til að vekja þá athygli fjölmiðla sem gæti skipt sköpum, á hluti Sahrawa-þjóðarinnar ekkert land, dijúgur hluti býr við hernám og stríðið hefur verið daglegt líf þús- unda í tólf ár. Og flestum öðram er eiginlega nokk sama. Snúið og sneitt: Jóhanna Kristjónsdóttir EINFALT MÁL eftirHannes Jónsson Prófessor Sigurður Líndal reynir enn í Mbl. 24. júní að túlka höfunda- lögin útgefendum í hag og þrengja rétt höfunda til að ráðstafa verkum sínum til birtingar. í þessu tossa- þrasi sínu ásakar hann mig um skilningsleysi á einföldum stað- reyndum varðandi frumreglur laga og dóserar síðan dijúglega um höf- undalögin eins og hann einn viti. Að vísu ber að fagna því, að laga- prófessorinn sýnir nokkra framför við umfjöllun um málið nú miðað við grein hans frá 8. júní. Nú era horfin úr textanum hin upphaflegu svikabrigsl þeirra Skírnismanna og ásökun Sigurðar um að ég hafi brotið höfundalög með birtingu tveggja mislangra greina í Skírni, sem kom út um mánaðamótin apríl/maí og Mbl. 11 maí. Hins vegar heldur lagaprófessor- inn enn fast í þá ranghugmynd sína, að þessar tvær mismunandi og mis- löngu greinar um sama efni séu sami hluturinn, sem hafi verið tvíseldur, þótt kaup, sala og greiðsla hafí ekki átt sér stað. Síðan Hannes Jónsson dóserar hann nokkuð um það, að utgáfusamningur verði til, þótt óformlegur sé, þegar höfundur sendi tímariti grein, sem það birti. Því hafí ég ekki haft rétt til þess að taka saman styttri „digest“- grein til birtingar í Mbl. 11. maí. Það hefur áður komið fram í þessari umræðu (Mbl. 27.5.), að ritstjóra Skímis var fyrir birtingu Skírnisgreinarinnar hunnugt um, að ég ætlaði að birta aðra styttri grein um sama mál í öðru riti. Einn- ig vissi hannt að ég vinn að bók, sem m.a. fjallar um sama efni svo ég hef ekki samþykkt neinar út- gáfutakmarkanir. Áð setja einhliða og eftir á birtingarskilyrði í ósam- ræmi við þessa vitneskju er ekki bara ósmekklegt heldur bæði frekja og rangindi, sem hvorki er hægt að réttlæta með almennun réttar- reglum né heldur ákvæðum höf- undalaga. Ef slík skilyrði hefðu verið sett við móttöku handrits þá hefði ég ekki veitt Skírni heimild til að birta ritgerðina. „Svo einfalt er málið“ svo ég noti orðalag lagaprófessors- ins og láti þar með útrætt um þetta ósmekklega og tilefnislausa upp- hlaup þeirra Skímismanna. Höfundur er sendiherra. Úrval l.fiokks notaöra bíla í okkar eigu. Allir skoöaöir og yfirfarnir. Sýnishorn úr söluskrá: MAZDA 323 1.3 Árg. ’85. Brúnn. Ek. 39 þ/km. MAZDA 323 1.3 Arg. '82. Grœnn. Ek. 60 þ/km. MAZDA 323 1.3 Árg. '83. Vínrauður. Ek. 54 þ/km. MAZDA 020 LTD Arg. *84. Hvítur. Ek. 63 þ/km. MAZDA 020 2.0 OLX Arg. '86. Hvítur. Ek. 48 þ/km. MAZDA 020 2.0 LX Árg. '84. Brúnsans. Ek. 48 þ/km. MAZDA 020 HARDTOP Arg. '83. Laxablelkur. Ek. 67 þ/km. VOLVO 300 Árg. '86. Grár. Ek. 41 þ/km. MAZDA 323 1,3 LX Arg. '87. Blósans. Ek. 18 þ/km. FORD FIE8TA Arg. '84. Blágrár. Ek. 57 þ/km. SAAB OOO Arg. '83. Grér. Ek. 74 þ/km. LANCIA PRI8MA Arg. '86. Grór. Ek. 34 þ/km. LAIMCIA THBMA Arg. '87. Blár. Ek. 14 þ/km. TOYOTA COROLLA Arg. 88. Hvítur. Nýr. óekinn. Munið okkar hagstæðu verö og greiöslukjör! MMC COLT TURBO Arg. '84. Grér. Ek. 47 þ/km. FORD ESCORT Arg. '86. Beige. Ek. 27 þ/km. FIAT UNO 46 Arg. '85. Brunn. Ek. 25 þ/km. LADA 1200 Arg. '87. Rauður. Ek. 14 þ/km. 8UBARU E-10 4X4 Arg. '87. Blér. Ek. 57 þ/km. NI88AN PULSAR Arg. '86. Hvítur. Ek. 32 þ/km. MAZDA 020 Arg. '84. Hvftur. Ek. 72 þ/km. MAZDA 323 1.3 Árg. '82. Brúnsans. Ek. 91 þ/km. MAZDA 323 1.8 Árg. '84. Vínrauöur. Ek. 67 þ/km. MAZDA 323 1.3 Arg. '83. Gullsans. Ek. 71 þ/km. HONDA ACCORD Arg. '82. Brúnsans. Ek. 101 þ/km. MAZDA 323 Arg. '81. Grœnsans. Ek. 76 þ/km. BMW 7201 Arg. '85. grér. Ek. 70 þ/km. LANCIA 8KUTLA Arg. '86. Brúnn. Ek. 34 þ/km. MAZDA 323 1.3 Arg. '84. Blár. Ek. 53 þ/km. MAZDA 323 1.8 OLX STATION Arg. '87. Hvítur. Ek. 8 þ/km. MAZDA 323 TURBO Árg. '87. Hvítur. Ek. 12 þ/km. Fjöldi annarra bíla á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5 BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SÍMI 68 12 99 Ferdatryggingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.