Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 39 KVÓTI Á FERSKFISKÚTFLUTNING „ERFITT AÐ GERA AÆTLANIR VEGNAIHLIJTUNAR STJORNVALDA“ REGLUGERÐ um útflutning á ferskfiski var gefin út fyrir síðustu helgi, og er með henni ætlað að koma í veg fyrir offramboð á erlendum mörkuðum á næstu mánuðum. Utanríkisráðuneytið telur að óhjákvæmi- legt sé að reyna að koma skipulagi á útflutning á f erskfiski yfir sumar- mánuðina, því verðhrun hafi orðið hvað eftir annað á erlendum mörkuð- um upp á síðkastið. Fréttaritarar Morgunblaðsins í Grindavík og Keflavík ræddu við ýmsa aðila sem mál þetta varðar um síðustu helgi. Ragnar Ragnarsson Bragi Ragnarsson Magnús Axelsson Örn Erlingsson Hjálmar Haraldsson RAGNAR RAGNARSSON SKIPSTJÓRIOG ÚTGERÐARMAÐUR: Útflyljendur verða sjálfir að leysa vandann Keflavík. „Útflutningsbannið kemur væntanlega ekki til með að hafa nein áhrif á veiðarnar hjá okkur. Við höfum nú um árs skeið selt aflann til sama aðilans fyrir fast verð og hefur það verið miðað við verðið á fiskmarkaðinum. Annars er ég á móti höftum og tel að þeir aðilar sem standa að útflutningi á ísuðum fiski verði að finna heppilegar lausnir á sínum vandamálum sjálfir," sagði Ragnar Ragnarsson skip- stjóri á Arnari KE sem veiðir í dragnót. Ragnar sagði að hann hefði reynt útflutning á ísuðum físki í fyrra og einnig árið þar áður, en ekki haft erindi sem erfíði. Framboð á mark- aðinum erlendis hefði verið mikið og hann fengið minna verð fyrir fiskinn en á markaði heima. Spum- ing væri hvort ekki væri réttara að draga úr sókninni yfír sumar- mánuðina þegar ekki væri hægt að fullvinna aflann í frystihúsunum vegna skorts á vinnuafli. „Ég fæ ekki betur séð en þessi reglugerð mismuni verulega mönn- um sem standa í útgerð. Ef aðili sem hefur stundað útgerð í mörg ár og selt aflan innanlands þyrfti af einhverjum orsökum að koma físki í verð erlendis þá fengi sá maður ekki útflutningsleyfí vegna þess að hann hefði ekki áður flutt út físk. Það er vafalaust erfítt að stjóma svona hlutum, en þetta eitt segir mér að hér sé um slæma að- gerð að ræða.“ - BB BRAGIRAGNARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ELDEYJAR HF.; „Tel reglu- gerðina eiga fullan rétt á sér“ Keflavfk. „Ég tel þessa reglugerð eiga fyllilega rétt á sér og að fyrir Iöngu hafi verið komið mál tii aðgerða. Mér sýnist að markað- urinn í Bretlandi þoli ekki meira en 800 tonn á viku til að viðun- andi verð fáist fyrir fiskinn, en algengt er að við flytjum út tvö- falt og jafnvel þrefalt það magn. Það hefur síðan leitt til verð- hruns og margir fá því lítið fyrir sinn snúð,“ sagði Bragi Ragnars- son framkvæmdastjóri Eldeyjar hf. á Suðurnesjum sem selur all- an fisk hjá Fiskmarkaði Suður- nesjá. „Þegar jafnmikið magn og raun ber vitni flæðir inn á markaðinn í Bretlandi geta breskir fískkaup- menn stjómað verðinu sjálfir. Það eru allt of margir aðilar sem flytja físk út í gámum og enginn veit hvað næsti maður er að gera. Millj- ónatugir töpuðust í verðhruninu sem varð um páskana og mér er kunnugt um að þá hafí einn og sami aðilinn sent 94 gáma af fiski, eða um 1.200 tonn og fyrir þennan físk fékkst minna skilaverð en landssambandsverð." Bragi Ragnarsson sagði að allur afli Eldeyjarbáta væri seldur hjá Fiskmarkaði Suðurnesja að kola undanskildum, en hann væri seldur á föstu verði og væri skilaverð um 41 krónur. Kolinn væri aðallega seldur til Hollands, en verðið á Bret- landsmarkaðinum væri rokkandi og dæmi væru um að kílóið af kolanum hefði verið selt á 25 krónur. Þá hefðu nokkrir aðilar siglt með neta- físk á markað til Bretlands að und- anfömu í von um að selja vel. En þegar upp var staðið hefði fengist mun minna verð en á fiskmarkaðin- um hér heima. - BB MAGNÚS AXELSSON ÚTGERÐARMAÐUR: „Líst ekki á þessa nýju reglugerð“ Keflavík. „Ég hef ekki haft tíma til að kanna til hlítar hvaða áhrif þetta útflutningsbann hefur á rekstur- inn hjá okkur, en mér líst ekki á þessa nýju reglugerð og bannið kemur vafalítið til með að skaða okkur fjárhagslega," sagði Magnús Axelsson útgerðamaður. Magnús gerir út bátinn Fönix KE og hefur i tvö ár flutt allan aflann í gámum á markað erlend- is. Á síðasta ári var brúttó afla- verðmæti bátsins 70 milljónir króna og fyrstu 6 mánuðina í ár 40 milljónir. Magnús sagði að reglugerðin kæmi harðast niður á þeim aðilum sem væru með útgerð, en enga fisk- verkun og reyndu að fá sem hæst verð fyrir aflann. „Þarna er verið að mismuna mönnum og tel ég að nær hefði verið að láta okkur fískút- flytjendur sjálfa um að leysa vanda- mál sem koma upp. Það er vita- skuld erfítt að vita með nákvæmni hversu mikið magn af fiski er sent á markaðinn í Bretlandi, en ég hef reynt að fýlgjast með hvar söluhorf- ur eru vænlegastar og frá okkur fer ísaður fiskur á markað í Þýska- landi, Bretlandi og Frakklandi. Þetta hefur gengið ágætlega og er lægsta verð sem við höfum fengið fyrir kílóið af þorski, 87 krónur, sem er mun betra verð en fæst á mörk- uðum mér.“ Magnús sagði ennfremur að sér þætti þessi reglugerð ákaflega mót- sagnakennd, því á meðan leyfður væri hömlulaus innflutningur væru settar skorður á þá aðila sem öfluðu gjaldeyris fyrir þjóðina. Frystihúsa- eigendur hefðu kvartað sáran vegna útflutnings á ísuðum fiski, en væru síðan litlir eftirbátar annarra í þeim efnum. - BB ÖRN ERLINGSSON SKIPSTJÓRI OG ÚTGERÐARMAÐUR: „Nær væri að minnka sókn- ina í stað þess að setja hömlur Keflavik. „Reglugerðir af þessu tagi eru dæmdar til að mistakast og mér sýnist að nær hefði verið að minnka sóknina í þorsk og ýsu í stað þess að selja hömlur á menn,“ sagði Örn Erlingsson skipstjóri og útgerðarmaður i Keflavík. Öm sagði að reglugerðin orkaði tvímælis svo ekki væri meira sagt og margir sjómenn yrðu áreiðan- lega fyrir kaupskerðingu þegar þeím væri meinað að selja aflann til þeirra sem best byðu. Hinu væri ekki að neita að offramboð á físki á markaði í Bretlandi væri áhyggju- efni, en sín skoðun væri að vandinn yrði ekki leystur með reglugerðum og bönnum, menn yrðu sjálfir að fínna lausn á sínum málum. „Ýmislegt hefur verið gert til að hafa stjóm á sjávarútvegi á Islandi á undanfömum ámm og mér sýnist að menn séu að dmkkna í reglu- gerðum í sjávarútvegsráðuneytinu. En árangurinn hefur því miður ekki verið í samræmi við allar reglugerð- irnar og þetta er nýjasta dæmið um hvernig ekki á að gera hlutina," sagði Öm ennfremur. , - BB EIRÍKUR TOMASSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: „Vertíðarbát- arnir settir skör lægra“ Grindavík. „MÉR FINNST þessar reglur um útflutning á ferskfiski hreint út sagt fáránlegar. Það er orðið óþolandi að standa ævinlega frammi fyrir því þegar gera þarf áætlanir hvernig haga eigi út- gerð að forsendur eru sífellt að breytast vegna íhlutunar sljórn- valda,“ sagði Eirikur Tómasson framkvæmdarstjóri Þorbjarnar hf. i Grindavík. „Ef það á að vera hægt að reka sjávarútveginn á hagkvæman hátt verður að vera í gildi langtíma stefnumörkun um fyrirkomulag veiða og vinnslu. Að öðmm kosti emm við alltaf að offjárfesta og kasta peningum á glæ samanber þessar síðustu aðgerðir ríkisstjórn- arinnar," hélt Eiríkur áfram. „Þær koma mjög illa við okkur einmitt núna eftir mjög lélega vetr- arvertíð, þegar við höfum sent bát- ana okkar á fiskitroll til að reyna að ná kvótunum. Við látum flokka fiskinn um borð þannig að stærri fiskurinn geti farið hér í vinnsluna en sá smærri í gáma. Þessar reglur setja okkur stólinn fyrir dymar og gera, strangt til tekið, ákveðnum aðilum kleift að fá meira fyrir sinn fisk en öðmm, því þær eiga eftir að skapa algjört öngþveiti á mörkuðunum hér heima sem orsakar að verðið fellur. Við hér í Grindavík höfum aðal- lega sett í gáma á vetuma svo hér er verið að setja okkur í annan flokk og það hlýtur að vera erfitt að sætta sig við að vera settur skör lægra,“ sagði Eiríkur. Kr.Ben. HAFSTEINN SÆMUNDSSON ÚTGERÐARMAÐUR: „Þessar regl- ur mismuna mönnum svakalega“ Grindavik. „Ég á eftir að fá á hreint frá útflytjandanum mínum hvað þetta þýðir fyrir mig, en ég get sagt að mér finnst furðulegt að láta sér detta í hug svona ósann- girni því þarna er komið illa aft- an að inönnum," sagði Hafsteinn Sæmundsson útgerðarmaður Hörpunnar GK í Grindavík. „Þessar reglur mismuna mönu^ um svakalega. Ég er sammála því að sú staða er komin upp að þessum útflutningi þurfí að stjóma en ekki þeirri leið sem farin er í því sam- bandi. Ég hef sjálfur reynt að stýra þessu hjá mér í samráði við útflytj- andann og hef ekki lent í lágu verði nema með örlítið magn í kringum páskana. Útflytjendur eiga að stýra þessu því þeir hafa bestu yfírsýnina markaðmn og framboðið enda er ekkert sjálfgefíð að veiðin sé góð á hvetjum tíma. Ég sé í hendi mér að þessar reglur eiga eftir að setja þær útgerðir á hausinn sem hafa fjárfest í skipum með sölu á aflan- um erlendis eingöngu fyrir augum eins og ég veit dæmi um,“ sagði Hafsteinn. Kr.Ben. HJÁLMAR HARALDSSON, SKIPSTJÓRIÁ GRINDAVÍK: „Hörðustu * gámakarl- arnir verð- launaðir“ Grindavík. „ÞESSAR reglur skjóta mjög skökku við pistilinn sem ég var nýverið að lesa frá Ríkismati sjávarafurða þar sem því er lýst að mesta áhyggjuefnið á þeim bæ sé hversu mikill afli berst á land þegar vinnslan á verst með að vinna hann sakir manneklu," sagði Hjálmar Haraldsson, skip^. stjóri á Oddgeiri ÞH í Grindavík. „Þessar reglur verðlauna þá sem hafa verið harðastir við að senda físk í gámum án nokkurrar fyrir- hyggju. Undanfarin ár höfum við á Oddgeiri tekið okkur sumarfrí í júlí og nú um daginn þegar þorskurinn gaus upp fyrir vestan drógum við fljótlega upp og fórum í ufsa og karfa.' Við áttum þijá gáma í Þýska- landi vikuna sem verðhrunið varð_ í Englandi, vegna þess að tvö þús- und tonn voru falboðin á einni viku, og fengum meðalverðið frá 51 krónu upp í 57 krónur sem var í við meira en í Englandi. Nú er hætt við að Þýskalandsmarkaður yfirfyllist en sá markaður er við- kvæmur og víst er að þessar reglur koma harðast niður á bátunum,“w sagði Hjálmar. Kr.Ben.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.