Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.07.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 41 Amalíal Knutsen skipstjóri á Norrönu og Jónas Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri Austfars. illið fyrir ferðamenn og aðra þannig að það er hægt að segja að hér sé margt og margvísleg þjónusta við ferðamenn sem hefur verið að þróast undanfarin ár. Og það er merkilegt við þessa þróun að það eru í öllum tilfellum einstaklingar og félagasam- tök sem að þessari ferðamannaþjón- ustu standa, ríki og bæjarfélag eru ekki í neinum beinum rekstri tengd- um henni. Fréttaritari Morgunblaðs- ins hafði samband við nokkra þess- ara aðila og spurðist fyrir um gang mála varðandi sumarvertíðina í til- efni af því að Norröna er bytjuð að sigla þetta sumarið og Seyðfirðingar miða ferðamannatímabilið við fyrstu og síðustu ferð hennar til bæjarins. Þóra Guðmundsdóttir eigandi og for- stöðumaður farfuglaheimilins varð fyrst fyrir svörum og sagði: „Það er mjög mikið um bókanir hjá mér, tölu- vert meira en á sama tíma og í fyrra og það er meira um hópa sem dvelja í lengri tíma. Til dæmis voru hjá mér danskir skólakrakkar í skóla- ferðalagi sem voru hér í viku og ferð- uðust um Austurland en höfðu aðalb- ækistöð hér. Og ég á von á fleiri hópum í sumar sem dvelja lengur en þessa einu feijunótt.“ Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri Austfars hf. sagði að það væri um 7% meiri bókun farþega með Norr- önu til og frá Seyðisfirði en á sama tíma í fyrra og það væri fullbókað yfir miðsumarið alveg fram í miðjan ágúst. Aðspurður um hvernig rekstur þessarar miklu ferðamannaþjónustu og uppbyggingar mannvirkja gengi hjá Austfari hf. sagði Jónas: „Það kemur engin aðstoð frá ríki eða Ferðamálaráði, þetta er allt á fok- dýrum lánum. Á sama tíma er ríkið að ausa peningum í Flugstöðina í Keflavík beint af fjárlögum. Seyðis- fjörður er líka staður þar sem ferða- menn koma að landinu og því andlit þjóðarinnar eins og Keflavík. Ferða- málasjóður er hluthafi í hótelum út á landi og það er einkennilegt að meðan er verið að byggja upp að- stöðu fyrir móttöku ferðamanna hér á Seyðisfirði þá kemur siíkt ekki til greina hér á Seyðisfirði af hálfu sjóðsins," sagði Jónas. Sigrún Olafs- dóttir og Valur Freyr Jonsson eig- endur Hótels Snæfells sögðu að það væri mikið um bókanir í sumar, svo mikið að þau gætu ekki annað öllum fyrirspurnum nú í júní, en þau væru að bæta við gistirými hótelsins og væri stefnt að því að taka það í notk- un fljótlega, þá gætu þau tekið með góðu móti við stórum hópum í gist- ingu og mat. Þau sögðust vera bjart- sýn á sumarið, það legðist bara vel í þau, þótt þau væru nýlega búin að festa kaup á þessu hóteli og hefðu ekki verið áður á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina. Valur sagðist telja að Seyðisfjörður ætti mikla framtíð fyrir sér sem vaxandi ferðamanna- staður. „Þetta er gamall og gróinn bær og hefur ákveðinn sjarma yfir sér,“ sagði Vaiur. - Garðar Rúnar Vegaframkvæmdir í Reykjanesumdæmi 1988: Götulýsing við Vesturlands- veg og lokið við Þingvallaveg Vegaframkvæmdir í Reykjanesumdæmi árið 1988 hafa nú verið ákveðnar. Meðal framkvæmda er götulýsing við Vesturlandsveg frá Grafarholti að Lágafelli. Lokið verður við klæðingu á Þingvallavegi og til rannsókna í Hvalfirði, vegna Vesturlandsvegar undir fjörðinn, er veitt einni milljón króna. Hér á eftir birtist skrá yfir þær nýfram- kvæmdir sem ráðist verður í á árinu og er staðsetning hvers verk- hluta er sýnd á kortinu. Vesturlandsvegur. Lýsing frá Grafarholti að Lágafelli, 4,5 km, 8,0 millj. Gerð tveggja hringtorga og undirgangs í Mosfellsbæ. Verkið verður boðið út í júní, 11,0 millj. Vesturlandsvegur. Til rannsókna á Hvalfirði, 1,0 millj. Vesturlandsvegur. Styrking og lagning klæðningar á 3,4 km kafla frá Laxá að Breiðumýri. Verktaki er Fossverk og verður verkinu lokið í júlí, 16,5 millj. Vesturlandsvegur. Nýbygging á 4,2 km kafla frá Fossaá að Eyri. Verkið verður boðið út í júlí og verk- takinn lánar til 1989. Verki verður lokið 1989. Bessastaðavegur. Vegur heim að Bessastöðum lýstur og plan við set- rið steinlagt. Verkið verður boðið út í júlí, 4,0 millj. Álftanesvegur. Lokið er við að tengja hringveg um Álftanes sem malarveg, 6,0 millj. Hafravatnsvegur. Breyting á veginum við Teig og styrking á sam- tals 1,0 km kafla. Verktaki er Loft- orka og verður verki lokið í júlí, 8,5 millj. Þingvallavegur. Lokið verður við að leggja slitlag á Þingvallaveg, eða á 3,1 km kafla, 22,5 millj. Hafnarfjarðarvegur. I haust verður boðin út eystri akbraut frá Kópavogi suður fyrir Arnarneshæð, þ.e.a.s. undirgöng við Fífuhvamms- veg, brú á Kópavogslæk, umferðar- brú á Arnarneshæð ásamt nýjum vegi á fyrrnefndan kafla. Verkið verður boðið út í haust og áætlað er að Ijúka því 1990. í ár verða ramp- ar breikkaðir, 14,0 millj. Reykjanesbraut. 1 km kafli á milli Hvammabrautar og Þúfubarðs verður lýstur, 3,0 millj. Reykjanesbraut. Gatnamót við Lækjargötu verða stefnugreind og umferðarljós verða sett upp. Verkið verður boðið út í júní, 5,7 millj. Reykjanesbraut. Klæðing verður lögð á axlir á u.þ.b. 6 km vegark- afla, 3,5 millj. Reykjanesbraut. Lýstur verður upp 1 km langur kafli á milli Hafna- vegar og Grænáss, 2,0 millj. Reykjanesbraut. Lagður verður nýr vegur, 2 km langur, á milli Flug- stöðvarvegar og Víknavegar á Mið- nesheiði. Verkið verður boðið út í haust, 1,0 millj. Meðalfellsvegur. Byggðar verða brýr á Bugðu og Svínafellsá. Lagður verður vegur að brúnum. Vegarlagn- ingin verður boðin út í haust, 12,0 millj. Bláfjallavegur. Lögð verður klæðing á 3,5 km langan kafla frá Krýsuvík að Undirhlíðum. Verkið verður boðið út fyrstu viku í júní. Viðhaldsverk. Uxahryggjavegur. 1,3 km langur kafli að Bolabás verður styrktur og lagður klæðingu. Verkið verður boð- ið út fyrstu viku í júní. Viðhaldsverk. REYKJANES VEGAÁÆTL UN, 1988 AKVEGIR þeir sem hér eru sýndir eru einungis númeraðirvegir, hringvegurinn, tveggja og þriggja töiu vegirsvo og fjallvegir með F-númerum. Fossá-Eyri 4,2 km Sandgcrói Flugstöðvarvegur -Viknavegur 1,0 m.kr. Samband ungra f ramsóknarmanna: Skorað á ríkis- sljórnina að segja af sér Á miðsjórnarfundi SUF, Sambands ungra framsóknar- manna, sem haldinn var á föstu- dag, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að segja af sér. í ályktun SUF segir að ungir fram- sóknarmenn hafi misst trúna á ríkis- stjórnina enda hafi efnahagsstjórn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra verið fálmkennd og ómarkviss. Höf- uðástæða fyrir þátttöku Framsókn- arflokksins í stjórnarsamstarfinu hafi verið trú á að markmið ríkis- stjórnarinnar næðust, þ.e. hjaðnandi verðbólga, traustur rekstrargrund- völlur atvinnuveganna um land allt og jöfnuður í viðskiptum við útlönd. Hins vegar hafí komið í ljós að grund- vallar munur er á viðhorfum stjórnar- flokkanna til nauðsynlegra aðgerða, segir í ályktuninni. Sjálfstæðisflokkurinn heldur hlífi- skildi yfír fjármagnseigendum og verðbréfabröskurum, segir í ályktun SUF, auk þess sem skattsvikarar leiki enn lausum hala þrátt fyrir hástemmdar yfírlýsingar Jóns Bald- vins Hannibalssonar um að nú skuli á þeim tekið. Með áframhaldandi óstjórn í efna- hagsmálum muni vofa yfir gjaldþrot margra fyrirtækja, atvinnuleysi og meiri misskipting í tekjum og eignum en áður hefur þekkst hér á landi. Framsóknarflokkurinn getur því ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi sem leiðir til slíkrar þjóðfélagsþróun- ar, enda í engu samræmi við þau markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafí, segir í ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. Kæliskápar fyrir minni heimili frá Blomberq Meira en 20 gerðir Verð við allra hæfi Einar Farestveit&Co.hf. ■OMOANTUM M, SlMANi (•«) 1MM OO UHM - NAO MlLAtTiMW Leiö 4 stoppar við dymar GARÐASTAL Áratuga ending - margir litir = HEÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 ummartilboðs L JÓSMYND ABÚÐIN IAUGAVEGI 118 VIO HIEMM S 27744

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.