Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 06.07.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988 fólk í fréttum HOLLYWOOD Frægð og fegurð Hvernig fara frægar leikkonur eins og Linda Evans, Farrah Fawcett og Elisabet Taylor að því að halda sér jafn unglegum og fal- legum ár eftir ár? Þetta er leyndar- mál sem margir vildu vita og nú hafa stjömumar tjáð sig um málið? Linda Evans segir: „Eftir því sem konur eldast meira, ættu þær að nota minna af andlitsfarða því að þá virðast þær yfirleitt vera ung- legri. Mikil andlitsmálning sem verður að klessu í andlitinu á manni, gerir hrukkurnar aðeins meira áberandi. Einnig er gott að stunda inn- hverfa íhugun a.m.k. einu sinni á dag. Það dregur úr spennu og slétt- ir um leið úr þreytuhrukkum." Farrah Fawcett segir: „Hörund mitt er þurrt svo að ég ber krem á það bæði kvölds og morgna. Þegar ég þvæ mér í framan nota ég mjúk- an bursta til að ná burt dauðum COSPER COSPER ©PIB Gerðu eitthvað til að hræða mig, svo ég losni við hiks- tann. húðfrumum og ég fer aldrei út í sólskin án þess að nota sólaráburð. Andlitsfarða nota ég alls ekki nema þegar ég er í vinnunni. Eg tannbursta mig tvisvar á dag og nota einnig tannþráð í bæði skiptin." Elisabet Taylor segir: „Mínar aðferðir eru einfaldar. Eg þvæ mér í framan með sápu og vatni og nota góðan húðáburð á hendumar, andlitið og allan líkamann. Ég forð- ast þó að nota sterka sápu við and- litsþvott. Julie Andrews segir: „Sem betur fer erfði ég enskan litarhátt móður minnar. Ég kem í veg fyrir bólur og önnur óhreinindi með því að þvo mér rækilega í framan á hveijum degi og svo er gott að drekka mik- ið af tæru vatni. Jaclyn Smith segir: „Ég ber and- litskrem á mig á hveijum morgni og fer síðan í steypibað og ber meira krem á mig á meðan ég stend undir sturtunni og læt vatnið fossa í andlitið á mér. Eftir baðið þvæ ég mér í framan með andlitsvatni. Þegar þessu er lokið, líður mér sérs- taklega vel og húðin er mjúk og hrein. Ég fer oft í hárgreiðslu og hárið þurrkast upp við það. Til að halda hárinu fallegu nota ég hárnæringu eftir hvern einasta þvott. Síðan set ég djúpnæringu í hárið einu sinni í viku og nota aldrei sömu tegund af hámæringu og ég hef notað daginn áður.“ Þetta eru aðferðir sem þessar frægu og fallegu konur nota og líklega em þetta allt holl og góð ráð. ENGLAND Tilhugalíf Hvað á ég nú að segja? gæti Jói górilla verið að hugsa. Hann er í þann veginn að rétta Biddy vinkonu sinni blómvönd en er dálítið vandræðalegur. Jói er nú orðinn 24 ára svo að það em síðustu forvöð fyrir hann að festa ráð sitt. Biddy vinkona hans er 14 ára og Jóa finnst hún rosalega sæt. Jói og Biddy em bæði górilluapar og búa í Twycross-dýragarðinum í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.