Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 159. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgfunblaðsins Carrington lávarður orðinn listaverkasatí Þegar Carrington lávarður lét af framkvæmdastjórastarfi Atlantshafsbandalagsins settist hann síður en svo í helgan stein, því hann gerðist stjórnarformaður hjá uppboðs- og listaverkasölufyrir- tækinu Christie’s. A myndinni að ofan sést Carrington lávarður ásamt Richard Luce, listamálaráð- herra Bretlands, en málverkin, sem þeir félagarnir eru með, eru eftir William Hogarth. Upphaf- lega stóð til að Christie’s byði þau upp, en vegna menningarsögulegs gildis málverkanna fyrir Bretlandseyjar var gerður samningur um að ríkið fengi þau og léti í staðinn niður falla ógoldinn erfðafjárskatt eigendanna að upphæð 1,25 milljónir sterlingspunda (um 97 milljónir islenskra króna). Afstaða til forseta- frambjóðenda vestra Tóku ekki afstöðu Bush Skoðanakönnun í Bandaríkjunum: Bush orðinn vin- sælli en Dukakis Dukakis Heimild: USA Today/CNN Washington. Reuter. FYLGI Georges Bush, varaforseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóð- anda repúblikana í kosningunum í haust, hefur nú í fyrsta skipti í nokkra mánuði farið fram úr fylgi demókratans Michaels Dukakis. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem birt var í gær. Morgunblaðið / AM Armenía: Flokksleið- togi Jere- van settur í könnun á vegum dagblaðsins USA Today og CAW-sjónvarpsstöðv- arinnar, sem birtist á miðvikudag, sögðust 47% styðja Bush en 44% Dukakis. Hefur Bush þannig unnið talsvert á frá könnunum þeim sem gerðar hafa verið að undanfömu. Dukakis og varaforsetaefni hans, Lloyd Bentsen, reyndu á miðvikudag að vinna stuðning meðal blökku- manna sem urðu fyrir vonbrigðum yfir því að Dukakis skyldi ekki velja blökkumanninn Jesse Jackson sem varaforsetaefni sitt. Jackson heyrði fyrst um val Dukakis hjá fréttamönn- um og var greinilega brugðið. Duk- akis segir að ekki hafi náðst í Jack- son til að segja honum frá ákvörðun- inni áður en hún var gerð opinber. I skoðanakönnun The New York Times og CBS, sem gerð var nokkr- um dögum fyrr, kom í ljós að hvorki Bush né Dukakis hefur tekist að vinna sér traustan sess í hugum bandarískra Iqósenda og hefur álit þeirra jafnvel fremur minnkað síðustu mánuði. Iranir tilkynna um skipulegt undanhald frá vígstöðvunum Hafa nú glatað öllum landvinningum í Persaflóastríðinu til hliðar Moskvu, Reuter. LEIÐTOGI kommúnistaflokksins í Jerevan, höfuðborg Armeniu, hefur verið settur til hliðar, en nú hefur allsheijarverkfall verið í borginni í tiu daga samfleytt. Levon Saakyan féll ekki beinlínis í ónáð, en var fluttur í starf „þar sem hæfileikar hans nýtast betur“. Þá var mótmælafundur við Kreml- armúra, þar sem lýst var yfir sam- stöðu með íbúum Nagomo-Kata- bakh, snögglega leystur upp i gær, en meðal þeirra, sem vom fangelsað- ir, var Sergej Grígoijants, ritstjóri tímaritsins Glasnost. Nikósíu og New York-borg, Reuter. ÍRANIR hafa skýrt frá skipulegu undanhaldi heija sinna frá norð- austurhluta íraks, en írakar hafa að undanförnu hert sókn sína sunnanmegin á landamærum rikj- anna eftir að hafa náð írönskum landamærabæ á sitt vald. Að sögn IRNA, hinnar opinberu frétta- stofu írans, hafa íranskar her- sveitir hörfað frá kúrdískum hér- uðum í norðausturhluta Irans og sagði fréttastofan ráðstafanir þessar vera lið i nýrri hersljórnar- list, sem miðaðist að því að „beita hernum betur á öðrum varnar- svæðum". Að sögn þeirra sem gerst til þekkja hrakar vígstöðu Irana dag frá degi og gerir illt verra að her þeirra mun lítt i stakk búinn til þess að heyja varn- arstríð. I gær var haldinn fundur í Oryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um skotárás Bandarikja- flota á íranska farþegaflugvél fyrir tæpum tveimur vikum og sagði George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, að aðalmálefni ráðsins væri Persaflóastríðið, en ekki hinn einstaki atburður, sem skotárásin væri. Þessar síðustu hræringar í Persa- flóastríðinu hafa orðið til þess að íranir em búnir að glata öllum land- vinningum sínum í hinni átta ára löngu styijöld. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, æðsti yfirmaður íranska heraflans, sagði í gær að þessar hernaðar- kúnstir væm liður í nýrri herstjórn- arlist írana og sýndu glögglega að Iranir vildu ekki leggja undir sig og halda írökskum landsvæðum. „Eftir að hafa kynnt okkur víg- stöðuna virtist okkur sem breytingar þyrftu að verða á varnarlínu okkar,“ sagði Rafsanjani meðal annars í sjónvarpsávarpi. írakar em vígreifir þessa dagana og sagði hershöfðinginn N’ima Faris Hussein, sem sæti á í herráðinu, að staða Iraka væri slík að þeir gætu farið frá herteknum svæðum í íran innan nokkurra daga án þess að stefna vígstöðu sinni í hættu. Irakar hófu að snúa vörn í sókn um miðjan apríl þegar þeir náðu Faw-skaga aftur á sitt vald, en íran- ir höfðu hersetið hann í tvö ár. Að sögn hernaðarsérfræðinga gerist styijöldin æ, erfiðari fyrir írani og munu þeir einkum líða fyrir skort á hæfum liðsforingjum, sem geta séð framvarðasveitunum fyrir stöðugum straumi vista, eldsneytis og skot- færa. I New York-borg kom Öryggisráð SÞ saman til þess að hlýða á mál Ali Akbars Velayatis, utanríkisráð- herra Irans, sem krafðist aðgerða af hálfu ráðsins vegna árásar banda- ríska herskipsins Vincennes á íranska farþegaþotu hinn 3. þessa mánaðar. Þá týndu 290 manns lífinu. George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, fór fyrir bandarísku sendinefndinni og sagði hann að „ ... aðalmálið, sem liggur fyrir þessari stofnun, er ekki hvernig og hversvegna farþegaþotan var skotin niður. Það er hin staðfastlega neitun íransstjómar að hlíta samþykktum Öryggisráðsins, að semja um lyktir stríðsins við Irak og að hætta árás- um á skipaumferð hlutlausra ríkja um Persaflóa." Sjá ennfremur frétt um fund- inn í Öryggisráði SÞ á síðu 26. Pólland: Gorbatsjov víkur sér und- an áleitnum spurningum Varsjá, Daily Telegnraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi leiddi í gær hjá sér beiðni pólsks ritstjóra um að hann gerði grein fyrir stöðu Brezhnev- kenningarinnar svonefndu, en samkvæmt henni hafa Sovétríkin rétt og skyldu til þess að veita öðrum kommúnistaríkjum Austur- Evrópu „bróðurlega hjálparhönd” villist þau út af hinum gullna meðalvegi Moskvukommúnismans. í stað þess að flytja langar yfir- lýsingar eins og kollegar hans stóð Marcin Krol, ritstjóri eina óháða dagblaðs austantjaldsríkjanna, á fætur og kvaðst vilja spyija Gor- batsjov einnar spurningar. „Einn meginþátta nútímasögunnar er Brezhnev-kenningin og fram- kvæmd hennar í Tékkóslóvakíu fyrir 20 árum. Hvernig metur stjómmálamaðurinn — ekki sagn- fræðingurinn — hana í dag?“ Gorbatsjov gerði athugasemdir við orð fundarmanna í fundarlok, en lét hins vegar eiga sig að eyða svo miklu sem einu orði á Krol. í upphafsorðum sínum á fyrr- nefndum fundi lagði Gorbatsjov út frá sama efni og hann hafði gert daginn áður í borginni Szczec- in (Stettin) þar sem hann lét í veðri vaka að Sovétríkin væru ekki á þeim buxunum að leyfa ein- hveiju fylgiríki sínu að fjarlægjast kennisetningar kommúnismans. Það var hins vegar síst í sam- ræmi við það sem Pólveijar vildu heyra, en eigi að síður í samræmi við þá áherslubreytingu sem Gorb- atsjov hefur viljað koma á fram- færi í samskiptum sínum við leppríkin — að Sovétríkin séu ekki sem ofstopafullur harðstjóri heldur frekar vingjarnlegur risi, ákveðinn en réttlátur. Heimsókn hans hefur hins vegar vart verið sú sigurganga, sem Kremlveijar höfðu vonast til, og pólskur almenningur er enn jafn- fullur efasemda um sovéskar fyrir- ætlanir og í raun furðu áhugalítill um heimsókn Kremlarbóndans. Hafa menn bent á að Gorbatsjov hafi enda lítt lagt sig fram, því ekki var minnst einu orði á fjölda- morðin á 4.500 yfirmönnum í pólska hemum í Katyn-skógi í seinni heimsstyijöld, sem Sovét- menn hafa ávallt verið grunaðir um, né heldur þau mál önnur, sem helst standa í vegi betri samskipta Pólveija við risann í austri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.