Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 41 Sigurður Gunnlaugs- son — Minningarorð Fæddur 8. mai 1912 Dáinn 6. júli 1988 Á leiðið mitt þá liðin er einn léttan grátvið plantið þér hans Ijúfu tárin líka mér og litafolvin sem hann ber með létta skugga þakið sitt hann þyngir ekki rúmið mitt. (A. Musset) í þessum ljóðlínum fellst hóg- værðin. Það er ekki beðið um mikið en það er verið að biðja um sáðn- ingu, ræktun við móðutjörð og grát- viðurinn með létta skugga þakið sitt hann þyngir ekki rúmið mitt. Á ferðinni yfír landamæri lífs og dauða. Eins minningin sem lifir sterkt í þessum ljóðlínum sem jafn- framt er áminning um að græða sárin og sá til betra lífs hér á jörð. Ég valdi þetta upphaf er ég minn- ist heiðursmannsins Sigurðar Gunnlaugssonar sem við kveðjum í dag. Hans stíll var fyrst og fremst hógværðin og prúðmennskan með sinni ljúfu framkomu og hýra brosi skein sólin í heiði hjá öllum þeim sem hann umgekkst þó að skýjað væri jrfír móður jörð. Á ég margar minningar ljúfar frá þeim tíma meðan leiðir lágu náið saman. Engum dettur það í hug að ekki hafí brotið af báru á lífshlaupi hans en þá kom best í ljós hver vitmaður hann var því skaplaus var hann ekki. Meðan élið gekk yfír var ekki sagt mikið, svo fór að rofa til og þá kom bros. Hann var seinþreyttur til reiði og sem betur fór sá ég hann aldrei reiðan og mig hefði ekki langað til þess. En það voru vitsmunimir sem höfðu umráðaréttinn, það fá ekki allir slíka náð í vöggugjöf. Á hverju sem gengur að geta alltaf hamið sig. Það getur sá sem vitið hefur og hefur tamið sér að fara vel með. Það er mikill ávinningur að hafa kynnst slíkum manni og mér er ljúft að segja frá því að þær stundir sem ég átti með honum ein- um, sem voru alltof fáar, komst ég að öðrum Sigurði Gunnlaugssyni en sem ég umgekkst þar utan því hann var í eðli sínu dulur og leyndi tilfínningum sínum og það var ekki auðvelt að kynnast honum. Hann tók ekki öllum strax í dag. Hann vildi sannarlega hafa sinn umþótt- unartíma að kynnast. Manni var ekki ýtt út í hom, nei, hann komst að manni með hægðinni og rólegheitunum eins og hann segði við mann: „Flas er ekki til fagnaðar," en svo hafði unnið honum traust og þar hafði maður kynnst sterkum stofni. Sigurður Gunnlaugsson var mik- ill eljumaður. Honum féll aldrei verk úr hendi enda hagleiksmaður og bar heimili hans og garðurinn í Hlíðarhvammí 11 þess best vitni. Hann var starfsmaður hjá Olíufé- laginu Esso í fjöldamörg ár allt til ársins 1972, en ári áður höfðu hann og fjölskylda hans hafið rekstur í Garðabæ. Sá rekstur stendur enn í miklum blóma. Undirritaður kynntist Sigurði fýrst haustið 1969. Þau kynni stóðu náið í 11 ár eða til ársins 1981 að sól seig við ægi. Örlaganomimar spinna sína vefí ekki síður nú en áður á tímum stress og hraða á tölvuöld en hér er ekki staður né stund til heilabrota hvað betur mætti fara, en eitt er víst að ekki ber allt upp á sama daginn á langri vegferð. Sigurður Gunnlaugsson var ekki maður hávaðans eða fjöl- miðlafársins. Hann kaus að lifa lífínu í rólegu og notalegu um- hverfí í faðmi fjölskyldu sinnar sem hann unni mikið og varði öllum sínum tómstundum í að gera til hæfís. Sigurður var fæddur 8. maí 1912 j Hofsárkoti í Svarfaðardal, sonur Önnu Stefánsdóttur frá Hofs- árkoti og Gunnlaugs Sigurðssonar frá Tungufelli og ólst hann þar upp hjá ástríkum foreldrum í faðmi frið- ar og sældar í fallegri sveit girta stórbrotrium fjallahring. Sigurður útskrifaðist frá Hóla- skóla 1933, búfræðingur að mennt og hugsanlega hefur hugur hans stefnt að búsýslu í sveit sinni en leiðin lá fljótlega eftir skólagönguna á sunnlenskar slóðir þar sem hann kynntist lífsförunaut sínum, Ráð- hildi Jónsdóttur. Mikilli sómakonu og stóð vegferð þeirra í 52 ár og sýnir okkur það að samheldnin hefur verið meiri en oft vill verða nú til dags í upplausn hraða og streitu. Þau Ráðhildur og Sigurður reistu sér fagurt einbýlis- hús í Hlíðarhvammi 11 í Kópavogi. Þeim varð tveggja bama auðið: Guðrún Valgerður, fædd 1939, gift- ist Auðunni Jónssyni 1969, þau skildu árið 1981, eiga tvær dætur. Guðrún átti soninn Bjarna áður en hún giftist sem var afa og ömmu augasteinn enda alfarið inn á heim- ili þeirra til 6 ára aldurs. Og Krist- inn fæddur 1944, giftur Ruth Al- freðsdóttur, eiga þau 3 börn. Kæra Ráðhildur. Ég veit á stundu sem þessari koma fram í hugann minningar um traustan og sterkan lífsförunaut sem lagði allt að veði fjölskyldu sinnu til framdráttar, en eikin sterka er fallin. Við stöndum hnípin um stund en brátt rofar til, fagrar minningar um góðan dreng hvetja okkur til allra góðra verka. Ég votta aðstandend- um hans af heilum huga innilegar samúðarkveðjur. Þig sem í íjarlægð fjöllin bakvið dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við minn hugur þráir hjartað ákaft saknar er horfnum stundum Ijúfum dvel ég hjá heyrirðu ei hvem hjartað kallar á. Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber sú fagra minning eftir skyldi reyna er aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Auðunn H. Jónsson Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál því ömgg sértu og set á gguð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og vemdar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (P. Gerdhardt.) Það er erfitt að skilja tilgang lífsins og það gleymist oft í erli líðandi stundar þegar við erum í faðmi okkar nánustu hvað tára- döggin getur fallið fljótt. Allt í einu . stöndum við hnípin og hljóð. Hama- gangur dagsins liðinn. Þetta fínnum við í dag er við kveðjum ástkæran afa okkar, Sigurð Gunnlaugsson, og minningamar hrannast upp. Hann sem bar okkur á höndum sér og var boðinn og búinn að leiða okkur inn í draumaland í bamæsku okkar. Við vitum að hann vildi okk- ar veg mestan og vakti yfír velferð okkar í hverju spori. Það sem við virðum mest í fari afa okkar var reglusemin. Hann smakkaði aldrei vín né tóbak og hann reyndi að vemda okkur og alla þá sem hann umgekkst frá því leiða böli sem hijáir því miður alltof marga. Elsku amma okkar, við sam- hryggjumst þér og við vitum að þú hefur mikið misst eins og við öll. En við erum ömgglega viss um það að afi hefur fengið góða heim- komu á nýju tilverustigi. Og við vitum að hans heitasta ósk er að við minntumst hans með því að taka til eftirbreytni hans ríku eðlis- kosti. Og standa vörð um allt það besta sem getur leitt okkur götuna á enda í þessu lífí. Elsku afa þökkum við allt sem hann var okkur og við munum minnast hans í öllu því besta sem við eigum eftir að gera. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfír stund og stað, stjömur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð til þín, hærra til þín. (Þýð. M. Joch.) Bjarai, Fríða og Ráðhildur VERÐLÆKKUN A 5 DYRA AX Vegna hagstæðra samninga við Citroén verksmiðjurnar getum við nú boðið tak- markað magn af 5 dyra Citroén AX 1ÍTRE árábæuveðiKr. 416.000* Opið laugardag og sunnudag kl.13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.