Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Sex manns bjargast af Eskfirðingi SU: Sáu skipið sökkva er þeir voru á leið um borð í Hólmaborg MANNBJÖRG varð þegar 275 tonna bátur, Eskfirðingnr SU 9, sökk á Héraðsflóadjúpi um áttaleytið í gærmorgun. Leki hafði komið að skipinu um tveimur klukkustundum áður og kallaði Eskfirðingur þá á aðstoð frá Hólmaborg SU 11, sem var að veiðum þar nærri. Allir skipveijarnir sex fóru síðan um borð í gúmbát þegar Hólmaborg átti skammt eftir að slysstaðnum og sökk Esk- firðingur í þann mund sem skip- brotsmenn voru að stiga um borð í Hólmaborgina. Skýrslu- taka fór fram hjá sýslumannin- um á Eskifirði í gærdag, en ekki er ljóst hvað olli lekanum og slysinu. Sjópróf fara fram á morgun, laugardag. Eskfírðingur lagði af stað til rækjuveiða í fyrrakvöld og var rétt ókominn á miðin þegar vart varð við lekann. Skipstjórinn, Valdimar Aðalsteinsson, hafði samband við Hólmaborg rétt fyrir klukkan 6 og tilkynnti skipstjóran- um þar, Jóhanni Kristjánssyni, um lekann. Hólmaborgin, sem er 950 tonna loðnuskip, áður Eldborg frá Hafnarfírði, var þá að veiðum um sjö mílur norður af Eskfírðingi. Aukadæla var um borð í Hólma- borg og ákvað skipstjórinn að hífa strax og koma Eskfírðingi til að- stoðar. Stuttu síðar tilkynnti Valdimar Hólmaborg að lekinn hefði minnk- að og hættan því ekki jafn mikil, en hann bað skipið samt að koma með dæluna. „Eg held í átt til hans á fullri ferð og stuttu eftir það kallar hann til mín og segir að það sé kominn sjór í vélar- rúm,“ sagði Jóhann Kristjánsson á Hólmaborg. „Þegar ég sé skipið er kominn geysilegur bakborðs- halli á það og Valdimar segir við mig að hann ætli að láta mann- skapinn fara í flotgalla til öryggis. Ég segi við hann að hann skuli blása út björgunarbát og hafa hann tiibúinn ef skipið skyldi velta alveg. Þegar við eigum eftir mílu á staðinn sé ég hvar þeir yfírgefa skipið og fara í björgunarbátinn. Ég kemst að björgunarbátnum, sem var alveg við skipið, og næ að setja línu í hann og draga hann frá. Síðan þegar þeir eru að fara um borð í Hólmaborg steypist skipið niður að framan og sekkur á örskammri stund." Morgunblaóið/AM Jóhann sagði að aðstæður hefðu ekki getað verið betri þegar slysið varð. Það hefði verið bjartviðri og norðvestan 2-3 vindstig. Slysavamarfélagið fékk til- kynningu frá Eskfírðingi í gegnum Nesradíó um klukkan 7:30 í gær- morgun og lét sveitir félagsins á Vopnafírði og Borgarfírði eystra strax vita. Rétt um það leyti sem menn þaðan voru að leggja af stað á bátum með slökkvidælur var þeim tilkynnt að Eskfirðingur væri þegar sokkinn. Aðalsteinn Valdimarsson, eig- andi og útgerðarmaður Eskfírð- ings, sem er faðir Valdimars skip- stjóra, sagði að tryggingarverð- mæti skipsins væri í kringum 100 milljónir. Eskfírðingur SU 9 var 275 brúttólesta skip, smíðað árið 1963, en var stækkað árið 1978. Skipið hét áður Sæberg, en þar áður var 4 Eskfirðingur, sem áður hét Sæberg. Morgunblaðið/Snom Snorrason það í eigu Aðalsteins Jónssonar á rún hefði orðið 100 ára í gær, Eskifirði og hét þá Guðrún Þor- daginn sem báturinn sem eitt sinn kelsdóttir. Þess má geta að Guð- bar nafn hennar, sökk. Gosdrykkjastríðið; Vonuðum að hér væri um löghlýðin fyrirtæki að ræða - segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri „VEMILAGSSTOFNUN hefur í lengstu lög leyft sér að vona að hún væri að eiga við lög- hlýðin fyrirtæki og að ekki þyrfti að koma til þess að visa málum til dómstóla. Á það mun enn reyna með viðræðum við þau eftir helgi, en ummæli for- stjóra Sanitas i gær gefa ekki tilefni til bjartsýni um að það takist með þeim hætti,“ sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri er hann var inntur álits á um- mælum forstjóra Vífilfells og Sanitas um Verðlagsstofnun i frétt Morgunblaðsins í gær. Þar segir Ragnar Birgisson, for- stjóri Sanitas, meðal annars að „Verðlagsstofnun verði að taka sig á og að enginn taki mark á stofnuninni lengur“. Georg Ólafsson sagði að Verð- lagsstofnun hefði margoft bent gosdiykkjaframleiðendum á ólög- mæti þess gagnvart neytendum og samkeppnisaðilum að auglýsa vöru sína á öðrum forsendum en þeim, er lúta að gæðum varanna sjálfra en ekki tengja þær óskyld- um þáttum, svo sem verðlaunum, happdrættum eða tijárækt. For- svarsmenn þeirra yrðu nú boðir á sérstakan fund eftir helgi þar sem þetta verður enn ítrekað. „Ef það verður niðurstaðan að fyrirtækin haldi þessum söluaðferðum til streitu þá á Verðlagsstofnun engra annarra kosta völ en að senda málið til viðeigandi með- ferðar hjá dómsstólum," sagði verðlagsstjóri. Hann sagði ennfremur að ef menn teldu, í ljósi breyttrar fjöl- miðlunar í landinu, að fyrirtækjum ætti að leyfast að beita öllum til- tækum ráðum í samkepþni hvert við annað, þá yrði að breyta verð- lagslögum og aðlaga þau að því. „A meðan það hefur ekki verið gert munum við að sjálfsögðu framfylgja lögunum eins og þau er í dag.“ sagði verðlagsstjóri. Flugdagnr á morg- un á Sauðárkróki Hundrað ár liðin frá fæðingu dr. Alexanders Jóhannessonar FLUGDAGUR verður á Sauð- árkróki á morgun í tilefni þess að í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu dr. Alexanders Jóhannessonar rektorSj eins stofnenda Flugfélags Islands og eins helsta frumkvöðuls flugs á íslandi. Af þvf tilefni verður einnig haldinn hátfð- arfundur f Safnahúsinu á Sauð- árkróki í kvöld klukkan 20.30. Að fundinum loknum verður opnuð f Safnahúsinu sýning á ljósmyndum og skjölum sem tengjast dr. Alexander Jóhann- essyni og flugsögunni. Flugdagurinn hefst á morgun klukkan 13.30 með setningu Snorra B. Sigurðssonar bæjar- stjóra. Að setningu lokinni flytur Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, ávarp. Því næst hefst fjölbreytt flugsýning með flugi herflugvéla, svifflugi og fall- hlífarstökki svo að eitthvað sé nefnt. Að auki munu þrír loft- belgir sigla um loftin blá. A hátíðarfundinum 'i kvöld munu Þórir Kr. Þórisson, prófess- or, Pétur Einarsson, flugmála- stjóri, og Sveinn Sæmundsson frá Flugleiðum flytja erindi um dr. Alexander Jóhannesson, líf hans og störf. Að hátíðarhöldunum standa Sauðárkróksbær, Skagafjarðar- sýsla og Flugklúbbur Sauðár- króks. Á þessari mynd, sem tekin var árið 1928, má sjá Súluna sem var í eigu Flugfélags íslands. Fyrir framan hana stendur Alexander Jóhannesson ásamt starfsmönnum Flugfélags íslands. Frá vinstri: Wind flugvélvirki, Christiansen flugvélvirki, Moritz aðstoðarmaður, Simon flugmaður, Alexander Jóhannesson, Ólafur Halldórsson og Skúli HaIldórsson(siðar tónskáld), sendill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.