Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 22

Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Sex manns bjargast af Eskfirðingi SU: Sáu skipið sökkva er þeir voru á leið um borð í Hólmaborg MANNBJÖRG varð þegar 275 tonna bátur, Eskfirðingnr SU 9, sökk á Héraðsflóadjúpi um áttaleytið í gærmorgun. Leki hafði komið að skipinu um tveimur klukkustundum áður og kallaði Eskfirðingur þá á aðstoð frá Hólmaborg SU 11, sem var að veiðum þar nærri. Allir skipveijarnir sex fóru síðan um borð í gúmbát þegar Hólmaborg átti skammt eftir að slysstaðnum og sökk Esk- firðingur í þann mund sem skip- brotsmenn voru að stiga um borð í Hólmaborgina. Skýrslu- taka fór fram hjá sýslumannin- um á Eskifirði í gærdag, en ekki er ljóst hvað olli lekanum og slysinu. Sjópróf fara fram á morgun, laugardag. Eskfírðingur lagði af stað til rækjuveiða í fyrrakvöld og var rétt ókominn á miðin þegar vart varð við lekann. Skipstjórinn, Valdimar Aðalsteinsson, hafði samband við Hólmaborg rétt fyrir klukkan 6 og tilkynnti skipstjóran- um þar, Jóhanni Kristjánssyni, um lekann. Hólmaborgin, sem er 950 tonna loðnuskip, áður Eldborg frá Hafnarfírði, var þá að veiðum um sjö mílur norður af Eskfírðingi. Aukadæla var um borð í Hólma- borg og ákvað skipstjórinn að hífa strax og koma Eskfírðingi til að- stoðar. Stuttu síðar tilkynnti Valdimar Hólmaborg að lekinn hefði minnk- að og hættan því ekki jafn mikil, en hann bað skipið samt að koma með dæluna. „Eg held í átt til hans á fullri ferð og stuttu eftir það kallar hann til mín og segir að það sé kominn sjór í vélar- rúm,“ sagði Jóhann Kristjánsson á Hólmaborg. „Þegar ég sé skipið er kominn geysilegur bakborðs- halli á það og Valdimar segir við mig að hann ætli að láta mann- skapinn fara í flotgalla til öryggis. Ég segi við hann að hann skuli blása út björgunarbát og hafa hann tiibúinn ef skipið skyldi velta alveg. Þegar við eigum eftir mílu á staðinn sé ég hvar þeir yfírgefa skipið og fara í björgunarbátinn. Ég kemst að björgunarbátnum, sem var alveg við skipið, og næ að setja línu í hann og draga hann frá. Síðan þegar þeir eru að fara um borð í Hólmaborg steypist skipið niður að framan og sekkur á örskammri stund." Morgunblaóið/AM Jóhann sagði að aðstæður hefðu ekki getað verið betri þegar slysið varð. Það hefði verið bjartviðri og norðvestan 2-3 vindstig. Slysavamarfélagið fékk til- kynningu frá Eskfírðingi í gegnum Nesradíó um klukkan 7:30 í gær- morgun og lét sveitir félagsins á Vopnafírði og Borgarfírði eystra strax vita. Rétt um það leyti sem menn þaðan voru að leggja af stað á bátum með slökkvidælur var þeim tilkynnt að Eskfirðingur væri þegar sokkinn. Aðalsteinn Valdimarsson, eig- andi og útgerðarmaður Eskfírð- ings, sem er faðir Valdimars skip- stjóra, sagði að tryggingarverð- mæti skipsins væri í kringum 100 milljónir. Eskfírðingur SU 9 var 275 brúttólesta skip, smíðað árið 1963, en var stækkað árið 1978. Skipið hét áður Sæberg, en þar áður var 4 Eskfirðingur, sem áður hét Sæberg. Morgunblaðið/Snom Snorrason það í eigu Aðalsteins Jónssonar á rún hefði orðið 100 ára í gær, Eskifirði og hét þá Guðrún Þor- daginn sem báturinn sem eitt sinn kelsdóttir. Þess má geta að Guð- bar nafn hennar, sökk. Gosdrykkjastríðið; Vonuðum að hér væri um löghlýðin fyrirtæki að ræða - segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri „VEMILAGSSTOFNUN hefur í lengstu lög leyft sér að vona að hún væri að eiga við lög- hlýðin fyrirtæki og að ekki þyrfti að koma til þess að visa málum til dómstóla. Á það mun enn reyna með viðræðum við þau eftir helgi, en ummæli for- stjóra Sanitas i gær gefa ekki tilefni til bjartsýni um að það takist með þeim hætti,“ sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri er hann var inntur álits á um- mælum forstjóra Vífilfells og Sanitas um Verðlagsstofnun i frétt Morgunblaðsins í gær. Þar segir Ragnar Birgisson, for- stjóri Sanitas, meðal annars að „Verðlagsstofnun verði að taka sig á og að enginn taki mark á stofnuninni lengur“. Georg Ólafsson sagði að Verð- lagsstofnun hefði margoft bent gosdiykkjaframleiðendum á ólög- mæti þess gagnvart neytendum og samkeppnisaðilum að auglýsa vöru sína á öðrum forsendum en þeim, er lúta að gæðum varanna sjálfra en ekki tengja þær óskyld- um þáttum, svo sem verðlaunum, happdrættum eða tijárækt. For- svarsmenn þeirra yrðu nú boðir á sérstakan fund eftir helgi þar sem þetta verður enn ítrekað. „Ef það verður niðurstaðan að fyrirtækin haldi þessum söluaðferðum til streitu þá á Verðlagsstofnun engra annarra kosta völ en að senda málið til viðeigandi með- ferðar hjá dómsstólum," sagði verðlagsstjóri. Hann sagði ennfremur að ef menn teldu, í ljósi breyttrar fjöl- miðlunar í landinu, að fyrirtækjum ætti að leyfast að beita öllum til- tækum ráðum í samkepþni hvert við annað, þá yrði að breyta verð- lagslögum og aðlaga þau að því. „A meðan það hefur ekki verið gert munum við að sjálfsögðu framfylgja lögunum eins og þau er í dag.“ sagði verðlagsstjóri. Flugdagnr á morg- un á Sauðárkróki Hundrað ár liðin frá fæðingu dr. Alexanders Jóhannessonar FLUGDAGUR verður á Sauð- árkróki á morgun í tilefni þess að í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu dr. Alexanders Jóhannessonar rektorSj eins stofnenda Flugfélags Islands og eins helsta frumkvöðuls flugs á íslandi. Af þvf tilefni verður einnig haldinn hátfð- arfundur f Safnahúsinu á Sauð- árkróki í kvöld klukkan 20.30. Að fundinum loknum verður opnuð f Safnahúsinu sýning á ljósmyndum og skjölum sem tengjast dr. Alexander Jóhann- essyni og flugsögunni. Flugdagurinn hefst á morgun klukkan 13.30 með setningu Snorra B. Sigurðssonar bæjar- stjóra. Að setningu lokinni flytur Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, ávarp. Því næst hefst fjölbreytt flugsýning með flugi herflugvéla, svifflugi og fall- hlífarstökki svo að eitthvað sé nefnt. Að auki munu þrír loft- belgir sigla um loftin blá. A hátíðarfundinum 'i kvöld munu Þórir Kr. Þórisson, prófess- or, Pétur Einarsson, flugmála- stjóri, og Sveinn Sæmundsson frá Flugleiðum flytja erindi um dr. Alexander Jóhannesson, líf hans og störf. Að hátíðarhöldunum standa Sauðárkróksbær, Skagafjarðar- sýsla og Flugklúbbur Sauðár- króks. Á þessari mynd, sem tekin var árið 1928, má sjá Súluna sem var í eigu Flugfélags íslands. Fyrir framan hana stendur Alexander Jóhannesson ásamt starfsmönnum Flugfélags íslands. Frá vinstri: Wind flugvélvirki, Christiansen flugvélvirki, Moritz aðstoðarmaður, Simon flugmaður, Alexander Jóhannesson, Ólafur Halldórsson og Skúli HaIldórsson(siðar tónskáld), sendill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.