Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Verð nú miðað við janúar: Ný ýsa og niðursoðn- ar perur hafa lækkað Flestar vörur hafa hækkað um 10-20% IJM miðjan janúar síðastliðinn gerði Morgunblaðið könnun á verð- breytingum á nokkrum vörutegundum i sex verslunum tii að kanna áhrif tollalækkana og söluskatts á matvæli, hins svokallaða matar- skatts, á vöruverð. Niðurstaðan var sú að tollalækkanirnar höfðu ekki skilað sér þá þó að söluskatturinn legðist strax á af fullum þunga., Verðkönnun Morgunblaðsins nú, réttum sex mánuðum síðar, er gerð til að fylgja hinni fyrri eftir og gefa hugmynd um breytingar á vöruverði af völdum tolla- og skattabreytinga og dýrtíðarinnar. A þessu hálfa ári hafa kótilettur og lærissneiðar hækkað í kringum 15%, kjúklingar um tæp 20% að meðaltali, brauð um 14%, pylsur um 10%, innflutt kaffi um 10-20%, og sápa um tæp 20%. Hins vegar hefur verð á innlendu kaffi staðið í stað, ný ýsuflök hafa að meðal- tali lækkað um nær 15%, tannkrem hefur víðast lækkað um 5-10%, sjampó virðist hafa lækkað lítillega og niðursoðnir ávextir töluvert. Morgunblaðið/Júlfus Innkaupakarfa Morgunblaðsins kostaði 3.849 krónur í einni verslun- inni, en kostaði 3.418 krónur í janúar síðastliðnum. Hækkunin er 12,6%, en i könnuninni í janúar var nýbúið að hækka körfuna um 8,4%, þannig að heildarhækkunin á árinu er rúmlega 22%. Innkaupa- karfan er engin „vísitölukarfa", heldur eru í henni vörur sem áttu bæði að hækka og lækka vegna „matarskattsins" og tollalækkana um síðustu áramót. Matarkarfa Morgunblaðsins hækkaði um tæp 13% frá janúar- könnuninni, en þá hafði hún hækk- að um rúm 8% á einum degi vegna söluskattsins. Heildarhækkun körf- unnar á þessu ári er um 22%, en framfærsluvísitalan hækkaði um 12,4% frá janúar til júlí. Tollalækkunin gengin til baka að mestu leyti Það sem vekur kannski mesta forvitni í könnuninni er að ein- hveijar vörur skuli hafa lækkað síðan í janúar á tíma tveggja geng- isfellinga og innlendra kostnaðar- hækkana. Skýringin á því er sú að lækkun varð á tollum á ýmsum vörum um síðustu áramót og var sú lækkun veruleg á sumum vörum. Tollalækkunin hafði hins vegar ekki skilað sér í vöruverði nema að mjög litlu leyti þegar verðkönnunin í jan- úar var gerð. Þannig átti sjampó að lækka um 45% eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, en svo virðist sem stærstur hluti þeirrar lækkunar sé genginn til baka. Niðursoðnir ávextir áttu að lækka um 35%, en höfðu lækkað um 10-30% í þeim verslunum þar sem hægt var að bera saman sömu tegundir. Tannkr- em átti að lækka um 25%, en hafði lækkað um 5-10% í fjórum verslun- um, ekkert í einni verslun og hækk- að um 30% í einni. Haframjöl átti að lækka um 9%, en dýrtíðin er löngu búin að gleypa þá lækkun. Haframjöl hafði hækkað í öllum verslununum sex, frá 4% og upp í 33%. Ýsuflök og fleira Lækkunin á nýjum ýsuflökum vekur athygli. Samkvæmt útreikn- ingum íjármálaráðuneytisins átti fiskur aðeins að hækka um 10% í janúar vegna niðurgreiðslu á sölu- skatti, en mikill ruglingur var á fis- kverði fyrstu dagana eftir að „mat- arskatturinn" var settur á og hafði Verðlagsráð afskipti af málinu. Verðkönnunin í janúar hefur því mælt of mikla hækkun á ýsuverð- inu, sem síðan hefur gengið til baka og ekki fylgt verðbólgunni. Verð á flestum öðrum vörum ætti að hafa fylgt dýrtíðinni síðan verðkönnunin á janúar var gerð, þar sem hækkun vegna söluskatts- ins var þá þegar komin fram nær alls staðar. Að innlendu kaffi fráte- knu, sem víðast hvar hefur ekkert hækkað, hafa þessar vörur hækkað um 10-20% síðan í janúar-könnun- inni, en þá höfðu vörurnar nýlega hækkað um 3-13%. Varnaglar Það er rétt að taka fram að könn- unin er ekki nógu yfirgripsmikil til að gera nákvæman verðsamanburð á milli verslana, og þess verður að gæta að verslanirnar eru ólíkar inn- byrðis; hverfisverslanir annarsveg- ar og stórmarkaðir hinsvegar. Einn- ig er ekki alls staðar um sömu vöru að ræða. Slíkur samanburður er enda ekki tilgangur hennar, heldur náði könnunin til fleiri en einnar verslunar til að hún yrði nákvæm- ari. Verðkönnun Mörgunblaðsins ætti hins vegar að gefa góða vísbendingu um verðþróun á mat- og heimilisvörum, og gefa neytend- um og öðrum tækifæri til að bera saman breytingar á vöruverði. HÓ/GuGu MOBClfKBLAPlD. rOBTOPACUK U JANÚAR l»W Flestar vörur hafa hækkað meira en gert var ráð fyrir I jrkkuðu h*framjöln- verdið á ntaðnum Vörur sem áttu að lækka hafa yfirleitt ekki gert það enn dain Of rmlun*i*j6nr o* k»up- mrnn t»f« »<t fulK I f»n|ó mrfl it fytea* frmimndu mil» fWtif hófðu þHr t w« að nirrr- W-. m m» mnr. « «wt »•» r*» f»TV ' **- r_ **ii iJHwili *---* mknmgum «*rmil»r*A.nrrí» ■SL alu cfcld tfl — ■■tlnnlrfl- kwrmt útmkmn*um'riAinr)rt»- 12« MoTtMta t rfMMU- ™. rkki MkkM <, I ~mum Wrrtinnmnr rrrðn U fnlta lilfrllum h»kk»». Kkýnn«»r kZ-^frn-kr—4. M , .. rftrvrrrd þuu rru þ*r nð rnn •* rm» »0 r - — m* tíl -tj. O'"'" tarftta. þnr m* Uk» n^umofln. »rr«U. »*m mm 0*r-*Urt*-Tta 1n.B»n»i ' I ^ —*yC"V . ,»I J2? FJARÐARKAUP MIÐVANGUR VÍÐIR AUSTURSTRÆTI MIKLIGARÐUR STRAUMNES, BREIÐHOLTI MATVÖRUBÚÐIN GRÍMSBÆ Vörutegund verö nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % Kótilettur 1 kg 592,00 556,00 + 6,47 616,00 531,00 +16,01 616,00 531,40 +15,92 609,00 531,40 + 14,60 584,00 498,00 + 17,27 620,00 556,00 + 11,51 Lærissn. 1 kg 856,00 746,00 +14,75 982,00 825,40 + 18,97 976,00 825,00 +18,30 979,00 825,40 + 18,61 820,00 771,00 + 6,36 920,00 848,00 + 7,83 Kjúklingar 1 kg 507,00 398,00 +27,39 483,00 468,00 + 3,21 525,00 368,00 +42,66 534,00 440,00 +21,36 478,00 478,00 0 570,00 525,00 + 8,57 Ýsuflök 1 kg 273,00 303,00 -10,99 360,90 frosin 316,00 +14,21 280,00 303,00 - 7,59 275,00 304,00 - 9,54 279,00 345,00 -19,13 280,00 379,00 -26,12 Kaffi Gevalia 85,00 70,00 +21,43 92,60 83,00 +11,57 112,00 95,00 + 17,89 106,00 83,70 +26,64 92,00 83,00 + 10,84 105,00 85,20 +23,24 Braga 79,00 79,00 0 79,10 79,10 0 91,00 94,00 - 3,19 82,60 82,60 0 93,00 82,00 + 13,41 93,00 84,30 +10,32 Sykur1 kg 26,00 20,00 +30,00 _ 20,90 33,00 45,50 -27,47 26,80 18,65 +43,70 55,00 49,00 + 12,24 73,00 45,00 +62,22 2 kg 2 kg Lux-handsápa 22,00 18,00 +22,22 24,00 21,10 + 13,74 26,00 22,00 + 18,18 23,00 17,90 +28,49 23,00 20,00 + 15,00 24,00 21,00 +14,29 Pylsur 1 kg 579,00 514,00 +12,65 579,00 514,00 +12,65 556,00 514,00 + 8,17 399,00 514,00 -28,82 579,00 514,00 +12,65 556,00 514,00 + 8,17 Sams.sml.br. 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 Perur heildós 76,00 86,50 79,90 97,60 95,00 135,00 -29,63 77,20 85,20 - 9,39 92,00 119,00 58,00 66,25 -12,45 DelM. Ardmona — DelM. Ardomana Libby’s Ardmona Gold Reef Ardmona _ Del M. 1/2 dós Sjampó 500 ml 72,00 74,90 - 3,87 78,00 81,10 - 3,97 230,00 227,00 + 1,32 109,00 — — — — — — 88,40 _ Kiki Kiki Tannkrem Colgate 75 ml 67,00 74,80 -10,43 71,80 76,30 - 5,90 93,00 71,00 +30,99 68,90 72,80 + 5,36 74,00 74,00 0 78,00 86,00 - 9,30 Haframj. 475 g 45,00 43,40 +3,69 54,50 40,90 +33,25 104,00 89,00 +16,85 48,00 45,10 + 6,43 54,00 49,00 +10,20 55,00 42,60 +29,11 950 g ESSO opnar þvottastöð á Akranesi Olíufélagið hf. hefur opnað þvottastöð fyrir bifreiðar á Akranesi. Stöðin er við Sölu- skálann Skútuna við Þjóðbraut. Þetta er fyrsta þvottastöðin sem tekin er í notkun á Akranesi og hafa viðtökur viðskiptavina ver- ið góðar. Viðar Magnússon eigandi sölu- skálans sagði í samtali við Morg- unblaðið að þvottastöðin væri liður í aukinni þjónustu við viskiptavini Olíufélagsins hf. á Akranesi og miðað við undirtektir fyrstu dag- ana væri þessi viðbótarþjónusta mjög vinsæl, enda löngu tímabær. Samfara opnun þvottastöðvar- innar verður einnig tekið í notkun nýtt þvottaplan við söluskálann og hluti af öðru plani, stein- steyptu. Einnig er ætlunin að gera átak við að fegra svæðið fyrir utan söluskálann. Þvottastöðin er sömu gerðar og Olíufélagið hf. hefur verið að setja upp á afgreiðslum sínum víðsvegar um landið. Hún er alsjálfvirk og hægt er að fá auk þvottar, bón og þvott á undirgrind. Stöðin verð- ur opin á opnunartíma söluskálans frá morgni fram á kvöld. —JG Þvottastöð ESSO á Akranesi. þvottastöð INN Morgunblaðid/Jón Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.