Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
Verð nú miðað við janúar:
Ný ýsa og niðursoðn-
ar perur hafa lækkað
Flestar vörur hafa hækkað um 10-20%
IJM miðjan janúar síðastliðinn gerði Morgunblaðið könnun á verð-
breytingum á nokkrum vörutegundum i sex verslunum tii að kanna
áhrif tollalækkana og söluskatts á matvæli, hins svokallaða matar-
skatts, á vöruverð. Niðurstaðan var sú að tollalækkanirnar höfðu
ekki skilað sér þá þó að söluskatturinn legðist strax á af fullum þunga.,
Verðkönnun Morgunblaðsins nú, réttum sex mánuðum síðar, er
gerð til að fylgja hinni fyrri eftir og gefa hugmynd um breytingar
á vöruverði af völdum tolla- og skattabreytinga og dýrtíðarinnar. A
þessu hálfa ári hafa kótilettur og lærissneiðar hækkað í kringum
15%, kjúklingar um tæp 20% að meðaltali, brauð um 14%, pylsur
um 10%, innflutt kaffi um 10-20%, og sápa um tæp 20%. Hins vegar
hefur verð á innlendu kaffi staðið í stað, ný ýsuflök hafa að meðal-
tali lækkað um nær 15%, tannkrem hefur víðast lækkað um 5-10%,
sjampó virðist hafa lækkað lítillega og niðursoðnir ávextir töluvert.
Morgunblaðið/Júlfus
Innkaupakarfa Morgunblaðsins kostaði 3.849 krónur í einni verslun-
inni, en kostaði 3.418 krónur í janúar síðastliðnum. Hækkunin er
12,6%, en i könnuninni í janúar var nýbúið að hækka körfuna um
8,4%, þannig að heildarhækkunin á árinu er rúmlega 22%. Innkaupa-
karfan er engin „vísitölukarfa", heldur eru í henni vörur sem áttu
bæði að hækka og lækka vegna „matarskattsins" og tollalækkana
um síðustu áramót.
Matarkarfa Morgunblaðsins
hækkaði um tæp 13% frá janúar-
könnuninni, en þá hafði hún hækk-
að um rúm 8% á einum degi vegna
söluskattsins. Heildarhækkun körf-
unnar á þessu ári er um 22%, en
framfærsluvísitalan hækkaði um
12,4% frá janúar til júlí.
Tollalækkunin gengin til
baka að mestu leyti
Það sem vekur kannski mesta
forvitni í könnuninni er að ein-
hveijar vörur skuli hafa lækkað
síðan í janúar á tíma tveggja geng-
isfellinga og innlendra kostnaðar-
hækkana. Skýringin á því er sú að
lækkun varð á tollum á ýmsum
vörum um síðustu áramót og var
sú lækkun veruleg á sumum vörum.
Tollalækkunin hafði hins vegar ekki
skilað sér í vöruverði nema að mjög
litlu leyti þegar verðkönnunin í jan-
úar var gerð. Þannig átti sjampó
að lækka um 45% eftir aðgerðir
ríkisstjórnarinnar, en svo virðist
sem stærstur hluti þeirrar lækkunar
sé genginn til baka. Niðursoðnir
ávextir áttu að lækka um 35%, en
höfðu lækkað um 10-30% í þeim
verslunum þar sem hægt var að
bera saman sömu tegundir. Tannkr-
em átti að lækka um 25%, en hafði
lækkað um 5-10% í fjórum verslun-
um, ekkert í einni verslun og hækk-
að um 30% í einni. Haframjöl átti
að lækka um 9%, en dýrtíðin er
löngu búin að gleypa þá lækkun.
Haframjöl hafði hækkað í öllum
verslununum sex, frá 4% og upp í
33%.
Ýsuflök og fleira
Lækkunin á nýjum ýsuflökum
vekur athygli. Samkvæmt útreikn-
ingum íjármálaráðuneytisins átti
fiskur aðeins að hækka um 10% í
janúar vegna niðurgreiðslu á sölu-
skatti, en mikill ruglingur var á fis-
kverði fyrstu dagana eftir að „mat-
arskatturinn" var settur á og hafði
Verðlagsráð afskipti af málinu.
Verðkönnunin í janúar hefur því
mælt of mikla hækkun á ýsuverð-
inu, sem síðan hefur gengið til baka
og ekki fylgt verðbólgunni.
Verð á flestum öðrum vörum
ætti að hafa fylgt dýrtíðinni síðan
verðkönnunin á janúar var gerð,
þar sem hækkun vegna söluskatts-
ins var þá þegar komin fram nær
alls staðar. Að innlendu kaffi fráte-
knu, sem víðast hvar hefur ekkert
hækkað, hafa þessar vörur hækkað
um 10-20% síðan í janúar-könnun-
inni, en þá höfðu vörurnar nýlega
hækkað um 3-13%.
Varnaglar
Það er rétt að taka fram að könn-
unin er ekki nógu yfirgripsmikil til
að gera nákvæman verðsamanburð
á milli verslana, og þess verður að
gæta að verslanirnar eru ólíkar inn-
byrðis; hverfisverslanir annarsveg-
ar og stórmarkaðir hinsvegar. Einn-
ig er ekki alls staðar um sömu vöru
að ræða. Slíkur samanburður er
enda ekki tilgangur hennar, heldur
náði könnunin til fleiri en einnar
verslunar til að hún yrði nákvæm-
ari. Verðkönnun Mörgunblaðsins
ætti hins vegar að gefa góða
vísbendingu um verðþróun á mat-
og heimilisvörum, og gefa neytend-
um og öðrum tækifæri til að bera
saman breytingar á vöruverði.
HÓ/GuGu
MOBClfKBLAPlD. rOBTOPACUK U JANÚAR l»W
Flestar vörur hafa hækkað
meira en gert var ráð fyrir
I jrkkuðu h*framjöln-
verdið á ntaðnum
Vörur sem áttu að lækka hafa
yfirleitt ekki gert það enn
dain Of rmlun*i*j6nr o* k»up-
mrnn t»f« »<t fulK I f»n|ó mrfl
it fytea* frmimndu mil»
fWtif hófðu þHr t w« að nirrr-
W-. m m» mnr. « «wt »•» r*» f»TV ' **-
r_ **ii iJHwili *---* mknmgum «*rmil»r*A.nrrí»
■SL alu cfcld tfl — ■■tlnnlrfl- kwrmt útmkmn*um'riAinr)rt»-
12« MoTtMta t rfMMU- ™. rkki MkkM <, I ~mum
Wrrtinnmnr rrrðn U fnlta lilfrllum h»kk»». Kkýnn«»r
kZ-^frn-kr—4. M
, .. rftrvrrrd þuu rru þ*r nð rnn •* rm» »0
r - — m* tíl -tj. O'"'"
tarftta. þnr m* Uk» n^umofln. »rr«U. »*m mm 0*r-*Urt*-Tta
1n.B»n»i ' I ^ —*yC"V . ,»I J2?
FJARÐARKAUP MIÐVANGUR VÍÐIR AUSTURSTRÆTI MIKLIGARÐUR STRAUMNES, BREIÐHOLTI MATVÖRUBÚÐIN GRÍMSBÆ
Vörutegund verö nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. % verð nú jan. verðb. %
Kótilettur 1 kg 592,00 556,00 + 6,47 616,00 531,00 +16,01 616,00 531,40 +15,92 609,00 531,40 + 14,60 584,00 498,00 + 17,27 620,00 556,00 + 11,51
Lærissn. 1 kg 856,00 746,00 +14,75 982,00 825,40 + 18,97 976,00 825,00 +18,30 979,00 825,40 + 18,61 820,00 771,00 + 6,36 920,00 848,00 + 7,83
Kjúklingar 1 kg 507,00 398,00 +27,39 483,00 468,00 + 3,21 525,00 368,00 +42,66 534,00 440,00 +21,36 478,00 478,00 0 570,00 525,00 + 8,57
Ýsuflök 1 kg 273,00 303,00 -10,99 360,90 frosin 316,00 +14,21 280,00 303,00 - 7,59 275,00 304,00 - 9,54 279,00 345,00 -19,13 280,00 379,00 -26,12
Kaffi Gevalia 85,00 70,00 +21,43 92,60 83,00 +11,57 112,00 95,00 + 17,89 106,00 83,70 +26,64 92,00 83,00 + 10,84 105,00 85,20 +23,24
Braga 79,00 79,00 0 79,10 79,10 0 91,00 94,00 - 3,19 82,60 82,60 0 93,00 82,00 + 13,41 93,00 84,30 +10,32
Sykur1 kg 26,00 20,00 +30,00 _ 20,90 33,00 45,50 -27,47 26,80 18,65 +43,70 55,00 49,00 + 12,24 73,00 45,00 +62,22
2 kg 2 kg
Lux-handsápa 22,00 18,00 +22,22 24,00 21,10 + 13,74 26,00 22,00 + 18,18 23,00 17,90 +28,49 23,00 20,00 + 15,00 24,00 21,00 +14,29
Pylsur 1 kg 579,00 514,00 +12,65 579,00 514,00 +12,65 556,00 514,00 + 8,17 399,00 514,00 -28,82 579,00 514,00 +12,65 556,00 514,00 + 8,17
Sams.sml.br. 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29 112,00 98,00 +14,29
Perur heildós 76,00 86,50 79,90 97,60 95,00 135,00 -29,63 77,20 85,20 - 9,39 92,00 119,00 58,00 66,25 -12,45
DelM. Ardmona — DelM. Ardomana Libby’s Ardmona Gold Reef Ardmona _ Del M. 1/2 dós
Sjampó 500 ml 72,00 74,90 - 3,87 78,00 81,10 - 3,97 230,00 227,00 + 1,32 109,00 — — — — — — 88,40 _
Kiki Kiki
Tannkrem Colgate 75 ml 67,00 74,80 -10,43 71,80 76,30 - 5,90 93,00 71,00 +30,99 68,90 72,80 + 5,36 74,00 74,00 0 78,00 86,00 - 9,30
Haframj. 475 g 45,00 43,40 +3,69 54,50 40,90 +33,25 104,00 89,00 +16,85 48,00 45,10 + 6,43 54,00 49,00 +10,20 55,00 42,60 +29,11
950 g
ESSO opnar þvottastöð á Akranesi
Olíufélagið hf. hefur opnað
þvottastöð fyrir bifreiðar á
Akranesi. Stöðin er við Sölu-
skálann Skútuna við Þjóðbraut.
Þetta er fyrsta þvottastöðin sem
tekin er í notkun á Akranesi og
hafa viðtökur viðskiptavina ver-
ið góðar.
Viðar Magnússon eigandi sölu-
skálans sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þvottastöðin væri liður
í aukinni þjónustu við viskiptavini
Olíufélagsins hf. á Akranesi og
miðað við undirtektir fyrstu dag-
ana væri þessi viðbótarþjónusta
mjög vinsæl, enda löngu tímabær.
Samfara opnun þvottastöðvar-
innar verður einnig tekið í notkun
nýtt þvottaplan við söluskálann
og hluti af öðru plani, stein-
steyptu. Einnig er ætlunin að gera
átak við að fegra svæðið fyrir utan
söluskálann.
Þvottastöðin er sömu gerðar og
Olíufélagið hf. hefur verið að setja
upp á afgreiðslum sínum víðsvegar
um landið. Hún er alsjálfvirk og
hægt er að fá auk þvottar, bón
og þvott á undirgrind. Stöðin verð-
ur opin á opnunartíma söluskálans
frá morgni fram á kvöld.
—JG
Þvottastöð ESSO
á Akranesi.
þvottastöð INN
Morgunblaðid/Jón Gunnlaugsson