Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 5 Hull Daily Mail Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, og borgarsljórinn í Hull, Maijorie Smelt, halda á mynd sem tekin var af þeim í Reykjavík í fyrra meðan á heimsókn borgarstjóra Grimsby og Hull stóð. Borgarstjóri í 1000 ára afmæli Dyflinnar Óljóst hvað olli laxa- dauðanum hjá Haflaxi Morgunblaðið/RAX Starfsmenn Haflax unnu að því í gær að hreinsa dauða laxinn úr kvíunum og átti annað hvort að urða hann eða bræða í fiskimjöl. „DAGSKRÁIN hefur verið þétt skipuð en skemmtileg og mikið í hana lagt,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, en hann lauk í gær heimsókn sinni til Grimsby og Hull sem hófst á mánudag. Borgarsljórinn heldur til þúsund ára afmælisfagnaðar Dyflinnar í dag í boði írskra yfir- valda ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. Borgarstjórahjónin fóru frá Grimsby til Hull síðastliðinn mið- vikudag og sátu þá um kvöldið 600 manna móttöku Ólafs Egilssonar, sendiherra í Lundúnum, og Rögnu Ragnars, eiginkonu hans. Móttakan var haldin með tilstyrk nokkurra íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi en hana sóttu við- skiptavinir fyrirtækjanna og forvíg- ismenn, fulltrúar Grimsby og Hull auk hátt í áttatíu íslendinga af svæðinu. „Þetta var geysilega vel heppnuð samkoma," segir Davíð Oddsson, .jafnvel ein sú íjölmenn- asta sem haldin hefur verið á vegum íslendinga í Bretlandi.“ EKKI er ljóst hvað olli dauða fjölda eldislaxa í sjókvíum Haflax austan við Viðey. 1 fyrstu var talið að þörungaflekkur hefði verið á ferð, þar sem sjórinn var dökkur og fiskurinn drapst mjög skyndilega á takmörkuðu svæði. Hins vegar hafa þeir sem nú vinna að rannsókn málsins nánast útilokað þann möguleika að um þörungablóma sé að ræða. Sjúk- dómar hafa einnig verið útilokað- ir að mestu, en rannsókn er þó haldið áfram á báðum þessum þáttum. Fóðureitrun er talin ólík- leg vegna þess að sama fóður er ekki notað í öllum kvíunum. Mengun í sjónum eða jafnvel skemmdarverk hafa þó enn ekki verið útilokuð að sögn forráða- manna Haflax. Tjón fyrirtækisins er áætlað á bilinu 5-10 milljónir. Laxinn var að mestu ótryggður. í gær unnu starfs- menn Haflax við að hreinsa dauða laxinn úr kvíunum. Talið er að um 20 tonn af fiski hafi drepist, en í kvíunum voru alls eitthundrað tonn. Að sögn Haflaxmanna hafði mism- ikið af fiski drepist í kvíunum, allt frá 80% í kvíum þar sem seiði voru geymd og niður í minna en 5% í sumum kvíunum. Haflaxmenn urðu fyrst varir við að eitthvað væri óvenjulegt á ferð á mánudagskvöld, er fiskur í kvíum nálægt Gufunesverksmiðjunni fór að haga sér undarlega. I ljós kom að fiskur hafði drepist í kvíunum og töldu menn líkur á að það væri vegna mengunar frá verksmiðjunni. Kvíarnar voru dregnar á önnur ból og hætti þá laxadauðinn í þeim. Ekki er ljóst hvort það sama amaði að þessum löxum og þeim sem dráp- ust í kvíunum við Viðey, en þær eru um einni sjómílu vestar. Á mánudag tóku Haflaxmenn eftir því að sjórinn sem kvíamar eru í var dökkur og gruggugur. Það ýtti undir þá kenningu að þörungar hefðu drepið fiskinn, vegna þess að sömu einkenni mátti sjá á sjónum er þörungar drápu lax í fiskeldis- stöðinni strönd í Hvalfirði í fyrra. Hins vegar sýndu rannsóknir, sem gerðar voru í gær, að lífrænt ástand sjávarins virðist með eðlilegum hætti miðað við árstíma, og þör- ungablómi kemur þvi varla til greina, að sögn Konráðs Þórissonar hjá Hafrannsóknastofnun, sem tók þörungasýni úti á sundunum í gær. Sýni úr sjónum eru einnig í bakteríu- ræktun, sem tekur nokkra daga áður en niðustöður liggja fyrir. Konráð sagði að ekki væri enn ljóst hvort frekari rannsóknir yrðu gerð- ar á vegum Hafrannsóknastofnunar á dauða fiskanna. Að sögn Sigurðar Helgasonar, fisksjúkdómafræðings á Keldum, er ómögulegt að segja fyrir víst hvað olli dauða laxanna fyrr en sýni úr fiskunum og sjónum hefðu verið ræktuð og rannsökuð. Að sögn Sig- urðar verður það í fyrsta lagi í næstu viku. Engin einkenni sjúk- dóma er að sjá á fiskinum, en nokkr- ir laxar hafa verið krufnir og athug- aðir. BONGOBLÍÐA í HAGKAUP HAGKAUP ÝMSIR - BONGOBLÍÐA Splunkuný (útgáfudagur í dag) íslensk safnplata með 12 stjörnu-smellum. Flytjendur laga eru: GREIFARNIR, STUÐKOMPANÍIÐ, JÓ JÓ, SÁLIN HANS JÓNS MÍNS, HUÓMSVEIT BIRGIS GUNN- LAUGSSONAR, HERRAMENN OG HUÓMSVEIT MAGNÚSAR KJARTANSSONAR. Þetta er plata sem þú verður að eignast og ath. að kassettan inniheldur 4 aukalög =16 lög, tilvalið íbílinn! OG ALLT FULLT AF GÓÐUM PLÖTUM AHA -STAYON THESE ROADS LEONARD COHEN -l’M YOURMAN TRACEY CHAPMAN -TRACEY BILLYIDOL - IDOL SONGS STEVE WINWOOD -ROLLWITH IT BJARNIARASON - ÞESSI EINI ÞARNA VAN HALEN -OU812 BREATHE - ALL THAT JAZZ PRINCE - LOVESEXY ÚR MYND - MORE DIRTY DANCING PAT BENATAR - WIDE AWAKEIN AMERICA ÝMSIR - AUSTRALIAN ROCKS MIDNIGHT OIL - DIESEL AND DUST SUGARCUBES - LIFE’STOO GOOD PREFAB SPROUT - FROM LANGLEY PARK... BROS-PUSH MEGAS - HÖFUÐLAUSNIR ROBBIE ROBERTSON - ROBBIE ROBERTSON JULIOIGLESIAS - NON STOP ÚR MYND - BETTY BLUE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.