Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 5 Hull Daily Mail Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, og borgarsljórinn í Hull, Maijorie Smelt, halda á mynd sem tekin var af þeim í Reykjavík í fyrra meðan á heimsókn borgarstjóra Grimsby og Hull stóð. Borgarstjóri í 1000 ára afmæli Dyflinnar Óljóst hvað olli laxa- dauðanum hjá Haflaxi Morgunblaðið/RAX Starfsmenn Haflax unnu að því í gær að hreinsa dauða laxinn úr kvíunum og átti annað hvort að urða hann eða bræða í fiskimjöl. „DAGSKRÁIN hefur verið þétt skipuð en skemmtileg og mikið í hana lagt,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, en hann lauk í gær heimsókn sinni til Grimsby og Hull sem hófst á mánudag. Borgarsljórinn heldur til þúsund ára afmælisfagnaðar Dyflinnar í dag í boði írskra yfir- valda ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen. Borgarstjórahjónin fóru frá Grimsby til Hull síðastliðinn mið- vikudag og sátu þá um kvöldið 600 manna móttöku Ólafs Egilssonar, sendiherra í Lundúnum, og Rögnu Ragnars, eiginkonu hans. Móttakan var haldin með tilstyrk nokkurra íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi en hana sóttu við- skiptavinir fyrirtækjanna og forvíg- ismenn, fulltrúar Grimsby og Hull auk hátt í áttatíu íslendinga af svæðinu. „Þetta var geysilega vel heppnuð samkoma," segir Davíð Oddsson, .jafnvel ein sú íjölmenn- asta sem haldin hefur verið á vegum íslendinga í Bretlandi.“ EKKI er ljóst hvað olli dauða fjölda eldislaxa í sjókvíum Haflax austan við Viðey. 1 fyrstu var talið að þörungaflekkur hefði verið á ferð, þar sem sjórinn var dökkur og fiskurinn drapst mjög skyndilega á takmörkuðu svæði. Hins vegar hafa þeir sem nú vinna að rannsókn málsins nánast útilokað þann möguleika að um þörungablóma sé að ræða. Sjúk- dómar hafa einnig verið útilokað- ir að mestu, en rannsókn er þó haldið áfram á báðum þessum þáttum. Fóðureitrun er talin ólík- leg vegna þess að sama fóður er ekki notað í öllum kvíunum. Mengun í sjónum eða jafnvel skemmdarverk hafa þó enn ekki verið útilokuð að sögn forráða- manna Haflax. Tjón fyrirtækisins er áætlað á bilinu 5-10 milljónir. Laxinn var að mestu ótryggður. í gær unnu starfs- menn Haflax við að hreinsa dauða laxinn úr kvíunum. Talið er að um 20 tonn af fiski hafi drepist, en í kvíunum voru alls eitthundrað tonn. Að sögn Haflaxmanna hafði mism- ikið af fiski drepist í kvíunum, allt frá 80% í kvíum þar sem seiði voru geymd og niður í minna en 5% í sumum kvíunum. Haflaxmenn urðu fyrst varir við að eitthvað væri óvenjulegt á ferð á mánudagskvöld, er fiskur í kvíum nálægt Gufunesverksmiðjunni fór að haga sér undarlega. I ljós kom að fiskur hafði drepist í kvíunum og töldu menn líkur á að það væri vegna mengunar frá verksmiðjunni. Kvíarnar voru dregnar á önnur ból og hætti þá laxadauðinn í þeim. Ekki er ljóst hvort það sama amaði að þessum löxum og þeim sem dráp- ust í kvíunum við Viðey, en þær eru um einni sjómílu vestar. Á mánudag tóku Haflaxmenn eftir því að sjórinn sem kvíamar eru í var dökkur og gruggugur. Það ýtti undir þá kenningu að þörungar hefðu drepið fiskinn, vegna þess að sömu einkenni mátti sjá á sjónum er þörungar drápu lax í fiskeldis- stöðinni strönd í Hvalfirði í fyrra. Hins vegar sýndu rannsóknir, sem gerðar voru í gær, að lífrænt ástand sjávarins virðist með eðlilegum hætti miðað við árstíma, og þör- ungablómi kemur þvi varla til greina, að sögn Konráðs Þórissonar hjá Hafrannsóknastofnun, sem tók þörungasýni úti á sundunum í gær. Sýni úr sjónum eru einnig í bakteríu- ræktun, sem tekur nokkra daga áður en niðustöður liggja fyrir. Konráð sagði að ekki væri enn ljóst hvort frekari rannsóknir yrðu gerð- ar á vegum Hafrannsóknastofnunar á dauða fiskanna. Að sögn Sigurðar Helgasonar, fisksjúkdómafræðings á Keldum, er ómögulegt að segja fyrir víst hvað olli dauða laxanna fyrr en sýni úr fiskunum og sjónum hefðu verið ræktuð og rannsökuð. Að sögn Sig- urðar verður það í fyrsta lagi í næstu viku. Engin einkenni sjúk- dóma er að sjá á fiskinum, en nokkr- ir laxar hafa verið krufnir og athug- aðir. BONGOBLÍÐA í HAGKAUP HAGKAUP ÝMSIR - BONGOBLÍÐA Splunkuný (útgáfudagur í dag) íslensk safnplata með 12 stjörnu-smellum. Flytjendur laga eru: GREIFARNIR, STUÐKOMPANÍIÐ, JÓ JÓ, SÁLIN HANS JÓNS MÍNS, HUÓMSVEIT BIRGIS GUNN- LAUGSSONAR, HERRAMENN OG HUÓMSVEIT MAGNÚSAR KJARTANSSONAR. Þetta er plata sem þú verður að eignast og ath. að kassettan inniheldur 4 aukalög =16 lög, tilvalið íbílinn! OG ALLT FULLT AF GÓÐUM PLÖTUM AHA -STAYON THESE ROADS LEONARD COHEN -l’M YOURMAN TRACEY CHAPMAN -TRACEY BILLYIDOL - IDOL SONGS STEVE WINWOOD -ROLLWITH IT BJARNIARASON - ÞESSI EINI ÞARNA VAN HALEN -OU812 BREATHE - ALL THAT JAZZ PRINCE - LOVESEXY ÚR MYND - MORE DIRTY DANCING PAT BENATAR - WIDE AWAKEIN AMERICA ÝMSIR - AUSTRALIAN ROCKS MIDNIGHT OIL - DIESEL AND DUST SUGARCUBES - LIFE’STOO GOOD PREFAB SPROUT - FROM LANGLEY PARK... BROS-PUSH MEGAS - HÖFUÐLAUSNIR ROBBIE ROBERTSON - ROBBIE ROBERTSON JULIOIGLESIAS - NON STOP ÚR MYND - BETTY BLUE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.