Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 /,dara. örfd skripti enn, Þvi pabbi er d. _ naeturvíxk:t.,''_ Áster... .. .að njóta hverrar sam verustundar. TM Rag. U.S. Pat Off.—aU right* resarvad ° 1987 Loa Angel®# Timea Syndicate Þetta varir ekki lengi. Hann er bara syfjaður. Með morgnnkaf&nu maðurinn minn ... Karlaathvarf Ágæti Velvakandi. Það er alrangt að þeir sem beiti ofbeldi á heimilum þurfí endilega að hafa meiri líkamskrafta til að bera. Til er dæmi þess að sá aðili sem veikari er að líkamsburðum skáki í skjóli þess að hinn sterkari neyti ekki aflsmunar. Virðist þá ýmislegt leyfast sem vart er til frá- sagnar hæft. Fleiri en konur bera tilfinnjngar í brjósti og þarfnast skilnings, hlýju og uppörvunar til að ná sér eftir niðurlægingu of- beldis, jafnt líkamlegs sem andlegs. Er því ekki kominn tími til að opna karlaathvarf? Bjarni Valdimarsson Bflastæðavandi við fiug- stöð Leifs Eiríkssonar Til Velvakanda. Það vakti furðu mína um daginn er ég átti leið til útlanda hve illa er búið að þeim flugfarþegum sem vilja geyma bíla sína við flugstöð Leifs Eiríkssonar á meðan þeir ferð- ast erlendis um lengri eða skemmri tíma. Hvergi eru merkt stæði fyrir langtímastöðu, hvað þá að hægt sé að koma bifreiðum í húsaskjól, en slíkt yrði auðvitað gert gegn gjaldi. Ég hef frétt af fólki sem snúið hef- ur úr langferð og ekki fundið bílinn sinn, stundum jafnvel að nóttu til, vegna þess að yfírvöld hafi dregið bifreiðina í burtu. Yfírleitt er þetta vegna þess að yfirvöld telja bifreið- um ekki lagt löglega og því eru þær dregnar í burtu og settar í geymslu í Keflavík. Þar þurfa eigendur síðan að leysa þær út, greiða kostnað vegna flutnings, geymslu og sekt. Væri ekki einfaldara fyrir alla aðila ef bifreiðaeigendur þyrftu aðeins að greiða sekt? Þá væri heldur ekki hætta á því að bílar skemmdust vegna flutninganna. Það væri örugglega arðvænlegt fyrir framtakssaman einstakling að reisa bílageymslu við flugstöð Leifs Eiríkssonar og sjá um þessa sjálf- sögðu þjónustu við farþega flugfél- aganna. Annars fínnst mér undarlegt að ekki skuli vera næg bflastæði við flugstöðina, nóg virðist landiýmið vera. Þama þarf að koma upp al- mennilegum bflastæðum, þar sem hægt er að leggja bifreiðum um lengri tíma án þess að eiga það á hættu að bifreiðin sé horfin þegar eigandinn snýr aftur. Hver skyldi trúa því að þessi mál skulu vera í eins miklum ólestri og raun ber vitni. Þar sem ég er á annað borð far- Til Velvakanda. Kæru lesendur, mér finnst vera kominn tími til að öllu málæði linni um Sr. Gunnar Bjömsson og konu hans. Sr. Gunnar reisti Fríkirkjuna við ásamt söfnuði sínum. Ég hef aldrei orðið vör við annað en prúð- mennsku hjá þeim hjónum. Ég hef farið þó nokkuð oft í kirkju og allt- af komið úr guðsþjónustu glaðari í hjarta og með frið í eál. Bamamess- umar, sem haldnar em í anda in að fínna að þessum málum vil ég nefna það að merkingar við flug- stöðina eru að mínu áliti ekki nógu góðar. Eitt merki segir til um hvor- um megin megi fínna komu- eða brottfararfarþega. Missi maður af þessu merki er ekki um annað að ræða en að spyrja til vegar. Merk- ingum er líka ábótavant sem vísa eiga veginn. til Keflavíkur. Það er aðeins fyrir kunnuga að átta sig á þessu. Flugfarþegi mannvinarins Sr. Friðriks Friðriks: sonar, eru séra Gunnari til sóma. í trúfræði er ég ekki svo fróð að ég geti dæmt um ræður prestsins, en hver maður getur lært af orðum hans ef hann vill. Mér finnst söfnuð- urinn mega vera stoltur af prests- hjónunum, því að það er sómi af Fríkirkjunni. Virðingarfyllst, safnaðarmeð- limur í Frikirkjunni. Málefni Fríkirkjunnar Víkverji skrifar HÖGNIHREKKVÍSI „ MEIFZA EN SEXTÍU GKÖMM OCk f>Ú SEM ER.T SjAvARKBTTUI?." Laxveiðimenn hafa landað mörgum fallegum fiskinum á þessu sumri og er þó vart nema hálf sagan sögð ennþá. Víkverji reiknar fastlega með að fleiri veiði- sögur eigi eftir að heyrast og þeir hljóta að fara að nást þessir stórlax- ar sem bara hafa sést. Suma þeirra er þegar búið að vigta og jafnvel gefa nafn, kannski eftir skemmdum ugga eða bletti á baki. Víkveiji hélt að hluti af því að veiða lax hefði til skamms tíma verið fólginn í því að vera einn með sjálfum sér úti í náttúrunni við fal- lega á þar sem laxinn á sína mögu- leika. Þetta kom í hug Víkveija einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu er hann renndi framhjá Elliðaánum og dokaði við - þama var greini- lega mikið um að vera. Tveir veiði- menn köstuðu hvor sínu megin við brúna og gekk hvorki né rak hjá þeim góða stund. Svo allt í einu setti annar þeirra í físk, en eftir um fímm mínútna glímu hafði físk- urinn betur og eftir var ber flugan og súr veiðimaður. Ekki nóg með það. Við gömlu brúna hófust líflegar umræður áhorfenda um frammistöðu veiði- mannsins og sýndist sitt hveijum. Þama vom ekki færri en 20-30 manns og allir vissu betur en veiði- maðurinn hvemig bera átti sig að við veiðina. Víkveiji velti því fyrir sér á leiðinni í burtu hvort ekki væri rétt að selja inn á atið, það myndi að minnsta kosti lækka til- kostnað veiðimannsins. Góð lax- veiðiá inni í miðri höfuðborginni er eitthvað sem hvergi annars staðar er hægt að hugsa sér en á íslandi. Eðlilega fylgir tmflun þeirri umferð sem borginni tilheyrir, en er ekki óþarfí fyrir forvitna bókstaflega að hanga á baki veiðimannsins? XXX Sumrinu fylgir ævinlega að fólk reyni að snyrta í kringum heim- ili sitt og er stórkostlegt að fylgjast með hversu natið sumt fólk er við að rækta garðinn sinn. Lengi hefur hins vegar loðað við fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum, t.d. bílaviðgerðum, að beinlínis hafa haugar brotajáms verið í kringum þau. Atvinnurekendur á Ártúns- höfða hafa löngum sætt gagnrýni vegna þessa. Eftir að hafa fylgst með veiðimönnunum við Elliðaámar á dögunum ók Víkveiji um götur þessa iðnaðarhverfis. Sannast sagna er allt annað um að litast við mörg þessara fyrirtækja heldur en var fyrir svo sem tveimur ámm. Sum þeirra em til mikillar fyrir- myndar og sem betur fer fleiri en þau sem verðlaunuð hafa verið. XXX En skyldi ekki allt vera í himna- lagi hjá okkur í matvælaiðn- aði? Við sem stöndum í svo harðri samkeppni á erlendum mörkuðum og státum okkur af heimsins besta físki. Víkveiji er engan veginn sannfærður um það eftir að hafa flett nýju tölublaði af Fréttabréfí Ríkismats sjávarafurða. Þar var mynd af ruslahaug með eftirfarandi texta: „Starfsmenn Ríkismats sjávaraf- urða rákust á þessa öskuhauga fyr- ir framan tvær fískvinnslustöðvar á Suðumesjum á dögunum. Ösku- haugamir em aðeins í nokkurra metra fjariægð frá stöðvunum og er lyktin í kringum þessar físk- vinnslustöðvar eftir því. Svona nokkuð ber að leggja niður og er til mikils vansa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.