Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 15. JÚIÍ 1988 Mm FOLK ■ GUNNAR Gíslason var fyrir skömmu valinn í úrvalslið fyrri hluta norsku 1. deildarinnar af norska blaðinu Verdens Gang en keppnistímabilið er nú hálfnað. Blaðið velur leikmenn eftir stigum, sem það gefur eftir hvern leik og er Gunnar nú þriðji stiga- hæstur allra leikmanna. Bjarni VSiSigurðsson hefur nokkru færri stig en hefur leikið einum leika færra en Gunnar. Ef miðað hefði verið við meðaltal stiga úr leikjum, hefði Bjarni sennilega einnig komist í úrvalslið blaðsins. Frá Sigurjóni Einarssyni iNoregi ■ THOR A. Olsen, Molde, er nú stigahæsti markvörðurinn sam- kvæmt einkunnagjöf Verdens Gang. Hann verður frá æfingum og keppni tvær til þrjár vikur, þar sem hann afplánar nú fangelsisdóm vegna glæfralegs aksturs. ■ LIDIÐ Dröbak-Frogn, sem mætir Gunnari Gíslasyni og félög- um hans í Moss í 4. umferð norsku bikarkeppninnar, varð fyrir miklu .•ááfalli í vikunni. Steven Ojima frá Nígeríu, aðalmarkaskorari liðsins, var handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæzluvarðhald, grunaður um aðild að stórfelldu heróínsmygli til Noregs. Ojima, sem er nígerískur ríkisborgari, hóf að leika með Dröbak-Frogn síðast- liðið haust og er honum lýst af liðs- félögum sínum sem áhugasömum og mjög góðum íþróttamanni. Mál þetta kom því sem reiðarslag fyrir liðið og reyndar alla knattspyrnu- >jþreyfínguna í Noregi. KNATTSPYRNA Amór Guðjohnsen áfram hjá Anderlecht GuömundurTorfason æfir með Racing Club Genk „Ég reikna fastlega með því að ég verði áfram hjá Anderlecht. Ég mun ræða við forráðamenn félagsins næstu daga og ganga frá mínum málum,“ sagði Ar- nór Guðjohnsen í viðtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, en hann er byrjaður að æfa á full- um krafti með Anderlecht. Það hafa ekki orðið miklar breytingar hjá Anderlecht. Aðeins einn leikmaður er farinn. Stefan de Mol, landsliðsmaður, sem fór til ítalska félagsins Bologna. „Ég vona að Anderlecht kaupi einn eða tvo sterka miðvallarspilara fyr- ir næsta keppnistímabil. Það er vit- að að forráðamenn félagsins eru á höttum eftir útlendingum til að styrkja liðið,“ sagði Amór. Guðmundur Torfason, sem lék með Winterslag í Belgíu sl. keppnistíma- Amórekkimeðí HM-leiknum gegn Sovétmönnum? Eg veit ekki vort að ég fái frí til að leika leikinn gegn Sovétmönnum í heimsmeistara- keppninni. Keppnistímabilið hér í Belgíu hefst á fullum krafti upp úr miðjun ágúst og leikum sex leiki á hálfum mánuði. Sama dag og leikurinn gegn Sovétmönnum fer fram, leikur Anderlecht heima gegn Charleroi," sagði Amór Guðjohnsen, sem skoraði mark íslendinga gegn Sovétmönnum í EM-leiknum, 1:1, á Laugardals- vellinum. Amór var heldur ekki bjartsýnn á að geta komið heim til að leika vináttulandsleikinn gegn Bulgör- um. „Þá verður lokaundirbúning- ur okkar fyrir deildarkeppnina í hámarki og efast ég um að þjálf- ari Anderlecht gefí leikmönnum frí til að fara í vináttulandsleiki,“ sagði Amór. ismÉm um Fylkisvöllur KS fcl. 20.00 Daihatsu SPORTBÆR Hraunbæ 102 BlómabúÖin ÁRÓRA Hraunbæ 102 HAGKAUP BOKABUÐ JÓNASAR Hraunbæ 102 Veitingahúsið H AIR'lRr A H /1?T> BLASTEII1/71/ BAIMIAIIÆK Hraunbæ 102 TTjá STELLU Hraunbæ 102, s: 673530 Hraunbæ 102 VERSLANAKJARNINN Hraunbæ 102 bil, bíður eftir svari frá Rapid Vín. Hann er nú í V-Þýskalandi í æfinga- búðum með nýja félaginu í Belgíu, Racing Club Genk, sem var stofnað eftir sameiningu Winterslag og Waterschei, félaginu sem Lárus Guðmundsson og Ragnar Margeirs- son léku með um árið. Arnór Guðjohnsen. KNATTSPYRNA Ástralir lögðu Argentínumenn ÁSTRALÍA vann sinn stærsta sigur á knattspyrnuvellinum, þegar þeir sigruðu Argentínu 4:1 á Ástralíuleikunum í knatt- spyrnu í gær. Þeir munu því leika til úrslita gegn Brasilíu, en bæði liðin hafa hlotið fimm stig íkeppninni. Argentína fékk ekki rönd við reist gegn óvenju sterku liði Ástralíu og strax á 4. mín skoraði Paul Wade fyrsta mark þeirra. Það var svo fyrirliði Argentínu, Oscar Ruggeri, sem jafnaði metin á 31. mín. Eftir það bættu Ástralamir þremur mörkum við og skoraði fyr- irliði þeirra, Charlie Yankos, tvö mörk. Var það fyrra glæsilegt mark, skorað með hörkuskoti af 35 metra færi en það seinna skoraði hann úr vítaspymu á 68. mín. og mótmæltu Argentínumenn þeim dómi ákaft. Fjórða markið, og það glæsilegasta, kom svo þegar 10 mín. voru eftir af leiknum, en þá hamraði Vlado Bozinovsky knöttinn í netið með höfðinu eftir snilldarlega fyrirgjöf. Þjálfari Ásralíumanna, Frank Arok, sagði eftir leikinn að þessi úrslit væru þau merkilegustu í sögu Ástr- alskrar knattspymu undanfarin 10 ár. „Fyrir leikinn í gær töluðum við um að hugsanlegt væri að skora eitt mark gegn þeim. En að skora fjögur mörk kom ekki einu sinni til greina í fjarstæðukenndustu draumum okkar," sagði Arok. TENNIS / PRINCE-MOTIÐ Verðlaunahafar í Prince-tennismótinu. Kjartan lagði Arnar í fjörugum leik KJARTAN Óskarsson varð sig- urvegari í fyrsta PRINCE-mót- inu í tennis, sem fór fram á Víkingsvellinum í Fossvogi. Kjartan vann Arnar Aribjarnar ífjörugum og skemmtilegum leik, 6:3, 5:7,6:2. Þátttaka var mjög góð í mótinu, sem sýnir að mikil gróska er komin í tennisíþróttina hér á landi. Þátttakendur voru sjötíu. Margrér Svavarsdóttir varð sigurvegari í einliðaleik kvenna. Vann Dröfn Guðmundsdóttur 6:1, 6:3. Einar Ásgeirsson og Guðrún Margrét urðu sigurverarar í para- keppni - unnu Einar Sigurðsson og Dröfn Guðmundsdóttur, 6:3, 6:2. Stefán Pálsson varð sigurvegari í piltaflokki og Hrafnhildur Hannes- dóttir í stúlknaflokki. Glæsileg_ verðlaun voru, sem SPORT-Í hf. gaf, en fyrirtækið hefur umboð fyrir hinar þekktu Prince-tennisvörur. Fyrirtækið færði formanni Tennissambands íslands sextán tennisspaða að gjöf, sem notast eiga við kennslu á nám- skeiðum Tennissambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.