Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Sunnudaginn 17. júlí er boðað til mikilla tónleika á Klambratúni (Miklatúni) og eru þeir haldnir und- ir kjörorðunum: „Frelsum Nelson Mandela sjötugan". Þar koma fram ekki minni poppspámenn en Bubbi Morthens, Megas, Sykurmolamir og ýmsir fleiri. Undirritaður er ekki í nokkrum vafa um að þessum poppurum gengur allt hið besta til með þessum tónleikum, enda er auglýst að hér ræði um útihátíð gegn Apartheid. Það út af fyrir sig er hið besta mál, en hversvegna í ósköpunum er lausn hryðjuverkamannsins Nel- sons Mandela gerð að aðalatriði. Það 'er svona svipað eins og ef ein- hveijum hefði ekki geðjast alls kost- ar að þjóðfélagsskipun í Vestur- Þýskalandi á sínum tíma og krafíst lausnar Baader-Meinhof skrflsins. Hefði einhver heilvita maður gert það? Nelson Mandela situr í fangelsi vegna þess að hann hefur æ ofan í æ neitað að fara að leikreglum lýð- ræðisins — vill koma hugðarefnum sínum á framfæri með ofbeldi. Sem stendur fer reyndar ekki mikið fyr- ir lýðræðinu í Suður-Afríku, en má ekki einmitt að hluta rekja það til hryðjuverka félaga Mandelas í Afríska þjóðarráðinu (ANC)? Ég er ekki frá því að hefði ANC kosið að ná markmiðum sínum með öðru en blóðsúthellingum (á svörtum með- bræðrum sínum en ekki hvítum NB.) væri öldin önnur í Suður- Afríku. Mandela hefur ekki getað tjáð sig á opinberum vettvangi í fjölda ára, en málpípur hans — eiginkona og helstu aðstoðarmenn — hafa ekki hikað við að lýsa því hvaða aðferðir þær telja vænlegastar til árangurs. „Necklacing" eða háls- skreyting er vinsælust. Sú aðferð felst í því að setja bfldekk utan um háls fómarlambsins, hella benzíni í það og kveikja í. Fara menn vænt- anlega nærri um mannúðleika þessa. Þetta er sú aðferð sem ANC hefur kosið sér í baráttunni gegn Apartheid og enn sem fyrr er rétt að ítreka það að sú barátta beinist ekki gegn hvíta minnihlutanum, heldur gegn hófsömum blökku- mönnum, sem telja að hægt sé að ná árangri eftir pólitískum leiðum og bjóða sig því fram til bæjar- og sveitarstjóma. Slflct telur ANC hins vegar ógna völdum sínum, því eins og aðrar „lýðræðislegar" marxista- hreyfíngar getur hún ekki unnt öðrum skoðana á málum, og sakar þá sem vilja fara lýðræðisleiðina um að feta í fótspor Quislings. Ef þetta eru mennimir sem fýrr- nefndir popparar vilja styðja, gott og vel. En hvers vegna er þá ekki komið hreint til dyra og lýst yfir stuðningi við hryðjuverk? Vilji þeir á hinn bóginn beijast gegn Apart- heid er hægt að gera það á flestan annan hátt en að lýsa yfír stuðn- ingi við hryðjuverkamenn á borð við Nelson Mandela. Andrés Magnússon. Höfundur þekktur Til Velvakanda. Þriðjudaginn 28. júní birti Vel- vakandi kvæðið „Sælan við sjóinn" en bréfritari kvað höfund kvæðisins óþekktan. Höfundur þessa gamla kvæðis hét Ágúst Jónsson, fæddur árið 1868 á ísabakka í Árnessýslu. Hann var faðir Ágústu miðils. Ekkja Ágústar er Rannveig Einars- dóttir frá Strönd í Meðallandi, fædd árið 1895. Hún er enn við furðu góða heilsu og áer um sitt heimili sjálf. Annar maður að nafni Ágúst Jónsson, sem einnig var skáldmælt- ur, var uppi um sama leyti og höf- undur kvæðisins. Er þeim nöfnum stundum ruglað saman. Guðjón Þorgilsson Mandela-tónleikarnir: Er ætlunin að frelsa hryðjuverkamenn? t>essir hringdu . . . Gott morgnnútvarp árás 1 Margrét hafði samband við Velvakanda: „Það ber að geta þess sem vel er gert og því vil ég vekja athygli á þáttum Más Magnússonar, í morgunsárið, sem heyra má á milli klukkan 7 og 9 á morgnana á rás eitt. Þættimir eru einstak- lega skemmtilegir og fróðlegir, sérstaklega er tónlistin vel kynnt." Ánægjuleg ferð á Ör- æfajökul Elvar Sigurðsson, Túnbergi Hellissandi, hringdi: „í byijun júlímánaðar fór ég mjög ánægjulega ferð á Öræfa- jökul með hópi fólks. Flogið var á jökulinn og var útsýnin úr flug- vélinni sérlega falleg og gott að taka ljósmyndir. Var vélinni síðan lent rétt hjá Hvannadalshnúki. Ekið var á vélsleðum að hnúknum og gengið á hann. Tók gangan rúma klukkustund. Vel út búnir og vanir fjallgöngumenn fóru fyr- ir og eftir hópnum. Þegar á hnúk- inn kom var útsýnin unaðsleg. Svona ferð er stórkostleg og ógleymanleg hveijum þeim sem reynir. Vil ég að lokum færa Ing- ólfi Guðlaugssyni, sem sá um ferð- ina, þakkir fyrir framtakið.“ Enn um Fríkirkjuna Óánægð kona úr söfnuði Fríkirkj- unnar hringdi: „Það er fáránlegt að fámenn safnaðarstjóm Fríkirkjunnar skuli geta rekið prest án nokkurs sam- ráðs við söfnuðinn. Það er ekkert einsdæmi að safnaðarstjómum skuli berast kvörtunarbréf, því að aldrei verður hægt að gera öllum til hæfís. Það að stjómin skuli leyfa sér að birta slík bréf í dag- blöðum fínnst mér lítt viðeigandi M Taska fannst á Hellis- heiði Gróa hringdi: „Ég átti leið um Hellisheiði laugardaginn 9. júlí og fann þá ferðatösku utan vegar sem auð- sýnilega hafði dottið af einhverri bifreiðinni. Þetta er1 lítil brún ferðataska úr leðurlíki og í henni eru föt. Sakni einhver töskunnar sinnar bið ég hann að hafa samband við lögregluna í Árbæ í síma 671166.“ Orð í tíma töluð Lesandi hringdi: „Mig langar að þakka ljósvaka- gagnrýnanda Morgunblaðsins fyrir pistil hans í blaðinu laugar- daginn 9. júlí s.l. Greinin fjallaði um fjölmiðlafár vegna hvalveiða og sjálfskipaðra mótmælenda sem hendast út um allar jarðir. Þetta voru orð í tíma töluð og vil ég hvetja alla til að lesa pistilinn, sérstaklega §ölmiðlafólk.“ Hundur í óskilum Oddný Valgeirsdóttir, Skaga- braut 23 Akranesi, hringdi: „Hjá mér er hundur í óskilum. Hann fannst síðast liðinn sunnu- dag, 9. júlí, aðframkominn af þreytu og ólarlaus. Hundurinn er af íslensku kyni, svarmórauður með hvíta blesu og hvítar tær. Hann saknar eiganda síns sár- lega, en mér þætti ekki ólíklegt ef seppi hefði villst af hesta- mannamótinu á Kaldármelum. Hver sá er gæti kannast við hund- inn er beðinn um að hafa sam- band í síma 93-11253 sem fyrst." Reiðhjóli stolið Áslaug Snorradóttir hringdi: „Reiðhjóli var stolið frá Alfta- mýri 54 um síðustu helgi. Hjólið er grátt tíu gíra karlmannshjól af Peugot-gerð. Skilvís fínnandi er beðinn um að hringja í síma 83841.“ Köttur týndist Kötturinn Bangsi hefur ekki komið heim til sín frá því á föstu- daginn 8. júlí. Bangsi er gulur köttur á öðru ári og er eyma- merktur R-7602. Hann á heima á Brú við Suðurgötu og telur eig- andi Bangsa líklegt að hann haldi sig einhvers staðar í vesturbæn- um. Ef einhver verður var við Bangsa er hann beðinn að hringja í síma 23886. Barnastrigaskór Verð: 890.- HAnimoH KAFFIVELAR m«p\ ;K-rá' “©r V ■V Stærðir: 22-34. Litir: Bleikt, blátt, grænt, hvítt. Kaffivélar fyrir hótel, 5% staðgreiðsluafsláttur. veitingahús, stofnanir, Póstsendum samdægurs. fyrirtæki og skip. Fagleg ráðgjöf. k. UPI Tl 1^1 IKini 9 11 HEILDVERSLUN HF. VLLIUoUpIUI 4, 4/% ja KRINGWN 21212 KBIMeNM S. 689212. Reykjavikurvegi 66, Hafnarfiröi, símar: 91-652012 og 652008. FLATEY býður upp á kyrrlátt eyjalíf Flóabáturinn Baldur er í daglegum feröum til og frá Flatey. Skemmti- og skoöunarferðir i nálægar eyjar, þar sem þú kemst f nánari tengsl við eyjalífíð. í Flatey er veitingastofan Vogur, sem býður uppá veitingar og svefn- pokapláss. í Flatey er nýtt tjaldsvæði, þar sem þú getur notið kyrrðar eyjanna. Flóabáturinn Baldur selur hagstæðar ferðir til og frá Flatey ásamt útsýnissiglingu. Flóabáturinn Baldur, Tjaldsvæðið í Flatey, sími 93-81120. sími 93-81451. Veitingastofan Vogur, sími 93-81413. í REMOUVER Undraefni sem fjarlægirkiórog önnuróæskileg efni sem sitja föst íhárinu. I Nauðsynlegt fyrir þá sem stunda sund. Fæst aðeins hjá hársnyrtifólki. 'mastej" t>*n» • P', , • • n 8 OZ - 240 Mi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.