Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Jtttfgl Útgefandi 8nMftfrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Nýtt álver og neikvæð viðhorf næstu mánuðum ætla fulltrúar fjögurra er- lendra fyrirtækja í jafn mörg- um löndum að gera það upp við sig, hvort þau ráðist sam- eiginlega í það stórvirki að reisa nýtt álver hér á landi. Á sama tíma þurfum við hér heima að gera það upp við okkur, hvort við séum reiðu- búnir til að semja um slíka framkvæmd. Raunar er til- gangslaust fyrir fyrirtækin að leggja í kostnað og veija til þess tíma og mannafla að rannsaka einstaka þætti þessa máls, ef áformin kæmust aldr- ei á framkvæmdastig vegna innlendrar andstöðu. Hér var á dögunum rætt um stöðnuð sjónarmið Hjör- leifs Guttormssonar, málsvara Alþýðubandalagsins í stór- iðjumálum. Eins og við var að búast er hann andvígur því að gengið verði til samninga um smíði nýs álvers. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, á hins vegar sæti í stjóm Landsvirkj- unar og lítur ef til vill á málið öðrum augum. Á eftir að koma í ljós, hver afstaða Al- þýðubandalagsins verður til þessa máls að lokum. Kristín Einarsdóttir, þing- maður Kvennalistans, ritar grein hér í blaðið í gær og fínnur hugmyndum um nýtt álver allt til foráttu. „Við eig- um ekki að lokka hingað iðnað sem getur mengað og eyðilagt landið. Byggjum heldur upp iðnað sem hentar okkur,“ seg- ir þessi þingmaður Kvenna- listans, en listinn er það stjómmálaafl, sem nú berst hvað mest gegn stóriðju. Var- ar Kristín Einarsdóttir við því að auðlindir verði „gefnar“ útlendingum. „Við eigum ekki að gefa úr landi fossana okkar fremur en starfskrafta okk- ar,“ bætir hún við. Þetta em furðulegar yfírlýsingar. Eng- um hefur dottið í hug að gefa neitt í þessu sambandi en flestir ættu að geta orðið sam- mála um að skynsamlegt sé að nýta vatnsaflið og þar með fossana til orku- og gjaldeyr- isframleiðslu sé þess kostur. Þá hefur þess ekki orðið vart, að þeir, sem vinna við virkjan- ir eða í orkufrekum iðnfyrir- tækjum gefí starfskrafta sína. Röksemdafærsla af þessu tagi er út í hött í umræðum um nýtt álver. Að stærstum hluta snýst grein Kristínar Einarsdóttur um mengunarmál. Þau hafa verið rædd ítarlega í um það bil tuttugu ár eða síðan Alusu- isse réðst í framkvæmdir við Straumsvík. Á þeim tíma hafa orðið stórstígar framfarir á þessu sviði og við smíði nýs álvers yrði þess að sjálfsögðu gætt að mengunarvamir yrðu eins og best væri á kosið. Jafnframt yrðu ný-fram- kvæmdimar til þess að auð- veldara en ella reyndist að endumýja tækjakost í því ál- veri, sem nú er til staðar í landinu. Lokaniðurstaðan yrði því sú að umhverfisvemdar- fólk gæti betur við ástandið unað eftir en áður. Eitt er víst, að í löndunum fjórum, Austurríki, Hollandi, Sviss og Svíþjóð, þar sem fyrirtækin fjögur starfa, em kröfur til umhverfísvemdar síst minni en hér og þau mál ofarlegar á dagskrá í stjómmálum en hjá okkur. Þarf ekki að efast um að fyllstu varkámi verði gætt í þessu efni. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs um nýtt álver í Morgunblaðinu á miðvikudag. Hann minnti á þá tilhögun, að landsbyggðin naut þess í gegnum atvinnujöfnunarsjóð, þegar ráðist var í smíði álvers- ins í Straumsvík. Leggur Hall- dór til, að samtímis því sem samið verður um nýtt álver við Straumsvík verði orkuverð í landinu jafnað til fulls um leið og unnið verði að því að draga úr aðstöðumuninum milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Hér er hreyft máli, sem á fullan rétt á sér og ástæða er að hafa hugfast, þegar unnið er að undirbúningi þessa mikla máls. Réði neikvæð afstaða Kvennalistans ferðinni í stór- iðjumálum væri óþarft fyrir hin fjögur erlendu fyrirtæki að efíia til viðamikillar hag- kvæmnisathugunar á því, hvort þau ættu að reisa hér nýtt álver. Neikvæðu viðhorf- in hafa ekki yfirhöndina í þessu máli, en það er víða grunnt á þeim. íslensk stjórn- völd hljóta að taka mið af þeirri staðreynd. Dómnefnd um lektorsembættið í stjórnmálafræði: Ráðherra hefur ekki hr: atríði í úrskurði nefndai Asakanir um hlutdrægni og vanhæfi eiga sér enga stoð Dómnefndarmenn um lektors- embættið í stjórnmálafræði sem veitt var dr. Hannesi H. Gissurar- syni segja að menntamálaráð- herra hafi ekki fært nein rök sem hnekki úrskurði hennar. Þangað til hann hreki efnisatriði í úr- skurðinum standi þau óhögguð. Þeir segja að staðhæfingar um hlutdrægni og vanhæfi dóm- nefndarmanna eigi sér enga stoð, hvorki í lögum, reglugerð eða réttarhefð. Ráðherra hafi sjálfur gerst sekur um hlutdrægni. Hann leggi aðeins mat á hæfni eins umsækjenda og styðjist þar við umsögn hlutdrægra aðila. Einnig benda þeir á að dr. Hann- es hafi engar athugasemdir gert við endanlega skipan nefndar- innar. Gagnrýni ráherra nú komi því eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Þetta kom fram á_ blaðamann- fundi rektors Háskóla íslands, dóm- nefndar og forseta félagsvísinda- deildar í gær. Þar var lagt fram svar við bréfi Birgis ísleifs Gunn- arssonar mennamálaráðherra til háskólaráðs sem Morgunblaðið birti s.l. miðvikudag. Fundarboðendur segja að Birgir hafí farið með dylgjur og rangt mál um hlutdrægni dómnefndarinnar og vanhæfí einstakra aðila hennar. Gagnrýni hans á meint þekkingar- leysi Sigurðar Líndals og Jónatans Þórmundssonar á stjómmálafræði, kunningsskap Gunnars Gunnars- sonar og Svans Kristjánssonar við einn umsækjenda, óvild Svans í garð Hannesár eða flokkatengsl eigi við engin rök að styðjast. Nefndarmenn benda á að lög- fræðingamir tveir Sigurður og Jón- atan hafí eins og aðrir fræðimenn þjálfun til að leggja mat á fræðileg vinnubrögð á hvaða sviði sem er. Sigurður hafí jafnframt birt ritgerð- ir á sviði stjómmála og félagsfræði og Jónatan verið kennari í félagsví- sindum. í þriðja lagi hafí Hannes lagt fram ritverk á sviði stjómskip- unarréttar og sagnfræði sem snerti sérsvið þeirra beggja. Sigurður rakti forsendur fyrir vanhæfi í íslensku réttarfari. Kunn- ingsskapur hefur aldrei verið talin ástæða til að víkja dómara. Vert sé að minnast að jafnvel rýmri regl- ur gildi innan stjómsýslunnar. Þá telur hann fjarri allri skynsemi að ritdeilur, sem Svanur og Hannes háðu fyrir ellefu árum valdi van- hæfí. Svanur minnti á tengsl þeirra Gunnars, Sigurðar og hans við Sjálfstæðisflokkinn. Þau séu í engu samræmi við brigslyrði Birgis um að flokkshagsmunir ráði ferðinni. Sigurður ítrekar að ráðherra hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að véfengja úrskurð dómnefndarinnar. Þetta veki furðu. Eftir að félags- vísindadeild svaraði athugasemdum Hannesar við nefndina mótmælti hann ekki skipan hennar. Atelur Sigurður Birgi harðlega fyrir þau vinnubrögð að leita til manna sem sannanlega em vanhæfír vegna hagsmunatengsla við Hannes. „Hvemig geta fyrrum kennarar dæmt nemanda sinn óhæfan? Þar em augljósir hagsmunir þeirra í veði,“ sagði Sigurður. Telur hann mótsögn að ráðherra segi dóm- nefndina vanhæfa en ieiti samt ekki umsagnar um aðra umsækj- endur en Hannes. Ráðherra hafi engan áhuga á því að hnekkja úr- skurðinum á réttum forsendum og leita niðurstöðu eftir formlegum leiðum. Svanur segir að dómnefndin hafi þegar í upphafi lagt ákveðnar for- sendur til gmndvallar störfum í sínum. Það sé alrangt hjá Birgi að lektorinn verði að vera hæfur til að „kenna bytjendum almenn atriði greinarinnar" eins og segir í svari hans til háskólaráðs. í auglýsingu menntamálráðuneytisins um lekt- orsstöðuna segir að umsækjandi verði að vera hæfur til að annast kennslu í undirstöðugreinum í stjórnmálafræði. „Þetta er tvennt ólíkt. Það hlýtur hver læs maður að sjá,“ sagði Svanur. Svanur segir að menntamálaráð- herra hafi fullyrt að Háskólinn sníði starfslýsingar að einum umsækj- anda, með vísan til þessa máls. „Það hafa engin rök komið fram gagnrýni og leitað umsagnar um < íslenskum reglum,“ sagði Sigurðu uðu dómnefndarmenn um lektors um vanhæfi og hlutdrægni. Greinargerð dómnefndar ui umsækjenda um stöðu lektoi málafræði við félagsvísind; Menntamalaraðherra hefur með bréfi dags. 12. júlí svarað ályktun háskólaráðs frá 8. júlí sl. Er þar dómnefnd enn einu sinni sökuð um vanhæfi og hlutdrægni og verður því ekki komist hjá að gera eftirfar- andi athugasemdir um það efni og annað er tengist störfum nefndar- innar. 1. Ráðherra ítrekar þá fullyrð- ingu að maður með doktorspróf í stjómmálafræði hljóti að „teljast hæfur til að kenna byijendum al- menn atriði greinarinnar". Allir umsækjendur þurfa að sanna hæfni sína til að fullnægja skilyrðum þeim sem tilgreind eru í auglýsingu. í auglýsingu er ekki kveðið á um „hæfni til að annast kennslu í undir- stöðugreinum í stjómmálafræði“. Þetta tvennt er ólíkt. í forsendum dómnefndar segir m.a.: „Umsækjandi verður því aðeins dæmdur hæfur að hann uppfylli skilyrði um hæfni til kennslu í und- irstöðugreinum í stjómmálafræði, auk hæfni til kennslu og rannsókna á a.m.k. einu tilgreindu sérsviði. Ekki er skilyrði að hafa lokið há- skólaprófí í stjómmálafræði, en sér- stök skylda hvílir samt á þeim umsækjendum sem ekki hafa lokið slíku námi, að sanna hæfni sína með ritverkum. Nám getur ekkj eitt og sér leitt til hæfnisdóms. í öllum tilvikum er meginatriði í starfi dómnefndar að meta þau rit- verk umsækjenda sem falla undir skilyrði áðurgreindrar auglýsingar um lektorsstöðu í stjórnmálafræði. Sérstaklega skal undirstrikað að verkefni dómnenfndar er fyrst og fremst að meta hæfni umsækjenda til að gegna þessari tilteknu stöðu.“ Að öðm leyti vísast til 3. tl. álykt- unar háskólaráðs frá 8. júlí. 2. I ályktun háskólaráðs segir að ráðherra hafí ekki tilgreint nein- ar sérstakar ástæður fyrir þeirri fullyrðingu að dómnefndin hefði verið vanhæf. Þetta segir ráðherra að sé rangt og vísar til bréfs lög- manns Hannesar H. Gissurarsonar frá 29. maí 1987, en þar var skipun upphaflegrar dómnefndar mótmælt og lagt til að félagsvísindadeild aft- urkallaði umboð nefndarmanna. Eins og þegar hefur verið rakið var dómnefnd þessi upphaflega skipuð 27. apríl 1987 og sátu í henni Gunnar Gunnarsson, stjóm- málafræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor, og Svanur Kristjánsson, dósent. Jafnframt fór deiidin þess á leit við háskólarektor að hann skipaði fulltrúa sinn í nefndina. Með bréfi dags. 4. júní 1987 skipaði hann Jónatan Þór- mundsson, prófessor og varaforseta háskólaráðs fulltrúa sinn í nefnd- ina. A fundi félagsvísindadeildar 11. júní var samþykkt að hafna þeim tilmælum að umboð dóm- nefndarmanna yrði afturkallað. Með bréfi dags. 3. júlí óskaði Ólaf- ur Ragnar Grímsson að láta af störfum í nefndinni og 16. júlí 1987 var Sigurður Líndal, prófessor, skipaður í nefndina. Áðurgreind mótmæli lögmanns Hannesar H. Gissuararsonar áttu við nefndina eins og hún var upp- haflega skipuð, en ekki þá sem fjall- aði um málið. Þrátt fyrir þetta þyk- ir rétt að fara um þau nokkrum orðum. 3. Motmælin em studd við 7. tl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.