Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 7 Sama stórveiðin í Kjósinni. Mikil og góð veiði er enn í Laxá í Kjós og hefur hasarinn dreifst um alla á í stað þess að fara allur fram á stuttu svæði eins og fyrr í sumar. Geysimikili lax er í ánni og hún varð fyrst til að ijúfa 1000 laxa múrinn. Eftir því sem komist verður næst, munu komnir um 1100 laxar á land og ef mið er tekið af hve dijúgur tími er enn til stefnu, þá sýnist sem svo að það verði leikur einn að fara í 2000, e.t.v. meira. Vanir menn hafa sagt, að á einstökum veiðistöð- um, eins og t.d. við Króarhamar, í Pokafossi og Bugðufossi, skipti laxamir mörgum hundruðum. Vatn er enn gott, en byijað að minnka. Laxinn er þó enn að ganga og litlar horfur á því að hægist um að neinu ráði í veið- inni. Sjaldan betra í Haukunni. Tæplega 400 laxar hafa veiðst það sem af er í Haukadalsá og er það einhver besta veiði miðað við tíma sem komið hefur í árar- aðir. Mikill lax er í ánni, dreifður vel, og bæði vænn og smár í bland. Heldur meira af smálaxin- um eins og víðar á Vestur- og Suðvesturlandi. Þeir stærstu 18 punda. Athyglisvert svæði.... nt bærilega á hinu athyglisverða svæði Norðlingafljóti, en þar kasta menn fyrir vilita hafbeitar- laxa sem leigutakar árinnar hafa ekið til hennar allar götur frá Lárósi. Veiði hófst á fjórar stangir um síðustu mánðamót og í gær voru komnir eitthvað um 40 laxar á land. Veiðisvæðið er bæði langt og feiknafallegt og bunkar laxinn sig ekki, heldur dreifír sér um allt. Er leit að laxi og óvíða margir saman, en um 250 laxar voru enn í ánni er þetta var ritað. Væntanlegir voru 100 nýir fiskar af Snæfells- nesinu um helgina. Talsvert er að stórum fískum í ánni, 12 til 20 punda og einn meira að segja 25 punda eða svo. Algengastir eru þó 6 til 10 punda fískar. Þeir segja sem reynt hafa, að þessi veiðiskapur gefi ekki öðrum eftir, enda á ferðinni villtur físk- ur í fallegri á. Þá er aðstaða góð og verði mjög í hóf stillt. Álftá hin líflegasta. í Álftá á Mýrum það sem af er eru komnir nærri 60 laxar á land sem er þeim mun betra þegar að er gáð, að veiði var lítil í júní vegna flóða. Veiðimenn sem komu í ána um helgina veiddu vel og kunnugir töldu sig sjaldan eða aldrei hafa séð annað eins af laxi svo snemma á veið- itíma, en yfirleitt hefur Álftá verið talin „síðsumarsá“. Laxinn er yfirleitt fallegur 6 til 8 punda fiskur, en laxar allt að 20 pund eða meira eru þama líka á sveimi. Horfir heldur illa í Laxá............ „Þetta lítur eiginlega ekki nógu vel út, þessi þráláta sunn- anátt ásamt leirlosinu í Mývatni hefur valdið því að áin hefur lengst af verið meira og minna gruggug og erfíð til veiða, sérs- taklega í efri ánni. Þegar svona blæs í 3 til 4 daga, er áin annan eins tíma að hreinsa sig. Nú hefur þetta verið svona sleitulítið í hart nær mánuð og meiri hluti veiðinnar hefur verið tekinn fyrir neðan Æðarfossa. Stundum er eins og áin sé að lagast og þá koma strax skot, en svo hefíir alltaf sótt í sama farið,“ sagði Þórður Pétursson á Húsavík í gær, en veiðin í Laxá hefur ver- ið treg það sem af er og er þó talið að all mikill fískur sé geng- inn i ána. Á hádegi í gær voru komnir 608 laxar á land, sá stærsti 26 punda fískur sem veiddist fyrsta daginn. Aflinn er vænn fiskur og smár í bland. Áslaug Magnúsdóttir Lést í um- ferðarslysi Konan, sem lést í bilslysi á Hrútafjarðarhálsi siðdegis á mið- vikudag, hét Áslaug Magnús- dóttir. Áslaug var 71 árs gömul og til heimilis að Hrísateig 35 í Reykjavík. Hún var ekkja en lætur eftir sig þijú uppkomin börn. Slysið varð með þeim hætti að hjól fór undan bflnum sem konan var farþegi í þannig að hann fór út af veginum og valt. Tveir aðir voru í bílnum en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Ölvaður féll fjóra metra ÖLVAÐUR maður féll fjóra metra niður af iðnaðarhúsnæði i Kópavogi í fyrrinótt og slasað- ist töluvert við fallið. Lögreglan fann manninn liggjandi í blóði sínu morguninn eftir og kom honum undir læknishendur. Er starfsmenn iðnaðarhúsnæðis- ins mættu til vinnu í gærmorgun sáu þeir að sá ölvaði hafði farið þar inn og fiktað eitthvað við vélar sem þar voru en í húsnæðinu er smíða- verkstæði. Talið er að maðurinn hafi farið inn í húsnæðið og villst þar inni. Hann fór síðan út úr húsinu um dyr þar sem fjögurra metra fallhæð er fyrir neðan með fyrrgreindum afleiðingum. har-Broil verksmiðjurnar sem fundu upp útigasgrillið kynna í dag mestu framför í 30 ár, þ.e. Char-Broil gasgrillkolin. ■ í stað þess að nota hraunmola, eru notuð sérstök viðarkol, sem gefa “e/cta viðarkolabragð“ í allt að 10 klst. þ.e. 10 - 20 grillskipti. Eftir það nýtast þau eins og steinar eða hraun, en einnig má skipta þeim út fyrir ný. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 “S* 91-691600 Öllum grillunum fylgir: * Emaljeruð grillgrind. * Gler á loki * Vinnuborð til hliðar og að framan * Hitamælir í gleri (dýrari gerðir) * Upphækkuð grillgrind fyrir kartöflur og grænmeti * Gaskútur * Góðar leiðbeiningar Verð á CHAR-BROIL frá: 12.900.- Char-Brail EINA GASGRILLIÐ MEÐ GAMLA GÓÐA GRILLBRAGÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.