Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 25

Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 ámm Bandaríkin: Ný kvikmynd um Jesú veldur miklu uppnámi New York. Reuter. UMDEILD kvikmynd, sem ný- lega hefur verið gerð um ævi Jesú Krists, lýsir honum sem vingulslegum bítnikki, að sögn þeirra, sem gagnrýnt hafa mynd- ina. Kirkjuleiðtogar hafa hótað framleiðendunum viðskipta- banni. „The Last Temptation of Christ" (Síðasta freisting Krists) er nútíma- leg endursögn á sögu Jesú og átti að hefja sýningar á myndinni í Bandaríkjunum í ágústmánuði næstkomandi. Nokkrir kristnir trú- arsöfnuðir hafa heitið að koma í veg fyrir, að myndin verði sýnd. Meðal þekktra leikara í henni eru Willem Dafoe, sem leikur Messías, og breski popparinn David Bowie, sem leikur Pontíus Pílatus. Kvikmyndin er byggð á skáld- sögu eftir gríska rithöfundinn Nikos Kazantzakis, og olli útkoma sög- unnar þvi, að höfundinum var útskúfað úr grísk-kaþólsku rétt- trúnaðarkirkjunni. Forsýning, sem fram fór í New York á þriðjudaginn, hefur vakið hörð mótmæli hjá kristnum söfnuð- um. Hópur lúterskra presta frá Suður-Kalifomíu hefur hótað að vinna að því öllum árum, að við- skiptabann verði sett á fjölmiðlun- arfyrirtækið MCA, ef dótturfyrir- tæki þess, Universal Pictures, setur myndina á markað. „Ég er enn þá miður mín,“ sagði Evelyn Dukovic, félagi í Siðferði í fjölmiðlum, sem eru samtök fólks af ýmsum trúfélögum. „Myndin er lítilsvirðing og móðgun við alla kristna menn. Kristur er sýndur sem maður næstum alla myndina, vingulslegur, hræddur og kvíðinn. Þetta er afskræming á ritningunni.“ En Universal Pictures og með- framleiðandinn, Cineplex Odeon Films, ætla að setja myndina á markað, hvað sem hver segir. Leikstjóri er Martin Scorsese, sem kunnur er fyrir myndir sínar Taxi Driver, Mean Streets og The Color of Money. Reuter Carlos Salinas de Gortari fagnar hér kosningaúrslitunum ásamt eig- inkonu sinni og dóttur en hann mun taka við af Miguel de La Madrid sem forseti i desember nk. Kosningarnar í Mexíkó: Salínas fékk rúm- an helming atkvæða Lúxemborg. Reuter. EVRÓPUDÓMSTÓLL EB fyrir- skipaði ítölum á miðvikudag aða afnema innflutningshömlur á pasta-deigi sem notað er i ýmsa hveitirétti t.d. makkarónur. ítal- ir nota dýrt gæðahveiti í sitt deig og hafa því bannað innflutn- ing á ódýrara, vestur-þýsku deigi. Dómstóllinn, sem hefur aðsetur í Lúxembúrg, úrskurðaði að höml- urnar væru andstæðar reglum bandalagsins um fijáls viðskipti milli aðildarríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Vestur-Þýskalandi. A síðasta ári þvingaði dómstóllinn Vestur-Þjóð- veija til að leyfa innflutning á er- lendu öli en Þjóðveijar telja eigið öl vera hið eina ósvikna þar sem framleiðsluefni- og aðferðir eru að nokkru leyti ólík því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Urskurðir Evr- ópudómstólsins eru endanlegir og ekki hægt að áfrýja þeim. Mexíkóborg. Reuter. CARLOS Salinas de Gortari, frambjóðandi Byltingarflokks- ins, stjórnarflokksins í Mexíkó, sigraði í forsetakosningunum í síðustu viku og fékk 50,36% atkvæða. Sijórnarflokkurinn verður hins vegar í minnihluta í fulltrúadeildinni, í fyrsta sinn í 59 ár. Manuel Bartlett, formaður yfir- kjörstjómar, sagði, er hann greindi frá lokatölunum, að næstur Sa- linas hefði komið Cuauhtemoc Cardenas, sem er heldur til vinstri við miðju, með 31,12% atkvæða og síðan Manuel Clouthier með 17,07% en hann er hægrimaður. Kosningamar vom að þessu sinni tvísýnni en þær hafa verið í ára- tugi en kosningaþátttakan var þó ekki nema rúmlega 50%. í kosningunum til þingsins vann flokkabandalag Cardenasar fjögur sæti í öldungadeildinni og er þetta í fyrsta sinn í 59 ára valdasögu Byltingarflokksins, að hann tapar öldungadeildarþingsæti. í fulltrúa- deildinni eru 500 sæti en kosið var um 300. Fékk Byltingarflokkurinn 249, flokkur Clouthiers 31 og hin 20 skiptast milli flokka í banda- lagi Cardenasar. Þau 200, sem á vantar, skiptast síðan á milli stjómarandstöðunnar samkvæmt flóknu hlutfallskerfí þannig að stjómarflokkurinn hefur ekki meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í sögu sinni. Salinas, sem nú tekur við for- setaembættinu af Miguel de La Madrid, er hagfræðingur að mennt og nam við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Segir hann, að kosningaúrslitin sýni lýðræðisleg- an þroska þjóðarinnar og einnig, að nú sé ekki lengur um það að ræða, að einn flokkur ráði lögum og lofum í Mexíkó. m, 4*. ‘"yjjjjf" f Heimilið írúst Keuter Warda Mohamoud Nofal, af ættum Palestínumanna, sem er bú- sett á hinum hernumda vesturbakka Jórdan-ár, sést hér fyrir framan rústirnar af húsi sínu sem ísraelskir hermenn eyðilögðu. Sonur Palestínukonunnar er sakaður um að hafa fleygt bensín- sprengju að ísraelskum heijeppa. Nágrannar leita að einhverjum nýtilegum munum innan um brakið. Evrópubandalagið: Italir afnemi innkaupa- hömlur á pasta-deigi !BÍI©ml|)I®ICÍ€l3CC€ BeExLEJUICE Thc Name In LaúghtcrFromThc Hcrcaftcr Ég er búinn að vera fjór- arvikurítoppsætinu í Bandaríkjunum og það hefur enginn leikið það eftir mér ennþá á þessu ári. Þó svo að sumir hafi keppst við að koma —með sumarsmellina sína, hefur þeim ekki tekist að vera svona lengi í toppsætinu. Ég Ierskohreykinnafþví. BEETLEJUICE SEGIR GÓÐA SKEMMTUN! SÝNDKL. 5-7-9 ;PG l’ARÍNIAl GUIDANCE SUGGÍSTEO GGtSTEO -2$*! ..... (j ir aobchiidrfnÍ -----—

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.