Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Opið bréf til „sijórnar“ Frí- kirkjusafimðarins í Roykjavík Ritað vegna greinargerðar „stjórnarinnar“ út af lausn sr. Gunnars Björnssonar úr starfi e ftir Gísla G. ísleifsson Það er mér óljúft að taka mér penna í hönd í sumarleyfí mínu er- lendis til þess að senda ykkur línu, en hið slæma tilefni neyðir mig til þés_s. Ég ætla að byija á því að út- skýra, hvers vegna ég set stjómina innan gæsalappa. Það er vegna þess, að samkvæmt 7. grein laga Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík tel ég að Jóhannes Öm Óskarsson hjá Flugleiðum hafi réttilega verið aðal- maður í stjóm, en ekki sá, sem sett- ur var í hans sæti, fsak Sigurgeirs- son. Því er þessi svokallaða stjóm ekki lögleg að þessu leyti. Það virðist svo sem rökþrot og tímaskekkja hafí hijáð ykkur, þegar þið sömduð greinargerð þá, sem í Morgunblaðinu birtist laugardaginn 2. júlí síðastliðinn. Tilgreind fylgi- skjöi, nema bréf Guðmundar Gunn- laugssonar, arkitekts, stafa nefni- lega öll frá árinu 1985, áður en þið rákuð sr. Gunnar í fyrra skiptið. Þar af er bréf Svölu Nielsen, söng- konu, birt opinberlega í heimildar- leysi, en því mun væntanlega svarað af öðmm, sem þar er sagt um söng- mál, þar sem ég er þeim málum ekki kunnugur. Bréf tveggja óánægðra kvenna út af útfor er birt, en gleymt er að geta allra þeirra, sem em sr. Gunn- ari mjög þakklátir, að ekki sé meira sagt, sem hann hefur séð um út- farir fyrir og eiga ekki nóg orð eða gerðir til þess að þakka honum fyrir. Látið er að því liggja eða beinlín- is staðhæft, að samskiptaörðugleik- ar og brot á erindisbréfí sr. Gunn- ars hafí verið orsök lausnar hans úr starfi fríkirkjuprests. Við skulum því athuga tímabilið frá því að sr. Gunnar var tekinn í sátt um mánaðamótin september- október árið 1985 og til þess dags, sem honum er sagt upp nú. Frá þessum degi og þar til stjóm undir formennsku minni tók við hinn 24. júní 1987 er rétt um eitt ár og níu mánuðir. Á þessum tíma heyrist hvorki stuna né hósti um samskipta- örðugleika við sr. Gunnar. Við stjómina, sem við tók á aðalfundi 1987, var ekki um neina samskipta- örðugleika að ræða, fyrir utan per- sónulegan ágreining, sem reis milli Guðmundar Gunnlaugssonar, arki- tekts, og sr. Gunnars. Ég tel, að sá ágreiningur hafí upphafíst vegna undirróðurs Bertu Kristinsdóttur við Guðmund út af viðgerð á prestssetrinu í Garðastræti 36 og kaupum á teppi á stofugólf þar. Þá áttu vissulega allir stjómarmenn, nema Sigurborg Bragadóttir, í sam- skiptaörðugleikum við Bertu Krist- insdóttur (Dónald Jóhannesson var þá fluttur úr landi). Fjandskapur Bertu í garð prests- ins fór ekki fram hjá neinum. Sigur- borg Bragadóttir, sem virðist mæt kona, þorir hvergi að hafa sjálf- stæða skoðun vegna yfírgangs Bertu Kristinsdóttur. Þegar sr. Gunnar lagði til, að Bertu og Sigur- borgu yrði vikið úr stjóminni, var það vegna þess, að Berta Kristins- dóttir bar fram vítur á undirritaðan og annan stjómarmann, algerlega að tilefnislausu og hafði hún reynd- ar verið á móti öllum góðum málum í stjóminni. Gekk andróður hennar og neikvæðni svo langt, að stjórnar- menn sögðust koma á stjómarfundi titrandi á taugum. Einn þeirra lýsti yfír því á stjónarfundi, að Berta Kristinsdóttir stundaði hryðjuverka- starfsemi í söfnuðinum og annar lét bóka á stjómarfundi nýju „stjómar- innar" hinn 23. júní síðastliðinn, að einu samskiptaörðugleikamir, sem hann hefði orðið var við, stöfuðu frá Bertu Kristinsdóttur. Það er því fyrirsláttur og skrök- saga ein, að samskiptaörðugleikar hafí verið af hálfu sr. Gunnars við stjómina, sem ég veitti forstöðu, alla hennar stjómartíð til 29. júní 1988. Samkvæmt þessu eru því tvö ár og níu mánuðir sem líða án þess að aðrir samskiptaörðug- leikar við sr. Gunnar rísi, nema þeir, sem rót eiga að rekja til Bertu Kristinsdóttur og setu hennar í stjórninni. Þetta er tíma- bilið september-október 1985 til 29. júní 1988. Svo líða rúmar þtjár vikur, sem nýja - „stjómin" situr við völd. „Stjórnin“ hefur ekkert samband við sr. Gunnar þessa dga. En eins og þruma úr heiðskíru lofti eru allt í einu tilkomnir samskiptaörðugleik- ar og sr. Gunnari er sagt upp störf- um af fólki, sem flest er honum ókunnugt persónulega. Það sjá allir viti bomir menn í gegnum þesar málamyndaástæð- ur. Bréf Guðmundar Gunn- laugssonar arkitekts Mér leikur mikil forvitni á að vita, hvort Guðmundur Gunnlaugsson hefur leyft birtingu á þessu bréfí. Ég hefí hingað til álitið, að Guð- mundur væri sómakær maður og trúi því ekki að hann hafí viljað láta nota þetta bréf til þess að níða sr. Gunnar og hrekja hann úr starfi. Sjálfur segir sr. Gunnar á allt annan hátt frá símtali þeirra. Guðmundur má minnast þess, að ég ætlaði að koma á sáttum milli hans og sr. Gunnars, en Guðmundur vildi ekki koma á sáttafund með mér og sr. Gunnari, og var það auðvitað hans mál. Þá er ekki getið um það í greinar- gerð „stjómar", að Guðmundur Gunnlaugsson og Jón Bjömsson, sem var aðalmaður í stjóm minni líka, ætluðu að gera sjálfír úttekt á því, sem gera þyrfti við húsnæðið í Garðastræti 36. En þeir töldu það svo mikið verk, að á stjómarfundi var sr. Gunnari falið að sjá um þetta sjálfur, sem hann gerði upp frá því. Ennfremur er athyglisvert, að Guðmundur gagnrýndi ekki umfang viðgerðarinnar eða þörfina á henni, heldur einungis, að hann telur sr. Gunnar ekki hafa skýrt rétt frá henni. Þessu mótmælti meirihluti stjórnar minnar. Má geta þess í því sambandi, að prestshjónin völdu gallaða handlaug í baðherbergi í sparnarðarskyni og létu nægja að veggfóðra baðherbergið í stað þess að flísaleggja það. Þá var einnig kjallari hússins látinn vera áfram í niðumíðslu og væri fróðlegt, ef þið bæðuð fjölmiðlafólk að líta á ástand- ið þar. Þið hafið reyndar orðið að at- hlægi frammi fyrir alþjóð með því að láta því ekki mótmælt, að sr. Gunnari hafi verið sagt upp störfum vegna þess að hann greiddi ekki úr eigin vasa af lág- um launum sínum viðgerðir á eign safnaðarins í Garðastrœti 36. Ef nauðsyn krefur, til þess að reka ofan í Bertu Kristinsdóttur og fylgilið hennar allt tal um viðhald hússins í Garðastræti 36, þá verður aflað vottorða frá fagmönnum um ástand hússins fyrir viðgerð og þau birt opinberlega til ævarandi hneisu fyrir þetta fólk. Núverandi „stjórn“ Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík Með þessu á ég við ykkur, Þor- stein Eggertsson, Bertu Kristins- dóttur, Guðmund Hjaltason, ísak Sigurgeirsson, Magnús Sigurodds- son og Sigurborgu Bragadóttur. Þið Þorsteinn, Guðmundur og Magnús kannist kannski ekki við það að hafa komið með frekju og yfirgangi tvisvar sinnum á skrif- stofu mína hjá Verðlagsstofnun á Laugavegi 118 í júní síðastliðnum. Það stoðar ykkur ekki að neita, því að samstarfsfólk mitt sá til ykkar og ég skýrði jrfirmönnum mínum frá frekju ykkar, þar sem þið, og eink- um Guðmundur Hjaltason, ætluðu að taka mig til 3. gráðu yfírheyrslu og sögðuð mig „hundsa" vilja safn- aðarmanna um að halda aðalfund Fríkirkjusafnaðarins eigi síðar en 15. júní síðastliðinn, þótt ekki væri hægt að halda hann fyrr en 29. júní síðastliðinn vegna bókhalds- skila. Ifyrst þið höguðuð ykkur svona við mig, sem þið hafið ekkert yfír að segja, hveiju má þá sr. Gunn- ar búast við af ykkur? Hann er búinn að reyna það. Ég tek það fram, til þess að forð- ast misskilning, að ég ber engan persónulegan óvildarhug til ofan- greindra manna, en skýri aðeins frá staðreyndum um framkomu þeirra í málum safnaðarins. Um ykkur, Berta Kristinsdóttir og Sigurborg Bragadóttir, hefi ég rætt fyrr í þessu bréfí. En mig lang- ar til þess að minna ykkur á eitt mikilvægt atriði. Þetta var á stjóm- arfundi hinn 27. júní síðastliðinn, tveimur dögum fyrir aðalfund. Þá lagði meirihluti stjómar minnar fram tillögu um stjóm, til þess að halda söfnuðinum saman. Sú stjóm skyldi vera þannig; Gísli G. ísleifsson formaður, Berta Kristinsdóttir, varaformaður, Eyjólfur Halldórsson, Jóhannes Öm Óskarsson, Jón Bjömsson, Sigur- borg Bragadóttir og Ásthildur Al- freðsdóttir. Berta, þú áttir sem sagt að vera varaformaður áfram, og Sigurborg, þú áttir einnig að sitja áfram í stjóm, þó að kjörtímabil ykkar beggja væri á enda mnnið. Þá var gert ráð fyrir, að tveir nýir stjómar- menn yrðu kosnir, þær Ásthildur Alfreðsdóttir og Sigríður Karlsdóttir sem varamaður. Hveiju svöruðuð þið nú til af GEGN HÁRLOSI Loksins á íslandi Foliplexx. Efnið, sem varðtil vegna rannsókna á blóðþrýstilyfinu Minoxidil. Hópur vísindamanna og lækna hafa þróað efni, er inniheldur efnakerfi sem viðurkennt er að stöðvar hárlos og örvar endurvöxt. Notað útvortis, ekki inntaka. Innihald: 1. Brennisteinstengdir slímfjölsykrungar (Sulfanated muccopolysaccharides) örva hárprótein- myndun og verndar hársekki. 2. Fjölviðloðunarhreinsarar (polysorbates) fjarlægja karlhormón (Androgenið DHT). 3. Hárpeptíðar (T richopeptides) auka keratínmyndun í húð. 4. Takanal vekur hárfrumur sem eru óvirkar vegna næringarskorts eða óeðlilegra fituferla. 5. Kallikrein er eitt af öflugustu æðaútvíkkandi náttúruefnum og er auk þess virkt sem áburður. 6. Alfa - Tocopherol og Methyl Nicotinate hafa einnig æðaútvíkkandi virkni í áburðum. 7. Retinyl Palmitate bætir ástand húðar og hársvarðar. 8. Alantoin heldur húðinni rakri. 9. Albumin úr nautgripum (Bovine Serum Albumin, BSA) eykur stöðugleika próteinefnanna og örvarfrumuvöxt. Ofangreindir þættir eru í FOLIPLEXX. Fáið skrifíegan úrdrátt úrrannsóknaskýrslum (Ath: Gagnarekki fyrirþá, sem missthafa aiithárið). Gísli G. ísleifsson „Þið hafið reyndar orð- ið að athlægi frammi fyrir alþjóð með því að láta því ekki mótmælt, að sr. Gunnari hafi ver- ið sagt upp störfum vegna þess að hann greiddi ekki úr eigin vasa af lágum launum sínum viðgerðir á eign safnaðarins í Garða- stræti 36.“ falsleysi ykkar? Jú, þið ætluðuð að sjá til, hvernig færi á aðal- fundinum, sögðust ætla að at- huga þetta þá og þar, en voruð þá, ásamt hinum nýju „stjómar“- mönnum Fríkirkjusafnaðarins á fullu að smala til fundarins til þess að fella þá stjórn sem átti að vera til þess að halda saman söfnuðinum og skapa frið kring- um prestinn og safnaðarstarfið. Svo talið þið um að við höfum smalað og viljum kljúfa söfnuð- inn. Ég vil að lokum geta þess i sam- bandi við stjómarmenn, að einn þeirra, (sem ég mun nafngreina síðar, ef tilefni verður til) hefur tvívegis tjáð mér óvildarhug sinn til sr. Gunnars (þótt hann sé prestinum persónulega ókunnugur). Þorsteinn hefur sýnt mér fyllstu kurteisi, eftir að hann var kosinn formaður, og við Isak Sigurgeirsson hefí ég ekk- ert átt saman að sælda. Þáttur Kvenfélags Frí kirkjusafnaðarins í greinargerð ykkar í Morgun- blaðinu 2. júlí síðastliðinn, er því haldið fram, að sr. Gunnar hafi ekki leitað til félagskvenna í Kvenfé- lagi Fríkirkjusafnaðarins. Venjan hefur verið sú, að kvenfé- lagið hefur að fyrra bragði gert ýmislegt í sambandi við safnaðar- starfíð. Enda er venjan sú, að sá, sem ætlar að gefa, láti ekki biðja sig um gjöfina. Það tíðkast að minnsta kosti ekki þar, sem ég þekki til. í minni formannstíð felldi kven- félagið niður allar smágjafír til bam- anna í bamaguðsþjónustunum og hélt að sér höndunum í sambandi við venjubundna þátttöku félagsins í fermingarbamaferð. Þegar til tals kom að kaupa safn- aðarheimilið „Betaníu" hafði ég að fyrra bragði samband við formann Kvenfélags Fríkirkjusaftiaðarins, Ágústu Sigurjónsdóttur, og bauð henni að koma og skoða húsið með þeim, sem hún kysi og hvenær sem hún vildi. Hún lét mig ekki svo mikið sem vita um, að hún vildi ekki þekkjast þetta boð. Getur svo hver sem er dæmt um velvilja kven- félagsins á síðastliðnu stjómartíma- bili. Þetta bréf hefí ég ritað til þess að alþjóð fái að vita um það frá fyrstu hendi, hvað er að gerast í Fríkirkjunni í Reykjavík. Benidorm, Spáni, hinn 11. júlí 1988. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og fyrrverandi formnður FríkirkjusafnaðarinsíReykjavík. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.