Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 56
e
EINKAfíEIKNINGUR Þ/NN
í IANDSBANKANUMg
FOSTUDAGUR 15. JULI 1988
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
m,
Alagninga-
seðlar í lok
mánaðarins
ir» SKATTSKRÁ vegna álagðra
skatta ársins 1988 verður lögð
fram í Reykjavík í lok mánaðar-
ins, að sögn Gests Steinþórssonar
skattstjóra. Að þessu sinni verð-
ur tilgreind álagning eigna-
skatts, skatts af eignatekjum,
tekjum af atvinnurekstri og tekj-
um lögaðila en ekki af venjuleg-
um launatekjum.
Þrátt fyrir þessa breytingu verða
nöfn allra sem skattskyldir eru í
skránni en aftan við nöfn gjaldenda
verður auð lína ef einungis er um
hreinar launatekjur að ræða, sem
greiddir hafa verið af skattar sam-
kvæmt staðgreiðslukerfí.
„Gj aldendur fá senda álagningar-
seðla sem skýra álagninguna þó
r engin gjöld séu innheimt samkvæmt
þeim,“ sagði Gestur. „Álagningin
er framkvæmd með venjulegum
hætti en er síðan felld niður af
launatekjum eða reiknuðu endur-
gjaldi hjá sjálfstæðum atvinnurek-
endum. Sú niðurfelling kemur fram
á álagningarseðlinum og hafí menn
ekki önnur gjöld eða aðrar skatt-
skyldar tekjur þá er álagningin og
niðurfellingin sama talan.“
Ólíklegt að
henda þurfi
kindakjöti í ár
EKKI HEFUR þurft að henda
kindakjöti á haugana í ár og er
slíkt ekki fyrirsjáanlegt, að sögn
Jóhanns Guðmundssonar, deild-
arstjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu. Sagði hann að þrátt fyrir
að sala á kjötinu væri nokkru
betri en í fyrra, teldist hún alls
ekki nógu góð. „Töluvert hefur
verið selt af kindakjöti í loðdýra-
fóður en fyrir það kjöt fæst svo
lágt verð að það er litlu betra
en að henda því,“ sagði Jóhann.
Nokkur tonn eru enn til af 2 ára
gömlu kindakjöti sem telst eðlileg
rýmun, um '/2% framleiðslunnar.
„Við hentum kjöti á haugana aðeins
í fyrra og þá ekki í heilum skrokk-
um,“ sagði Jóhann.
Aðspurður sagði hann litlar líkur
á að efnt yrði til útsölu á gömlu
kindakjöti, svipað og gert var
síðastliðið vor. Þá hafí allt selst en
ekki hafí fengist fjármagn til að
setja kjöt á aðra útsölu.
Amljótur Davíðsson fagnar sigurmarki Fram en Guðmundur Baldursson markvörður Vals kemur engum vöraum við. MorKunblaðlð/JÚIIus
Framarará sigurbraut
FRAM styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar í knattspymu með 1:0 sigri
yfír Val á Valsvellinum í gærkvöldi. Eina mark leiksins skoraði Orm-
arr Orlygsson í fyrri hálfleik. Framarar hafa 11 stiga forskot á Val
og íslandsmeistaratitillinn blasir við liðinu.
Sjá íþróttasíðu.
Dr. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor:
Hannes velkominn að Háskól
anum á réttum forsendum
Dómnefnd vísar ásökunum ráðherra á bug
DÓMNEFND um lektorsstöðu í
stjóramálafræði við félagsvís-
indadeild Háskólans vísar ásök-
unum menntamálaráðherra um
vanhæfi og hlutdrægni til föður-
húsanna. Ráðherra hafi ekki
komið með efnislegar athuga-
semdir við dóminn og standi
dómsúrskurðurinn óhaggaður.
Hann sé sjálfur ber að hlut-
drægni og óeðlilegum vinnu-
brögðum með því að hnekkja
dómi nefndarinnar en leita að-
eins umsagnar um einn umsækj-
anda af fimm hjá aðilum sem
höfðu hagsmuna að gæta. Þessar
fullyrðingar komu fram á blaða-
mannafundi nefndarinnar í gær.
í samtali við Morgunblaðið í dag
segir dr. Sigmundur Guðbjarna-
son að hann hafi reynt að afstýra
þessari deilu með því að bjóða
ráðherra að stofnuð yrði staða í
stjórnmálaheimspeki fyrir dr.
Hannes H. Gissurarson.
Dr. Sigmundur segir að dr.
Eskfirðingur SU sökk á Héraðsflóa:
Hef engar skýring-
ar á því sem gerðist
-segir Valdimar Aðalsteinsson skipstjóri
„ÉG HEF engar skýringar á því sem í raun gerðist," segir Valdi-
mar Aðalsteinsson skipstjóri á Eskfirðing SU sem sökk á Héraðs-
flóadjúpi í gærmorgun. „Leki var kominn að skipinu er ég var
ræstur út um klukkan hálf sex um morguninn en í fyrstu héldum
við að við gætum ráðið við hann. Það var ekki fyrr en fremri
lestarnar fóru að fyllast af sjó að við báðum Hólmaborgina um
aðstoð og jafnframt önnur skip.“
í máli Valdimars kemur fram átta var öllum um borð skipað að
að lekinn á skipinu hafi fljótlega fara í flotbúninga og undirbúning-
orðið óviðráðanlegur enda aukist ur að því að yfirgefa skipið haf-
jafnt og þétt. Rétt fyrir klukkan inn. „Ég vil að fram komi að
áhöfnin hélt vel ró sinni meðan á
þessu stóð,“ segir Valdimar.
Eskfirðingur SU, sem var 275
brúttólestir, sökk síðan um kl. 8
um morguninn en þá var Hólma-
borg SU komin að Eskfírðingi og
tók skipveijana sex um borð.
Sjá bls. 22: Sáu skipið sökkva
er þeir voru á leið í Hólmaborg.
Hannes hafí verið velkominn að
skólanum á réttum forsendum.
Hann lagði til við ráðherra að snið-
in yrði staða í stjómmálaheimspeki
að menntun Hannesar. Þessu hafn-
aði ráðherra án umræðu. Sigmund-
ur harmar að svona skuli hafa farið.
Birgir ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra hafnaði til-
lögu rektors og skipaði dr. Hannes
lektor í stjómmálafræði þrátt fyrir
að hann hafi ekki hlotið ótvíræðan
hæfnisdóm í Háskólanum. Dr. Sig-
urður Líndal lagaprófessor sem átti
sæti í dómnefndinni segir að kenn-
arar dr. Hannesar séu augljóslega
ekki hæfir til að dæma í þessu
máli. Þeir geti undir engum kring-
umstæðum lagt hlutlaust mat á
hæfni Hannesar, enda geti ráðherra
þess hvergi hvaða forsendur hann
lagði fyrir þá. Þá séu rök ráðherra
um að kunningsskapur og óvild
hafí gert dómnefndarmenn van-
hæfa haldlaus í íslensku réttarfari.
„Dómnefndin vann frá upphafi
eftir skýrt afmörkuðum forsend-
um,“ sagði dr. Svanur Kristjánsson
formaður dómnefndarinnar. „Ráð-
herrann heldur því fram að lektor-
inn eigi að geta kennt byrjendum
almenn atriði greinarinnar. En það
stangast algjörlega á við starfslýs-
ingu þar sem segir að umsækjandi
þurfí að vera hæfur til að annast
kennslu í undirstöðugreinum stjóm-
málfræðinnar."
Dómnefndarmenn leggja áherslu
á að ráðherra sýni ekki fram á það
með rökum að dómnefndin hafi far-
ið út af sporinu. Kjami málsins sé
að dómnefndin hafi komist að niður-
stöðu sem enginn ágreiningur var
um. Vanhæfi dómnefndar fái ekki
staðist og ásakanir um kunnáttu-
leysi Sigurðar Líndal og Jónatans
Þórmundssonar ekki heldur.
Sjá nánari frásögn, viðtal og
greinargerð á miðopnu.
Feðgar réð-
ust á lög-
regluþjón
FEÐGAR réðust á lögregluþjón
í Mosfellsbæ í gærdag er lög-
regluþjóninn stöðvaði soninn, 16
ára réttindalausan ungling, á
vélhjóli föður síns. Þetta mun
hafa farið í taugarnar á föðurn-
um og átök urðu i millum þeirra
þriggja. Lögregluþjóninn slapp
úr átökunum með minniháttar
meiðsl og skrámur.
Að sögn lögreglunnar hefur hún
oft þurft að hafa afskipti af hinum
réttindalausa unglingi. Hann virðist
geta fengið hjól föður síns lánað
að vild og notar hann það til gá-
láuss aksturs um götur Mosfells-
bæjar og víðar. Sonurinn var síðast
í fréttum fjölmiðla nú fyrir helgina
er honum tókst í tvígang að sleppa
á hjóli föður síns undan lögreglunni
á Vesturlandsveginum. Mestur
hraði hans á hjólinu þá mældist um
132 km á klukkustund.