Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Utanríkisráðherra frans á fundi Öryggisráðs SÞ: Flugmaður þotunnar not- aði réttan ratsjársvara Bush segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍRANIR skoruðu í gær á Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna að það fordæmdi „hið glæpsamlega at- hæfi“ er bandarískt beitiskip grandaði íranskri farþegaflug- vél með 290 manns innanborðs yfir Persaflóa hinn 3. júlí síðast- liðinn. George Bush sem sat fund ráðsins, fyrstur bandarískra varaforseta, svaraði því til að þótt margt væri enn óljóst varð- andi atburðinn lægi ljóst fyrir að skipvetjar á beitiskipinu Vin- cennes, sem skutu farþegaþot- una niður, hefðu gert það í sjálfs- vörn. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, hélt hálfrar annarrar klukkustundar langa ræðu þar sem hann hafnaði þeirri lýsingu Banda- ríkjamanna á atburðum að um slys hefði verið að ræða. Ekki dygði sú afsökun Bandaríkjamanna að þeir hefðu talið F-14 orrustuþotu nálg- ast því að slíkar flugvélar væru hvort eð er lítil sem engin ógnun við skip. Eins og Bandaríkjamenn, smiðir F-14 þotunnar, ættu manna best að vita, væri hún gerð til árás- ar á aðrar flugvélar en ekki til ár- ása á skip. „Þetta hörmulega slys átti sér stað með endurteknar, óréttmætar, tilefnislausar og óafsakanlegar ár- ásir írana á bandarísk kaupskip og herskip að bakgrunni," sagði Bush. Hann hét því að Bandaríkin myndu halda siglingaleiðum á Persaflóa opnum framvegis sem hingaðtil. Hann ítrekaði kröfu Bandaríkja- stjómar um að íranir hlíttu sam- þykkt Oryggisráðsins frá því í júlí í fyrra um vopnahlé í stríðinu við Persaflóa. Varaði Vincennes flugmanninn við? Umræðumar í Öryggisráðinu í UNITEO ST Reuter George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sést hér ávarpa fund Ör- yggisráðs SÞ. Ráðið kemur saman að þessu sinni að kröfu írana til að ræða árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu yfir Persaf- lóa hinn 3. júli sl. gær leiddu fátt nýtt í ljós um at- burðarásina sunnudagsmorguninn örlagaríka fyrir tæpum tveimur vik- um. Velayati sagði að með því að yfirfara fjarskipti flugmanns Air- bus-þotunnar og flugturnsins í Bandar Abbas hefði komið í Ijós að flugmaðurinn hefði notað hinn eina rétta ratsjársvara þotunnar en ekki ratsjársvara herflugvéla eins og Bandaríkjamenn hefðu gefið í skyn. „Einnig þarf að fara rækilega í saumana á þeirri spumingu hvort skipherrann á Vincennes varaði í raun skotmark sitt við eða gerði aðrar ráðstafanir til að láta fyrir- ætlanir sínar í ljós eða hvort, eins og virðist líklegt, skipherrann ákvað að skjóta á skotmarkið án þess að fullreynt væri hvaða farkostur væri þar á ferð,“ sagði ráðherrann íranski. Velayati sagði að William Crowe, forseti bandaríska herráðsins hefði komið með fáranlegustu skýring- una á árás Bandaríkjamanna. Hann hefði haldið því fram að farþegaþot- an hefði komið með 450 hnúta hraða inn á átakasvæði og hefði hraðinn farið vaxandi. Ráðherrann sagði að í fyrsta lagi hefði þotan verið á 320 hnúta hraða eins og vera bæri og í öðm lagi væri ekki um yfírlýst átakasvæði að ræða því Bandaríkjamenn hefðu aldrei lýst yfir stríði á Persaflóa. Spumingin væri einungis hvers vegna Banda- ríkjamenn staðsettu herskip þar sem væri almenn flugumferð. Mistök að stöðva ekki flugnmferð Bush svaraði því til að þrátt fyr- ir átök á þessu svæði hefðu írönsk flugmálayfirvöld látið undir höfuð leggjast að stöðva almenna flugum- ferð yfir Flóann. „Það vom ábyrgð- arlaus og hörmuleg mistök." Bush bætti því við að samkvæmt þeim upplýsingum sem stóðu skipherran- um til boða hefði írönsk herflugvél verið að nálgast. „Eftir að sjö við- vömnum hafði ekki verið svarað gerði hann það sem hann varð að gera til að vemda skip sitt og áhöfn sína“. Bush sagði að íranir vissu vel að um slys væri að ræða og þyrftu þeir að axla stóran hluta af ábyrgð- inni á því. „Friðelskandi ríki hafa fagnað nærvem bandaríska flotans á Persaflóa og hún er ekki ógnun við nokkum aðila. En ef að okkur er veist svömm við af krafti," sagði Bush að lokum. Talið er að forseti Öryggisráðs- ins, Paulo Nogueira-Batista frá Brasilíu, undirbúi nú yfirlýsingu sem greidd verði atkvæði um í dag. Þeir sem til þekkja segja fráleitt að árás Bandaríkjamanna á írönsku farþegaþotuna verði fordæmd í yfir- lýsingunni að kröfu írana. ERLENT Enn lækkar olíuverð: CHRISTOPHER Lee MarshaU, drengurinn sem lenti flugvél siiini á Reykj avíkurflugvelli á miðvikudag, kom heill á húfi til Parísar í gær. Hann hefur þar með náð þvi takmarki sínu að verða yngsti flugmaðurinn sem flogið hefur yfir Atlants- hafið. Christhopher, sem er aðeins 11 ára, og Randy Cunningham, að- stoðarmaður hans, lentu eins- hreyfilsvél sinni af gerðinni Moo- ney 252, á Le Bouget flugvellinum í París í gærmorgunn. Samkvæmt fréttum frá Reuter, sagði Chri- stopher við komuna, að hann væri mjög stoltur, en þreyttur. Hann vonast eftir að fá nafn sitt skráð í heimsmetabækur. Móðir Christophers tók á móti þeim félögum og tryggum fylgi- nauti Christophers, bangsanum „Charles Lindbear". Nafn bangs- ans vísar til nafns flugkappans Charles Lindberg sem flaug yfír Atlantshafið, frá New York til París árið 1927. Ferðin nú var m.a. farin til að líkja eftir því flugi. Saudi-Arabar kveðast Reuter Flugmaðurinn ungikominn yfir Atlantshafið Framkvæmdastjómin vill að bönnuð verði framleiðsla, sala og notkun á hvers konar gildrum sem notaðar eru til að veiða loðdýr. Þá vill framkvæmdastjómin að það komi fram á öllum skinnum með hvaða hætti dýr var veitt. Þessum aðgerðum er ætlað að stemma stigu við þessari ómannúðlegu veiðiað- ferð. Til bjargar afríska fílnum er lagt til að öll viðskipti með fílabein verði bönnuð. Á það er bent að árið 1970 hafi verið 2,3 milljónir fíla í Afríku en nú séu þeir um 700 þúsund. Árlega séu drepnir um 80 þúsund fílar og útflutningur á fílabeini nemi um 800 tonnum á ári, en af þeim fari 10% á markaði 5 Evrópu og Bandaríkjunum. Árið 1985 lagði framkvæmda- sljómin til algjört bann við sölu á selaafurðum innan EB, ráðherrar aðildarríkjanna samþykktu þá skammtímaaðgerðir sem að hluta komu til móts við tillögur fram- kvæmdastjómarinnar. Samþykkt ráðherranna rennur úr gildi 1. októ- ber nk. Framkvæmdastjómin hefur því dregið gömlu tillögumar fram Palestínu- skæruliði dæmdur í Grikklandi Aþenu. Reuter. Palestinumaðurinn Mohammed Rashid var í gær dæmdur í sjö mánaða fangelsi i Grikklandi fyrir að koma til landsins á fölsku vegabréfi. Rashid, sem var handtekinn í maí, er grunað- ur um aðild að ráni bandariskrar farþegaþotu árið 1982 er kostaði eitt mannslif og er hann eftirlýst- ur af bandariskum stjómvöldum. Einnig er álitið mögulegt að hann tengist árás á gríska ferju i vikunni. Rashid er auk þess talinn hafa átt þátt í flugráni 1986 sem varð fjórum farþegum að bana. Sjálfur segist hann vera félagi í skæruliða- hóp innan PLO, Frelsishreyfingar Palestínumanna, en neitar öðmm sakargiftum en vegabréfsfölsun- inni. Gríska lögreglan rannsakar nú þann möguleika að árásin á grísku feijuna á mánudag hafi ver- ið gerð til að reyna að þvinga yfír- völd til að láta Rashid lausan. Níu manns týndu lífi í árásinni. ' dagsljósið og krefst algjörs banns lið verslun með hvers konar vömr )ar sem selir eða selaafurðir hafa <omið við sögu í framleiðslunni. virða gerða samninga London. Reuter. ORÐRÓMUR um að Saudi-Arabar kunni að hafa svikið gerða samn- inga um framleiðslutakmarkanir innan Samtaka olíuútflutnings- ríkja, OPEC, hafa valdið því að olíuverð hefur farið lækkandi undan- faraa daga. íranar deildu hart á Saudi-Araba í gær og sökuðu þá og raunar fleiri aðildarríki samtakanna um að freista þess að sölsa undir sig markaðinn. Norðmenn kveðast ætla að taka eigin fram- leiðslutakmarkanir á Norðursjávar-olíu til endurskoðunar reynist orðrómurinn um svik Saudi-Araba á rökum reistur. Saudi-Arabar hafa ítrekað vísað ásökunum þessum á bug og segja orðróm þennan bláberan uppsp- una. í síðustu viku var skýrt frá því að Saudi-Arabar og Bretar hefðu gert með sér viðamikinn vopnasölusamning og tóku að heyrast raddir um að hinir fyrr- nefndu hygðust hundsa fram- leiðslukvóta OPEC til að geta greitt fyrir vígtólin. Ame Öien, olíumálaráðherra Evrópubandalagið: Vilja banna innflutning á selaafurðum og fílabeini Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN af framkvæmdastjórum Evópubandalagsins, Stanley Clinton- Davis, sagði við upphaf dýralífssýningar í húsnæði Evrópuþingsins i Strassborg að Evrópubandalagið hygðist setja á viðskiptahömlur til að verada tegundir í útrýmingarhættu. Noregs, sagði í viðtali við Reuters- fréttastofuna í gær að Norðmenn fylgdust grannt með þróun mála og sagði að framleiðslutakmarkan- ir á Norðursjávar-olíu yrðu teknar til endurskoðunar reyndist orðróm- urinn á rökum reistur. Norðmenn eiga ekki aðild að OPEC en þeir hafa gripið til framleiðslutakmark- ana til að styðja þá viðleitni sam- takanna að halda uppi ákveðnu lágmarksverði með framleiðslu- stýringu. „Verðlækkunin er til- komin vegna þessa orðróms og við verðum að fá staðfest hvort farið hefur verið fram úr umsömdum takmörkunum," sagði Ame Öien. Hráolíuverð á heimsmarkaði lækkaði enn í gær. Verð á fati af Norðursjávar-olíu var 13,77 Bandaríkjadalir en fyrir tæpum mánuði var það um 16 dalir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.