Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 29 Lektorsstaðan í stjórnmálafræði: Bauð að stofnuð yrði ný staða fyrir Hannes - segir dr. Sigmundur Guðbjamason REKTOR Háskóla íslands, dr. Sigmundur Guðbjarnason, bauð Birgi Isleifi Gunnarssyni menntamálaráðherra að stofnuð yrði lektorsstaða í stjórnmálaheimspeki gagngert fyrir dr. Hannes Hólmstein Gissurar- son. Tillagan var ítrekuð en ráðherra hafnaði henni í bæði skiptin án rökstuðnings, að sögn dr. Sigmundar. Með þessu vildi háskólarekt- or afstýra því að dr. Hannes væri skipaður þvert á úrskurð dómnefnd- ar. „Ráðherra hefði getað veitt Hannesi stöðu á réttum grundvelli í stað þess að skaða þá viðleitni Háskólans að vinna á faglegum forsend- um. Eg kvíði framhaldinu, þegar nemendur og kennarar koma til starfa í haust og Alþingi kemur saman. Þetta mál getur dregið dilk á eftir sér,“ sagði hann í samtali við blaðamann. akiðeitt ■inuar Svanur segir að skilgreiningin sé þvert á móti víð. „Enginn hefur mótmælt þessari starfslýsingu fyrr en nú og Hannes sá sérstaka ástæðu til þess í umsókn sinni að lýsa yfir ánægju með skilgreining- una þar sem hún félli einstaklega vel að menntun sinni,“ sagði hann. Jónatan Þórmundsson sagði að vel hefði komið til álita að dæma Hannes óhæfan til að gegna lekt- orsstöðunni. Það sýndi hinsvegar glöggt hversu langt dómnefndin hefði teygt sig sig til að gæta fyllstu sanngirni að Hannes hafi verið dæmdur hæfur að hluta. Jónatan telur að Hannes gerðist sekur um ónákvæmni í meðferð heimilda. Það eitt sé næg ástæða til að dæma hann óhæfan til starf-' ans. Hinsvegar hafí dómnefndin viljað taka doktorsritgerð Hannesar sem fullgilda sönnun fyrir því að hann uppfylli skilyrðin, að hálfu leyti. Upphaflega dómnefndin var skipuð 27. apríl 1987 Gunnari Gunnarssyni stjórnmálafræðingi, Ólafí Ragnari Grímssyni prófessor og dr. Svani Kristjánssyni dósent. Rektor skipaði síðan að ósk félags- vísindadeildar Jónatan Þórmunds- son prófessor og varaforseta há- skólaráðs fulltrúa sinn í deildinni. Miðsumars sagði Ólafur sig úr dóm- nefndinni af persónulegum ástæð- um og Sigurður Líndal prófessor var skipaður í hans stað. Menntamálaráðherra hefur átalið félagsvísindadeild fyrir hafna kröfu lögmanns Hannesar um að Gunnar, Ólafur og Svanur væru dæmdir- vanhæfir og skipunabréf þeirra aft- urkallað. Atelur hann sérstaklega að engar röksemdir hafi verið færð- ar fyrir þeirri ákvörðun deildarfund- ar að hafa gagnrýnina að engu. Þórlindur Þórólfsson forseti fé— lagsvísindadeildar segir að deildin hafi staðið rétt að málum. Engin ástæða var talin til að taka gagn- rýnina til greina, kröfunni hafnað og lögmanninum tilkynnt um það. Á þessa málsmeðferð hafi Hannes fallist í raun með því að mótmæla ekki. Gunnar Gunnarsson segir að dylgjur vanhæfi vegna kunnings- skapar eða flokkatengsla séu vart svaraverðar. „Það sem höfuðmáli skiptir er að dómnefndarmenn kom- ust allir að sömu niðurstöðu. Um hana var aldrei neinn ágreiningur í nefndinni. Það gerir okkur alla jafn hlutdræga eða óhlutdræga." Jónatan sagðist vilja taka heim- spekinginn Kato sér til fyrirmyndar um að ljúka hverri orðræðu með því að minna á gildi frelsisins. Yrðu háskólamenn að minna á nauðsyn fijáls háskóla þar sem fagleg og fræðileg sjónarmið sætu í fyrirrúmi hvenær sem tækifæri gefst. „Mikið hefur verið talað um það sem veld- ur vanhæfi manna í þessari deilu. Gildandi réttarreglur eiga sér stoð í fleiru en lögum. Það segir heldur ekki mikið um sjálfstæði háskólans í lögum en þar gildir hið sama um framkvæmdina, hún byggir meira á hefðum og grundvallaratriðum. Lögfræðingar gefa ekki alltaf mest fyrir lagabókstafinn. Þar getur oft verið hollara að styðjast við hefðir og lagavitund," sagði Jónatan Þór- mundsson prófessor. Sigmundur reifaði hugmyndina við ráðherra í vor eftir að úrskurður dómnefndar lá fyrir. Hann segist hafa bent á þá staðreynd að dr. Hannes hefur tvisvar hlotið hæfnis- dóm til kennslu í stjórnmálaheim- speki. Væri auðvellt að búa til starfsvettvang fyrir sérfræðing á þessu sviði með því að auglýsa slíka stöðu. Þar hlyti dr. Hannes að vera álitlegur umsækjandi. Bæði heim- spekideild og félagsvísindadeild yrði akkur að því að fá dr. Hannes til starfa. Hann væri vel liðinn og hugmyndaríkur. „Það var ljóst að þetta væri umdeilt mál og ráðherra hefði ein- sett sér að koma sínum manni inn. Eg taldi að allir gætu sætt sig við þessa lausn, þar með væri Hannesi tryggt starf sem hann væri hæfur til að gegna. En ráðherrann taldi sér ekki fært að fara þessa leið.“ Lektorsstaðan umdeilda sem auglýst var í Lögbirtingarblaðinu í ársbyijun 1987 hét uppaflega staða í stjórnmálaheimspeki að sögn dr. Sigmundar. Á fjárlögum skaut þessi staða upp kollinum þrátt fyrir að engin beiðni hefði komið frá háskól- anum um stofnun hennar. Félags- vísindadeild leitaði þegar efEir leið- réttingu að sögn dr. Sigmundar og óskaði þess að bætt yrði úr brýnni þörf fyrir lektorsstöðu í stjórn- málafræði. Við því var orðið og samþykkti menntamálaráðuneytið skilgreiningu stöðunnar athuga- semdalaust. „Ýmsir málsmetandi menn hafa reynt að fá Hannes ráðinn til Há- skólans og við því er í sjálfu sér ekkert að segja. Ég vissi að það var mikill þrýstingur á ráðherra og áhersla lögð á að Hannes yrði að fá starf. Ætlaði ég ekki að leggjast gegn því. Það sem skiptir máli er að menn komi inn á réttum forsendum. Fag- legt mat á hæfni verður að ráða. Valdbeiting ráðherra er því miður orðin allt of algeng. Það hlýtur að draga máttinn úr ungu fólki sem hyggst leita sér menntunar og vill njóta afrakstursins þegar það fer til starfa í þjóðfélaginu að þar ráði mestu flokkshagsmunir og pólití- skar skoðanir," sagði dr. Sigmund- ur Guðbjarnason. Háskólaráð HÁSKÓLARÁÐ er æðsta valda- stofnun Háskólans og þeir sem það skipa eru eru: Rektor, Sigmundur Guðbjama- son. Deildárforsetar: Bjöm Bjöms- son guðfræðideild, Jónatan Þór- mundsson lagadeild og varaforseti háskólaráðs, Þórður Harðarsson læknadeild, Þorvaldur Gylfason við- skiptadeild, Sveinbjörn Rafnsson heimspekideild, Þórður Eydal Magnússon tannlæknadeild, Valdi- fv mar K. Jónsson verkfræðideild, Amþór Garðarsson raunvísinda- deild og Þórólfur Þórlindsson fé- lagsvísindadeild. Félag háskólakennara: Páll Ein- arsson sérfræðingur og Stefán Ól- afsson dósent. Fulltrúar stúdenta: Valborg Snævarr og Jónas Friðrik Jonsson frá Vöku, Astráður Haraldsson frá Félagi vinstri manna og Sigrún Óskarsdóttir frá Röskvu. Fundi ráðsins sitja einnig há- skólaritari og kennslustjóri án at- kvæðisréttar. Morgunblaðið/KGA um dómnefndin sé vanhæf. Ráðherrann getur ekki komið með slíka sinn umsækjanda hjá mönnum sem eru sannanlega vanhæfir samkvæmt ir Líndal prófessor á blaðamannafundi í Háskólanum í gær. Þar svör- stöðuna í stjómmálafræði harðorðum ásökunum menntamálaráðherra nhæfi *s í stjóm- adeild 36. gr. laga nr. 85/1936 um með- ferð einkamála í héraði og kemst lögmaðurinn svo að orði í því sam- bandi: „Er ekki fráleitt að telja að hér megi beinlínis beita ákvæði 36. gr. laga nr. 85/1936 fyrir lögjöfnun um hæfi dómnefndarmannanna, en þar er það 7. tl. sem ætti þá við.“ Umrætt ákvæði hljóðar svo: Dómarinn víkur úr dómarasæti í máli ef hann . . .: 7. Er óvinur aðilja, eða málið varðar hann eða venzlamenn hans verulega fjárhagslega eða siðferðis- lega, eða annars er hætta á því, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á májavöxtu. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að álitamál er hvort beita eigi vanhæfísreglum um dóm- ara óskorað um stjómsýsluhafa. Eru ýmsir þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að gera jafnstrangar kröfur til þeirra og dómara. Má hér minna á frumvarp til stjórnsýslulaga sem lagt var fyrir Alþingi 1986-’87 og lögmaður Hannesar átti þátt í að semja, en þar er sú regla sem sam- svarar framangreindu ákvæði 7. tl. þannig: Stjómvaldshafi má ekki taka þátt í meðferð máls sem fjall- að er um í þessum kafla ef: 5. Málið varðar hann sjálfan eða venzlamenn hans verulega eða ann- ars er hætta á því að hann fái ekki litið hlutlaust á málavexti. Kafli sá sem nefndur er fjallar um meðferð mála hjá ráðuneytum. 4. Lögmaður Hannesar tilgreinir tvær meginástæður fyrir vanhæfí upphaflegra dómnefndarmanna: Fyrri ástæðan sé sú að þeir séu allir þrír, sérstaklega þó Gunnar Gunnarsson, nánir vinir og sam- starfsmenn eins umsækjandans, Ólafs Harðarsonar. Sú síðari að tveir dómnefndar- mannanna, Ólafur Ragnar Grímsson og Svanur Kristjánsson hafi átt í „illvígum persónulegum og pólitískum deilurn" við Hannes H. Gissurarson. Óþarft er að ræða um samskipti Ólafs Ragnars Grímssonar og Hannesar þar sem Ólafur tók ekki þátt í störfum dómnefndarinnar. Um fyrri ástæðuna er það að segja, að sú regla er viðurkennd í réttarfari að vinátta dómara og aðilja valdi almennt ekki vanhæfí dómara, sbr. Einar Arnórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar 1 (1967-’68), bls. 90. Því síður ætti hún að valda vanhæfi innan stjóm- sýslunnar. Um samstarfsmenn er örðugt. að gefa almenna reglu. Ljóst er þó að samstarf eitt út af fyrir sig, jafnvel þótt náið sé, veldur ekki vanhæfi, enda hætta á að þá yrðu vandfundnir óhlutdrægir menn í jafnlitlu þjóðfélagi og hinu íslenzka. Hér verður að benda á að einhveija sérstaka þætti í samstarfi sem valda vanhæfí, en það hefur ekki verið gert. Um síðari ástæðuna er það að segja, að það er fjarri allri skynsemi að ritdeilur sem menn háðu fyrir meira en áratug valdi vanhæfi til setu í dómnefnd. Á það enga stoð í íslenzkri dómvenju að dómari hafi vikið sæti af slíkum eða áþekkum ástæðum. 5. Ef Hannes H. Gissurarson hefði talið endurskipulagningu dómnefndarinnar ófullnægjandi hefði honum borið að mótmæla og fylgja þeim mótmælum eftir með sama hætti og í upphafi, en það gerði hann ekki. í blaðaviðtali eftir að Jónatan Þórmundsson tók sæti í nefndinni lýsti hann sérstöku trausti á Jonatan. Af þessu verður ekki annað ráðið en Hannes hafi eftir atvikum unað hinni nýju skip- an og þá um leið fallið frá mótmæl- um sínum. 6. Menntamálaráðherra nefur ekki tilgreint neinar sérstakar ástæður fyrir vanhæfi hinnar end- urskipulögðu dómnefndar, heldur einungis hinnar upphaflegu. Það stendur því óhaggað sem segir í ályktun háskólaráðs. 7. Það vekur óneitanlega furðu að menntamálaráðherra skuli að því er virðist að eigin frumkvæði ve- fengja óhlutdrægni dómnefndarinn- ar þegar ekki verður annað séð en Hannes hafi sætt sig við skipun hennar. Hitt er þó enn furðulegra að hann skuli leita til kennara og leiðbeinefnda Hannesar til að hnekkja áliti dómnefndar. Hann sakar tvo dómnefndarmenn um hlutdrægni vegna óskilgreindrar vináttu og samstarfs, en leitar svo sjálfur til manna sem sannarlega eru vanhæfír vegna augljósrar hagsmunategnsla við Hannes, þar sem mál þetta hlýtur að varða þá svo verulega siðferðilega að þeir geti ekki litið óhlutdrægt á mála- vöxtu._ 8. I bréfi menntamálaráðherra til háskólaráðs frá 7. júlí 1988 seg- ir að athygli veki hversu langan tíma dómnefndarstörf hafi tekið. Niðurstaðan hafi verið kynnt einu ári eftir að nefndin var upphaflega skipuð. Hér er frásögn villandi. Eins og fyrr segir tók Sigurður Líndal sæti í dómnefndinni fyrir- varalaust 16. júlí 1987. Hann gerði þá þegar þann áskilnað að vegna anna, m.a. vegna breyttrar náms- skipunar í lagadeild, gæti hann ekki hafið störf fyrr en eftir áramót 1987/’88. Á þetta var fallizt. Að afloknum janúarprófum í lagadeild og að lokinni yfirferð úrlausna, um miðjan febrúar 1988, tók nefndin til óspilltra málanna, hélt 15 fundi og lauk störfum um það bil 2>/2 mánuði síðar. Þegar haft er í huga að mikið lesmál lá fyrir nefndinni verður þetta ekki talinn óeðlilegur gangur. 9. Menntamálaráðherra hefur haldið því fram að tvo dómnefndar- menn skorti þekkingu á stjóm- málafræði og verða orð hans ekki skilin á annan veg en þann að hann telji þá ekki færa um að meta hæfni umsækjenda. Við þetta skulu gerð- ar jiessar athugasemdin I fyrsta lagi getur maður sem hefur hlotið fræðilega þjálfun í hvaða grein sem er, að vissu marki lagt almennt mat á fræðileg vinnu- brögð, svo sem hvort viðfangsefni sé skilmerkilega lýst, og það skil- greint á fullnægjandi hátt, hvort því séu gerð skil í samræmi við það, hvort rétt sé farið með heimild- ir q.s.frv. I öðm lagi hefur Sigurður Líndal ritað ýmislegt um stjómmála- og félagsfræði sem að mati deildarinn- ar gerði hann hæfan til setu í nefnd- inni. Jónatan Þórmundsson hefur kennt afbrotafræði í lagadeild og félagsvísindadeild, en hún er ein - grein félagsvísinda, þar sem beitt er sömu rannsóknaraðferðum og í stjómmálafræði og félagsfræði. I þriðja lagi em ýmis ritverk Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar sem helzt komu til álita engu síður á sviði sagnfræði og stjórn- skipunarréttar en stjómmálafærði. Sigurður Lindal hefíir cand. mag. próf í sagnfræði (eins og raunar Hannes H. Gissuararson) og báðir, Jónatan og Sigurður, em lögfræð- ingar, þennig að þeir höfðu form- lega sérþekkingu til að meta veiga- mikla þætti í þeim ritum Hannesar sem einkum skiptu máli um hæfni hans. 10. Að framansögðu má vera ljóst að ummæli menntamálráð- herra um dómnefndina og einstaka nefndarmenn hafa ekki við nein rök að styðjast. Reyýavík, 14. júlí 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.