Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 EB-markaðurinn: Bönkum utan EB settar skorður Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. WILLY De Clercq, framkvæmda- stjóri utanríkismála innan EB, sagði f London í vikunni að óhugsandi væri að bankar frá löndurn utan bandalagsins nytu sömu réttinda og bankar í aðild- arríkjunum nema til kæmu samn- ingar við viðkomandi ríkisstjórn- ir um gagnkvæm réttindi handa bönkum innan EB. Samkvæmt heimildum í Brussel munu reglur um þessi efni á ís- landi ekki líklegar til að auðvelda samskipti við EB á þessu sviði í framtíðinni. Það hefur legið í loftinu að EB muni setja sérstök skilyrði fyrir lánveitingum til landa, sem ekki heimila bönkum frá bandalag- inu starfsemi. Þetta gæti þýtt að íslendingar yrðu að leggja fram hærri tryggingar fyrir lánsfé sem aflað væri innan EB eða mjög auk- ið eigið áhættufjármagn. De Clercq sagði að þær banka- stofnanir frá löndum utan banda- lagsins, sem þegar hefðu starfsleyfí í einhveiju aðildarríkja þess, myndu ekki sjálfkrafa fá starfsleyfi um allt bandalagið. Líklegast væri að sett yrðu skilyrði um gagnkvæm réttindi, þannig að bankar í EB- löndunum nytu sömu réttinda í ríkjum utan bandalagsins og bank- ar þaðan innan þess. Ljóst er að þessi krafa mun skapa umtalsverða Ungverjaland: Skulda- bréfakaup- in tryggja nýjan síma r Búdapest. Reuter. UNGVERJAR, sem láta sig ekki muna um að snara út nokkurra mánaða launum, geta nú tryggt sér nýjan síma innan þriggja ára. Aðrír verða að gera sér að góðu að bíða í 15 ár. Af77-fréttastofan ungverska sagði í gær, að póstmálayfírvöld ætluðu brátt að bjóða út skulda- bréf fyrir upphæð sem svarar til rúmlega 370 milljóna ísl kr. og nota féð til að koma fyrir 13.000 nýjum símum í landinu. „Með því að kaupa skuldabréf að andvirði 500 dollara (23.000 ísl. kr.) getur fólk losnað við biðröðina að mestu og fengið símann eftir þijú ár í stað 10 eða 15 ára eila,“ sagði í frétt- inni. Fyrir ungverska meðal- manninn samsvarar þessi upp- hæð þriggja mánaða launum. í Ungverjalandi eru nú aðeins 15,18 símar á hveija 100 íbúa, allmiklu minna en í nágrann- aríkinu Tékkóslóvakíu þar sem þeir eru 22,6. í Sviss eru þeir aftur á móti 81 á hveija 100. Með skuldabréfaútboðunum, sem hófust árið 1985, er stefnt að því að tengja 31.000 nýja síma fyrir árslok 1990 en eftir- spumin er hins vegar margfalt meiri. Sagði MTI, að í raun þyrfti að bæta við tveimur millj- ónum símtækja í landinu. Astandið er raunar svo hrikalegt í þessum efnum, að ungverska kommúnistastjómin hefur al- varlega hugleitt að afnema ein- okunaraðstöðu póst- og síma- málastofnunarinnar. erfíðleika í samskiptum við Banda- ríkin vegna þess að EB væri í raun að fara fram á að EB-bankar nytu meiri réttinda innan Bandaríkjanna en bandarískir bankar. Gert er ráð fyrir því að bankar innan EB geti eftir 1992 opnað útibú og rekið starfsemi um allt bandalagssvæðið án þess að sækja sérstaklega um leyfí hjá ríkisstjóm- um eins og nú tíðkast. í tillögum, sem þegar hafa verið lagðar fram, er framtíð og staða banka frá lönd- um utan EB, sem þegar hafa kom- ið sér upp aðstöðu í fleiri en einu aðildarríki EB, óljós. Reiknað hafði verið með því að þeir fengju að njóta markaðarins í heild og héldu óbreyttri stöðu. Þeir bankar, sem ekki hafa fengið starfsleyfí í ein- hveiju aðildarríki EB, yrðu sam- kvæmt tillögunum að sækja um slíkt til Brussel og leyfi yrði einung- is veitt ef skilyrðunum um gagn- kvæm réttindi yrði fullnægt. Reuter Eiturbál Hér sjáum við hvar thailenskur lögreglumaður ber eld að rúmlega þremur tonnum af maríúana sem gerð voru upptæk þjá eiturlyfjasmyglurum í apríl síðastliðnum. Thailenska lögreglan berst hart gegn eiturlyfjaframleiðslu í landinu sem að mestu er fjármögnuð af bandarískum aðilum. Sænskir jafnaðarmenn: Iniiaiiflokksdeilm* vegna Ebbe Carlssons-málsins Stokkhólmi. Reuter. Alvarlegar deilur eru komnar upp á yfirborðið í sænska jafnað- armannaflokknum og snúast þær um framkomu stjórnarínnar í Ebbe Carlsson-hneykslinu, leyni- legrí og ólöglegri rannsókn á morðinu á Olof Palme. Er ágrein- ingurínn ekki síst bagalegur flokknum fyrir það, að nú eru aðeins tveir mánuðir í almennar þingkosningar. í síðasta mánuði neyddist Anna- Greta Leijon dómsmálaráðherra til að segja af sér eftir að hafa játað, að hún hefði heimilað Ebbe Carls- son, bókaútgefanda, sem á innan- gengt í jafnaðarmannaflokkinn, leynilega rannsókn á morði Palmes. Komst upp um það þegar lífvörður Carlssons var handtekinn við að smygla hlerunartækjum til Svíþjóð- ar. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra segist hins vegar ekki munu hika við að skipa Leijon ráðherra að nýju sigri jafnaðarmenn í kosn- Anna-Greta Leijon, fyrrum dómsmálaráðherra, á blaðamannafundin- um þar sem tilkynnt var, að hún segði af sér embætti. ingunum 18. september nk. Lýsir hann henni sem krossfara í stríðinu, við hryðjuverkamenn og segir af- sögn hennar vera að kenna „pólitískri hentistefnu" stjómar- andstöðunnar. A miðvikudag kom hins vegar annað hljóð í strokkinn þegar Birg- Sovéskur geimvísindamaður: SaMiarov verði skil- að aftur verðlaunum - sem hann var sviptur er hann féll í ónáð itta von Otter, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu og eiginkona Kjell-Olofs Feldts fjármálaráðherra, skrifaði grein í Aftonbladet, sem styður jafnaðarmenn. „Hvemig gastu þetta Ingvar?" hét greinin og þar spyr von Otter hvemig for- sætisráðherrann hafi getað kennt stjómarandstöðunni um afsögn Lei- jons. „Hvemig má það vera, að reynd- ir stjómmálamenn skuli aldrei geta lært þá lexíu, að hálfsannleikur og vífíllengjur koma yfirleitt þeim sjálfum í koll fyrr eða síðar?" spyr von Otter einnig og undir þetta hafa margir áhrifamiklir jafnaðar- menn tekið og einnig blöð, sem flokkinn styðja. „Margir flokksmenn hafa unað þessum málum illa en ekki þorað að láta það í ljós,“ sagði Hans- Göran Franck, einn þingmanna jafnaðarmanna, „og að undanförnu hafa þeir verið að hringja í mig til að lýsa hneykslun sinni yfír fram- komu forsætisráðherrans." Jafnaðarmenn hafa farið með völd í Svíþjóð næstum stanslaust í hálfa öld en búist er við, að kosning- amar í haust verði tvísýnar. í skoð- anakönnunum hafa þeir þó haft 3-5% umfram borgaraflokkana þijá. Bretland: Moskvu. Reuter. KUNNUR sovéskur vísindamað- ur krafðist þess á þriðjudag að eðlisfræðingnum og mannrétt- indafrömuðinum Andrei Sak- harov yrði skilað aftur öllum þeim verðlaunum og viðurkenn- ingum, sem hann hafði hlotið, áður en hann féll í ónáð og var dæmdur í útlegð árið 1980. Roald Sagdejev, forstöðumaður Geimvísindastofnunar Sovétríkj- anna, sagði í viðtali við vikuritið Moskvutíðindi, að ákvörðuninni um að leysa Sakharov úr útlegðinni í desember 1986 hefði verið fagnað um heim allan sem „sigri nýs hugs- unarháttar". „Vísindamaðurinn fékk aftur starf sitt, en þeim viðurkenningum, sem hann hlaut í gegnum tíðina, hefur enn ekki verið skilað til hans,“ sagði Sagdejev í viðtalinu. Meðal þeirra viðurkenninga, sem þama er um að ræða, eru þijár orður, sem veittar eru „hetjum sós- íalísks verkalýðs", Lenínorðan og Lárviðarorða ríkisins. Æðsta ráð Sovétríkjanna svipti Sakharov öll- um þessum viðurkenningum árið 1980, áður en hann var sendur frá Moskvu til Gorkí. „Á þessum tíma var æðsta ráðið undir forsæti manns, sem skartaði fímm stjömum á einkennisbúningi sínurn," sagði Sagdejev og átti við Leonid heitinn Brezhnev Sovétleið- toga. „Þar sem við erum að bæta sið- ferðið á meðal okkar, ættum við að sjá til þess, að þessar stjörnur fái aftur sess á bijósti vísinda- mannsins Andrejs Sakharovs," sagði Sagdejev. Atvinnuleysi minnkar London. Reuter. ATVINNULEYSI í Bretlandi er nú 8,4% en það hefur ekki verið minna síðan í ágúst 1981. Útlánsvextir em nú 10% en það voru þeir síðast í október sl. áður en hrunið varð á verðbréfamarkaðin- um. Stöðug uppsveifla hefur verið í bresku efnahagslífí síðustu sex árin og ekkert bendir til að hún sé í rén- un. Yfir ein milljón atvinnulausra hafa fengið vinnu á síðustu tveimur og hálfu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.